Ingólfur


Ingólfur - 03.02.1911, Page 1

Ingólfur - 03.02.1911, Page 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, flmtudagiim 3. febrúar 1911. 5. blað. IHTOÓLFim | kemur út einu sinni í viku að minsta ^ kosti; venjulega á fimtudögum. ± Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- ± is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- ± in við áramót, og komin til útgef- * anda fyrir 1. október, annars ógild. A Eigandi: h/f „Sjálfstjórn“. T Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ^ ar Egilsson Yesturgötu 14 B. ^ (Scbou’s hús). — Heimsi kl. 4—5. ♦ Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- T stræti 12 kl. 11—12 hjá fröken jjj Thoru Friðriksson. Ij: £Hhhmhmhhhmhh++mmmm-mm++»+hm-m|m Þingmálafundarhugteiðingar. Afturför sjálfstæðismanna? Einaos: getið var nm í iíðasta blaði héldu þingmenn Eeykvíkinga, dr. Jón Þorkelason og Magnús Blöndahl, þing- málafund 24.— 27. f. m. Undirbúningur undir fund þenna var hinn besti frá hálfu beggja flokka og spöruðu hvorugir neitt til þesa að ná öllum aínum möDnum þaugað og fá at- kvæði þeirra, rmda voru þar »amau- komnir um 1300 kjóaendur og er það nærri 65°/0 allra atkvæðiabærra manna í bæuum. Það eitt virðist miður heppi- lega ráðið af þingmönnunum, að þeir iynjuðu „Heimastjórnarmönnum“ um alla samviunu við undirbúning fnndar- ins, og gáfu þeim með því uokkra ástæðu til hlutdrægni# brigsla. Niðurstaða fnndarins varð, að tillaga þingmannanna í sambandsmálinu var feld með 647 atkv. gegn 612. „Heima- ■tjórnarmenn" sigrnðu því með 35 atkv. mun. í stjórnarslcrármálinu, um dóms- mál, verslunarlöggjöf og fiskiveiðamál voru í einu hljóði samþyktar tillögur sem voru sameiginlegar fyrir báða flokka. 1 nokkrum málum voru tillögur þing- mannanna samþyktar. í Landsbanka• málinu var tillaga í þá átt að skora á alþingi að ransaka gerðir ráðherra í því máli og lagfæra þær lögum samkvæmt samþykt með kringum 882 atkv. gegn 41 atkv.; af þessum 882 voru þó 147 með tillögunni í nokkru vægara formi, en sama efnis. Samþykt var að skora á þingið að skipa ransóknarnefnd til að ransaka gerðir ráðherra yfirleitt, með nærri 700 atkv. gegn 109, og van- traustsyfirlysing var þessutan samþ. í 3 deildunum með samtals 412 atkv. gegn 156 atkv. Þessi niðurstaða fundarins mun koma mörgum á óvart, þótt margir hafl séð straumbreytinguna. Það er Ijóst að eina málið, sem nú er sameiginlegt með #jálfstæðismönnum er sambands- málið. Og jafnvel í því er stórkostleg afturför. í flestöllum öðrum málum greiddu „Heimastjórnarmenn" atkv. með sjálfstæðismönnnm. Báðir flokkar komu sér beinlínis saman um tillögnr. Ljós- ast sést þetta á bankamálinu. Þar eru nærri 900 sjálfstæðis- og heima- stjórnarmenn saman gegn tæpum 50 hinsvegar. Hvað veldur þessari straumbreyting ? Það er Ijóst að þótt nokkur afturför sé í sambandsmálinu, þá er þó enn talsverð samheldi meðalsjálfstæðismanna þar. Fundargjörðin sýuir sjálf hvar skórinn kreppir: Traustið á ráðlierra flokksins er farið; sjálfstæðinmenn greiða hópum saman atkv. með vantraustsylir- lýsingu til ráðherra og skora á alþingi að setja nefnd til þess að ranaaka gerðir hans. Og þetta almenna van- traust á ráðherranum verður til þess að ýmsir, sem ekki geta greiut að mennina og málið falla jafnvel frá sjálfstæðisstefnunni um leið og þeir falla frá ráðherra; þarafleiðandi fækka atkv. #jálf8tæðismanna í sjálfstæðis- málinu. Og um leið er sýnilegt hvað sjálf- stæðisflokkurinn á að gera til þess að stöðva þetta fráfall. Með þeim ráð- herra sem nú er, er flokkurinn á hröð- um vegi til grafar. Jónatan. Breimivín eða kaffi? Þýskur læknir, sem heima á í Ameríku, segir svo í amerísku læknatímariti: „Deilan milli bannvina og hófsemis- manna er í insta eðli sínu þetta: Hvort eitrið á að kjósa, alkohol eða alkaloid*? Því að nautnarmeðul vilja og verða menn að hafa. Eina ráðið til þess að fá þá til að vera án þeirra, er að setja þá í varðhald þ. e. a. s. svifta þá lífsins mestu nautu, persónu- frelsinu. Aunara geta menn áreiðan- lega verið vissir um, að þeir leita að og finna sér eitthvað til nautnar eða hressingar. Meðan Evrópumenn neyttu aðeins náttúrlegra áfengis-drykkja, var van- brúkun áfengis sjaldgæf. En frá því — undir Iok 15 aldar — er menn lærðu af Austurlandaþjóðum að brenna áfengi úr korni og öðrum efnum og gera þar af brennivín, byrjar drykkju- skapurinn, sem í byrjun efldist og jókst við styrjaldirnar og síðar gekk í náið samband við fátæktina, er auðsöfnin komust í fárra manna hendur og eymd og volæði varð hlutskifti fjöldans. En um sama leyti og Norðnrálfumenn lærðu að búa til brennivín, komust þeir í kynni við nýjar eiturtegundir. Alkaloid- in komu þá til sögunnar. Frá A’,öbum kom alkaloidið ,kaffi‘, frá Kína fengu menn teið og frá Ameríku tóbakið. Við þessar miklu uppgötvanir græddu eigi aðeins matmennirnir. Nautnirnar fjölguðu og fóru í vöxt. Áfengisnautn heflr aldrei meiri verið en á 17. öld og naumast munu menn nú geta gert sér hugmynd um, hvílíkra fádæma menn neyttu þá af áfengi. Um * Allcáloid, kallast flokkar efna, sein fást úr jurtaríkinu, og oítast eru afar-eitruð, svo sem: Nikotin (í tóbaki), Morfin (í ópínm), Kinin (í kínaberki), Stryknin (í kransaugnm), Theín (í tei), Caffein (i kaffi), o. fi. þetta má þó lesa í ritum frá þeim tím- um, sem lýsa áfengisn&utn forfeðra vorra. Og samt lifum við þann dag í dag nokkurnveginn hraust á sál og líkama, laus við öll einkenni hinnar voðalegu úrkynjunar, sem að vitni bannmannanna á að vera ein af allra hryllilegustu sfleiðingum áfengisnautuar- innar. Vér getum nú samt glaðst yfir því, að áfengisnautnin hefir minkað og yfir því, að hún hefir breyat til hins betra. Brennivínið hefir orðið að víkja að mikl- um mun fyrir ölinu, og þes* mun varla mjög lengi að bíða, að brennivínsdrykkj- an hverfl að mestu leyti úr sögunni. — Eu jafnframt þessu hafa alkaloidin stöðugt fært út kvíarnar og það er frá þeim, að heilsu þjóðanna margra hverra stafar nú einna mest hætta. Ég er þeirrar skoðunar, að fólk hafi ekki yfirleitt réttan skilning á skaðsemi alkaloidanna. Menn vita ekki hversu miklu oftar menn skemma sig á þess- um ,mildu hressingarmeðulum' en á áfenginu. Mæður veikla sig á kaffi, feður á tóbaki. Hjartasjúkdómur, melt- ingarkvillar og alskonar taugaveiklanir eru sífeldir fylgifiskar alkaloidanna. Og sú þjóð, sem tekist hefir að minka við sig áfengi að nokkru, en aukið hjá sér nautn alkaloida að miklum mun, hefir að vísu rekið Bslsebub á dyr, en fengið aftur sjö djöfla honum verri! Tiltektir kbannofstækismanna hafa vanalega orðið til þess að koma af stað baráttu milli næringar- og nautnar- meðalsins áfengis og það jafnvel í þess saklauaustu myndum — og hinsvegar alkaloidanna, sem eingöngu eru espandi eitur, þótt þau, sé þeirra neytt i hófi, hafi engan veginn nein skaðleg áhrif á þorra manna. Hvernig á baráttan að enda? Enginn efi áþví, að nautn hvorstveggja í hófi er mönnum fyrir bestu. — Veikir áfengisdrykkir með matnum, kaffl og te sömuleiðis. Gætið hófs í nautn alkohols og al- kaloida. En enga bannpólitík!“ Brennivín og vín í bannbænum. Árið 1907 var flutt frá útlöndum til Stafangurs 8200 pottar af brennivíni, en 1910 nam sá innflutningur 15000 pottum. Af vinum var fluttinn 65,700 pottar 1907, en 1910 ekki minna en 153,500 pottar. Eru ekki auðsæ áhrif bannsins?! Úr fréttabréfi frá Færeyjum ( nPolilíken“). „Nýju áfengislögin, sem banna að selja áfenga drykki á eyjuuum, hafa leitt til þess, að víða er hér rekin leyniverslun með þesaa forboðnu vöru. Sökum stað- hátta verður mönnum sérstaklega hægt um vik »8 flytja inn áfengi á l&un, enda óspart gert. Skamt síðan lögreglan náði í einn af stærri kaupmönnunum, sem bæði hafði ■élt og smyglað inn brennivíni.“ Skyldi ekki vera álíka hægt um vik hér á landi eða þó öliu hægara? Raddir úr heimi vísindanna. Ingólfur lofaði því fyrir ndkkru síðán að leggja við og við sinn skerf til í safn bannmanna af vottorðum um ágæti bindindis og banns. Hér skal nú prenta npp kafla úr ritdómi þeim, sem Próf. dr. med. Carl Lorentzen, einn hinna frægustu lækna Dana, ritstjórí tímarits- ins „Dansk Sundhedstidende“, skrifar í blað sitt um fyrirlestur próf. Weis (hér tekið eftir ,,Gjallarhorni“). Ing- ólfur vill sérstaklega benda landlækn- inum á þá kaflána, sem hér eru prent- aðir með skáletri og skjóta því til hans, hvort ekki mundi vera vel við eigandi að taka þá í vottorðaa&fnið á kápuna á næstu Bramabókina, sem hann kynni að vilja gefa út. „Ég tel það mjög vel til fallið, að jafn-mikilsvirtur vísindamaður og próf. Weis skuli hafa lagt orð í belg um bindindishreyfinguna. Ég er sjálfur á þeirri skoðun, að baráttan fyrir bind- indi sé lægra gildis en baráttan fyrir hófsemi, og ég vil leyfa mér hér að gefa fólki ástæður mínar fyrir því, þó ég reyndar hafi gert það fyr í „dönsk- um heilbrigðistíðendum“. Hófsemi má viðhafa í öllu: áfengi, mat, tóbaki, skemtunum og öllum nautnum. Sá, sem iðkar hófsemi á einu svœði, þroskar hjá sér siðferðislega krafta, sem koma í góðar þarfir á öðrum svœðum. Hann styrkist og eflist. — Bindindi hinsvegar hefir sáralitla framþróunarmögukika. Það er tilfinningamál, átrúnaður, sem reyndar er virðingarverður, en sem ekki er hœgt að koma í framkvæmd á öðrum svœðum, og sannleikurinn er sá, að við manneskjurnar erum svo breiskar og finnum til svo mikillar þarfar á að gleðja okkur, örva og njóta lífsins, þegar vér erum þreytt og lúin af dags- ins striti og skyldustörfum, að ósjálfrátt reynum við að hre3ia okkur og dreifa leiðindunum á einn eða annan veg. Því verður ekki neitað, sem próf. Weis heldur fram, að manneskjurnar hafa þörf fyrir örvunar- og nantnalyf. Yið sækjumst öll eftír þesskonar lyfjum, þó misjafnlega sé. Og þegar við kom- umst npp á að nota þau, sem okkur þykir mest til koma, i hófi, og lærum að prófa okkur sjálf og þekkja hvar okkar takmörk liggja, þá getum við neytt allra ávaxta í aldingarðinum að ósekju. Ef vér eigum að verða bind- indismenn, misium vér um leið ágætt uppeldis- og sjálfsprófuuarmeðal, enþví miður eru þó margir svo gerðir, að þeim er bÍDdindi bráðnauðsynlegt, fjarri sé mér að neita því. Bindindi er einhliða hrœðsla. Róf- semi er skilningur og alhliða vald yfir sjálfum sér, sem alstaðar kemur að góðu haldi. Þetta setur í mínum aug- um hbfsemisbaráttuna ofar bindindis- baráttunni, og hófsemin heyrir framtíð- inni til.u

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.