Ingólfur


Ingólfur - 09.03.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 09.03.1911, Blaðsíða 1
INGOLPUR IX. árg. Reykjavík, flmtudaginn 9. mars 1911. 10. blaö. *§«MMHffMMMMHf^H^HH*HH*H*«K- i3xrca-d>Xji^,"cr^ kemur út einu sinni í viku að minsta ± kosti; venjulega á fimtudðgum. ? Árgangurinn kostar 3 kr., erlend. i is 4 kr. Uþpsögn skrifleg og bund- 5 $ in við áramót, og komin til útgef- * tanda fyrir 1. október, annars ógild. É, Eigandi: h/f „Sjálfstjórn". x Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- * J ar Egilsson Vesturgötu 14 B. ? T (Schou's-hús). — Heima kl. 4—5. T I Afgreiðsla og innbeimta i Kirkju- x $ stræti 12 kl. 11—12 hjá fröken J x Thoru Friðriksson. * 5 x ¦HÍ-H-HMMHHHHHHHHHHHHIfHHHWHHH-^W- Stjórnarskifti. Þaö er að vísu satt, að vér höfuð- staðarbúar höfum ekki oft átt þess kost að ajá stjórn&rskifti fara fram síðan þingræðisatjórn átti að heita komin á hér á landi, enda munu elstu meDn tæplega muna til þess, að jafn mikil ringulreið hafi átt sér stað í öllu stjórnmálaþrefi voru og sú «em bærinn hefir mátt horfa uppá nu á þessum síð- ustu og verstu tímum, allt síðan þiug byrjaði 15. febrúar. Vér höfum horft uppá það að ráð- herra, sem studdist við mikinn meiri hluta þingsins, hafði komið svo ár sinni fyrir borð, að hanu var búinn að missa traust mikils hluta flokks síns. Þessir óánægðu fiokksmenn tjá honum hvern- ig komið sé, og mælast til að haun leggji niður völdin og fái þau í hend- ur einhverjum öðrum flokksmauna, sem betur geti aflað sér trausts flokksins í heild sinni. Eftir að ráðherra nú hafði fengið þessa vitneskju gat hann séS, að hann hafði ekki traust meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna, því að þessir óánægðu í hans fiokki voru að minnsta kosti 11 að töln, en þjóð- kjörnir menn úr andstæðingaflokki hans 9 að tölu, og vissi hann því að 20 af 34 þjóðkjörnum þingmönnum báru ekki traust til hans. Hann mátti því sjá, að hvernig sem færi um eftirmanninn, þá hlaut hann þó að fara frá völdum þegar svona var komið. Hér var nu heldur ekki komið í neitt óefni, því flokkurinn hélt enn saman og stefna hans var söm og áð- ur, þótt nokkrir menn innan flokksins væru óánægðir með ráðsmensku ráð- herra persónulega. Hér var því alls ekki um það að tala, að selja völdin í hendur fjandmfennum sínum, heldur var það auðvitað sjálfgefið, að hinn nýji ráð- herra skyldi útnefndur úr þessum sama flokki, samherjaflokki Björns Jónsson- ar ráðherra. Ef Bj. J. hefði nú borið hag flokksins fyrir brjósti, þá var þvf sjálfsagt af honum að láta undan og beiðait lausnar þegar í þingbyrjun, er hann hafði fengið vitneskju um.hvern- ig málið horfði við. Það var angsýni- Iegt, að ef hann ekki gerði þetta, þá var flokknum þarmeð voði búinn og hætt við að hann mundi klofna í tvennt. Áhinn bóginn gathann ekki með neinu móti búist við eða krafist þess með ueinni sann- girni, að hinir óánægðu flokksmenn hans létu undan og sættu sig við að hann sæti við völd áfram og tækjast þannig á hendur ábyrgð gjörða hans, ¦em -þeir höfðu þegar tjáð sig mjög óánægða með, sérstaklega þegar ekki var að því er séð varð fyrir öðru að gaogast enn eigiu hagsmunum eða þráa hans peraónulega. Samt sem áður velur Björn Jónsson þann kostinn að kæra eig kollóttann um framtíð og hagsmuni flokksins, þvertekur fyrir að gera það eina, sem gat bjargað flokknum og haldið hon- um saman, nfl. láta af völdum í þing- byrjun, beldur neyðir þessa flokks- menn sína til að bera upp tillögu um að lysa vantrausti á honum; og til- laga þessi er síðan samþykt í neðri deild með tilstyrk minni hlutans. Nú hefði mátt búast við að Björn Jónsson sætti sig við það, sem ekki varð hjá komiet, og gerði nú sitt til, að flokkurinn færi ekki allur í mola, með því að bjóða aðstoð sína og góða sam- vinnu. Ea hvernig fer? Hann eys útyflr þessar flokksbræður sína ókvæð- isorðnm og aðdróttunum um illar og lúalegar hvatir og ber þeim á brýu að þeir hafi gert samsæri móti sér og svarist í bandalag við andstæðinga BÍna og féndur. Hann safnar kringnm sig miklum hluta flokksins og fær hanntil að þvertaka fyrir alla samvinnu við þá flokksbræður, sem atkvæði greiddu með vantraustsyfirlýsingunDÍ en gerðu síðan allt semíþeirra valdi stóð'til aðvarna því að flokkurinn færi í mola með því að leita hvað eftir annað samkomulags við Björn Jónsson og haDS fylgislið, og hann ber þeim síðan á brýn að það séu þeir sem séu að rjúfa flokkinn. Vér skulum játa að vér skiljum ekki hugs- anagang mannsins. Það eitt skiljum vér, að þegar Björn Jónsson þvertók fyrir að fara frá völd- um með góðu og neyddi þá flokksmenn sína, sem óánægðir voru orðnir, til að bera fram vantraustsyflrlýsingu í þing- inu, vantraustsyfirlýsingu sem hann vissi að mundi verða samþykt með að- stoð Heimastjórnarmanna, þá rauf hann með því flokkinn sjálfur. Og hann vissi það, að þegar þessi van- traustsyfirlýsing var samþykt með að- ¦toð Heimastjórnarmanna, þá bar að réttu lagi líka að skipa hina nýju stjórn með aðstoð þeirra samkvæmt þeirri reglu, sem gilda mun um allan heim í öllum þingræðislöndum, að sá flokkur manna, sem tekst á hendar þi ábyrgð, að fella stjórn landsins, á líka að bera ábyrgðina af því, að skipa hina nýjn stjórn. — Björn Jónsson hefir því gert sitt til að neyða þessa flokksbræður sina til að gera banda- lag að meira eða minna leyti við and- stæðinga flokksins, Heimastjórnarmenn. Það fer því ekki vel á þessum sam- ¦æris- og bandalagsbrigslum hans í garð flokksbræðra sinna, sparkmannnanna. En það fer heldur ekki vel á því, er Björn Jónsson heldur því fram, að þeisum mönnum hafl ekki gengið ann- að til enn valda- og „hálaunagræðgi", það fer ekki vel á þ\í, að sá maður haldi þessu fram, sem sjálfar vill vicna það verk að sprengja siun eigin flokk, án þess að séð verði að honum gangi annað til enn þráheldni sjálfs hans við völd og metorð. Hann var eini mað- nrinn, sem stóð í vegi fyrir því, að flokkurinn héldist saman, og hann er- ófáanlegur til að lúta fyrir hagsmun- um flokksins. Hvað gekk honum þá til sjálfum? Fylgi bannlaganna á þingmálafundum í vetur. Bannmenn hafa mikið af því látið, hversu fylgi bannlaganna hafi aukist uppá síðkastið um land allt, oa: fyrir þá sök, og líka vegna þess, að aðalástæða margra þeirra þingmanna, sem atkvæði greiddu með banninu á síðasta þingi var sú, að mikill meiri hluti þjóðarinnar væri því fylgjandi, þykir hlýða. að safna hér saman í eina heild þeim þingmálafundarsamþyktum nm þetta mál, sem til hefir náðst. Uullbringu- og Kjósarsýsla. Á fundi á Láffafelli, 16. nóv. 1910 var svolátandi tillaga (stórritaratillagan) samþ. með 19 atkv. gegn 1: „Fund- urinn skorar á alþingi að halda fast við gjörðir síðasta þings að því er snertir lögbann á innflntningi á áfengi og hvika í engu frá því, hvorki með frestun bannlaganna ná tilslökun á þeim, þó hagfellt kynni að þykja að breyta síðan einstökum atriðam þeirra". Á fundi á Reynivöllum 13. nðv. 1910 voru 23 kjósendur viðstaddir. Þarvar stórritara tillagan (sbr. Pukursbréfið fræga) samþ. með miklum meiri hluta. Á fandi í Hafnarfirði 11. nóv. 1910 var stórritaratillagan samþ. með 51 gegn 1. atkv. Á fundi að Gerðum (í Garði) 14. nóv. 1910 var svolátandi till. samþ. með 18 atkv. gegn 3. „Fundurinn vill láta framfylgiandi bannlögunum til fulls og ekki fresta". Á fnndi í Keflavík 19 nðv. 1910 var stórritaratillagan samþ. með 45. atkv. gegn 3. Reykjavík. í Reykjavík bar bannmálið alls ekki á góma. En 1. fundurinn þar lýsti ¦ig mótfallinn faktúrutolli og farm- gjaldi (sem átti að vera hjálparhella bannmanna) með 108 atkv. gegn 1, 2. fundurinn mað þorra atkvæða, 3. fandurinn með öllum greiddum atkv. gegn 14 og 4. fundurinn með öllum greiddum atkv. gegn 1. irnessýsla. Á fundi að Húsatöftum 17. okt. 1910 var stóritaratillagan »amþ. með 18 atkv. gegn 7. Á fundi á Tryggvaskála 15. okt. 1910 var stórritaratillagan samþ. með 18 atkv. gegn 16. Á fundi að Ægissíðu var fre»tun bannlaganna mótraælt með 45 atkv. gegn 7. Á fundi að Stórólfshvoli 21. nóv. 1910 lýsti fundurinn yfir því, að hann vildi að vínfangatollinum yrði haldið og b»nnlögin þarafleiðandi numinn úr gildi. Samþ. með 37 atkv. gegu 14. Austur Skaftafellssýsla. Fundur að Hofi á Örœfum 16. sept 1910 lýsti sig samþykkann gjörðum síðasta þings í bannmálínu. Atkvæða- tala ekki tilgreind. Á fundi að Kálfafellsstað, 18. sept. 1910 var gjörð svolátandi samþykt: „Fundurinn er ekki samþykkur gjörð- um síðasta þings í bannmálinu, enda ekki fundinn enn heppilegur gjaldstofn i stað áfengistolls". Atkvæðatala ekki tilgreind. Á fundi að Stafafelli 3. des. 1910 var svolátandi tillaga samþ. með 13 atkv. gegn 5: „Fundurinn skorar á alþingi að fresta framkvæmd aðflutn- ingsbannslaganna og helst að afnema þau með öllu". Fundur í Nesjahreppi 18. des. 1910 vill ekki „hringla með bannlögin að óreyndu". Simþ. með 13. atkv. gegn 9. Vestmanneyjar. Fundur 3. febr. 1911 vill halda fast við gerðir siðasta þings í bannmálinu. S*mþ. með öllum greiddum atkv. gegn 1. Suður-Múlasýsla. Á fundi í Breiðdalsvík í Breiðdal 12. jan. 1911 voru viðstaddir 27 kjó»- endur. Svolátandi tillaga var «amþ. með öllnm atkv.: „Fundurinn skorar á alþingi að aðhyllaat tillöga skatta- málanefndarinnar hvað snertir aðflutn- ingsbann áfengiá". Fundur á Eskifirði 18. jan. 1911 lýsti sig aamþykkan frestun bannlag- anna, með 46 atkv. gegn4. Átkvæða- greiðslan sýndi það jafnframt, að 22 atkv. voru með algerðu afnámi lag- anna. Seyðisfjarðarkaupsta ðnr. Fundur »em þar var haldinn 18. jan. 1911 telnr ófært að ráða tollmál- unum til lykta á næsta þingi og telur þvi frestun á gildi bannlaganna sjálf- aagða að minnsta kosti um næsta fjár- hagstimabil. — Var þetta samþ. með öllum atkv. gegn 9. Norður-Múlasýsla. Fundur sem haldinn var á Vopna- firði 27. jan. 1911 óskaði eftir fre«tun bannlaganna og nýrri atkvæðagreiðslu um þau. — Samþ. með 38 atkv. gegn 19. Á fundi að Eiðum 20. jan. 1911 voru 36 kjósendur viðítaddir. Þarvar ¦ama tillagan og á Vopnafirði (frestun bannlaganna) aamþ. með öllum atkv. gegn 2. Snður-Þingeyjarsýsla. Fulltrúafundnr var haldinn á Breiðu' my'ri 23. jan. 1911, og voru 67 kjó«- endur á fundinum. Svolátandi tillaga var aamþ. með 40 atkv. gegn 18: „Fundurinn álítur heppilegait, að næata alþingi nemi úr gildi vínbannslögin, eða að minnata kosti freati framkvæmd þeirra". Norðar-Þingeyjarsýsla. Á fundi í Krossdal 12. de». 1910

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.