Ingólfur


Ingólfur - 23.03.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 23.03.1911, Blaðsíða 2
46 INQOLFUR því rétttruaður Sjalfstæðismaður, og hafði ekkert brotið móti reglum flokks- ins, þessi vantraustsyfirlýsing getur því ekki verið bygð á neinu öðru enn per- •ónulegleika. — Konungur gat snúið ¦ér til hvers þess manna úr meiri hlut- anum, er hann vildi og hefir því farið algerlega þinglega leið; hann á val per- sónunnar. Hef ég þá ófyrirsynju tekið við embættinu ? Ég skal taka það fram að ég ber auðvitað sjálfur alla ábyrgð á útnefningu minni. Ég neita því, að ég hafi með henni framið þingræðisbrot; ég gat talið mér atuðning fulls helm- ing« þjóðkjörinna þingmanna og auk þesa allra hinna konungkjörnu. Skjöl þau, sem Sk. Th. vitnar i um fylgi «itt, geta verið þannig orðuð, að undir»krif- endurnir geti líka stutt mig, og það er víat, að minnata kosti tveir þeirra hafa viljað styðja hvern þann úr Sparkliðinu, er fen?i konungsútnefningu. Svona var nú áatatt er konungur aneri aér til mín, og hafi einhver breyting orðið á því ¦íðan, þá er það ekki mér að kenna og enginn af þeim helmingí þjóðkjörinna þingmanna, sem mér hafði tjáð fylgi sitt, hefir síðan komið til mín eða sagt mér frá, að á þessu hafi orðið nein breyting. Af þes«uœ ástæðum get ég ekki kannast við að skýrsla Sk. Th. sé rétt. — Þingræði er nú það, að meiri hluti þingsins ráði, og þar með líka taldir þeir konungkjörnu; þeir eru alveg eins löglegir þingmenn og þeir þjóð- kjörnu; þeir, sem bera brygður á þetta, verða að sýna einhver lög, er mæli öðruvísi fyrir um þetta. Ég mun því ekki meta það sem úrslit þessa máls, ef tillagan verðnr samþykt hér í deild- inni, ég mun þá líka krefjast þess, að hún verði borin upp í efri deild. En hvað ætla nú tillögumenn að gera, ef tillagan verður samþykt. Geta þeir fengið nokkurn þann mann, sem kon- ungur taki gildann? Éa; fullyrði, að engin von er til þess. Ef ég því hefði neitað að verða við tilmælum konungs, hefðum vér mátt sita með fyrverandi ráðherra, er ég verð að telja mjög illa til starfans failinn, því ég trúi því ekki, að Sk. Th. hafi nægilegt fylgi þing- manna. Mér virðist því tillagan vera ógætilegt frumhlaup. Ég vissi það að glundroðinn mundi þá ef til vill verða enn meiri enn áður, ef ég færi nú frá. Ég vissi, að það var ekki rétt, sem Skúli og séra Sig. Stef. sögðu mér um fylgi Skúla á sunnudaginn var, einsog það var hermt. — Ég hef sagt Skúla, að ég mundi ekki leggja stein í götuna fyrir hann, ef hann fengi svo mikið fylgi, að kónungur útnefndi hann. Mér hefir verið legið á hálai fyrir að ég kallaði ekki saman fiokkinn til ráðagérða er mér barst símskeyti konungi; en ég hafði ekki góðann tíma til þess þann dag, það var sama daginn og banka- málið var til umræðu í efri deild. Eu Skuli og Sigurður höfðu góðann tíma til þess, og var fundi frestað í deild- inni um 30 mínútur til þess að tala sig aaman bak við mig. — Skúli hafði undirgengist skuldbindingar við Bjöms- liðið, er lúta að útnefning konungkjör- inna þingmanna; ég tek það fram að ég hef enga slíka lamninga eða skuld- bindingar gert. — Ég hef aldrei verið ákafur flokksmaður og get því ef til vill einmitt skapað frið í landinu; þó Isafold vekji úlfuð og þras útaf útnefn- ingu minni, get ég þá að því gert og á ég að bera ábyrgð á því? — Mér gengur ekki til nein valdafíkn; — í hitteðfyrra stóð mér til boða að verða ráðherra, og er það sannanlegt, en ég neitaði því, vegna þess að mig langaði ekki til þesi. Nú hef ég talið mér skylt að taka við þvi og hef ég einungis gert það til að flrra vandræðum. — Ég er ekkí fyllilega samdóma hinni rökstuddu dagskrá, sem hér hefir verið borin fram. en get þó tekið á móti henni. En þess skal ég geta, að þessi rökstudda dag- skrá hefir engin áhrif á afstöðu mína í málinu. Forseti (Hannes Þorsteinason) kvaðst vilja nu frá foraetastólnum bera hönd fyrir höfuð sér, þar sem honum hafi í dag í blaði Sk. Thór. verið brugðið jafnvel um ódrengskap og það verið gefið i skyn, að hann hafi simað kon- ungi rangar skýrslur um fylgi ráðherra- efnanna. Það sé gefið í skyn, að hann hafi ótilkvaddur farið að síma til kon- ungs en það muni flestir þingmenn vita að þetta er ekki rétt, og að Krabbe forstöðumaður íslensku stjórnarskrif- stofunnar í Höfn símaði bæði til forseta e{ri deildar og forseta neðri deildar og bað um álit þeirra. Kvaðst þá hafa símað það, sem hann visii lannast og réttast, og taldi hann réttast til að taka af öll tvímæli, ;tð lesa t;pp í deildinni símskeyti þau, er í'arið hofðn milli þeirra Krabbe og hans. (Simskeytin birtum vér á öðrum stafl í bl- ðinu). Þettss, sem í símikeytumim stendur, kvaðat hann standa við, því það væri rétt, og þó hann ætti í dng eða á morgun sð síma aftur, mundi það þá verða á sömu leið. — SJcúli Thóroddsen. Ráðh. Kr. J. hafði aðeins fylgi 3 manna og meðal þeirra var hann sjálfur. En hann (Sk. Th.) kvaðst hafa haft fylgi svo að segja alls sparkliðsins og Björnsliðið nærri allt hafi „eftir atvikum" fallist á að hann yrði ráðherra og að fella hann ekki á þessu þingi. R4ðherra hefir því haft með »ér minni hlnta þjóðkjörinna þing- manna og [hefir með því framið þing- ræðisbrot, framið lögbrot; og síðan hafa óheillaöldur blekkinga, rangfærslu og lyga borist út. — Einn af flokksbræðr- um vorum hefir nú borið fram hér í deildinni rökstudda dagskrá án þess að flokknum kæmi nein vitneskja um það fyrirfram. Vandkvæði þan, er Bj Þ. taldi vera á því að samþykkja van- traustsyfirlýsiuguna þótti honum bera vott um kynlegan hugsunarhátt, eða er það trú Bj. Þorl. að ráðherra lé svo fastnegldur við völdin, að hann muni sita jafnt fyrir það þóvantraustsyfirlýs- ing til hans verði samþykt. Afleiðingin af þessari röksemdaleiðslu Bj. Þorl. yrði ¦ú, að aldrei mætti gefa neinum ráð- herra vantraustsyflrlýsingu. — Forseti heflr bygt skýrslu sína á lausafréttum en ekki á neinni vissu. Jbn í Múla stóð þá upp næstur til að skýra með fám orðum frá afstóðu Heimastjórnarfiokksins og afskifti hans aí ráðherraikiftunum. Bæði Skúli og Kr. Jónsson sneru «ér til Heimaitjórnar- flokkiins til að leita fyrir sér um fylgi hans. Skúla vildi flokkurinn eDgin lof- orð gefa, en Kristjáni Jónssyni hétu þeir því eftir atvikum, að láta hann óáreittann framyfir þinglok. Bjarni frá Voqi. Það er að sjálf- sögðu þjóðin og þarafleiðandi þingið, meiri hluti þeirra manna sem þjóðia kýs, sem á að ráða. Tillögumenn vissu ekki að ráðherra hefði meira fylgi enn 19 manna, að meðtöldum þeim konung- kjörnu, en honun þótti ekki eiga að taka tillit til þeirra, og væri það því minni hluti þjóðkjörinna þingmanns, sem honum fylgdi. Þegar ég vissi að fyrverandi ráðherra hafði misst traust meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna, þá taldi ég það sjálfsagt að hann yrði að leggja niður völd; en af sömu ástæðum get ég ekki fallist á, að nu eigi annar minni bluta ráðherra að taka við af honuni. Síðan hef ég nú heyrt ráðherra segja það, að hann teldi sér fylgi 23 þing- manna. Skúli telur sér á hinn bóginn fylgi 21 manns; með þesau mótigetég ekki betur séð enn &ð tala þingmanua sé komin uppí 44, en mig minnti að þeir væru áður aðeins 40. Mér þykir því sjálfsagt, að deildin gangi til at- kvæða um þessa vantraustsyfirlýsingu til að sjá hvoru megin þessir 4 nýju þingmenn eru. — Þykir æði mikil ósamkvæmni hjá Bj. Þorl. að bera fram þessa rökstuddu dagskrá. J'on ólafsson. Þykir það illa við eig- andi að Skúli ikuli vera flutningimaður að þeisari vantraustsyfirlýsingu, þar sem málið sé honum svo nákomið. — Þykir það annars undarlegt af Skúla, að leggja svo mikið kapp á að verða ráðherra, þar sem nýjar kosningar fara nú í hönd; hann hefði þá aðeins getað orðið bráða- byrgðaráðherra og því ekki komið nein- um ¦tórmálum fram; öðru máli væri að gegna, ef Skúli hefði tryggan meiri hluta að baki sér, en hér er nú ekki því að heilsa. En bér er ekki um annað enn bita að keppa fytir hann. Skúli lái' Kr. J. að hann styðst við atkvæði Heimastjórnarmanna og þeirra konung- kjornu; hyggur að raörgum muni þá þy da fróðlegt að heyra biðilsbréf Skúla til Heimastjórnarflokksins þar sem hann mæliat til að fá að ganga í eina sæug með flokknum, (les upp bréfið frá Skúla, þar sem hann æskir eftir fylgi þeirra). Þegar Skúli sjálfur þurfti að afla sér fylgii, þá vildi hann notast við þá konungkjörnu, en ef annar maður leitaði fylgis þeirra, þá var það þing- ræðiibrot! — í símskeyti Skúla til kon- ungs stendur, að enginn annar en hann (Sk. Th.) geti vænst fylgis Sjálfstæðii- flokksins. En er það nú orðið nauð- synlegt til að verða ráðherra að hafa fylgi þess flokks? Ég hef hingað til skilið það svo að til þesi þyrfti fylgi meiri hluta þingsim, en ekki einhvers ¦érstaks flokki. Auk þess gátu vel fleiri enn einn haft traust þeirra manna, sem höfðu ætlað sér að styðja Skúla. Þessvegna var reikningsdæmi Bj. frá Vogi ekki áreiðanlegt, er hann komst að þeirri niðurstöðu að þingmenn hlytu að vera 44 ef báðir segðu satt, Kriitján og Skúli. Skúli vildi með bréfi sínu til Heima- stjórnarflokksins bara fá að vita, hvaða ekilyrði þeir mundu setja þeim, sem þeir héfcu fylgi sínu. Sagðiit hafa hitt Lárus H. Bjarnason í þinghúsinu og hafi hann spurt «ig hvort hann ætlaði ekki að skrifa áframhald og bjóða ein- hver kjör. Það er ekki rétt að hér «é verið að berjast um völdin, heldur er hér nú barist um það hvort meiri hluti þjóðkjörinna þingmanna á að ráða eða ekki. Kvaðst heldur mundu skaðast peningalega, ef hann yrði ráðherra, og taldi upp öll þau^aukin útgjöld, er sú tign mundi hafa í för með sér, og var það mikið fé. Hann gat búist við að hann mundi hafa orðið fullgóður ráð- herra, þar sem hann hafði fengið mikla líf*reynelu, verið embættismaður, kaup- maður, ritstjóri, bökaútgefandi, bóndi, o. «. frv. — Var nú loka gengið til atkvæða nm hina rökstuddu dagskrá »éra Björn« Þorláksionar, að viðhöfðu nafnakall og sögðu já: Björn Þorláksson Eggert Pálsson Einar Jónsson Hannes Hafstein Jóh. Jóhanne««on Jón frá Múla Jón Magnússon Jón Ólafsson Jón Sigurðsson Ólafur Briem Pétur Jónsson Sigurður Sigurðsson Stefán Stefánason. en nei sögðu: Benedikt Sveinsson Bjarni frá Vogi Björn Jónsson Björn Kristjánsson Björn Sigfússon Hálfdán Guðjónsson Jón frá Hvanná Jón Þorkelsson Magnús Blöndahl Sig. Gunnarsson Skúli Thóroddsen Þorleifur Jónsson. Hin rökstudda dagskrá var þannig samþykt með 13 atkv. gegn 12 og þar með var vantraustsyfirlýsing 7menning- anna burtu fallin. Svo fór um sjóferð þá. Símskeytin frá forseta neðri deildar. Eins og getið er um annars staðar í blaðinu, las forseti neðri deildar, Hann- es Þorsteinsson upp frá forsetastólnum «ím«keyti þau, er farið hafa milli hans og íslensku ítjórnarskrifstofunnar í Höfn útaf ráðherraskiftunum. Vegna þesi, að það hefir verið gefið í skyn bæði í blöðum og í viðræðum, að með þessum símskeytum hafi konungi verið gefiu rðng skýrsla um afstoðu fiokkanna til ráðherraefnanna, höfum vér fengið leyfi forseta Hannesar Þorsteinssonar til að birta símskeyti þessi, svo að allir megi sjá hvað hæft er í þessum aðdrótt- unum. 8. mars barst H. Þ. svölátandi sim- skeyti frá forstöðumanni íilensku stjórn- arskrifstofunnar Jóni Krabbe: ^Altingsformand Hannes Thorsteins- ¦on, Reykjavík. — Til Kongens Efter- retning udbedes ogsaa Deres telegrafiske Udtalelse Mini»terkrisen« Lösning. Krabbe." (A í»lensku: „Til leiðbeiningar kon- unginum eruð þér einnig beðinn að láta uppi með »ím»keyti skoðun yðar nm ráðherraútnefninguna"). Samdægurs svaraði hann á þessa leið: „Islands Ministeriumi Kontor, Krabbe Köbenhavú. Altinget tre Fraktioner: Ministeren« Fraktion 14 Modfraktionen 11 den samlede Opposition 15. Ministerens Fraktion har nægtet deltage i Nomination af Efterfölgeren. Situationen i»vrigt uforandret. Nærmere snarest. Hannes Thorsteinsson Altingsformand." (A íslensku: „Á alþingi eru 3 flokks- brot: flokksbrot ríðherrans 14, mótflokks- brotið 11, and»tæðingafiokkurinn allur 15. Flokksbrot ráðherrans hefir neitað að taka þátt í tilnefningu eftirmannsini. Astandið að öðru leyti óbreytt. Nánara bráðlega"). Og loks þ. 12. þ. m., að morgniþesi sama aunnudags, er Skúli og »éra Sig- urður í Vigur sendu konungi íkeyti sitt um sambræðsluna, simaði haun á þessa leið: „Krabbe, Islands Ministeriums Kontor Köbenhavn. Ministerkrisen ulast. Skuli Thórodd- ¦en har »ikre 7 stemmer ain egen iberegnet af Miniateren» Modfraktion. Den aamlede Opposition enatemmig næg<et at ítette hans Kandidatur Lang- varige Forhandlinger mellem Miniater- en» Fraktion og Thóroddsens Tilhæng- ere skönt Fraktionen för har nægtetal Medvirkning til Nomination. Paa fællea Mode igaaraftea Thorodd»en faaet Til- sagn om 12 pa»»ive af Ministerena Fraktion. Kriítján Jónsion menea at kunne «amle de avrige 21 Stemmer. Hannes Thor»tein«son Altingsformand."

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.