Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 08.07.1906, Blaðsíða 4

Ingólfur - 08.07.1906, Blaðsíða 4
118 IN9ÓLFUR. [8. júli 1906] Við barnaskólann á ísafirði eru laus 2 kennaraembætti, annað með 700 kr., hitt með 500 kr. launum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um embætti þessi, snúi sér til skólanefndar í.safjarðarkaupstaðar fyrir lok næstkomandi ágústmánaðar. Á næstkomandi hausti verður stofnaður unglingaskóli á ísafirði. Þessar námsgreinar verða kendar: 1. íslenzka, 2. danska, 3. enska, 4. saga, 5. landafræði, 6. náttúrufræði, 7. reikningur, 8. teikning, 9. söngur, 10. leikfimi og handavinna (Slöid), ef ástæður leyfa. Kennslustundir verða 5 á degi hverjum og kennslueyrir allan skólatímann 15 kr. fyrir hvern nemanda, sem borgist fyrirfram. ísafirði 29. júní 1906. í umboði skólanefndarinnar Þorvaldur Jónsson. T ^JÚFAR þakkir eiga þessar línur að færa þeim hinum mörgu mannvinum i Reykjavík, sem studdu dauðsjúkan og fjárvana einkason minn, Jóhann Cfunnar Sigurðsson með íégjöt- um síðastliðna 2 vetur, til þess að fullreynt mætti verða, hvort bót fengist á sjúkleika hans og hann gæti þá haldið áfram námi sínu. En einkum þakka ég innilega skóla- bræðrum hans, sem með dæmafáu drenglyndi og óbilandi vináttu studdu hann — sjálfsagt margir af litlum efnum, notuðu hverja tóm- stund til að vitja hans og gleðja hann, þar til yfir lauk, og hann, að alvísu ráði guðs, hlaut að hnfga í fang dauðans 20. þ. m., og önnuðust loks útför hans með sama dreng- lyndi og prýði. Loks færi ég þýðar þakkir lektor séra Þórhalli Bjarnarsyni, ástríkum kennara hans, sem flutti mér síðustu sonar- kveðjuna og var kærleiksrikur vottur að síð- asta sonarandvarpinu. Eg er blásnauð, einmana, og get ekki borgað, en eg veit, að hinir göfugu vinir og gefendur ætlast ekki til þess. Það gleður mig i harmi minum, að eg varði þvi sem ég átti, til þess að hinn hug- ljúfi sonur minn fengi að svala menntafýsn sinni og fegurðarsmekk, meðan auðið var, en einkum þó það, hve ástsæil hann reyndist meðal skólabræðra sinna, og þessi fagri vitn- isburður kennara hans í bréfi til mín: „Hann dó, eins og hann lifði, sem gott guðs barn“. Þetta er ljúf huggun hinu sorgmædda, en þakkláta móðurhjarta. í júnimánuði 1906 Guðríður Jónasardóttir frá Svarfhóli. Gjalddagi Ingólfs var 1. júlí. Kaupendur eru því vinsamlega beðnir að greiða andvirði þessa ár- gangs, og eins ef þeir skulda frá fyrri árum. Allir skuldlausir kaup- endur fá góðan bækling i kaup- bæti. ptm hefir ætíð miklar birgðir af VEFNAÐARVÖRU. svo sem: karlmannafatnað, karlmannafataefni, kvensjöl stór og smá, ensk vaðmál i kvenföt, rekkjuvoðir, rúmteppi, floneil, léreft biikin og óblikin, lakaléreft og fiðurheld léreft, húfur á fullorðna og börn, og margt, margt fieira. i X I X H. P. DUXJS REYKJAVÍK Selur: alis konar útlendar vörur með iægsta verði eftir gæðum. Kau pir: allar innlendar vörur hæsta verði eftir gæðum. Hestur tapaðist úr Fossvogi 27. f. m. Ijósgrár, flatjárnaður á framfótum, skaflaskeifur á afturfótum, vetrar-afrakað- ur, vakur en nokkuð harðgengur, 10 vetra. — Finnandi er beðinn að skila hestinum til Sigurgeirs verzlunarm. í Þingholtsstræti 1. eða undirskrifaðs. Skarði í Eystrihrepp 1. júní 1906. Jón Jönsson. *:SJS^2SJSí5ES3^H:*2E3S55S |ij Klukkur úr og úrfestar, sömuleiðis gull B | og silfurskrautgripi borgar sig bezt að { kaupa á Laugavegi nr. 12. 8 Jóhann A. Jónasson. Útgefandi: Hlutafélagið Ingólfur. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sveinsson. FélagiprentsmitJ an.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.