Ingólfur


Ingólfur - 12.01.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 12.01.1911, Blaðsíða 2
6 INGÓLFUR I am. þvi um nasir að haun hafi brugðiat vonum manna. Og í raun réttri er fljótlegt að telja það, sem sjálfatæðiaflokkurinn hefir gert til þess að hrinda aðalmáli sínu og þjóðarinnar áleiða. Hann hefir stofnað viðskiftaráðunantsstarfið, háskóla ápapp- irnum og — lofuð atjórnarskrárbreyt- ingu, þ. e. í raun og veru ekkert annað en viðakiftaráðunautinn. Og framkoma ráðherra flokkaina í þvi máli er þess eðlis, að hún er flokknum ekki til aóma — avo ekki aé tekið dýpra i árinni. Þetta er athugavert mál fyrir ajálf- stæðiaflokkinn. Liðamenn hans taka nú að ókyrrast og vænta þeas að hann aýni í verki sjálfstæðisvilja sinu. Nóg er verkefnið. Steinþór. Bjargráð bannmanna. Tilraun til að hefta ritfrelsi. Um það Ieyti sem fyrst var byrjað að hreifa mótmælum gegn ofatækis- kenningum Templara, kvað oft og ein- att við hjá þeim, að þeir væru því fegn- ir, að akoðunum þeirra væri andæft, því að þeir þóttuat vera öruggir um, að slikar andæfingar yrðu til þeas eins, að styrkja málstað þeirra í augum þjóðar- innar. Nú er samt komin öldin önnur. Menn munu ekki vera búnir að gleyma puk- ursbréfinn sæla, þar sem stórritariun felur „leyndarráðunum" að láta sam- þykkja viasar tillögur, en leggur ríkt á við þau, að láta kjósendurna, þá menn, sem eiga að greiða atkvæði eftir beatu samvisku, ekki komast á snoðir um hið sanna eðli þeirra, heldur greiða at- kvæði sitt blindandi og hugsuuarlaust, og eingöngu eftir því, sem forkólfarnir vilja vera láta. Tilgangurinn er auð- sær ; hann er sá, að forðast af fremsta megni, að áhangendur þeirra fái nokk- urt tækifæri til að athuga eða hugsa þau mál eða þá stefnu, sem þeir bera fyrir brjósti. Nú er svo komið, að þeir eru farnir svo mjög að vantreysta mál- stað sínum, að þeir þola ekki að eiga það á hættu, að almenningur rannsaki málsstað þeirra með öðrum „biillum„ en þeim, sem bróðurlegaat eru fyrirskipað- ar af höfuðpaurunum. Af sama toga var það auðvitað spunn- ið, þegar bannmenu sáu um það, að öllum dagblöðum var lokað fyrir frjáls- um umræðum um þrælalögin, og af þeim ástæðum urðu andbanningar, eins og kunnugt er, að stofna sérstakt blað, avo að þeim varð nú ekki kápan úr því klæðinu, enda er það nú komið á dag- inn, að það hefir gert æði mikið skurk í herbúðum bannmauna, er frjálsar um- ræður um málið urðu mögulegar, og margur bann-dinginn hefir síðan fengið frelsi sitt. í þetta sinn mistókst því þeim herrum bannmönnum illa, er þeir reyndu að koma á fót nauðungarritskoð- un sinni, og tekat væntanlega ekki fyr en þeir láta alþingið ganga í Jið með sér og þröngva því til að hefta hugs- ana- og ritfrelsi, á sama hátt og gert var 1909 um drykk og matarræði, og verður þess ef til vill ekki langt að bíða, því að Iög um ritskoðun og lög um skoðun á neysluvörum eru svo náskyld, að þau eru blátt áfram ávöxt- ur af sama rotna trénu. En meðan bannmenn hafa ekki fengið vilja sínum framgengt í þessu efni, telja þeir sér nauðsynlegt að taka til annara bragða til þess að hindra frjálar um- ræður og koma í veg fyrir, að skýrð sé frá báðum hliðum fyrir almenningi, þau mál, sem alla þjóðina varðar. Yér skul- um nú hér stuttlega skýra mönnum frá, einni af þeim aðferðum sem bannmönn- um þykir tiltækilegust, og sér sæmandi, að beita, til að ná þessum tilgangi sín- um. Snemma í mars 1909 gaf hr. Magn- ús Einarsson dýralæknir út bækling, sérprentun úr „Andvara“, um „aðflutn- isbann og áfengi“, og tókst að ví*u að koma honum fyrir hjá bóksölum bæjarias til sölu, sem sé í bókaverzlun ísafoldar og bókaverzlun Sigf. Eymundsaonar, en reynslan varð sú, að bæklingnum var á báðum stöðunum stungið undir stól, enda mun forstöðumönnum þessara versl- ana, Ólafi Rósinkranz og Pétri Hal- dórayni, ekki hafa líkað alakostar vel innihald bæklingaina, því þeir eru báð- ir stækir bannmenn. En nú um daginn var gefinn út að tilhlutun félagsins „Þjóðvörn", fyrir- leatur eftir próf. Dr. phil. Fr. Weis, haldinn í bindindisfélagi einu í Khöfn. Bæklingur þeaai hefir erlendis hlotið al- manna lof, bæði bindindismanna og ann- ara sakir óhlutdrægrar og samviskusam- legrar framsetningar á áfengismáliuu í heild sinni. En slíkt er vitaakuld eldur í beinum bannmannanna. Riti þesau komu útgefendurnir til sölu hjá hinum sömu bókaölum aem áður eru nefndir, þrátt fyrir illa viðkynningu af þeim í þesau efni, og hugðu að nú mundi ekki fara eins og fyrri daginn, þar sem allur ágóði af ritinu átti að renna til Heilsu- hæliains á Yifilatöðum, og útgefendun- um var kunnugt um, að bóksalar þess- ir gerðu sér mikið far um að selja samskonar rit, eftir Guðm. Björnsaon landlæknir (en ágóði þess átti líka að renna til Heilsuhælisins) meðal annars með því, að breiða það út til aýuis í glngganum, eins og siður er til um öll rit, þegar þau eru nýkomin út. Nú leið nokkur tími, og þá frétta útgefendurnir, að maður hafi komið inn í bóksölu íaafoldar, og hafi hann spurt eftir ritinu og viljað kaupa það. Hon- um var svarað því, að ekki væri hægt að verða við óak hana, og því borið við að það findist ekki. Hefir það þálíklega verið komið undir sama stólinn og rit Maguúaar dýralæknia, sem er þar enn. Útgefendurnir kunnu þessu nú illa, þótti þetta undarleg kaupmenaka, og fanst hagur Heilsuhælisins illa fyrir borð borinn. Sendu þeir því út menn, er skyldu finna þeaaa „driftugu“ bók- sala að máli, og reyna að fá þá til að liggja ekki á ritinu. Gekk nú þetta í sífelu stappi fyrstu vikuna eftir að ritið kom út, sem auðvitað er beati tím- inn til sölu allra nýútkominna bðka; útgefendurnir sáu þá, að svo búið mátti ekki standa, fóru til bókaalanna, og fóru þesa á leit við þá, að þeir að minnsta kosti hindruðu ekki sölu rita- ins, heldur gerðu sér dálítið far um að selja það, meðal annars með því, að breiða bókina út til aýnis í glugga eins og þeir höfðu gert með bækling land- læknisins, og einaog ajálfsögð venja er til um allar nýútkomnar bækur. En hvort sem nú svo er, að þeim hafi ver- ið bannað þetta af bannmönnum, eða þeir sem Templarar hafa talið sér skylt, nú á þesaum síðustu og verstu timum, að vinna á móti öllu frjálsu bindindi og bindindisrituro, þá varð niðurstaðan sú, að þeir neituðu að verða við þesa- um sanngjörnu og sjálfsögðu tilmælum til aamkomulags, og neyddust því út- gefendurnir til að taka af þeim ritið og selja það á annan hátt. Og bannmenn mega reiða sig á það, að þeim skal heldur ekki verða kápan úr þessu klæð- inu, fremur en þeim varð það, þegar þeir reyndu til að loka blöðunum fyrir röksemdum og mótbárum vor andbann- inga. En þeirra vilji er samur og þeirra gerð er aöm fyrir því, og í fullu sam- ræmi við þá meginreglu, sem bann- mönnum þykir best aæma og best henta málstað sinum: að varna áhangendum sínum þesa með öllu móti, sem þeim er unnt, að kynna sér hógvær rök and- stæðinga sinna, varna þeim nð afla sér þeirra gagna, sem geri þeim það mögu- legt að dæma sjálfstætt eða af nokk- urri skynsemi um málið, og þröngva þeim með þeasu móti til að líta á bann- málið einungis gegnum þau gler, sem „fabrikeruð“ éru og leyfð af hershöfð- ingjunum í aðalherbúðunum, en fyrir þá er leikurinn gerður. Peasir herrar sjá, og það með réttu, að þetta er sú aðferð, sem líklegust er til að tilgang- ur þeirra náiat og sú hugsjón þeirra rætist, að þeir sjái fyrstu fjötra þving- unar og banns færaat yfir land vort og þjóð, og þá er kannake von um að fleiri komi síðar, ef þessir herrar þora að taka við öllum afleiðingunum af stefnu sinni og vera sjálfum sér sam- kvæmir. En seint skulum vér trúa því, að þessar tiltektir bannleiðtoganna spyrjist vel fyrir í liði þeirra og illa trúum vér því, að liðsmennirnir uni vel því hlut- verki sem leiðtogarnir hafa ætlað þeim : að vera eins og „blindur“ í yistspili. Minningargjafir heilsuhælisins. í seinasta Kirkjublaði er biskupinn að tala um minningargjafir til heilsu- hælisins og byrjar á því að „landlækn- ir Guðm. Björnsson eigi heiðurinn fyrir það að koma minningargjöfunum til verk- legra framkvæmda. En sá maður, sem einna mest mun hafa undirbúið hugi almennings sé Jón kaupmaður Þórð- arson hér í bæ.í( Það er lítill vafi á því, að biskupinn veit hér betur, eu hann læst vita, því að þetta er hvorttveggja rangt. Það er alkunna, að það eru tugir ára síðan, að rnargir menn voru á móti likkransa- humbúginu og rituðu á móti því, t. d. Þorlákur heitinn í Fifuhvammi og fleiri. — Þorbjörg heitin Sveinsdóttir lagði svo fyrir, að enga kransa skyldi leggja á kistu sína, heldur óskaði þess, að þeir sem það vildu gera, legðu féð í sérstak- an sjóð banda fátækum sængurkonum í Reykjavík og fleiri munu hafa farið að hennar dæmi. Jón Þórðarson skrifaði móti kransaeyðslunni 1. janúar 1908 og lagði til að heldur yrði gefið fé uppi útfararkostnað hins látna eða þá til glaðningar fátækum börnum á jólunum. En hugmyndina sem nú er komin í framkvæmd, um það, að taka upp minn- ingarqjafir í stað þess að gefa líkkransa, og verja gjöfnnum til styrktar fátækum sjúklingum í heilsuhœlinu, setti Bene- dikt Sveinsson ritstjóri fyrst fram í Þjóðviljanum 1909, en það er A. Jj Johnson frá Chicago, „sem á heiðurinn inn fyrir það að koma minningargjöf- unum til verklegra framkvæmda,“ því að hann gaf heilsubælinu bók til þess að rita i ártiðaskrárnar og minningar- gjsfirnar og reið á vaðiðs jálfur með því að gefa. — BókÍDa sendi hann G. Björns- syni landlækni frá Vesturheimi og bað hann að koma henni til skila og láta binda hana á sínn kostnað. Átti G. B. þar ekki annan hlut að máli, en að láta binda bókina og kalla hana gamla nafninu „ártíðaskrá" (sem lá beint við). Frá þessu skýrði G. B. sjálfur í flest- um blöðum landsins í fyrra þegar hann mæltist til að menn tæki vel undir er- indi A. J. Johnsons. Þetta er nú sannleikurinn, þótt bisk- up hafi nú reynt að ranga honum til. Það er auðvitað ekki í fyrsta sinn, sem hinir „æruverðugu" temja sér slíkt. Það er vanalega svo þegar einhverjir ungir menn leggja eitthvað til opinberra mála, að það er „hunsað“ fyrst, en svo hnupla hinir eldri hugmyndinni og eigna sér hana. P. / /Femplar4 styður Ingtflf. GainauHÖm greiu í „Templar11! Einhver Guðj. Jónsson í Hlíð í Skaft- ártungu sendir Ingólfi kveðju sína í síðasta tbl. „Templars". Eftir tóninum í kveðjunni, rithættinum og röksemda- leiðslunni að dæma, er maðurinn Good- templar og skulum vér því fyrirgefa honum allar þær syndir, sem honum hefir tekist að drýgja móti heilbrygðri skynsemi og almennuin hugsanagangi í ekki lengri grein. Það eru ekki vön að vaxa epli á perutrjám. Maðurinn man eftir því að félagið „Þjóðvörn“ lýsti sig þegar í upphafi vega sinna hlynt frjálsu bindindi. Þetta þóttu honum falleg og drengileg orð, en sá hængur var á, að honum þóttu þau koma nokkuð seint fram og þess- vegna „líkust hjáróma skræk í fölsku hljóðfæri“, og þegar hann las 44. tbl. Ingólfs, þá gekk hann „greinilega úr öll- um skugga", því „þar spryngur kýlið og vellur innihaldið freklega yfir fyrstu síðu blaðsins og ólíkt þykir mér að þar af rjúki þægilegur ilmur að vitum þeirra þjóðvarnarmanna, sem ekki eru blindstýflaðir af áfengisloftsjóna- frelsisofsa fyrir heiðarleika sjálfra sín.“ Það er óskiljanlegt hvernig blessaður maðurinn hefir farið að ná andanum meðan hann var að hrúga þessari Good- templarahugsanaflækjuhalarófu niður á pappírinn „fyrir heiðarleika sjálfs sín.“ Eu ef hann sjálfur hefir skilið hvað hann fór með þessari makalausu klausu, þá er það hreinasta kraftaverk og hann er þá ekki eins vitlaus eins og annars mætti ætla. Bróðir Guðjón tekur það þvínæst fram, að hann hafi hvorki tíma né rúm til að svara Ingólfi grein fyrir grein. Það er leiðiniegt að maðurinn skuli vera svona tímabundinn, þó ekki tjái að fárast um það. Eu hvað rúmleysinu viðvíkur, þá er þetta alveg óþarfa vorkunsemi hjá br. Guðjóni við „Templar“, því að hann hefir alt af rúm fyrir svo marga aðra heimsku og það munar ekki um einn blóðmörskepp í sliturstíðinni. Auk þess er bróðir Guðjón víða svo gamansamur að það er besta skemtun að lesa rit- smíð hans. T. d. talar hann á einum stað um „harmagrát" Ingólfs yfir því „hversu templarar séu búnir að vekja mikla og almenna óbeit á áfengisnautn- inni, og auðvitað sómatilfinningu að sama skapi meðal hinnar íslenzku þjóð- ar.“ Þetta er dæmalaust skemtilega orðað, þó það sé vitanlega skakt hermt eftir „Ingólfi“. Ingólfur hefir aldrei tal- að um að Templarar hafi vakið almenna óbeit á áfengisnautninni, enda er það víst mikið vafamál; en Ingólfar kvart- aði yfir því að Templarafélögin vektu hræsni og yfirdrepsskap svo að menn þessvegna kveinkuðu sér við að fara með áfengi svo aðrirsjái; og þetta kem- ur einmitt ágætlega heim við það, að það sé ekki sannfæring á málefni Templara, sem hafi gert þá svo fjöl- menna og áhrifamikla hér á landið. Það er því líklega bara gamansemi hjá br. Guðjóni þegar hann kallar þettahlægi- legar mótsagnir og þvætting — nema svo sé að blessaður maðurinn skilji ekki betur. Hitt er aftur á móti al* veg rétt skilið hjá br. Guðjóni, þegar

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.