Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 08.07.1906, Blaðsíða 1

Ingólfur - 08.07.1906, Blaðsíða 1
INGÓ IV. ÁR. Reykjavík, suimudaginn 8. júlí 1906 30. blað. Dýrgripir kirkna. í síðasta blaði Ingólfs var skýrt frá kröfu héraðsfundar Árnesinga um skil á skírnarfati Stokkseyrarkirkju, sem lands- höfðingi M. St. „komst yfir". Atvik þetta hefir valdið þvi, að upp hafa rifjast ýms fleiri þessháttar tiltæki, sem vert er að gera heyrinkunn og hafa þau og önnur þvílík helzt til lengi legið í þagnargildi. Mætti vera, að það gæti orðið til verndar þeimfáu verðmætum forngripum, sem enn kunna að leynast í stöku kirkjum hér, ef ítarlega er hróflað við málinu— og auk þess getur það stutt að því að skilað sé aftur þeim hlutum, sem fengir eru úr kirkjunum með miðlungi góðum heimildum. Það er og ekki alllítill fróðleikur að vita með bverjum hætti kirkjurnar hafa mist grípa sinna og hvar þeir eru nú niður komnir. Skrá sú verður líklega nokkuð löng áður en lýkur, því að margt kann enn að koma á daginn, sem nú er ókunnugt um. Hér eru nokkur dæmi þess, hvernig for- ráðamenn kirkna, klerkar ogháyíxvöldhafa „verndað" dýrgripi kirknanna. 1. í hinni frægu Hólakirkju var til skamms tíma olíumynd af Gísla lögmanni Hákonarsyni í Bræðratungu, (f. 1583). Myndin er hinn mesti dýrgripur og er hvergi til önnur mynd af Gísla. Þorlák- ur biskup Skúlason, tengdasonur hans, mun hafa gefið kirkjunni mynd þessa (eða þá Jón biskup Vigfússon, sonarsonur Gísla). Myndin heíir verið geymd í Hólakirkju hátt á þriðja hundrað ára, þangað tilhún hvarf fyrir nokkrum árum. — í Sunnan- fara V. 4. er prentuð mynd af Gísla Há- konarsyni og segir þar: „Mynd sú af Gísla lögmanni, er birtist hér, er tekin eftir teikning Sigurðar málara eftir olíumynd, sem þá var í Hóla- kirkju í Hjaltadal, en er nú glötuð". Af þessu sést að hinir fróðustu menn hafa þá ekki fengið upp grafið, hvar myndin væri niður komin og telja hana hyklaust glataða. En sannleikurinn er þó sá, að þessi mynd er nú í vörslum Júliusar Havsteens amtmanns. Hann keypti hana, sjálfur amtmaðurinn, affor- ráðamanni Hblakirkju fyrir 5—fimm— krönurl/ 2. Hólakirkja átti aðra dýrindis olíu- mynd af Gyldenlöwe stiftamtmanni. Hún hafði verið í dórckirkjunni á Hólum fram undir tvær aldir þegar amtmaðurinn í Norður- og Austuramtinu, Júlíus Havsteen keypti hana af forráðamanni kirkjunnar fyrir 5—íinim— kr'onur (sem sýnist hafa verið gangverð á olíumyndunum fornu þegar amtmaðurinn átti í hlut). 3. í Oddakirkju á Rangárvöllum var fornt skírnarfat, stórt og merkilegt. Lands- Hudsons sápa. Hudsons sápa. Hafið þér reynt Hudsons sclidtjl? Hudsons sápa er bezta þvottaduft sem hægt er að fá. Hudsons sápa leysir bezt alla bletti og óhreinku úr þvottinum. Hudsons sápa gerir þvottinn mjúkan og hvítan. — Hudsons sápa fæst í Þar fæst einnig hin annálaða reynst til þvotta, að undantekinni 1S£\,J3&,Í sem bezt hefir Hudsons sápa. Hudsons S£Lp>TJLXi.n.i- Hudsons sápa. höfðingi M. St. fór fram á það við prest- inn að fá skírnarfatið í skiftum fyrir ann- að betra (nýtt). Prestur færðist undán og vildi vísa til biskups, en landshöfðingi kvað ekki mundu standa á hans samþykki. Hann fékk svo fatið og sendi í staðinn „pletteraða" eða „nikkeleraða" látúnsskál eða disk, sléttan og tilkomulausan, miklu minni ummáls en fatið hafði verið, svo að hann átti ekki saman við fótinn, sem fat- ið hafði staðið á. 4. Sagteraðlandshöfðingi hafilofaðtveim- ur silfurfötum í staðinn fyrir skírnarfatið úr Stokkseyrarkirkju, sem frá var sagt í seinasta blaði, og áttu þau að fara í báð- ar kirkjurnar (Stokkseyrar og Eyrarbakka), en aftur komu tveir diskar sléttir og ó- merkilegir, líklega „nikelerað" látún, því að það er farið að láta mjög ásjá. 5. Páll Bjarnarson í Presthólum bar það upp á Þórleif prest Jónsson á Skinna- stöðum, að hann hefði „stolið áf Presthóla- kirkju gömlum forngrip, skírnarfati einu, og selt sér til inntektar" („og ásama hátt mun hann hafa stolið skírnarfati úr Garðs kirkju") segir Páll. Sr. Þórleifur stefiidi Páli um meiðyrði, og var hann dæmdur í 300 kr. sekt 8/n 1903. En af skírnarfatinu (Presthólakirkju) er það að segja, að það var komið í vörslur Júlíusar amtmanns Havsteens 1903 ogtal- inn dýrgripur. Sr. Þórleifur seldi Jóni Magnússyni landritara fatið fyrir 15 kr. Þær 15 kr. borgaði J. M. séra Halldóri Bjarnarsyni, eftir ósk hans (handa Prest- hólakirkju) en Þórleifur eignaði sér þær og hélt fyrir þeim skuld, sem sr. Hall- dór átti hjá honum. Hallgr. biskup skip- aði sr. Þórleifi 1892 að borga kirkjunni fatið, en hann sinti því ekki. Skírnarfatið fanst í gömlum skáp, þegar sr. Þórleifur var í Preathólum, sem var inni í veggnum í stofuhúsi þar á staðn- um. Aðrir sogja að það hafi fundist milli þils og veggjar. Mun presti því ekki hafa þótt vís eignarréttur kirkjunnar á því. Ennfrem- ur bar hann því við, er séra Halldór krafði hann um fatið, að séra Vigfús prófastur Sigurðsson á Sauðanesi hefði leyft sér með- ferð þess. En séra Vigfús vottar 1887 að hann muni ekki til að sr. JÞ. hafi leitað samþykkis síns til að selja hið gamla skírnarfat Presthólakirkju, enda hefði leyf- isins þá verið getið í kirkjubókinni. 6. Við kórdyr í Húsavíkurkirkju stend- ur fótur undan skírnarfati, en skálin sjálf er horfin fyrir löngu, — líklega áður en Júlíus Havsteen varð amtmaður nyrðra. 7. Dr. Jón Þórkelsson skjalavörður hefir nýlega gefið út fróðlega skrá um skjöl og bækur í landsskjalasafninu og erþargetið um margt misjafnt um meðferð á skjölum og bókum kirkna. Þar stendur þetta meðal annnars: „Árið 1898 seldi(!) herra Jóhann Péturs- son á Brúnastöðum, eigandi Reykja í Tungusveit, Hanson telegrafmanni mikið af skjölum Reykjakirkju, þar á meðálþrjú á skinni og var eittþeirra frumrit frá 13W'*) 8. Bræðratungukirkja átti tvo ljósa- stjaka, stórmerkilega og forna, líklega frá dögum Gísla lögmanns Hákonarsonar. Stjak- arþessir höfðu vegið 32 pd., vóru stærri miklu og tilkomumeiri en stjakarnir í Skálholts- kirkju. Þessa stjaka lét kirkjueigandinn (Jón Magnússon i Bráðræði) Jón Vídalín fá til eignar. Sóknarnefnd og prestur reyndu að koma í veg fyrir þetta og kærðu fyrir biskupi, en hann sá sér eigi fært að skerast í leikinn. Jón Vídalín lét í stað- inn tvo stjaka, nýja og laglega en auð- vitað miklu ómerkilegri en hina fornu stjaka. *) Leturbreyting gjörð hór.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.