Ingólfur


Ingólfur - 30.03.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 30.03.1911, Blaðsíða 4
52 INGOLFUR D. D. P. A. 8—10 — 6—10 — Verð á olíu er 1 dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard White“. ' * 9 — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. — 19 — — — „Pennsylvansk Water White“. 1 eyri ódýrarl pottarinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir sliiftavinum ók.eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sé vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þíð viyið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. Allir andbanning’ar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydes-rerslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki detta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í Kaupmannahöfn. sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við 3T. ir*. T. IBrycLGS-verslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. Pantið sjálfir vefnaðarvöru yðar beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4: W»tr. af 130 Ctm. torelöu svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vel lituðu klæði úr fallegri ull i prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- föt fyrlr eiuar ÍO K.r. — i mtr. á 2,50. Eða 3’/* mtr. af 135 ctm nreiöu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr OÍUar 14 Kr 30 aU Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Félagsprentsmiðjan. 50 hann er eldri en jafnvel þetta æfintýri. Álveg eins og skógurinn ei‘ eldri en guðirnir. Gisborne ég er heiðingi i innsta eðli mínu.“ Það sem eftir var af hinu langa kveldi sat Möller og reykti og reykti og starði og starði út í myrkrið og varir hans töluðu fjölda af tilvitnunum og andlit hans bar merki djúprar undrunar. Þó gekk hann inn i tjald sitt, en kom bráðlega út aftur i hinum tignarlega ljósrauða næturbúningi sínum og hin síðustu orð sem Gisborne heyrði að hann sagði við skóginn i hinni djúpu kyrð miðnæturinnar, voru þessi, sem hann mælti fram mjög hátiðlega: „Náttúra þú hreykir þér í fornaldar nekt meðan vér verðum að hylja oss í fátœkra búningi. Móðir þín var gyðja ástarinnar, en faðir þinn hinn ríki guð þjófseminnar.11 En einn hlut veit ég og það er að hvort sem ég er heiðingi eða kristinn, mun ég aldrei læra að þekkja skóginn til fullnaðar." Viku seinna um miðnæturskeið stóð Abdul Gafur öskugrár í and- þti af trillings reiði til fóta Gisbornes og sagði honum hvíslandi að vakna. „Upp sahib,“ stamaði hann. „Upp og taktu byssu þína með þér. Æra mín er eyðilögð. Upp og dreptu hann áður en nokkur sér það.“ Andlit hins gamla manns var svo breytt að Gisborne glápti á hann eins og heimskingi. „Þetta varð þá endirinn á því að þetta úrþvætti úr mýrskóginum hjálpaði mér að fága borð sahibsins, sótti vatn og plokkaði hæns. Þau eru hlaupin burtu saman, þrátt fyrir öll þau högg, sem ég lét dynja á hana og nú situr hann meðal djöfla sinna og dregur Ián hennar niður í helvíti. Upp sahib og fylgdu mér.“ Hann rak byssu í hendina á Gisborne, sem varla var almenni- lega vaknaður enriþá og dró hann út i sólbyrgið. „Þau eru þarna yfirfrá í skóginum, ekki skotlengd frá húsinu. Fýlgdu mér hljóðlega.“ „En hvuð gengur á; hvað er það Abdul?“ 51 „Mowgli og djöflar hans.“ „Og dóttir min“ svaraði Abdul Gafur. Gisborne flautaði og fylgdi leiðtogamanni sínum. Hann vissi að Abdul Gafur hefði ekki barið dóttur sína að nóttum til fyrir ekkert, og að Mowgli hefði ekki tilgangslaust hjálpað honum i hússtörfunum. Hjálpað manni, sem að hans eigið vald, hversu sem þvi var háttað, hafði sannað uppá þjófnað og biðlun í skóginum er ekki langrar stundar verk. Inni í skóginum heyrðist flautuspil, sem væri það söngur skógar- guðs, sem reikaði um, og þegar þeir komu nær heyrðu þeir uml af röddum. Stígurinn endaði i litlu hálfkringlóttu rjóðri, sem sumpart var umgirt af háu grasi sumpart af trjám. í miðju rjóðrinu á tré- stofn er dottið hafði um koll sat Mowgli með handlegginn um hálsinn á dóttur Abdul Gafurs og sneri bakinu að áhorfendunum. Hann hafði nýjan blómsveig á höfði og spilaði á einfalda bambus flautu, en 4 stórir úlfar dönsuðu háfíðlega á afturfótunum eftir hljómi hennar. „Það eru djöflar hans“ hvíslaði Abdul Gafur, hann hafði nokkur skothylki í hendinni, dýrin stöðvuðust við langdreginn titrandi tón frá flautunni lögðust niður og lágu kyr og gláptu á stúlkuna með hinum starandi grænu augum sínum. „Líttu á“ sagði Mowgli og lagði flautuna frá sér, „er i þessu nokk- uð sem óttasf þarf. Ég sagði þér litla hraustu stúlkan min að engin ástæða væri til að óttast og þú trúðir mér. — Faðir þinn sagði — ég vildi óska að þú hefðir getað séð föður þinn þegar hann var rek- inn áfram eins og bláneytið, faðir þinn sagði að þeir væru djöflar og í nafni Allah, sem er guð þinn, mig undrar eigi að hann hélt það.“ Stúlkan hló litlum kátum hlátri og Gisborne heyrði Abdul nýsta hinum fáu tönnum sínum. Þetta var alls ekki hin unga stúlka, sem Gisborne hafði við og við séð skjótast fyrir, þegar að hún læddist í kring fyrir utan húsið þegjandi og með blæu. Það var allt önnur

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.