Ingólfur


Ingólfur - 03.02.1911, Side 2

Ingólfur - 03.02.1911, Side 2
18 INGOLFUR Frá Landssímanum. Frá 1. febrúar næstkomandi verður gjald fyrir venjuleg símskeyti innanlands fært niður í 8 aura fyrir orðið, þó minst 1 kr. fyrir hvert skeyti. Blaða- skeyti 2% aur. fyrir orðið, þó minst 1 kr. fyrir hvert skeyti. Innanbæjarskeyti 2y2 aura fyrir orðið, þó minst 80 au. fyrir hvert skeyti. Símapóstávísanir 1 kr. fyrir hvert skeyti. Fjárupphæðina fyrir hvert skeyti skal, er svo stendur á, færa upp í næstu tölu, sem deilanleg er með 8. Aukagjald til einkastöðvanna sama og áður. Eeykjavík 24. janúar 1911. Forberg. DRBSSELHUYS VHNTDLAR eru beztir. — Ódýrast, tóbak. — Rjói pundið kr. 2,50. AUSTURSTRÆTI 10, J. J. Lamtoertsen. „Templar“ fiimur gott ráð. Allir mnna eftir pukurspistli Stórrit- arans, þeim, sem birtur var í „Ingólfi“ í nóvembermánuði. Meðal þe*t, sem menn urðu víaari af pistli þeasum var það, að Stórstúka Islands ætti von á meðgjöf með bannlaga óskapnaðinum, frá erlendum Stóratúkum. „Templar" veit það nú eflaust ofurvel hvílík óhæfa það er, að erlendar og osa óviðkomandi þjóðir aéu að hlutaat til um jafn al-innlent mál, og bannmálið er, enda fer blaðið hörðum orðum um „danska brennivína- byrlara og ölbruggara“, er það telur hafa „apillt fyrir aðflutningsbanninu." Ef „Templar viðhefir þær hugaanaregl- ur, aem tíðkaat með óvitlauaum mönn- um þá hly'tur hann líka að komast að þeirri niðuratöðu, að jafn óaæmilegt aé, ef einhverjir erlendir menn eru að „apilla“ fyrir þeim, aem berjast vilja móti bannlögunum, því ekki eiga þeir bannmenn heimtingu á, að ikoðun þeirra aé að neinu leyti rétthærri en vor anditæðinga þeirra („Templar hefir því þarna, þó óbeinlínia aé, ávítað aig og Reglubræður aína, og vottar „Ing- ólfur honum fylita samhug sinn í því). En meat og verat óhæfan er auðvitað sú, að templarar akuli leyfa sér að sníkja inn erlenda peninga til að vinna að sinni atefnu í þessu máli, og með því einmitt hvetja útlendinga til að gera það, lem í síðasta tbl. „Templara“ er ivo harðlega ávítað, „hlutast til um mál, aem var þeim alveg óviðkomandi." „Templar" er það nú sýnilega full- ljóit, að alikt athæfi og þetta mælist illa fyrir og á að mælast illa fyrir hjá þjóðinni, en jafnframt er hann auðvitað sár yfir því, að avo illa akyldi takaat til að oss andstæðingum hana skyldi koma nokkur vitneskja um þetta. Og hvað átti nú til bragða að taka? „Templar“ lagði þorikhauainn sinn í bleyti og þar hefir hann legið síðan í nóvembermánuði, unz hann loksins var tekinn upp aftur áður enn síðaita tölu- blað kom út. Og hvað varð þá „reiúl- tatið“? Það skulu menn sjá hér: „Ingólfur“ hefir oftar en einu sinni reynt að telja mönnum trú um, að próf. Weis sé óvilhallur í bindindismálinu. Þeir, aem Iæiu bækling hans með at- hygli, hljóta að viðurkenna. að svo er ekki og bæti maður því við, að hann er gamall þjónn ðlbruggaranna, fer málið að skýrast og þá dytti manni í hug að spyrja: Hefir „Ingólfur“ og „Þjóðvörn" fengið meðgjiíf? Þetta var ekki svo ónýtt ráð, „Templar“ litli, og engum var jafn vel trúandi til að finua það upp, einsog yður. Það er orðið uppvíst, að „Templarar“ hafa sníkt erlent fé til „agitatíóna" sinna. Þá þykir yður ijálfsagt að gefa það í skyn, að undstæðingar yðar hafi lika látið bera á sig fé. Þér vitið lík- lega ijálfur, að þetta er haugalygi, en það kostar ekkert að spyrja samt, hvort svona muni nú ekki vera, og ekkert hefst á því, þó menn spyrji. Þér eigið líka ef til vill bágt með að hugsa yður það, að nokkur maðuj geti haft áhuga á nokkru máli nema hann þyggi fé fyrir? — Kannast „Templar" litli við söguna um rófuskellta refinn? Flokksfund héldu sjálfstæðismenn miðvikudag og fimtudag 1. og 2. þ. m. til þess að ræða um stjórnmálahorfurnar. Skjaldarglíman. Það var þröngt í Iðnó og margt fallegt að sjá, bæði á áhorfendabekkj- unnm og leiksviðinu. Á sviðinu voru 11 glímumenn, hver öðrum vaiklegri, og svo margir dómendur og þesslegir, að bera mætti virðingu fyrir úrskurði þeirra. Glímurnar hófust sæmilega snemma og fóru yfirleitt sæmilega úr hendi. Þarna komu fram nýjír menn, eða að minsta kosti lítt kunnir mörgum vor Reykvíkinga, og þeir ekki slakir sumir hverjir, t. d. Bjarni Bjarnaaon, og Yilhelm Jakobsson má líka uefna. Það er altaf gaman að sjá lítinn mann og snarpan standa uppi í hárinu á itór- manninum. í'alleguat þótti mér glíman milli þeirra Hallgrími Benediktisonar og Guðmundar Sigurjónasonar. Þávar og aðdáanlegt að ajá hinn síðarnefnda verjait Sigurjóni Péturssyni framan af. Aðalglímau, milli þeirra Sigurjóua og Hallgríms, varð nokkuð þunglamaleg, þótt Hallgrímur lífgaði hana dálítið með því, hvernig hann sl^pp úr brögðum stundum. En þesa er að gæta, að þegar svo líkir og Jisunvanir menn eigast við, verða þeir að fara gætilega. Úrslitin urðu þau, að Sigurjón Pét- ursson vann allar sínar glímur, 10, Hallgr. BenediktsKon 9, Guðm. Sigur- jónsson 7. Bjarni Bjarnason 6, Haildór Hansen 5, Magnús Tómasson 5, Vilhelm Jakobsion 4, Eyþór Tómanon 3, Sig- urður Jónsson 3, Jónas Snæbjörnsson 2 og Jón Guðnason 1. Sigurjón Pétursson hlaut því skjöld- iun, eins og áður. Hann hlýtur skjöld- inn, en ekki þær vinsældir, sem hann á skildar fyrir íþrótt sína. Hann á því óláni að mæta, að skæðassti keppinaut- nr hans (Hallgr.) er eftirlætisgoð bæjar- búa, sakir vaxtarprýði sinnar og allrar glæiimenskn, en hann sjálfur (Sigurj) svo aterkur og stórvaxinn, að þeim hæfileikum verðnr ætíð að íylgja óvenju- leg lipurð og hóglæti, ef áhorfendur eiga ekki að verða mótsnúnir. Það bætir ekki til, þegar itundum sýnist bræðrabylta og stundum óglögg bylta mótstöðumannsins, og fyrir þesau varð Sigurj. nú hvað eftir annað. Það er örðugt að sjá framan úr salnum, þegar engu má muna, og allir vilja dæma. Sigurj. á það skilið, að bæjarbúar óski honum til hamingju, og það geri ég hérmeð. A. B. Siðgæðið í stúkunum. Svo er sagt frá í síðasta tölublaði „Templars", að stúkan „Melablóm11 no. 151 hafi haldið brœðrakvöld föstud. 20. f. m. Br. Guðmundur Guðmundsson bókbindari mælti þar fyrir minni systr- anna, og var þvínæst sungið kvæði, eftír M. Gíslaion, og leyfir „Ingólfur" sér að prenta upp eitt erindið: Lag: Gamli Nói, gamli Nói. Meyjan unga, meyjan unga, munarói í bygð; vonhelg vöxnum sveini, vafin ást í leyni. Framtíð hans er, framtíð hans er falin þinni dygð. Það er óskiljanlegt, að „vaxnir svein- ar“ láti sér sæma að ayngja ekki sið- prúðari söngva enn þetta erindi þegar þeir halda „bræðrakvöld“ sín. Og svo dansa þeir í 3 klukkutíma! Og þó segir „Templar“ að skemtunin hafi farið vel fram og engir óviðkomandi veiið VÍðstadtSr! Osi liggnr við að spyrja.; Hverskyns menm eru þeir, þesiir bræður í stúkunni „Melablóm“ no. 151? Og hvaða siðgæðiireglum fylgja þeir herrar ? Og hvernig fara þá systrakvöldin fram ? Það þætti víst mörgum óviðkomandi fróðlegt að vita. Jón Þórðarson kaupmaður hvarf að heiman í fyrrakvöld og fanst í gærmorgun örendur í flæðarmálinu vestan uudir Battaríinu. Jón var einn af nýtuitu og merkustu borgurum bæjarins; hefir rekið hér mikla verilun yfir 20 ár. Hann var eínn helsti ituðningsmaður G.T.-reglunnar og aðal- maðurinn í stjórnarnefnd „Hótel ísland“. Hundarnir á hinum bænum. „Templar“ málfræðingur. Lengi hefir það valdið deilum meðal vísindamanna hvaðan nafnið alkohol muni vera í heiminn komið og mörgum getum verið um það leitt hver hin upp- runalega þýðing orðsins muni hafa verið. „Templar“ hefir nú í síðasta tölublaði tekið mál þetta til meðferðar og með aðdáanlegum skarpleik og óskeikulli vísindalegri dómgreind hefir hann nú loks bent mönnum á, hver sannleikur- inn mnni vera í þessu efni. „Templar“ er reyndar svo hæversknr, að hann reynir til að vinda sér undan þeim heiðri að hafa fundið þessa dæmalaust greind- arlegu skýringu. En „Templar“ minn! þeisu trúir enginn; það þekkjast fingra- förin þín, og svona gáfulega fingur hefir enginn nema þú. En skýring „Templars“ er á þessa leið, og geta nú allir séð, hvort hún er ekki honum lik: „Og það er ekki fjarri sanni, sem sænskur skólakennari sagði í kenslutíma í heilsufræði, er hann skýrði fyrir börn- unum, hvaðan nafnið alkohol væri komið. Hann byrjaði þannig: „Já — litlu börn! Ég er ekki svo lærður, að ég geti skýrt fyrir ykkur, hvaðan nafnið alkohol er komið. Ég held að það hafi í fyrstu verið nefnt: Alko- hdlet (síðari hluti orðains þýðir: gatið), því það getur hver maður séð, að þegar áfengið er komið í líkamann, þá koma göt á hattinn, göt á olnbogann, göt á hnén, göt á skóna, göt á skynsemina og göt á samvizkuna — já, þsð gerir alla hluti götuga, svo það er ekki ósenni- legt, að það h»fi dregið nafn sitt af þtíssu.““ Hverjum mauni getur nú blandast hugur um, að hér hafi „Templar“ sjálfur brugðið sér í dulargerfi vísinda- manns og að þ&ð sé hann sjálfur, sem hefir hleypt af stokkunum, öllum þessum „götum“, enda vita menn ekki til, að nokkrum öðrum sé jafn tamt og „Templ- ar“ að aegja „göt“. En nú erþáþesii myrka rún ráðin og má telja það víst, að allir menn sé „Templar" þakklátir fyrir skarplega skýringu hans. Allir — nema aumingja sænski skólakennarinn, sem líklega alsendis ómaklega hefir verið nefndur í „Templar“, semlíklega veit ekki einusinni að „Templar“ er til, og sem líklega getur því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. IJtlendar fréttir. Portúgal. Á síðustu útlendu blöðum má sjá að hin nýja lýðveldisstjórn á mjög erfitt uppdráttar. Einsog oft vill verða hefir hún lofað of miklu áður en hún komit til valda, og vonir manna verið fram úr öllu hófi. Nú þegar hún getur ekki fullnægt öllum loforðunum atrax, kemur óánægjan fram og konungsmenn nota sér hana til þess að reyna að lögleiða konungdóminn aftur. Sérstaklega kveður mikið að verk- föllum, því að ýmsir verkamenn eru óánægðir með framkvæmdir stjórnar- ínnar. Járnbrautir ganga annaðhvort ekki eða mjög óreglulega. Gas- og rafmagnsverkamenn í Lissabon neita hrönnum saman að vinna. Yerst er þó að herinn virðist ætla að bregðast stjórninni; er svo sagt að hermálaráð- berrann þori ekki að gefa út fyrirskip- anir, því að hann búist við að herinn muni neita að hlýða þeim, og þá sé síðasta vonin brostin um að lýðveldið geti staðið.*

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.