Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 19.01.1911, Qupperneq 1

Ingólfur - 19.01.1911, Qupperneq 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, flmtudaginn 19. janúar 1911. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMHMM-WJM ± ± ± * TTgO-áXiJj' IJ irt kemur út elnu sinni i viku að minsta kosti; venjulega á fimtudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Eigandi: h/f „Sjálfstjórn“. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgötu 14 B. (Schou’s-hús). — Heima kl. 4—5. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- stræti 12 kl. 11—12 hjá fröken Thoru Friðriksson. •Hj^HHMM-H+fHHMMffWfMMHK HKH Bann og bannvinir. Það er nú altaf betur og betur að koma á daginn, aem vér andbanningar höfum jafnan aagt fyrir, að svo mundi að lokum fara, að þvínær engir mála- metandi menn fengist til að ljá bann- lögunum liðsyrði. Allir þeir, sem ekki voru með öllu blindaðir af bindindi*- og bannofstæki, munu nú vera farnir að sjá hvílíkt óráð það var, og hverau það var vanhugaað, er þjóðin var teymd og rekin út á þá braut, að leggja til að á hana sjálfa væri lagðir fjötrar þvingunar og banns í þannig Iöguðu máli, aem um allan siðaðan heim mun vera talið einkamál og þjóðfélagiuu, sem ■líku, óviðkomandi. Það er grátlegt að hugsa sér, að meiri hluti þjóðarinnar sé orðinn svo ofstækisfullur og blindaður, að hann láti mótmælalaust teyma sig og reka út á þessa braut, en það verður nærri því hlægilegt, þegar menn hugsa til, að einmitt þessi sama þjóð er að ráðgera að hefja baráttu fyrir frelsi ■ínu og skráir á skjöld sinn orðið „þjóð- frelsi“. Hugsa þessir menn sér, að í þeim reit, sem einstaklivgsfrelsið heíir verið upprætt og bannfært, geti þrifist nokkurt þjóðfrelsi? Slíkt er barna- skapur. Nei, þeir menn, sem hér á landi vinna að bannlögunum og framkvæmd þeirra, verða að reyna að gera sér Ijóst hvers eðlis iðja þeirra er, og ef þeir geta það ekki sjálfir, þá verður að reyna að koma þeim í skilning um það, þótt reynslan hafi sýnt, að það muni verða örðugt. Þeir eru að vinna að því að uppræta úr þjóð sinni meðvitundina um það, að rétt einstaklingsins til að ráða sér sjálfur og gerðum sínum bori að virða, og þeir eru að vinna að því, að gróðursetja í stað þessa anda ófrelsis og þvingunar á sviði, sem þeim á að vera gersamlega óviðkomandi. Og að þessari iðju starfa þeir með heilagleik- ann á vörunum og í nafni mannúðar og þjóðarheillar. Þeir munu vera einu mennirnir um víða veröld, sem geta hugsað sér það, að þjóðarheill vinnist nokkru sinni með kúgun einstaklings- ins, hvernig sem henni er háttað. Slíkt hefir enn ekki, svo kunnugt sé, þótt horfa til þjóðþrifa, heldur hefir frelsi þjóðanna og einstaklinganna jafnan þótt besti grundvöllurinn að byggja á. ,Petta vita flestallir menn, og þetta munu nú margir af þeim mönnum vera farnir að gera sér Ijóst, sem við þjóðar- atkvæðagreiðsluna léðu banniögunum fylgi sitt, líklega flestir af hugsunar- leysi. Það eitt er að mínsta kosti víst, að flestöllum málsmetandi mönnum þjóðarinnar er þetta atriði’ fullkomlega Ijóst, enda eru þeir flestallir mótfallnir bannlögunum. Þessu hafa bannmenn tekið eftir og svíður það sárt, sem von- legt er, einsog greinilega sést af því, sem þeir leggja til málanna nú uppá síðkastið. Þetta veldur þeim svo mik- illar gremju, að þeir geta ekki á sér setið, heldur ausa yfir bestu menn þjóð- arinnar ókvæðisorðum og lúalegustu aðdróttunum. og er þá minna skeytt um röksemdirnar. Enginn mun nú ætlast til þess, að hér sé farið að elta uppi allt sem birt- ist af þessu tagi í blöðum bannmanna — og þá má víst örugt gera ráð fyrir að ekki sé minna um slíkar „röksemdir“ í þeirra eigin hóp, þar sem þeir geta hreytt þeim úr sér mótmælalaust af hálfu andstæðinga þeirra. — En hér ■kal aðeins minst fáum orðum á grein, sem nýlega birtist í „ísafold“ eftir „Skagfirskau bónda“, enda er hún gott dæmi þess, hvernig bannmenn fara að afla máli sínu fylgis. Greinin byrjar á þessa leið: „Eitt af allra sorglegustu táknum nú- tímans meðal þjóðar vorrar er hin óvið- urkvæmilega árás á lögin um aðflutn- ingibann áfengis og þá menn, sem mest og best hafa að þeim lögum unnið. Þessi strákslega árás getur verið hættuleg fyrir framgang málsins. Og það því fremur sem nokknr hluti af svo kölluðum leiðtogum þjóðarinnar og höfðingjalýð með fyrverandi ráðherra í broddi fylkingar, eiga upptökin að og gangast fyrir þessum ósóma. Eru og margir hinna tignari embættismanna í þeim flokki. Og það sem mestri skelf- ingu veldur í mínum augum er það, að kennsrar hins almenna mentaskóla skuli fylgjast þar með. Þeir eiga að undirbúa ungu kynslóðina til þesi að vera leiðtoga lýðsins og taka við stjórn landsmálanna af hinum eldri, þegar tímar líða. Og að kenna þeisum æsku- lýð að hafa Bakkus fyrir sinn guð — það er þyngra en það taki tárum. Og hvað segir þjóðin um slíka leið- toga ?“ Gremjan í þessari úthellingu bann- hjartans, er augljós, gremjan yfir þvi, að „leiðtogar þjóðarinnar og höfð- ingjalýður“, er hann svo kallar skuli vera andvígur þvingunarlögunum, hún blindar svo gersamlega augu hans, að hann sér ekki, hversu heimskulegt það er að fárast yfir því, að menn skuli berjast með þeim málstað, er þeim þykir réttastur og móti hinum. Slíkt. kallar hann „ósóma“, og er það líklega einn liður i konningum bannmanna, að rétt- ast væri að banna það með lögum. Eu þó tekur útyfir, er hann bölsótsst yfir þvi að kennarar hins almenna menta- skóla skuli leyfa sér, að vera honum og skoðanabræðrum hans andvígir, og kallar það „að kenna æskulýðnum að hafa Bakkus fyrir sinn guð.“ Enginn skyldi nú segja, að þessi „Skagfirski bóndi“ sé valinn af verri endanum, eða að aðrir bannmenn skrifi eða tali mun skynsamlegar um þetta mál. Þetta er einmitt gott dæmi röksemdaleiðslu þeirra og ritháttar, svona tala leiðtogar þeirra og svona tala liðsmennirnir. Og enn heldur maðurinn áfram : „Allar þjóðir eiga góða menn og vonda, mannvini og mannhatara, þjóðholla menn og óþjóðholla. Það er því ekki að undra, þótt með vorri þjóð finnist óhlutvandir og óþjóðhollir menn innan um og saman við. En síst ættu em- bættismenn að standa í þeitp hóp. Síst ættu þeir að vera böðlar sinnar eigin þjóðar." Og seinna í greininni talar hann eitt- hvað um þroska og sjalfstæði þeirra manna, sem „láta eigi afvegaleiðast fyrir fortölur óhlutvandra brennivíns- * dýrkenda og æsingaaeggja." Þetta er bardagaaðferð bannmanna, þessar eru röksemdir þeirra og ástæður máli sínu til stuðnings: gífuryrði og aðdróttanir um anditæðinga sína, án þess að gera svo mikið sem að reyna að finna orðum sínum stað; en auk þess hefir þessi bóndi talið heppilegt og vel við eigandi í þessari sömu grein að taka til þess bragðs, sem mörgum skrumaranum hefir reynst notadrjúgt á undan honum, sem sé að bíta í hæl á embættismönnum landsins og telja eftir það fé, sem til þeirra fer, rétt einsog það væri ölmusufé. Þetta er vitanlega mjög ósanngjarnt og ranglátt, en hér skal þó ekki farið neitt frekar útí það efni, euda kemur það þessu máli ekki neitt við; en það er auk þeis hinn ógeðslegasti snápiháttur fyrir hinum allra lægstu hvötum og tilfinningum hins lægsta lýðs, og sýnir það vel í hvaða flokki manna bannvinir helst vænta sér liðs. Svo er að sjá sem Skagfirðingur- inn ætlist til að embættismenn hafi nokkurskonar skyldu til að vera bann- málinu fylgjandi, eu ekki ekki sést það af greininni hvaðan þeim á að koma sú skylda, enda mun þess líklega ekki hafa verið að vænta, þvi fyrir honum mun aðalatriðið hafa verið það.að^skapa sér ástæðu til að narta í upplýstu menn þjóðarinnar, sem vitanlega eru flestallir bannlögunum andvígir; og hann kallar þá einu nafni embættismenn, því hann veit, að akurinn hefir áður verið svo undirbúinn, að það nafn muni láta ver í eyrum lýðsins. Þesium mönnum og öðrum þeim, sem mótfallnir eru þving- uðu bindindi, (þeir geta auðvitað jafnt fyrir það verið hlyntir frjálsu bindindi og sjálfir góðir bindindismenn) velur hann svo öllum það veglega heiti „óhlutvandir brennivínsdýrkendur og æsingaseggir“. Þessar og þvílíkar stað- hæfingar bannmanna, sem eru orðnar mjög algengar, má telja „óhlutvandar röksemdaleiðslur“, ef annars á að taka nokkurt mark á þeim; og það er ef til vill að gera þeim helsti hátt undir höfði. Margt fleira er það í grein þessa Skagfirska bónda, sem er atbugavert, en fæst af því svaravert; enda væri það hverjum manni ógerniugur að elt- 3. blað. ast við allar fjarstæður bannmanna. Eu þráðurinn í þessari grein bóndans er sá sami sem í svo mörgum öðrum fri sömu herbúðum: að hrúga saman ástæðulausum ókvæðisorðum um and- stæðinga sína og brígslum um illar hvatir af þeirra hálfu; og að forðast einsog heitan eldinn að gera nokkra tilraun til að hrekja röksemdir andstæð- inganna, láta einsog þær væru ekki til. Mikið traust mega þessir menn hafa á sínum málstað! Eða á skilningsleysi þjóðarinnar! Skattatillögur J. Ól. alþm. Ný einokun. Andbanningar mega vera hr. J. Ól. alþm. þakklátir fyrir aðstoð þá, sem hann hefir veitt þeim til þess að sýna fram á bve óréttlátsr og ómögulegur í framkvæmdinni farmtollurinn („farm- gjaldið Björn Kristjánsson“) er. Röksemdir „Ingólfs“ og hr. J. ÖI. hafa komið því til leiðar, að nú er varla neinn maður svo heimskur að hann sjái ekki hvílíkur gallagripur farmtollurinn er og hve kostasnauður. Aðstoð hr. J. Ól. hefir verið sérstaklega mikils virði af því að hann er bann- maður. En einmitt af þeirri ástæðu þykist hr. J. Ól. ekki mega láta staðar numið er hann hefir sýnt fram á að ekki geti komið til mála að lögleiða farmtollinn. Hann þykist verða að benda á aðra leið til þess að fylla það skarð sem verður á tekjum landsjóðs þegar að- flutningsbannið kemst á. Hr. J. Ól. stingur því upp á þessum tekjustofnum: Stimpilskatti, sem á að gefa kr. 55000 Breyting á aukatekjum . . — 60000 Útflutningsgjaldi á hrossum — 10000 — — - sauðfé — 15000 — — - saltkjöti — 27500 — — - ull . . . — 25000 og einokun í tóbaksverslun — 100000 Samtals kr. 292500 Flestum mun þykja margt á móti þessum uppástungum, og skal ég leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir frá mínu brjósti. „Ingólfur" tekur sjálf- sagt hvert atriði fyrir sig til nánari í- hugunar við tækifæri. Stimpilskatt finst mér meira en óþarfi að lögleiða hér á landi. Stimpilskattur lendir þar sem hann síst ætti að lenda. Hann er hnapphelda á verslun og við- skiftum — og gefur á hinn bóginn mjög lítinn tekjuauka. Útflutningsgjaldið á landbúnaðaraf- urðum kann ég betur við. Að vísu eru skattar á útfluttum vörum ávalt var- hugaverðir. Þeir gera utanlandsverslun landsmanna örðugri, og sérstaklega verða þeir til þess að útlendu vörurnar eiga miklu örðugra með að keppa við vörur annara þjóða á heimsmarkaðinum. En úr því að lagður er útflutnings- tollur á sjávarafurði, virðist sjálfsagt

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.