Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 26.01.1911, Qupperneq 3

Ingólfur - 26.01.1911, Qupperneq 3
INGÖLFUR 15 I. þingmálafundur í Reykjavík, í Iðn6, 24. jan. 1911. Þrátt fyrir þvínær ófært veðnr, út- synning*-k»fald og skafbil, var þes»i fyrati þingmálafundar fyrir bæinn í Iðnó vel sóttur. Nálægt 300 mann« hafa verið þar þegar fleit var. Dr. Jón Þorkelsaon, alþm. «etti fund- inn um kl. 9 e. h. Eftir að alþingis- maðurinn hafði talað nokkur stillileg og kurtei»leg orð um fólsku Heima- stjórnarmanna hér í bæ, g»t hann þes», að þeir, fundarboðendur, vildu nú aamt launa íllt með góðu, og leyfa fundinum að kjóaa sér fundaratjóra, enda þótt þeim bæri engin «kylda til þe«s, og gæti sjálflr tilnefnt hann. Stakk hann síðan upp á «éra Ólafi fríkirkjupresti Ólaf«»yni sem fundarstjóra og bað menn að samþykkja hann með lófaklappi; margir fundarmenn klöppuðu ,þá, og Dr. Jón kvaðst úrskurða að »éra Ólafur sé kosinn. Þá kom Láru« H. Bjarna- son fram og iagðist hafa afhent alþingii- mknninum í fundarbyrjun tillögu um, að kjó»a Borgþór Jósepsion, bæjargjald- kera, en þes3 bafði Dr. Jón ekki getið. Nú varð hávaði mikill um allan ialinn, og heimtuðu menn atkvæðagreiðslu, og iáu þingmenn sér þá ekki annað fært, en að ganga að því. Var þá kosinn fundarstjóri Borgþór Jósepsson, með 150 atkv. (séra Ólafur fékk 115). Skrif- arar fundarins voru tilnefndir þeir mag. Ágúit Bjarnaaon, og Brynjólfur Björn«- »on tannlæknir. Þingmeun lögðu nú fram dagakrá fyrir fundinn. Voru þar talin 18 mál, er til umræðu skyldi koma á fandinum, og flest þeirra að vísu góð mál og þörf, en fleat þau mál, er nokkrum veruleg- um ágreiningi gæti valdið (að undan- skildu sjálfstæðiamálinu) höfðu þeir forð- a*t eins og heitan eldinn, t. d. banka- málið 0. fl. Lárus H. Bjarnason bað því um, að því yrði skotið til fundar- ins hvort ekki mætti taka til umræðu bankamálið og Thore-málið framarlega á dagakránni og var það samþykkt, eftir að Magnús Blöndahl alþm. hafði lagt á móti því. Því var skotið til fundarins hvort Bjarni Jónsson frá Vogi mætti tala á fundinum, en var synjað. Var þá fyrst tekiðfyrirl. Sambands- málið. Að loknum umræðum báru fundarboðendur fram avohljóðandi til- lögu: Þar sem Danir ekki hafa viljað viður- kenna fullveldisrétt íslemku þjóðarinnar og áframhaldandi samningatilraunir við þá því verða að teljast árangurslausar, telur fundurinn það sjálfsagt, að haldið sé fast við ályktun þingv.fundarins 1907 er kveður á um stefnu íslendinga, verði fullum sj álfstæðiskröfum ekki sinnt. Með þessari tillögu voru greidd 129 atkvæði. En Lárus H. Bjarnaaon bar fram svolátandi tillögu: Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir meðferð stjórnarinnar og þingm. meiri hlutans í sambandsmálinu. Var þessi tillaga skoðuð sem breyt- ingartillaga við hina og því borin upp fyrst. Með henni greiddu 153 atkvæði. 2. 6tjómarskrármálið. Eftir nokkr- ar umræður komust menn að þeirri niðurstöðu, að allir væru aammála í þes»u máli og var þá samþykt með öllum atkvæðum svolátandi tillaga: «Fundurinn skorar á alþingi að samþ. á næsta þingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni er feli í *ér afnám konungkjörinna þingmanna, afnám tilvitnana »tjórnarskrár í «töðu- lögin og fleiri breytingar, er nauðsyn- legar kynni að þykja.“ 3. Landsbankamálið. L. H. B. bar fram svolátandi tillögu: „Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka gerðir stjórnarinnar í Landsbankamálinu og Jagfæra þær lögum samkvæmt.“ Um þetta urðu nokkrar umræður. Tillögu- maður lýsti því yfir að í tillögu sinni eigi að felast sá dómur að gerðir ráð- herra í þessu máli hafi ekki verið lög- um samkvæmar. Eoginn varð til að verja gerðir stjórnarinnar i þessu efni, en Björn Kristjánsson b&nkaitjóri taldi npp nokkur atriði, er hann taldi rann- sóknarnefndina hafa haft rétt fyrir sér í, en margtók það þó fram, að hann vildi ekki áfellast gömlu bankastjórnina. Árni Jóhanuison bankaritari bar þá fram þá breytingartillögu, að síðari hluti tillögu L. H. Bjarnasonar skyldi orðaður svo: „— — og leiðrétta' ef þær eru ekki lögum samkvæmar.“ Þes«i breytingartillaga var felld með öllum þorra atkvæða, en hin upphaflega til- laga L. H. B. samþ. með 185 gegn 1 atkv. Þvínæst báru fundarboðendur fram svolátandi tillögu: Fundurinn vill að þing og stjórn láti sér ant um að efla hag Lsndsbankans svo að hann verði fær um að styðja arðsöm þjóðþrifafyrirtæki, og að ákveðin upphæð af lánsfé, sem landið taki og bankinn fengi til meðferðar, væri heim- ilt að verja til þe»s að styrkja íslenska botnv.veiðar, eftir áliti bankastjórnar. Fundurinn mælir með því, að veð- deildin verði að meira eða minna leyti aðskilin frá bankanum sjálfum, og lán»- kjörin hagkvæmari enn þau eru nú. Og var hún aamþykt með öllum þorra atkvæða. 4. Samgöngumál. Eftirfarandi til- laga var samþykt andmælalaust með 183 samhlj. atk.: „Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um, að skilyrðum fjárlaganna 1909 fyrir fjárveiting til gufuskipaferða verði fullnægt framvegis og ferðum hagað eftir þörfum lands- manna.“ Þvínæst var samþ. í einu hljóði til- laga í þá átt, að fundurinn skorar á þingið að sjá um, að ekki líði lengra enn hálfur mánuður milli ferða póst- skipanna milli landa. 5. Fánamálið. Svolátandi tillaga: „Fundurinn væntir þe»s, að þing og stjórn geri sitt til þes«, með löggjöf eða á annan hátt, að hinn íalenski fáni, sem öllum er heimilt að taka upp á landi, nái sem fyrst alþjóðáviðurkenn- ingu,“ «amþ. með 61 gegn 2 atkv. 6. Konungkjörnir þingmenn. Fund- arboðendur báru fram svolátandi tillögu: „Fundurinn aðhyllist þá skýriugu á 14. gr. stjórnarskrárinnar, að hinum kon- ungkjörnu þingmönnum beri að sita að eins þrjú regluleg þing' (venjulega 6 ár) og að rétt væri því að ný útnefning færi fram fyrir næsta þing.“ Eftir að fundinum hafði verið skýrt frá þvi, hvern veg ráðherra sjálfur liti á þetta mál, er hann telur slíka ráð- stöfun sem þá, er tillagan fer fram á, „hremmilegt lagabrot“, var borin upp svolátandi rök«tudd dagskrá: „Utaf framkominni tillögu tokur fundurinn fyrir næ»ta mál é dagskrá með skír»kotun til hinna ótvíræðu ákvæða 14. gr. «tjórnarskrárinnar.“ Samþ. með 128 samhlj. atkvæðum. Hvorki þing- mennirnir né aðrir mæltu fyrri tillög- unni bót að neinu leyti. 7. Dómsmál. Samþ. í einu nljóði tillaga nm að skora á þingmennina að vinna að því, að æðsta dómsvaldið verði fært inn í landið, og að dómstólunum verði komið í annað horf. 8. Kirkjumál. Eftir nokkrar um- ræður var svolátandi tillaga borin upp: „Fundurinn vill láta gera rækilega gangskör að því, að gerður verði að- skilnaður ríkis og kirkju og skorar á þingmennina að fylgja því fast fram.“ Tillagan var samþykt með öllum atkv- gegn 2. Tvær tillögur í þessu máli voru tekn- ar aftur. 9. Rannsöknarnefnd á hendur ráð- herra. Lárus H. Bjarnason bar fram og rökstuddi svohljóðandi tillögu: „Fund- urinn telur rétt, að þingið setji rann- sóknarnefnd samkv. 22. gr. stjórnarskrár- innar til að rannsaka sakir þær, er bornar hafa verið á Björn Jónsson ráð- herra, svo að hið sanna megi koma í ljós.“ Enginn andmælti þessari tillögu og var hún samþykt með 143 gegn 8 atkv. 10. Eftirlaun. Tillaga um að af- nema eftirlaun embættirmanna og sér- staklega ráðherra, samþ. i einu hljóði. 11. Fjármál. Fundarboðendur báru fram tillögu í þá átt, að fundurÍDn skorar á þing og stjórn að losa fjármál vor sem mest við Dani og reyna að út- vega landinu lán með betri kjörum enn vér höfum nú, en auka því aðeins lán- töku landsins, að brýna nauðsyn beri til.“ Sú breytingartillaga kom fram, að felld skyldu úr tillögunni orðiu: losa fjármál vor »em me»t við Dani og“. Tillagan rceð þessari breytingu samþ. með 135 gegn 5 atkv. 12. Hafnarmál. Tillaga um að »kora á þingið að veita fé til hafnar- gerðar í Reykjavík »amþ. í einu hljóði. 13. Verslunarlöggjöf. Tillaga um að skora á þingið að koma verslanar- löggjöf landtins i líkt horf og nú á sér stað á Norðurlöndum, samþ. í einu hljóði. 14. Fiskiveiðamál. Tillaga um að skora á þingmennina að styðja að því, að þingið veiti styrk til fiskiveiðafélags, sem myndað kynni að verða með líku fyrirkomulagi og Búnaðarfélag ísland*, Samþ. í einu hljóði. 15. Botnvörpuveiðamál. Fundinum hafði borist tillaga í þá átt að skorað yrði á þingmennina að fá þingið tíl að nema algerlega úr lögum þá undanþágu, er heimilar íslenskum botnvörpungum að hafa hlerana útbyrðis innan land- helgi. Tillaga þe»si var felld með 97 gegn 19 atkv. 16. Sóknargjöld. Sú tillaga kom fram, að fundurinn skyldi skora á al- þingi að sjá um uð gjaldfrestur sóknar- gjalda verði lengdur að miklum mun, að helmingur gjaldsins skuli innheimtur eftir efnum og ástæðum en helmingur með nefskatti, og að allir ómagar og menn innan 18 ára skuli vera undau- þegnir gjaldinu. Málið var falið þingmönnunum til at- hugunar. 17. Kosning lœkna. Tillaga um að fundurinn skori á þingið að semja lög um kosningu lækna líkt og nú á sér stað um presta, var sömuleiðis falin þingmönnunum til geymslu. 18. Kosning borgarstjóra í Beykja- vík. Tillaga um að skora á þingmenn- ina að fá breytt 1. grein í lögum um bæjarstjórn í Reykjavík í þá átt, að allir atkvæðisbærir kjósendur skuli kjósa borgarstjóra, i stað þess að bæjarstjórn- in kjósi hann, einsog nú á sér stað. Samþ. með öllum greiddum atkv. 19. Jarnbraut. Fundurinn skorar á þingmennina að vinna að því -á næsta þingi, að sem fyrst verði lögð járnbraut til nærliggjandi héraða á Suðurlands- undirlendinu. Tillagan samþ. með öllum atkv. gegn 2. 20. Vantraustsyfirlysing til ráðherra. Samþykt með 118 atkv. gegn 21. Engar umræður urðu um málið. Engir við- staddir þingmt'nn greiddu atkvæði. 21. Viðskiftaráðunautar. Eftir nokkr- ar umræður var svolátandi tillaga frá Eggert Claesien yfirdóm«lögmanni borin upp: „Eftir fengiani reynslu telur fundurinn rétt að fella niður fjárveit- ingu til viðskiftaráðunauta“. Tillagan samþ. með 123 gegn 12 atkv. 22. Fyrirspurn til þingmannanna um tollamál. Lárus H. Bjarnason beindi þeirri fyrirspurn til þingmanna bæjar- ins, hverja stefnu í tollamálum þeir vildu styðja og hvern veg þeir teldu færau til að bæta landsjóði tekjumissinu við framkvæmd bannlagauna, sérstak- lega hvort þeir muni verða fylgjandi farmgjaldi eða faktúragjaldi. Dr. Jón Þorkel»»on svaraði á þá leið að hana vissí ekki vel hverri stefnu hann ætti að fylgja í þe»sn máli. Fakt- úrugjaldið taldi hann of margbrotið. Ekki kvaðst haun vita til að ráðherra hafl komið með neinar fullnægjandi tillögur í tollamálinu. Ef til vill mætti hækka víntollinn enn um nokkurn mun þetta árið. Mætti tolla alla niðursoðna vöru, sömuleiðis aðflutta óáfenga drykki. Viðkvæmt getur verið að tolla nauð- synjavöru, en á hinn bóginn nauðsyn- legt að tolla þá vöru, sem gengur út. Honum þótti varla geta komið til mála að leggja toll á kaffl og sykur. Magnús Blöndahl, alþm. var heldur ekki búinn að gera sér Ijóst, hvaða tollastefnu hann vildi fylgja. Eftirfarandi tillaga var síðan borin fram frá Eggert Claes»en: „Fundur- inn telur sig mótfallinn farmgjaldi og faktúrutolli. Tillagan samþ. með 108 samhlj. atkv. Síðan var þessum fyrita fundi slitið og var þá klukkan um 3 eftir miðnætti. Þau atkvæði, sem greidd voru á þess- um fundi, verða nú lögð* saman við þau atkvæði, sem greidd verða á þeim þrem fundum, sem nú eru eftir, og mun i næsta blaði verða skýrt frá endanleg- um afdrifum málanna. II. fundur í Bárubúð, í gærkvöld. 1. þm. Reykvíkinga setti fundinn, og mæltist til að fundarstjóri væri kosinn Hannes Hafliðason, og var þá Halldór Daníels»on yflrdómari kosinn. Skrifarar voru Halldór Jón»son bankagjaldk. og Grímólfur Ólafsson bæjarfógetaskrifari. Nú voru bornar fram flestar »ömu tillögurnar og á 1. fundinum. Sambandsmálið. Tillaga þingm. »amþ. 160 atkv. Tillaga frumvarpsmanna 145 atkv. Stjórnarskrármálið'. Sama till. sem á Iðnófundinum var samþ. með öllum atkv. Landsbankamálið. Till. þingm. samþ. í einu hljóði. Samþ. með 147 atkv. svolátandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka gerðir ráðherra í bankamálÍDU og lagfæra ef þær eru ekki lögum samkvæmar. Atkvæðagreiðsla fór í flestum öðrum málum líkt og á Iðnófundinum. Samþ. var með öllum þorra atkvæða að skora á þingið að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka hvort þær sakir væru sannar, er bornar væru á ráðharra. Van- trau»tsyfirlý»ing til ráðherra var tekin út af dagskrá með skirskotun til þess- arar tillögu. Tillagan í tollamálinu sú sama sem á Iðnófundinum, samþ. með öllum atkv. gegn 4.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.