Ingólfur


Ingólfur - 12.01.1911, Page 1

Ingólfur - 12.01.1911, Page 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, flmtudagiim 12. janúar 1911. 2. blaö. iKrGróijFUH kemur út efnu sinni i viku að minsta kosti; venjulega á fimtudðgum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- ;n við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Eigandi: h/f „Sjálfstjórn“. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ap Ggilsson Vesturgötu 14 B. (Schou’s-hús). — Heima kl. 4—5. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- stræti 12 kl. 11—12 hjá fröken Thoru Friðriksson. Stórritara-pistillinn. Vandræðalegt yfirklðr. Templarar hafa hingað til sem fæat viljað tala eða akrifa um pukurabréf atórritara Jóns Pálaaonar og er þeim það aíat láandi. Eu nú, eftir freklega hálía annara mánaðar þögn, hefir loka- ina einhver Templar lagt út á djúpið og akrifað grein í 2. tölubl. ísa- foldar, 7. þ. m. og mun tilgangurinn, eftir ýmsu að dæma, hafa verið sá, að afaaka atórritarann og fegra ritsmið rhans. Það hefir, sem vonlegt er, veist örðugt, og er líklega málstaðnum frem- ur en greinarhöfundinum gefandi Bök á því. Eftir að höf fyrst hefir skýrt frá því, sem hann kallar „kjarna“ pukursbréfs- ins, kemur heillangur harmagrátur yfir því, að Ingólfi skyldi hafa boriat bréfið og að hann skyldi birta það. Það er ofur skiljanlegt, að þetta bréf hafi ekki verið ætlað allra augum. En það er barnaskapur að ætla að það nægi að prenta á slík erindi sem þetta, að það sé gefið út „sem handrit“, tilað vernda þ8ð frá birtingu eða umtali, ef svo ber undir; og enn meiri barnaskapur er að halda því fram, að slíkt varði við lög. Eða halda Templarar að þeir geti að ó- sekju og umtalslaust látið hvaða ósvinnu sem er frá sér fara, aðeins með því að láta þess getið, að það sé prentað sem handrit? Það væri mibili misskilningur. En ekki geturlngólfur gert að því, þó stórritarinn hafi sent pukursbréfið út í þyí trausti, að ekkert megi það fjalla. Þar mega Templarar engu öðru um kenna, enn klaufaskap auminga Stórritarans. Þá vefur höf heillangan vef til að sýna fram á, að stórritarinn hafi ekki höggvið of nærri stjórnmálum eða rofið hlutleysi Reglunnar um almenn stjórn- mál, er hann heitir á „leyndarráðin“ að reyna til að fylgja einni sérstakri nán- ar ákveðinni stefnu í tolla-pólitík. Það er nú svo mikil fjarstæða að halda þessu fram, að það tekur engu tali. Tolla- pólitík er í svo að segja öllum pólitíkst þroskuðum löndum eitt af aðaldeilu- efnunum milli flokkanna og telst vitan- lega engu síður til „stjórnmála“ ent. d. utanrikispólitík, stjórnarskrármál eða aunað því líkt, eða sjálft bannmálið, sem greinarhöf. viðurkennir sjálfur að megi teljast til stjórnmála. Og hann tekur það fram um tvær fyrri tillögurnar í puk- ursbréfinu, að þær séu „í fullu samræmi við undanfarnar aðgerðir templara“ og að þær séu „beint áframhald að settu marki“ o: framkvæmd bannlaganna, sem hann hefir sjálfur viðurkennt að megi teljast til stjórnmála, og með þessu vill hann sanna pólitískt hlutleysi þessara tveggja tillaga. Ó þér ódauðlegu guð- ir, hversu órannsakanlegir eru vegir og röksemdir Templara! Um þriðju tillöguna treystir hann sér þó ekki til halda þvi fram, að hún snerti ekki stjórnmál, en telur það til afsökunar, að því nafni megi nefna „flest þau mál, er landið varðar eða þjóðina“; en í næstu setningu á undan segir höt. að stjórnmál „telji Goodtempl- arareglan sér skylt að leiða hjá sér“. Já, herra Templarar, þarna hafið þér einmitt gripið á kýlinu. Stjórnmál má nefna flest þau mál, er landið og þjóð- ina varða og þau mál á Goodtemplara- reglan að leiða hjá sér. Reglan hefir því á óleyfileganhátt farið út fyrir starfssvið sitt, þegar hún byrjaði að berjast fyrir lögleiðingu aðflutninsbanns- ins; það er stjórnmál, sem varðar land- ið og þjóðina, og átti því að vera Reglunni óviðkomandi. En efling bind- indis er ekki stjórnmál, það er prívat- mál hvers einstaklings og varðar ein- staklinginn einan, og þar er Reglan á sinni hillu, þar er starfssvið hennar. Greinarhöf. hefir því tekistsvo klunna- lega að sanna pólitíkst hlutleysi stór- ritara-bréfsins, að hann hefir einmiit sannað það gagnstæða. Og ekki nóg með það, hann bendir mönnum auk þes», líklega þó óviljandi, á það, hversu Reglan hefir farið út fyrir sinn verkahring þegar hún byrjaði að beita séu fyrir bannlögin. Og þetta er alveg rétt athugað hjá höfundinum. Herra Templar þykist víst heldur en ekki ná sér niðri þegar hann gefur í skyn, að félagið „Þjóðvörn" hafi lika efnt illa hlutleysis-heit sín um stjórn- mál. En til þess er því að svara, að „Þjóðvörn“ eða Ingólfur, hefir sett sér að láta afskiftalausar deilur flobkanna um sambandsmálið, og það beit hefir aldrei verið roflð, Ingólfur leiðir það mál algerlega hjá sér; en engin heit eða neitt annað meina blaðinu að láta í ljósi skoðun öína á öðrum málum. Auk þess er þess að gæta, að félagið „Þjóðvörn" hefir enn sem komið er ekki fengið neinn styrk frá alþingi (sil að út- breiða skoðanir sínar og er því ekki skylt að standa neinum reikningsskap gerða sinna í þessu efni nema sjálfu sér. Næsta mál á dagskrá herra Templ- ars er launungin\ og hann er töluvert hróðugur yfir þyí, að stórritaranum skyldi hugkvæmast það heillaráð að leyna menn þessu ráðabruggi, ekki ein- ungis oss andbanninga, heldur einnig alla bræður sína og systur í Reglunni, að undanteknum þessum örfáu möun- um í Reglunni, sem hann bjóst við að óhætt mundi að treysta. Vér getum nú samt fullvissað háttv. greinarhöf. um það, að enginn andbanningur hefir ætl- ast til að Stórritarinn færi að trúa þeim fyrir leynibralli sinu og því getur þar ekki verið um nein vonbrygði að ræða; heldur ekki öfundar neinn andbanning- ur Regluna eða stórritarann af því gagni, sem greinarhöf. telur pukurs- bréfið þegar hafa gert úti um land; það er því skakkt til getið hjá honum að os* „blæði það sárt í augum“. En pukursbréfið hefir opnað augu vor, aem lítið þekktu til sérmála Goodtemplara- reglunnar, og sýnt oss á hvern hátt forkólfum hennar þykir tryggast að afla áhugamálum sínum fylgis; vér höfum séð, að þeim þykir eigi vænlegt til góðs árangurs að ganga beint framan að liðs- mönnum sínum og reyna að fá þá með hreinskilni og réttum rökum á sitt mál, heldur kjósa þeir að hafa sem milliliði eitt eða fleiri „leyndarráð“, sem svo eiga að reyna til að reka hina, óbreyttu liðsmennina, [eins og fé inn í rétt, fá þá til að samþykkja þær tillögur, sem stórritaranum þóknast að miðla þeim, hvort sem það er samkvæmt sannfær- ingu þeirra eða ekki. Vér höfum séð, hver lítilsvirðing meðlimum Goodtempl- arareglunnar hér á landi er sýnd með þessu, og vér höfum undrast, er vér höfum séð, að þeir hafa látið bjóða sér þessa lítilsvirðingu þegjandi, borið fram og samþykt á þingmálafundum tillögur Stórritarans, og sumir hverjir jafnvel verið svo bíræfnir og jafnframt svo lítil- þægir, að þykjast hafa samið tillögurnar sjálfir. Eftir að vér höfum kynnst þessari bardagaaðferð höfuðpaura bannlaganna, liggur það nærri að álykta, að lík að- ferð og þessi hafi verið notuð við þjóð- ar-atkvæðagreiðaluna um bannlögin, og ef það er rétt tilgetið, fer það að verða æði hæpið, hve mikið sé leggjandi upp- úr þeirri atkvæðagreiðslu að því er þjóðarviljann snertir. Það er alsstaðar sama súrkálið: forsprakkarnir leggja ráðin á, láta síðan „leyndarráð“ Regl- unnar „með leynd“ og með lægni fá liðsmennina til að greiða atkvæði eins og þeir vilja vera láta, og siðan er þetta kallaður „þjóðarvilji“. Þessum mönnum er reyndar óneitanlega heiður að því, hversu góðan aga og stjórnsemi þeir hafa á liðsmönnum sínum, að þeim skuli takast að teyma þá á eyrunum út í hvaða vitleysu sem er; en liðsmönnunum er enginn heiður að því, er þeir láta fara þannig með sig eina og skynlausar verur. Loksins komum við þá að seinasta kaflanum í grein hr. Templars, en hann er um fjárstyrk þann sem Stórstúka ís- lands þyggur frá öðrum löndum í því skyni að berjast fyrir bannlögunum hér á landi. Þetta finnst greinarhöf. ofur eðlilegur og sjálfsagður hlutur vegna þess: að Stórstúka íslands er ein deild í alheimsfélagi Gootemplara, að hún geldur árlega skatt til sameiginlegra þarfa og að hingað berast árlega mála- leitanir um fjárstyrk til ýmsra reglu- mála hér og hvar út um heim, og þeim sinnt svo sem föng leyfa. Um þetta atriði getum vér verið fáorðir. Það liggur í augum uppi, að Goodtemplara- reglan getur þáð fé hvaðan úr heimin- um sem hún vill, til sinna eigin þarfa, hún um það, hvað hún telur sér sæma i því efni. En það teljum vér ósæmilegt, ef Stórstúka íslands notar erlent snikju- fé til agitatióna í algerlega innlendu máli, sem engum öðrum kemur við og engann annan snertir enn oss sjálfa, ekki síst þegar svo er ástatt eins og hér, að um nauðungarlög er að ræða, sem vafalaust gera meira ógagn en gagn, eins og altaf og alstaðar er með slík lög. Vér höfum nú athugað hina fyrstu tilraun úr ^herbúðum Templara til að bera í bætifláka fyrir yfirsjón Stórritar- ans. Eins og vita mátti er slíkt hverj- um manni ofvaxið, enda hefir herra Templar ekki farist það fimlega; og hefði honum verið hyggilegra að minnast ekki á þetta efni, enda skiftir það minna máli hvaða skoðun einstakir menn í liði Templara hafa á pukursbréfinu. En það er skylda Stórstúkunnar gagnvart almenn- ingi að skýra frá afstöðu sinni til máls- ins, og þá skyldu hefir Stórstúkan van- rækt enn sem komið er. Vér leyfum oss nú enn að vænta þess, að hún lýsi því mjög bráðlega yfir opinberlega, hvort hún er samþykk efni og innihaldi puk- ursbréfs stórritara síns eða ekki. Og er þetta nú í annað sinn er vér minn- um hana á þessa augljósu skyldu sína. Sjáltstæðisflokkurinn. Þingið nálgast og almenningur fer að virða fyrir sér það, sem unnið er, og það, sem vinna ber. Sjálfstæðis- flokkurinn er í meiri hluta á alþingi og ræður því mestu um alla löggjöf og framkvæmdir í landinu. Loforð sjálfstæðisflokksins voru mörg og fögur. Hann tók sér nafn eftir því máli, sem varðar þetta land mestu, og hann tókst á hendur að leysa það mál á þann hátt, að íslendingar raættu vel við una. Verhefnið er mikið og fagurt. Og þótt öllum væri ljóst að það yrði ekki leyst til fulls á einu ári, heldur mundu mörg ár líða áður en flokkurinn hefði komið stefnuskrá sinni í framkvæmd, þá var hitt jafnljóst að margt og mikið mátti framkvæma, sem sýndi að hugur fylgdi máli hjá þeim mönnum, sem köll- uðu sig sjálfstæðismenn. Verslunin þurfti að verða innlend. í tjóðurbandi útlendra kanpmanna getur ísland ekki verið sjálfstætt. Miðstöð útlendrar menningar verður að flytjast til lands- ins. Ekkert sjálfstæði er sjálfstæði í raun og veru ef þungumiðja vísinda er utanlands. Og dómsvaldinu þurfti að kippa inn í landið. „Sjálfstætt“ land, sem á dóma sína að sækja til annars lands, er brosleg hugsun. Sjálfstæðisflokknrinn virtist hafaýms skilyrði til þesi að hrinda einhverju af þessu í lag. í flokknum eru margir ágætismenn og síst að efa fulla alvöru þeirra og áhuga á þessum málum. En livernig hefir sjálfstæðisjfiokkurinn efnt loforð sín? Vér óbreyttir sjálf- stæðiamenn erum ekki ánægðir með framkvæmdirnar. Og jafnvel málsmet- andi liðimenn, eimog t. d. G. Hannes- son læknir, hafa opinberlega núið flokku-

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.