Ingólfur


Ingólfur - 16.02.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 16.02.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, flmtudaginn 16. febrúar 1911. 7. blað. Alþing sett Dagurinn rann upp með útsynningsveðri, blind-kafaldi og heiðríkum himni með »ólskiní á víxl. Klukkan 12 á hádegi átti að hefjast guðsþjónmta i dóm- kirkjunni, en skömmu eftir kl. 11 fór fólk að þyrpast að kirkjunni. Séra Björn Þorláknon á Dvergarsteini steig í stólinn og lagði útaf kærleikanum til náung- ans, talaði um kærleiksnn til föðarlandsini, og minnti menn á þá skyldu þeirra að leggja alt í sölurnar fyrir það. — Meðan séra Björn talaði í kirkjunni fór að rofa til, hríðin itytti upp og sólin gægðiit fram undan skýjabólitrunum. Það er líklega fyrirboði og góð« viti — en hvorum flokknum? — Kl. 128/* fór fólkið að streyma útúr kirkjunni aftur og var þá múgur og margmenni kominn fyrir utan alþingiihúsið og beið þess að komast inn. Nokkrir lógregluþjónar voru þar og reyndu að hafa hemil á fólkinu, en það veittist örð- ugt, enda voru þeir altof fáir og hvergi nærri gott ikipulag á þeim fáu sem voru þar. Loki tókst þeim þó að mjaka hópnum svo til, að göng mynduðust, ¦vo þingmennirnir gætu gengið þar án þesi að troða sér áfram. Þeir gengu tveir og tveir, fyrstir þeir ráðherra og séra Björn á Dvergasteini, og þá allir hinir — allir hljóðir og alvarlegir, líkt og það væri líkfylgd. Þegar þeir voru komnir innúr dyrunum á þinghúsinu byrjuðu ryskingar miklar og troðningur meðal fólksins, sem fyrir utan stóð, og var þá dyrunum lokað — af hvaða á- stæða er örðugt að segja. Þá er hrópað í þyrpingunni: „Hér er þingmaður, sem ekki er kominn inn." Það var Ari Jónsson, þingm. Strandamanna. Með herkjubrögðum tókst að ryðja hoaum braut, og fór nú mannþyrpingin smátt og saiátt að ryðjast inn. Þingmenn allir söfnuðust nú inn í neðri deildar aalinn, og las ráðherra þar Dpp konungsbréf um að þing væri kvatt sfcman, ein»og venja er til, og var síðan hrópað 9 sinnam húrra fyrir konuogi. — Júlíus Haviteen, 1. kkj., var aldursforseti og stýrði hann forietakosningu í sameinuðu þingi. Kosningu hlaut Sfcúli Thoroddsen, þingm. ísafjarðarkaup- staðar, með 23 atkv. Hannes Hafstein fékk 13 atkv.; en 3 atkvæðaseðlar voru auðir. Síðan var gengið til kosninga á varaforseta sameinaðs þings, og hlaut kosaingu séra Sigurður Gunnarsson, þingm. Snæfellinga, með 20 atkv. Ólafnr Briem fékk 1 atkv., en 18 seðlar voru auðir. Skiifarar í sameinuðu þingi voru kosnir með hlutfallskoiningu, og voru kosnir þeir séra Sigurður Stefánsson og Jón ólafsson; A-listinn (meiri hlutans) fékk 23 atkv., eu B-listinn 13 atkv., 3 seðlar voru auðir. Þá var kosin 5 manna kjörbréfanefnd, sömuleiðis með hlut- fallskosningu og hlutu kosningu þeir Kri%tján Jbnsson, Jón Magnússon, Sigurður Stefánsson, Benedíkt Sveinsson og Ldrus H. Bjarnason. Að þessu loknu skiftu þingmenn sér niður í deildir, og fóru fram kosningar í báðum deildum. I neðri deild stýrði kosningu forseta aldursforsetinn þar, séra Sig. Gunnars- son. í fyrsto féllu atkvæði svo, að Hannes Þorsteinsson, 1. þm. Árnesinga og ólafur Briem, 1. þm. Skugfirðinga höfðu jöfn atkvæði, 12 hvor, en 2 seðlar voru auðir. Var þá gengið til kosninga á ný, og hlaut þá kosningu. Hannes Þorsteinsson með 14 atkv., en Ólafur Briem fékk 12 atkv. 1. varaforseti var kosinn Benedikt Sveinsson, þingm. Norður-Þingeyinga, með 14 atkv., en 2. vara- forseti séra Hálfdán Guðjónsson, sömuleiðis með 14 atkv. Skrifarar í neðri deild voru kosnir með hlntfallskosningu, og hlutu koiningu þeir séra Björn Þorlaksson (15 atkv.) og séra Eggert Pálsson (8 atkv.). Síðan lagði ráðherra fyrir deildina sjórnarfrumvörpin, en forseti gat þess, að mörg önnur mál væru fyrir hendi, sem mönnum lægi engu síður á hjarta enn þessi mál, og kvaðit hann ekkert ákveða um dagskrána að svo komnu. í efri deild stýrði Júlíus Havsteen, 1. kkj. forsetakosningunni. Var þar kosið 3 sinnum og ulutu í öll skiftin jöfn atkvæði, (7 atkv.) þeir Kristján Jóns- »on, þm. Borgflrðinga og séra Jens Pálsson, 2. þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu. Loks var varpað hlutkesti og kom upp hlutur séra Jens Pálssonar, og var hann því rétt kosinn forseti, og þakkaði hann deildinni klökkur fyrir það traust og þann sóma, er honum hafði þannig verið sýudur. 1. varaforseti var kosinn Stefán Stefánsson, 6. kkj. með 7 atkv. Sigurður Stefánsson bróðir hans hlaut 6 atkv. 2. varaforseti var kosinn Júlíus Havsteen 1. kkj., en skrifarar deildar- innar þeir Steingrímur Jónsson 4. kkj. og séra Kristinn Daníelsson, þm. Vestur- ísfirðinga. Kosningum þessum var lokið um kl. 2Va» °S var næsti fundur ákveðinn í báðnm deildum á morgun, föstudag. Þinghorfur. Stúdentasöngfélagið undir stjórn hr. Sigf. Einarssonar heldur samsöng í fyrsta sinn á laugar- daginn kemur í Bárubúð. Frá alþingi. Skrifstofustjóri á alþingi er Einar skáld Hjörleifsson. Innanþingskrifarar þeir Björn Pálsson stud. jur., og Einar Þorkelsson. Sjaldan hefir þess verið beðið með jafn mikilli óþreyju og eftirvæntingu og nú, að alþingi kæmi saman. Þennan síðasta hálfs mánaðar tíma hefir hér í böfuðborginni varla verið um annað talað enn þingið, og það sem þá muni gerast er það tæki til starfa. Þetta virðist nú í fljótu bragði nokk- uð undarlegt, þegar litið er á lista þann um ný frumvörp sem ráðherra hefir birt og ætlar sér að leggja fyrir þingið; því ekkert þeirra Jfrumvarpa er þess efnis eða eðlis, að það geti vakið þá eftir- væntingar öldu, sem nú ríður yfir þenn- an bæ og líklega allt landið. Stjórnin hefír einmitt varast einsog heitann eld- inn að leggja frumvarp um neitt það raál, sern verulegum ágreiningi geti valdið; og hún er jafnvel svo varkár, að hún leggur ekki fram frumvarp til stjórnarskrárbreytingar, sem þó hefir verið æskt eftir einróma á allflestum þingmálafundum og henni hlaut því að vera kunnugt um, að öllum þorra Iands- manna var mikið áhugamál. Stjórnin hefir heldur ekki lagt fyrir þingið neitt frumvarp um tollaœál, um eitthvert meðal til að bæta landsjóði þann tekju- missi, sem hefst af framkvæmd bann- l&ganna, og ætti þó einmitt þessi stjórn að telja sér skylt að benda á eitthvert slíkt meða), þar sem bannlögin eru hennar verk. Það er reyndar ekki svo að skilja, að Ingólfur hefði talið það rétt, ef atjórnin hefði lagt til að sam- þykt yrðu ný tollalög á þessu þingi, o? nýjum tollum yrði dembt á þjóðina í stað áfengistollsins, að henni forn- spurðri og án þess að henni hefði fyrst gefist kostur á að hugsa málið vel með sér og athuga það. En það virðist ekki vera ósanngjarnt að heimta af stjórn- inni, að hún annaðhvort fresti bann- lögunum eða finni einhverja færa og viðunanlega leið til að bæta þá glompu i tekjum landsjóðs, sem af þeim leiðir. En hvorugt hefir hún gert. Yfirleitt eru flest þau nýmæli, sem ráðherra hefir fram að bera fyrir þingið, þess eðlis, að þau munu ekki koma af stað mikl- um æsingi, þau eru flest meinlaus og munu tæplega verða til þess, að vekja misklið eða óiamlyndi milli flokkanna. Nei, það er áreiðanlegt og víst, að hér er ekki að leita orsakarinnar til allrar þessarar eftirvæntingar, sem nú um þessar mundir dregur augu og hugi allrar þjóðarinnar að höllinni viðAust Urvöll. Orsakanna til þess er allt annarsstaðar að leita: Það eru menn- irnir en ekki málefnin sem þjóðin ein- blínir á með svona mikilli eftirvæntingu, einsog oft hefir viljað verða áður hér á landi; það er stjðrnarflokkurinn og afdrif hans, sem allra augu mæna á. Arið 1909 sáum við hann ganga fjöl- mennan, sterkan og samhuga inn í þingsalinn; hann fylkti sér um eitt •tórmál og hafði á því unnið glæsileg- ann sigur í kosningabaráttunni. En hvernig er nú komið? Þetta stórmál var það eina, sem batt flokkinn saman og nú er það lagt á hyiluna. Fokks- mennirnir eru að öllu öðru leyti svo ólíkir og ósamstæðir, að til þess þurfti varkárann og hygginn mann að varna því að flokkurinn liðaðist í sundur og færi allur í mola, er þessa eina máls missti við, sem hafði safnað honum í eina heild, enda er enginn öfundsverður af því, að halda saman flokki, sem ekki hefir nein sameiginleg áhugamál, eða balda við fiokkadeilum, þar sem enginn ágreininsatriði eru. En þetta er sá leikur, »em þjóðin horfir nú sólgnum augum á og bíðnr með óþreyju leiks- lokanna: á flokknrinn á að skipa þeim manni, sem geti numið þetta þrekvirki; á flokkuriun til þann mann, sem sé þess megnugur að safna þessum sundur- leitu mönnum utanum það eina, sem nú skiftir flokkum hér á landi: völdin. Argos. Lagaundirbnningur. Hér áður fyr — þegar dönsku dóms- málaráðherrarnir voru jafnframt ráð- herrar íslands og fyrri, var undirbúning íslenskra laga einsog við var að búast mjög ábótavant, og var stöðugt kvartað yflr því og talinn einn aðalgalli á stjórnarfyrirkomulaginu. Fyrst og fremst þótti mönnum óhafandi að flestöll laga- frumvörp skyldu véra þýdd úr dönsku — eða réttara sagt samin á dönsku og þýdd á islensku. Ennfremur þótti það stórmikill galii að danskir menn skyldu því nær einir undirbúa lögin, þar sem þeir væru öllum högum hér ókunnugir og gætu ekki, þótt þeir vildu, breytt dönsku lögunum einsog þurfti áður stungið væri upp á þeim sem íslenskum lögum. Af þessu leiddi að löggjöf ís- lands varð smátt og smátt dönsk, sjálf- stæði landsins í löggjöf var á förum. — Eu auk þess var einnig að öðru leyti kastað höndum til undirbúnings islenskra laga, og ekkert hugsað um samræmi þeirra við önnur íslensk lög eða grund- vallarreglur; lagamálið var herfilegt, mörg orð um sama hugtakið — og sama orðið oft og tíðum haft um mörg hugtök. Þegar stiórnarskrárbreytingin 1903 gekk í gildi og ráðherra varð íslenskur og búsettur hér á landi, vonuðu menn að þetta mundi breytast verulega til batnaðar. Enda sá fljótt árangurinn. Nú voru lögin ekki öíl tekin beint úr dönskum lögum, og aldrei samin á dönsku; lögin^voru uudirbú.in hér á landi af íslenskum lögfrððum mönnum (þótt ekki væru þeir beint sérfræðingar i lögfræði) og var því von um að meira samræmi fengist i löggjöf landsins, að minsta kosti er tímar liðu fram. Lðg- gjöfln gat þannig smátt og smátt orðið ís- lensk. Margir þökkuðu þáverandi ráð- herra þessa breytingu. En það flnst mér óþarfi. Hún var alveg sjálfsögð; það var skylda hans, og sjaldan er á- stæða til að þakka það að menn van- ræki ekki skyldu sina. En auk þess var enn kastað höndum til lagafrum- varpa, altof mikið þýtt athngalaust, ým- ist úr dönsku eða norsku, og þess ekki

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.