Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 09.02.1911, Qupperneq 2

Ingólfur - 09.02.1911, Qupperneq 2
22 INGOLFUR það, er alveg óforsvaranlegt að Iáta bannlögin koma í framkvæmd. Til þess að fylla þetta skarð vmt ráðherra — bannlagaráðherrann sjálfur — ekkert ráð. Jafnvel hann hefir gef- ist npp. Þykir mönnum nú byrja vel fyrir bannlögunum: þÍBg kemur aaman eftir tœpa viku og enn er ógert það nauðsyn- legasta alls: að sjá við því að landið fari ekki á höfuðið fyrir ofstæki Good- templara. J’onatan. Flokksbitlingar. —0— Ég kalla svo embætti, opinbera styrki, atvinnu og önnur hlunnindi, sem mönt- um eru veitt sakir fylgis við þann stjórcmálaíiokk, er í þann og þann svipinn ræður ríkjum í landinu, en ekki sökum verðleika né hæfileika. Nafnið er ef til vili ekki vel fuodið. Eu ég vona, að lesendunum skiljist, hvað ég á við, — og þá er nóg. Ég ætla ekki að rekja né rannsaka yfirsjónir núverandi ráðherra í þessum efnum. Þó að hægt sé að sýna fram á með rökum, að stjórn eða þingflokk hafi mistekist embættaskipanir eða styrk- veitingar úr landsjóði, er samt næsta erfitt að sanna, að veitingarvaldinu hafi gengið hlutdrægni eða flokksdrægni til. Það er víst eins torvelt að sanna slíkt, og það er að leiða óhrekjandi rök að því, að einhver hafi sagt vísvitandi ósatt. Þeir Rörjtgensgeislar eru ófundnir enn, er sýna oss allar mannlegar hugrenn- ingar og hvatir. Og það er lítil hætta á, að nokkur stjórn — og allra síst á íslandi — gerist svo hreinskilin að kannast við að hún hafi stungið embætti eða atvinnu að einhverjum gæðinga sinna að launum fyrir fylgi og dygga þjónustu. Því má lengi halda fram, að það hafi verið skoðuu veitingavaldsins að sá umsækjandinn hafi verið verðug- astur, er bænheyrður var. — En ég ætla að rita fáein orð um hvílíkur háski og siðspilling þjóðinni getur stafað af flokksbitlingum, ef þeir tíðkast, og að flokkunum sjálfum verður lítið gagn að slíkum veiðibrellum, er til lengdar lætur. Það er engin vanþörf á, að minnst sé opinberlega á þetta atriði. Ég veit með vissu, að sumir stjórnmálamenn okkar i báðum flokkum telja flokksbitl- inga eðlilega og réttmæta. Fyrir nokkr- um árum heyrði ég merkan Heima- stjómarþingmann finna einum forseta Neðri deildar það til foráttu, að hann hefði ekki veitt mönnum þingskriftir fremur fyrir það, að þeir vóru Heima- stjórnarmenn, og hann fór mörgum orð- um um, hvílík fásinna slíkt væri. Ég veit lika, að það er skoðun sumra Sjálfstæðismanna, að hafa beri hliðsjón á stjórnmálaskoðun eða flokksfylgi við embættaskipanir og atvinnuveitingar, er launaðar eru úr landssjóði. Það erauð- séð, að af slíkum skoðunum og hugs- unarhætti leiðir hina mestu hlutdrægni og ranglæti, ef eftir þeim er breytt. Reynslan þykir líka sýna, að hér stafi stór háski af flokksákafanum. Það er miklu víðar en á íslandi, að þingræðis- stjórnum er ámælt fyrir, að þær veiti mörgum embætti og svonefnd „opínber störf“ eftir flokksfylgi, en ekki eftir hæfileikum þeirra til að gegna þeim. Þegar bændur upp til sveita ráða sér kaupahjú, spyrja þeir um það eitt, hve vel og ötullega kaupamaðurinn slái þúf- urnar, en ekki hvoru megin hann sé í stjórnmálum. Sjúklingar láta vitja þess læknisins, er þeir treysta best til að lækna sig — þegar svo stendur á, skiftir litlu, hvort læknirinn er Sjálfstæðismaður eða Heimastjórnarmaður. Ofstækisfyllsti þingflokksráðherra myndi meira að segja, að minnsta kosti ef mikið lægi við, steingleyma öllu flokksfylgi og láta sækja þann lækni til sin, er honum þætti lík- legastur til að verða sér að liði. Þegar einstaklingar þurfa á vinnu annara manna að halda, ráða þeir því menn til hennar eftir því, hve færir þeir eru til hennar, en ekki eftir ástæðum, er koma ekkert við þeim störfum, er þeim er þörf á. En hví skyldi ríkið ekki fara eftir sömu reglu við atvinnuveit- ingar og embættaskipanir? Engin skyn- samleg rök verða leidd að því, að hlýða eigi annari meginreglu. En það er hinsvegar auðséð, hve háskalegar af- leiðingar það getur haft í för með eér, ef hún gleymist stjórnum og þingum. Lög réttlætfsins skipa svo fyrir, að „réttasti maðurinn eigi að komast á réttan stað.“ Því á sá umsækjandinn að hreppa embættið, er mesta hæfileika hefir til að gegna þvi. Að öðrum kosti er réttlætinu misþyrmt. En það er eitt hið helsta hlutverk ríkisvaldsins að vera verður þess. Ef flokksfylgi ræður veit- ingum embætta og landssjóðsatvinnu, leiðir það af því, að ónýtungurinn verð- ur dugandismanninum hlutskarpari auk þess sem allur embættisrekstur og opin- ber störf fara í handaskolum. Með þvi lagi skapa veitingavöldin fúskara, setja einskonar amlóðaskóla á stofn. Menn sjá, að þeim ríður ekki svo mjög á því að búa sig með erfiði og í sveita audlits sins undir þau störf og embætti, er þeir vilja gegna fyrir land og þjóð. Þeim skilst fljótt, að þeim líður meira á hinu, að koma sér í mjúkinn við þá stjórn og þann þingflokk, er þá og þá fer með æðstu völd. Og það er ekki hætta á öðru, en mannleg tregða og snápseðli gangi á það lagið. Það er því auðsætt, að slíkar em- bætta- og styrkveitingar eru siðspill- andi. Og þær eru það á marga lund. Þær freista manna til að breyta móti sannfæringum sínum eða þegja um þær. Af þeim hefir margur og getur margur numið „hin þögnlu svik, að þegja við ölln röngu.“ Leynilegar þingkosningar voru lög- leiddar til þess, að efnalitlir menn og þeir, er eiga atvinnu sína og lífsviður- væri undir ófyrirleitnum auðmönnum, gætu kosið eftir skóðunum sínum, ef svo kynni að vilja til, að þeir ættu eitthvað í fórum sínnm af jafn-sjald- gæfri vöru, eða þá eftir tilhneigingum sínum, tilfinningum og lundarfari. Em- bættis- og atvinnuveitingar eftir flokks- fylgi eru gersamlega gagnstæðar til- ætlun þess frumvarps, gagnstæðar „anda þess“. Sumir svara þessu þannig: „Það er ef til vill rétt, er þú sagðir nú.“ En þeir bæta við: „Nú eru tveir umsækj- endur jafnfærir til einhvers opinbers starfs eða jafn maklegir einhvers opin- bers styrks og annar er flokkamaður minn, en hina andstæðingur, og nú á eg veitingarráð. Þá læt eg flokksmann minn sitja fyrir og styð þannig áhuga- mál mín óbeinlínis.“ Eg svara þessu fyrst, að tveir menn eru sjaldan alger- lega jafnhæfir til einhvers starfs. Hitt er annað mál, að oft getur verið erfitt að greina milli umsækjandanna, því að nákvæm mælingaáhöld vantar, er hæfi- leikar þeirra verði mældir með. En þegar svo vill til, verður að skapa nýj- ar reglur, er fara á eftir, svo að geð- þótti einstakra stjórnenda geti svo lítið beitt sin sem auðið er. Það má veita þeim eldri eða yngri, það er um er sótt, eftir því sem hentast þykir. Stundum má láta mannúð ráða. Eg á við það, að farið sé eftir því, hver hefir meiri þörf á embættinu eða atvinnunni, efn- anna vegna. Þegar að er gætt, sézt að flokkarnir græða lítið á flokksbitlÍDgum til lang- frama. Þeir sem bera flokksfylgi sitt og flokkstrúnað í sjóði, verða að jafnaði fyrstir til að bregðaat þeim flokknum er steypist úr völdum, og leita á miak- unn hins nýja meiri hluta, er nú hlotn- ast ráð matar og mannvirðinga. Nýi atjórnarflokkurinn laðar menn til fylgis sér með sömu ráðum og fyrverandi meirihluti, sömu „matarpólitikinni“, svo að alt verður „kaup kaups“. Það get- ur verið jafn gróðavegur að aðhyllast báða flokka. Eini ágóðinn af flokks- bitlingunum er því sá, að þeir miða að því að auka hræsni og andlega og sið- lega vesalmennsku í landinu, að minka mennina og spilla þeim. Þess þarf naumast að geta, að öll menningar- og framfaraviðleitni á að stefna í þver-öf- uga átt. Ef ötulir flokksmenn eru atvinnu- lausir og flokknrinn telur sér skylt að annast þá, á flokkssjóður, en ekki landi- sjóður, að standa straum af þeim. Ef flokkssjóður er þess ekki megnugur, verða flokksmennirnir að fara í pyngjur sínar eða sparisjóðsbækur, þeir er þær eiga. Hitt er örþrifaráð að veita þeim embætti, er þá brestur hæfileika til að gegna, eða skapa handa þeim ný og ó- þörf embætti. Það er ekki furða, þótt andstæðingum þess þingflokks, er gerist sekur um slíkt, gremjist að sjá þeim sköttum varið þannig, er þeir gjalda til allsherjarþarfa. — — Þingræði okkar er enn í vöggunni, svo að það er ekki furða þótt margt fari aflaga — bæði í þessum efnum og öðrum og er ekki ástæða til að ör- vænta. En engin vanþörf er samt á, að ofurlítið linni stjórnarálagi því hinu mikla, er nú þjáir ísland, Sigurður Oubmundsson. Draumurinn konunnar minnar. Ingimundur segir frá dálitlu úr prívatlífi sínu. Hún Tobba — Það heitir konan min — hnipti svo óþyrmilega í mig í nótt að ég vaknaði með andfælum og var lengi að átta mig á hvað nm væri að vera. „Hver djöfullinn gengur á,“ sagði ég þegar ég loksins var orðinn svo vak- andi að ég grillti í Tobbu sem sat þarna við hliðina á mér í rúminu og volaðl átakanlega. „Hver djöfullinn gengur á“ (því sagt í trúnaði kæru vinir þá er ég lang- blíðastur við hana á kvöldin) er kviknað í þér eða hvar er eldurinn . . . .“ „0 hvað þú getur verið andstyggi- legur Ingimnndur að sofa rétt eins og hugsunarlaus steinn. Þegar mig dreymir svona voðalega —----------svona líka voðalega voðalega! „— — Ég bið auðmjúklega fyrir- gefningar, mjög auðmjúklega að ég skyldi leyfa mér að sofa um hánóítina en viltu nú gera mér þann greiða að láta þig dreyma ofurlítið hærra næst svo ég heyri það ef ég kynni að sofa. —“ „Ó! þú þarft hreint ekki að vera að biðja forláts eða gera grín að mér — þú heldur yíst þú sért fjarska fynd- ÍDn-------og ég sem er svo ólukku- leg — — svo voðalega ólukkuleg manneskja — —“ Nú vita allir að af öllu óskemtilegu er það langóskemtilegast að hafa skæl- andi kvennmann hjá sér í rúminn, svo ég tók til máls og var eins blíður í málrómnum og mér var unnt. „Tobba, þú elskar mig ekki lengur — er ástin þín til mín kóluuð í hjarta þínu eftir aðeins viku hjónaband —?“ „Hvernig geturðu spurt svona Ingi- mundur — það sem einmitt er vegna þess hvað ég elska þig hvað ég er ólukkuleg — —“ Ég færði mig nær henni og strauk náttreyjuna hennar ofboð mjúklega. „Segðu mér hvað gengur að þér hjartkæra Tobba?“ „Ó! mig dreymdi svo voðalega-------- mig dreymdi að ég væri niður á bæjar- bryggju og svo margt fólk og þar var hún Jósefína og var að fara um borð og þú fórst með henni og þið ætluðuð að sigla saman og hún var í svo voða- lega fínum nýjum möttli með gullspenn- um — — ó ég er svo hrædd um að það rætist-------ég er svo yfirtak ber- dreymin — —“ „Hvað er þetta Tobba, hvernig í ósköpunum dettur þér þetta í hug — ekki þekki ég eina einustu stúlku sem heitir Jósefina —---“ „Ó hvað þú getur látið ólíkindalega og þókst vera saklaus — — heldurðu ekki ég viti að þið þekkið hana allir ------og hún er þó svo voðalega ækel og vemmileg---------“ „Já, en blessuð----------- „Ég veit ósköp vel hvað þú ætlar að segja — — en þú skalt ekki reyna að telja mér trú um neitt-------heldurðu kanske ekki að ég vitj að kvöldið sem þú sagðist hafa verið á pólitíska fundin- um til kl. 3, þá barðirðu svo hart í rúðuna hjá Jósefínu að konan uppi á lofti fór og gægðist eftir hver það væri--------ó hvað ég er ólukkuleg — þú ætlar náttúrlega að sigla. — —“ Og nú fór hún að háskæla. „Hvernig geturðu trúað þessu um þinn egtavígða Ingimund, yndislega Tobba,“ sagði ég og gerði mig eins bliðan og mér var með nokkru móti hægt. En hún grét bara enn meir og lá nú við andköfum. Þá sá ég að hér varð að taka annað til bragðs og gerði mig byrstan og illúðlegan mjög. „Jæja, það er illt að heita hundur og vinna ekki til nafs síns og nú skal ég sveimér,“ sagði ég og stökk úr rúm- inu í hendingskasti. „Hvað ertu að hugsa um Ingimund- ur — — þú ætlar þó víst ekki-----------“ „Jú, það er einmitt það sem ég ætla ------hvar eru buxurnar mínar?“ „-----Ó elsku Ingimundur, hjartkæri, yndislegi Ingmundur — — þú mátt ekki fara — — þú mátt til að vera kyr hjá mér elsku góði.--------—“ „Nei, nú fer ég bara strax — — aagði ég og leitaði sem ákafast að bux- unum--------ég skal sveimér---------“ „Ó elsku besti Ingimundur, ég skal vera svo voðalega væn við þig ef þú bara kemur strax uppí ástar elsku vinur- inn — — “ Satt að segja var ég farinn að hríð- skjálfa af að stríplast þarna á gólfinu svo ég skaust uppí þegar hún hafði svarið þess dýran eið að minnast ekki framar á Jósefinu — —. ------Þó þetta færi nú þannig á end- anum vel, þá hef ég þó lofað sjálfum mér því að berja gætilegar í rúðuna í næsta sinn sem ég fer á Sjálfstæðis- fund. THg undirritaður Jón Bjaruason frá Lauga- bóli gef hér með til kyrma að eg hér eftir hefl tekið mér nafnið Mosdal, og hið því alla hér eftir að kalla mig og skrifa Jón B. Mosdal. Hafnarfirðí, 6. febr. 1911. Jón B. Mosdal.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.