Ingólfur


Ingólfur - 07.02.1909, Blaðsíða 1

Ingólfur - 07.02.1909, Blaðsíða 1
VII. árg, Reykjavík suimudagiim 7. febrúar 1909. * The Palatine Insurance Company Ltd í London yátryggir g e g n eldsToða alls konar vörur og liúsgögn Aöalu.mi30ösmorm fyrir íslandL: O, JOhnson db K.aaher, Reylijavíli með ótakmarkaðri ábyrgð til að undirr-ita vátryggingarskírteini (Polieer). VACUUM OIL COMPANY Si 1 1 I hefir beztu mótoraolíu og aðra smurningaolíu. Menn snúi »ér til útsölumanna í Reykjavík Nic. Bjarnason jO kanpm. og Magnúsar Blöndahls tréamíðameistara. iii n Sjálfstæðismál íslands í erlendum blöðum. i. iogólfur hefir nokkrum íinnum drep- ið á þá aöferð, sem mótstöðumenn vor- ir í Danmörku hafa haft í frammi í ýniaum löndum aíðan raillilandanefndin lauk störfum sínum í vor, til þes» að bera lof Dana út um heiminn og niðra íslendingum fyrir þrjózku þeirra gegn þe»sum velgjörðarmönnum »ínum. Frétta- klausur um þetta aettu þeir fyr»t eink- um í þýzk og en»k blöð, því að þau vóru flest alveg þekkingarlau* um viðskifti Dana og íilendinga og tóku því upp hvaða fjargtæður, »em Danir fóru með. í greinarkornum þes»um vóru Danir skjallaðir mjög fyrir göfuglyndið og síðan voru margar þessar greinir aftur birtar í dönskum blöðum og síðan í stjórnarblöðúnnm hér. Þær viltu ekki allfáa kjósendur við kosningarnar, enda voru þær freklega notaðar. Þessari iðju heflr verið haldið áfram síðan öðrn hverju. í Svíþjóð heiir verið reynt að gera tortryggilegan samhug Norðmanna og íslendinga og Norðmönn- um eignuð úrslit kosninganna hér. í þýzkum blöðum hefir aftur verið logið upp sögum um undirróður F'rakka gegn Dönum á íslandi o. s. frv. Fyrir þessn gangast þeir menn í Dan- mörku, sem mest hata sjálfstæðisvið- leitni íslendinga. Þeir reyna til þess að ófrægja málstað vorn meðal stórþjóð- anna um leið og þeir lofa mannúð landa sinna. Leikurinn er jafnframt gerður til þess að draga kjark úr íslendingnm, þvi að *vo er fyrir séð, að þeim berist goðsvör þessi og í annan stað kemur sér vel að geta sýDt dönsku þjóðinni skammir um íslendinga úr þýzkum og enskum blöðum og ummæli um það, að ísleudÍDgum sé nú veitt meira en nóg frelsi. Því verður ekki neitað, að fjöldi manna í Danmörku vill verða við kröf- um Islendinga eða lætur sig málið litlu skifta, og er þessum aðfeDgnu greinum óspart veifað einmitt til þess að upp- ræta allan samhug úr dönsku þjóðinni. Ritsmíðir þessar ná ekki tilgangi sín- um ef nöfn höfundanna standa undir þeim, og þess vegna hafa þeir leitað færis að koma þeim að nafnlausum, en slíkt hefir gengið mjög tregt. Verður því belzt að leita þeim hælis í lítt merkum sveitablöðum. Ein slík grein komst í sumar að í ensku smáblaði og var óðara birt aftur í Danmörku, „eft- ir mjög merku og frægu blaði á Eng- landi“, að kallað var. Einna skringilegastur er skollaleik- nrinn þegar farið er með þessar grein- ir til Hollands (!) Þar var í vetur smeygt inn all-langri grein nafnlausri með dónaskömmum og rógburði um stjórnarandstæðinga á íslandi en skjall og mærð um stjórnarliða hér að sama skapi. Dönum vóru slegnir gullhamrar og óspart brýndir gegn gjálfstæðiskröf- nm íslendinga. Greinin fór síðan sína vanalegu boðleið eins og til var ætlast í upphafi, fyrst í blöð Stórdana í Dan- mörku og þ vínæst í annað stjórnarblaðið hér. Er þar sagt fullum fetum, að hún sé ritstjórnargrein (!) í hollenzka blað- iuu, en sjálf ber hún þess augljós merki, að hún er alls ekki eftir Holleuding og jafnvel ekki danskan mann, heldur er hún hreint og beint samin af dönsk- uvn íslendingi! Svo glögg og alþekt eru öll einkenni rógsins og þröngsýn- innar, að ekki verður neinn vafi á um ætternið. Slík grein hefir engin áhrif hér á landi, því að fæstir munu svo blindaðir að þeim geti dnlist tilgangurinn, en í Danmörku hefir hún ef til vill getað æst ómentaðasta lýðinn til fjandskapar við íslenzku þjóðina og réttarkröfur hennar og í því skyni virðist hún einnig helzt hafa verið saman sett. Skringilegur þingmálafundur var haldinn á Akureyri nýlega, eftir því sem stjórnarblöðin skýra frá. Þar var samþykt með allmiklum atkvæða- mun þessi tillaga um sjálfstæðismálið: „Með því fundurÍDn lítur svo á, að ákvæði frumvarps sambandslaganefnd- arinnar þnrfi ekki að orka tvímælis um, að landið skuli vera fullvalda ríki, skorar fundurinn á alþingi, að gera eigi neinar breytingar á frumvarpinu, sem fela í sér eða stefna að því, að tefla fjárhag landsins í voða, og samþykkja frumvarpið óbreytt, svo framarlega sem ekki fást breytingar landinu til hagn- aðar.“ Af þessari tillögu sést það tveut, að: 1. Stjórnarflokkuiinn á Akureyri hef- ir nú loks aðhylst stefnu sjálfstæðis- manna í þe»su máli að því leyti að hann vill að ísland sé fullveðja ríki; slíkt er stórmikil framför frá þeirri innlim- unarvilla, sem flokkurinn heflr áður aðhylst, ef nú fylgdi hngur máli. 2. Stjórnarmenn á Akureyri hafa ekki áttað sig betur á nefndarfrum- varpinu enn þá en svo, að þeir halda, að í því felist réttur fullvalda rikis!! Þessi vanþekkiug er því furðulegri, þar sem Danir sjálfir (t. d. Kn. Berlin, Nat. Tid. o. fl.) hafa fyrir löngu lýst yfir því opinberlega, að slíkt hafi aldrei verið tilœtlan Dana, og það er hrein- asta fjarstæða og hugarburður, að nokk• ur Dani hafi skilið frumvarpið svo. Ragnar Lundborg segir, að þetta atriði mundi valda endalausum deilum milli Dana og íslendinga, ef frv. yrði sam- þykt! Ef stjórnarliðar hafa ekki vitað 5. blaö. þetta áður, þá geta þeir séð það nú, hversu veigamikil fnllyrðing þeirra er um það, að ekbi „orki tvímælis“ að ísland sé fullvalda ríki samkvæmt frum- varp.nu, þar sem náíega allir menn á jarðríki, utan Akureyrar, telja nú eng- in tvímæli á því gagnstæða. Stjórnarblöðiu segja einnig að fullir 200 kjósendur á Akureyri hafi nú skrif- að undir áskorun til alþingis um það, að samþ. frv. óbreytt o. s. frv. og sýnir amölun þessi, eins og fundurinn, hve margir menn eru lausir á svellinu gegn embættismönnum, bankavaldinu og danska viljanum, þegar þeir eiga opinberlega að standa við sauufæringu sína. Akreyringar hafa sýnt það bæði fyrir og eftir kosningarnar, að þeir njóta sín ekki nema við leynilega at- kvæðagreiðslu. Oddeyrardómurinn frægi 1551 hefði varla heldur hlotið svo eindregið sam- þykki fundarmannanna, ef um hann hefði verið greidd atkvæði leynilega í stað opinberra undirskrifta. Æsingafundur var haldinn í Báru- búð á þriðjudagskveldið var; stofnaður til höfuðs borgarstjóra. Yar hann boð- aður í nafni Framfarafélágsins og kall- aður „Borgarafundur“. — Hú*ið fyltist af borgurum bæjarins, en þeir þóttust heldur en ekki gabbaðir, þegar þeir sáu til hvers refirnir vóru skornir. Það leyndi sér ekki, hver potturinn og pann- an var að uppþotinu, enda þótt hann létist nú hvergi við koma og léti ekki sjá sig inni á fundinum fyrr en helzta hrotan var um garð gengin. — „Vatns- málið“ var fyrst á dagskrá. Töluðu þar Pétur Zophoniasson, Sigurðnr Jónsson frá Fjöllnm og Ásgrímur Magnússon, en á móti mæltu Kristján Þorgrímsson Jón Þoriáksson, Guðm. Björnsson og einna harðast Eggert Claessen. Urðu allmiklar hnyppingar með þeim. — Fnndurinn fór allur í mola og varð ein- hver anmasta og fáránlegasta samkoma, sem hér þekkjast dæmi til. Það er áreiðanlegt, að Skulda-Sólon aflaði sér ekki neins kjósendafylgis á þessum fundi og verður aldrei þing- maður Reykvíkinga, þótt hann láti balda 100 slíka. Skrá yfir alþingiskjósendur er nú til sýnis á bæjarþingstofunni. Aríðaudi að kjósendur athugi hana í tíma. Nofn geta hæglega fallið niður og gleymst. Við kosningarnar í haust vantaði að minsta kosti 80 kjósendur af flokki frumvarpsandstæðinga á skrána og gátu þeir því ekki neytt réttar síns. — Kosningarrétt eiga allir karlar 25 ára og eldri, sem ekki eru annara hjú og greiða 4. kr. í aukaútsvar á ári. Þingmálafundi heflr Ari Jónsson háð á ýmsum stöðum í Straudasýslu. Samþyktar vóru tillögur á fundum þessum um það, að ganga ekki að frumvarpi millilandanefndarinnar, nema öll sameiginleg mál væri uppsegjanleg. Nýtt björgunarsbip er komið hing- að í stað „Svöfu“. Það heitir „Geir“ og er það stærra skip en „Svafa“.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.