Ingólfur


Ingólfur - 12.01.1911, Síða 3

Ingólfur - 12.01.1911, Síða 3
ÍNGÓLFtJR 7 Hlunnindajörö til ábúöar. Jörðin 'Ki'r'Ucjiifen í Eyrar«veit víð Grundarfjörð er laus til ábúðar í næntkomandi fardögum. Hún gefur af sér í meðalári 200 hesta af töðu. Engja»lægjur bæði góðar og miklai. Hsglendi og upprekstrarland mjög gott. Fjörur og beitiland á vetr- um gott fyrir fé og hross. Mótekja framúr»karandi góð. 2 kartöflugarðar, og landið vel fallið til kartöfluræktunar. Silungsveiði í á rétt við túnið. Selveiði við sker, er liggur »kamt frá landi. Jörðin liggur »érlega vel við allskonar sjávarútveg, enda er fjörðurinn fl»ki»æll. Skelfiskur mikill til beitu. Góð lend- ing og ágætt uppsátur fyrir þil»kip. Frekari upplýsingar og ábúð á jörðina veitir herra Hermann Jónasson Spítalastíg 9 Reykjavík. Fáheyrt. Hin marg umtalaða ritgjörð : Um áfengi eftir Fr. Weis fæ»t aðeins hjá Sigurði bókiala Kri»t- ján»syni og í Félagsprentsmiðjnnni. Pétur og Kranz afsögðu að hafa hana til sýnis! hann segir að Ingólfnr harmi það hversu Templarar séu búnir að vekja mikla og almenna óbeit á sómatilfinningu meðal hinnar íslenzku þjóðar; en það er dá- lítið nýatárlegt að sjá templara kannast við þetta spellvirki templarafélagíins. Þá er það líklegaat líka gamansemi hjá br. Guðj. þegar hann fyrst þakkar Ingólíi fyrir að hann sagði Templara- félaginu til syndanna í greininni „Good- templarafélögK, en heimtar »vo rétt á eftir að blaðið biðji fyrirgefningar á greininni „Good-Templarafélög “, — nema hér sé líka skilningsleysi mannsins um að kenna. Rök»emdir Goodtemplara fara stundum þær krókaleiðir, að örð- ugt að elta þær uppi. Og æði undar- legur hlýtur hugsanaþráðurinn að hafa verið hjá br. Guðjóni þegar hann aamdi síðasta kaflann í kveðjusendingu sinni, og segir að „geti Ingólfur endurtekið niðurlagsorð sín í áminnstri grein“ o.». frv., þá geti Templarar með fyllri rétti sagt um þjóðvarnarmenn“ o. s. frv. Annars mætti benda bróður Guðj. á það, í tilefni af hræsnis-aðdróttunum han» í garð Þjóðvarnar, að það er sitt hvað að vera hlyntur bindindi og að vera hlyntur Templarafélaginu, og að vel er hægt að styðja að frjál»u bindindi og þó um leið benda á galla Templarafélagsins, því frjálst bindindi og Templarabindindi eða bannbindindi eru nú orðin óskyld mál. En þettaeru menn ef til vill ekki farnir að »kilja enn austur þar í Skaftártungu. Frá bæjarstjórniniii. Tvær starfsmannakosningar. Á síðasta fundi sínum, fímtud. 5. þ. ro., kans bæjarstjórnin tvo starfsmenn handa bænum, nýjan bæjarverkfræðing í stað hr. Sig Tboroddsen og nýjan heilbrygðisfulltrúa í stað hr. Júlíusai læknis Halldórssonar. Báðar þeasar starfsmannakosningar eru þes» eðlia, að ástæða þykir til að minnast hér á þær nokkrum orðum. Um hœjarverkfrœðingsstarfann sóttu tveir menn, hr. Beuedikt Jónsion, sem um nokkurn tíma hefir verið aðstoðar- maður Jón» Þorlákssonar landaverk- fræðings, og hr. Geir G. Zoega (aonur G. Z. yflrkennara), sem nú um þe»»ar mundir er að ljúka verkfræðings- námi aínu í Khöfn. Við kosningu bæj- aratjórnarinnar, varð Benedikt þessi hlut»karpari, en ekki er oss kunnugt um atkvæðamuninn, því kosningin' fór fram fyrir luktum dyrum. — 0»» getur nú ekki betur sýnst, en að þessi kosn- ing sé mjög svo misráðin og ósanngjörn. Hér er ungur maður og efnilegur sem sækir um þetta starf, hann iverður bú- inn að ljúka námi sínu við fjölliata»kól- ann í Khöfn nokkru áður en ætlaat er til að hinn nýji verkfræðingur taki til starfa. Hinn maðurinn er oss sagt að hafi numið við einhvern tekniskan skóla í Noregi, eða með öðrum orðnm náms- tími hans hefir verið meira en helm- ingi skemmri en hins; þaraf leiðir eðli- lega að hann getur ekki hafa fengið jafn góða þekkingu eins og aá maður, sem lýkur námi við fjöllistaskólann í Höfn, sem auk þess heflr mikið og gott orð á aér um alla Evrópu. Bæjarstjórn- in hefir því með þessu móti valið þann manninn til verkfræðinastarfana, aem eðlilega, og að honum ólöstuðum, hlytur að vera ver að sér og þarafleiðandi miður hæfur til itarfans, enn keppi- nautur hana, og þeaai ráðstöfun því ekki heppileg bænum. En alíkar ráðatafanir sem þesai geta auk þess dregið annan dilk á eftir »ér. Því ef það á að verða tíaka hér á þeasu landi, að ekkert tillit sé tekið til þess hvort maðurinn kann mikið eða lítið í sinni mennt, eðajafn- vel »á tekinn framyfir, aem minna kann, þá fer að verða æði óárennilegt fyrir unga menn að eyða bæði tima og pen- ingum til að afla sér fullkominnar þekk- ingar, er þeir sjá að það borgar sig betur að kunna lítið en mikið. Afleið- ingin af þe»»u verður þá eðlilega »ú, að enginn íslendingur fæst til að Iæra neina ment til hlítar; og ef einhvern- tíma kemur að því, að hér þarf að vinna vandasamt verk, þá verður eina ráðið að flýja á náðir útlendÍDga. Á sama fundi var kosinn nýr lieil- hrygðisfulltrúi. Eins og menn mun reka minni til, sagði Júlíus Halldórs- •on þeim starfa af sér nú fyrir nýjárið, vegna þess, að bæjarstjórnin synjaði honum um 200 kr. launaviðbót. Nu »óttu um starfa þennan 19 menn, og meðal þeirra var hr. Júi. Halldórsson. Margir bæjarbúar höfðu skorað á hann að aækja aftur um starfann þó að bæj- arstjórnin vildi ekki hækka launin, og vildu þeasir menn vinna það til, að bæta honum úr eigin vasa þá 200 króna viðbót, er hann hefði farið fram á. Auk þess er það kunnugt, að meiri hlnti heilbrygðisnefndarinnar, sem eðlilega hefði átt að ráða mestu um skipun þessa starfa, var Júlíusi Halldórssyni hlyntur. Það sýndist því vera svo eðlilegur og sjálfsagður hlutur, sem frekast mátti verða, að þessum manni væri veittur ■tarfinn, sérstaklega þegar tekið er tillit til þesa að hann heflr jafnan sýnt af sér frábæran dugnað, meðan hann gegndi starflnu, og bæjarstjórnin hafði ekkert út á hann að setja, svo kunnugt sé, heldur þvert á móti. En bvernig fer. Bæjarstjórnin hafnar hr. Júlínsi Hal- dórssyni, þrátt fyrir það, að henni var fullkunnugt um yfirlýstan vilja margra bæjarbúa honum í vil og án tillits til þess að hann hafði unnið til góðs eins af bænum og bæjaretjórninni, meðan hann var stafsmaður bæjarins, og Isa- fold skýrir frá því, að bæjarstjórnin hafi ekki svo mikið sem leitað álits heilbrygðisnefndarinnar í þe»»u efni. Starflnn er veittur manni, »em engum mun vera kunnugt um að neina sér- staka hæfileika hafí til að bera til að takast þetta starf á hendur, hr. Árna Einarssyni, kaupmanni. Þetta er óneit- anlega nokkuð undarleg ráðstöfun af bæj- ar«tjórnarinnar hálfu, og manni verður ósjálfrátt að spyrja, hver«vegna hún hefir þá ekki þegar fyrir löngu sagt hr. J. H. upp stöðu sinni ef henni hef- ir þótt starf hans svo illa unníð, að hún vill taka hr. Árna Einarsson fram yfir hann, því að það er ólíklegt, að hún hefði ekki alltafgetað fengið jafn- oka Árna til starfsins. Því ekki er það sennilegt, sem sagt er, að bæjarstjórnin hafl hafnað hr. J. H. vegna þe»«, að það var átalið íjblöð- unum og víðar að hún synjaði honum um launaviðbótina, »em hann fór framá. Það er ósennilegt að bæjarstjórnin »é svo hörundsár að hún láti slíktfáásig og styggist af því eins og geðillur og óþekkur krakki, og enn ósennilegra er að hún láti slíka geðvonsku ráða gerð- um sínum. Það væri að miumta kosti bæði grátlegt og hlægilegt ef »vo væri; en þá væri heldur ekki örðugt að fá vilja sinum framgengt hjá fulltrúum bæjarins, því þá þyrfti ekki annað til en að hrósa því sem maður vill að þeir hafni. Annars er það mjög svo óviðfeldið að mál eins og þetta skuli vera rætt fyrir lokuðum dyrum á bæjarstjórnar- fundum, og ætti bæjarstjórnin að sjá það sjálf, því einmitt með því móti er hægt að gera fulltrúum slikar getsakir um hvatir þeirra og ástæður ein» og þær, sem »agt er frá hér að ofan. Argos. Frá Grótiu til Gvendarbrunna. Leikfélagið leikur enn fyrir fnllu húsi Kinnar- hvolasystur. Næsta verkefni þeirra kvað verða nýr islenzkur leikur eftir ónafn- greindan höfund, sem enginn veit hver er nema englar guðs á himnum og Jens Waage. „Lord Nelson“ hinn nýi botnvörpungur félags þess, sem á „Marz“, er kominn til Hull, og heflr selt afla sinn fyrir 700 pund ster- ling. „Marz“ fór af stað héðan aðfara- nótt 6. þ. m. í versta veðri, með full- fermi af fiski, og ætlar líka að selja hann í Hull. Þangað kom hann í gær- dag um kl. 1, en ekkí hefir enn fréttst neitt um söluna. Með Marz tðku »ér far til England* þeir Geir Thor»tein»son kaupmaður og Jón Jóhannsson »kip- stjóri. Yeður heflr veriS hið versta hér »íðan á nýári, útsynningur með hríðum og tölu- verðri fannkomu. í gær var 10—11° kuldi og stilt veður, en nú i dag er komin þýða. Þingmálafundi ætla þingmenn Reykjavíkur að halda hér, skömmu eftir miðjan mánuðinn. Er ætlast til að fundirnir verði 4 og kjósendum skift niður eftir *tafrófsröð. Aðgöngumiðum með nafni verður útbýtt meðal kjósenda. Bæklingur próf. Weis. í síðaita tölablaði Þjóðólfs er grein um þann bækling, og segir Templarað það sé ágæt grein. Hún er því, eins og við er að búast, óvenjulega vitlaus, og ekki mun sú grein ráða niðurlögum kenninga próf. Weis. En hvað veldur því, að ekkert af átrúnaðargoðum Templ- ara hér í bæ tekur sig til og reynir til að hrekja það sem sagt er í bæklingn- um? Treysta þeir sér ekki til þess? Hvar er nú landlæknirinn og Halldór Jónsson ? Skautafélagið heldur kapphlaup sunnudaginn 15. jan. kl. ls/4 ef veður leyfir. Ráðherra er væntanlegur heim með „Ingólfi" nú um næstu helgi. „Ingólfur" fór frá Leith í gærmorgun. „Templar“ kom út 10. þ. m. Það er nú þriðja tölublaðið, sem út er komið eftir að Ingólfur birti pukursbréfið fræga, en Templar heflr enn ekki fundið ástæðu til að minnast á það, og þó hafa marg- ir beðið þess með óþreyju, að heyra dóm hans um bréfið. Ætlar hann að leiða það hjá sér, eða hvenær hefur hann upp raust aína? Um hfllani í Kana tala prestarnir á Sunnudaginn. Ræða um sama efni fæ»t í Félagsprentsmiðj- unni til samanburðar. í höfuðstaðnum er óefað Ingólfur, og ber margt til þess. Ingólfur hefir meiri út- breiðslu hér í bœnum, en nokkurt annað blað. Ingólf lesa allir, sem þreyttir eru á flokkarifrild- inu. Ingólf lesa allir þeir mörgu, sem andstæðir eru bannlögunum, og Ingólf lesa templarar bæði leynt og ljóst með meiri græðgi, eú nokkurt annað blað, og Ingólfur býður öllum auglýsendum, einkum þeim er auglýsa mikið, vildarkjör. Semjiöl ■ Auglýsiðl til allra þeirra er ætla «ér að greiða atkvæði í áfengismálinu á væntanlegum þingmálafundum, er það að lesa fyrst ritgjörðina Um áfengi eftir Fr. Weis sem fæst hjá Sigurði Kristjánssyni og i E élagsprentsmiðjunni.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.