Ingólfur


Ingólfur - 03.02.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 03.02.1911, Blaðsíða 4
ðö ÍNGOLFTJfe ¦ ¦ Verð á oiíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard White". S_10— — 17___ „Pennsylvansk Standard White". 8—10— — 19 — ¦ — — „Pennsylvansk Water White". 1 eyrí ódýrarl potturinn í 40 potta brúsum. Birtxsctarxxir léöir s__i_tetvi_xxxxa_. ók.eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sé vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þíð viljiö fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. fliiuiiiBmminni «¦ fliníninntimrai » <auinnmiiiitiiiii> w DE F0RENEDE*RV<3GER1ER :ntral®rial™íxírakl bragðgotí nœHnflajTflölte éndingqr^tt o flmfiifmmJiniB « fflinmraininnm «i <o_ihbí_u *i, ManmnuÍBfu<-» «ni_rnfiBuni* m 4ft_iunnnio!,<<n-' '» fflnuniiiitniiiL^ e> Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydes-verslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki dctta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í Kaupmannahöfn. Ðre_.k.id aðeins góð vín og frá velþekktum vínhúsum erlendK Vín- og öl-kjallarinn í Ingólfshvoli er nú byrgnr af allskonar vínum, öli og gosdrykkjum frá elstu vín & ölgerðarbúsuna. Þar er mest og bezt úrval af bfitiðadrykkjnm. UBBBBUBBHBBBBUBBBBBBHBBÉWBBBBBBBM; sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við 3". því vínin þar eru holl — góð — ódýr *~ T- UrytíLes-versiun og ðsrikin. Kaupendur ,Ingólfs', »em eigi fá blaðið með *kilum, eru vimamlegast beðnir að gjöra afgreiðíl- nnni aðvart nm það. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður ; Pósthástsræti 17. ||, Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5 ,|( TalHími 16. M ^Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsmaður Hafnarstræti 16. Þ~ i ^ feaupendur Jngólfs' v/XX hér í taænum, sem skifta um bústað, eru vin- samlegast beðnir, að láta af- greiðslumann hans vita það sem fyrst. 34 voru flæktar i faxið og ljósið úr húsinu lagði i augu þess. Dýrið stöðvaðist er það sá manninn og flýði fram með skógarjaðvinum þar til það hvarf í myrkrinu. Hin fyrsta hugsun, sem þaut gegnum heiia Gisbornes var að skömm væri að draga hið stóra bláa naut skógar- ins svona fram til skoðunar. Að reka það áfram um miðja nótt, þegar það hefði átt að hafa frið. Um leið mælti Mowgli méð rólegri röddu. Þar sem hann stóð og starði fram fyrir sig: „Hann kom frá vatninu, og hafði hann þar forustu fyrir hjörð- inni. Hann kom vestan að. Trúir Sahibinn mér núna eða á ég að reka alla hjörðina hingað, svo hann geti talið hana. Sahibinn er húsbóndi þessa skógar." Mowgli sat aftur á svölunum. Andardráttur hans var lítið eitt íljótari en áður. Gisborne leit á hann forviða. „Hvernig fórstu að þessu?" spurði hann. „Sahibinn sá það, nautið var rekið eins og vant er að reka vís- unda. „Hai! Hai! hann hefir skemtilega síigu að segja, þegar hann kemur aftur til hjarðarinnar." „Þetta er mér alveg nýtt. Getur þú hlaupið jafn hart og bláneyti?" „Sahibinn hefir séð það, ef að Sahibinn nokkru sinni óskar ná- kvæmari vitneskju um ferðir villidýranna, þá er ég, Mowgli, hérna. Þessi skógur er góður og ég ætla mér að vera hér." „Vertu þá, og ef þú einhverntíma kant að þurfa máltíðar, skulu þjónar mínir gefa þér það." „Já mér þykir mjög góður soðinn matur," svaraði Mowgli fljótt. „Enginn getur sagt að ég éti ekki soðin og sttíiktan mat, einsog hver annar maður. Eg mun koma til að fá þennan málsverð og nú lofa ég aftur á móti að Sahibinn getur sofið óhultur í híisi sinu að nóttu lil, og enginn þjófur skal brjótast inn og bera hin ríku auðæfi út." Hér lauk samtalinu, þar sem Mowgli gekk alt í einu burtu. 35 Gisborne sat lengi eftir og reykti, og niðurstaðan af hugsunum hans var, að loks hefði hann fundið þá skógvarðar og skóggæslu- manns fyrirmynd sem hann og deildarstjórnin hefðu leitað að, þar sem Mowgli var. „Eg verð að reyna á einhvern hátt að ná houum í þjónustu stjórnarinnar. Maður sem getur rekið blánautin, hlýtur að þekkja skóginn betur en 50 aðrir. Hann er furðuverk, leikur náttúrunnar- En skógvörður skal hann samt verða, ef ég aðeins get hamið hann á ákveðnum stað," mælti Gisborne. Skoðun Abdul Gafurs á Mowgli var honum eigi jafnt í vil, Um háttatíma trúði hann Gisborne fyrir, að ókunnugir sem kæmu, guð má vita hvaðan, hefðu að öllum líkindum þjófnað að atvinnu og að sér þætti als eigi neitt vænt um nakta umrenninga, fyrir sitt leyti, sem eigi kynnu sig svo að þeir ávörpuðu hvíta menn á seemilegan hátt Gisborne hló og sagði honum að fara að hátta, og Abdul Gafor fór nöldrandi. Seinna um nóttina fann hsnn ástæðu til að fara á fætur og berja dóttur sína 13 ára gamla. Enginn vissi hver áslæðan var til ágreiningsins, en Gisborne heyrði óhljóðin. Dagana þar á eftir kom og fór Mowgli eins og skuggi. Hann hafði tekið sér bólfestu i skógarjaðrinum rétt hjá kofanum, og þegar Gisborne kom út i sólskýlið, til þess að svala sér, gat hann stundum séð Mowgli í tunglsljósinu sitja með ennið í hnjánum eða liggja endi- langan á grein og þrýsta sér fast að henni eins og næturrándýr. Þá kallaði Mowgli til hans kveðju og bað hann að sofa rólega eða hann stökk ofan og fór að segja undursamlegar sögur af dýrum skógarins og lífi þeirra. Einusinni gekk hann inn í hesthúsið og sást hann þar að skoða hestana með miklum áhuga. „Þetta er áreiðanlega merki þess," sagði Abdul Gafur með áherslu, „að hann einhvern daginn mun stela einhverjum þeirra. Ur því að hann vill Kfa í nánd við þetta hús því leggur hann sig ekki eftir neinni

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.