Ingólfur


Ingólfur - 06.04.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 06.04.1911, Blaðsíða 1
INGOLFUR IX. árg. Reykjavík, flmtudaginn 6. apríl 1911. 14. blaö. Hótunarbréf Stórstúkunnar. Ósvífni bauumanna keyrir fram úr hófi. andi prentuðu bréfi frá framkvæmdar- nefnd Stóntúkunnar útbýtt meðal þing- deildarmanra: í fnndarbyrjun í efri deild í gær, áð- ur enn byrjað var að ræða frumvarpið um frestun bannlaganna, var eftirfar- jT* RAMKVÆMDARNEFND Stóritúkunnar hefir lannipurt, að komið sé fram í háttvirtri efri deild alþingis frumvarp til laga um freitun á framkvæmd bann- laganna, iem samþykt voru á síðasta þingi. Um þetta leyfir framkvæmdarnefnd Stóritúkunnar sér að suúa iér til hins háa alþingis og benda því á: 1. Að frestun á lögum þessum, í hvaða formi iem er, yrði á móti eindregn- um yfirlýitum mikils meiri hluta þjóðarinnar, eins og meðal annari iíð- uitu þingmálafundir bera ljðsan vott um. 2. Að með þessu væri stigið itórt spor aftur á bak á þeirri happaleið, iem iíðasta þing lagði út á. 3. Að slik freitun mundi verða þjóð og þingi til minkunar erlendii, með þvi að sérstaklega öllum áhugamönnum þessa roáls mundi verða lítt skiljan- legt, að sömu þingmennirnir, sem með itórum meiri hluta sam- þyktu bannlögin á líðssta þingi (18 : 6 í neðri deild, og 8 : 5 í efri deild), skuli nú verða með frestun á framkvæmd þeirra. 4. Að þótt frestað yrði að meira eða minna leyti framkvæmd á innflutnings- ákvæðinu, þá mundi það ekki auka að neinum mun tolltekjur landsjóðs, því að úr því að taka á fyrir allan innflutning og söln á áfengi 1. jan. J915, þá munu kaupmenn eins flytja inn þessar 3. ára birgðir fyrir lok þessa árs. Auk þess verður framkvæmdarnefndin að Iýsa yfir því, að hún er þess fullviss, að með því að hver freitun á framkvæmd bannlaganna er brot gegn ófvíræðum vilja kjósenda, muni allir bindindismenn og bannvinir líta svo á, að þeir þingmenn, er greiða slíkri frestun atkvœði sitt, segi þeim stríð á hendur, oo hljota þeir því að sameina krafta sína til þess að vernda bannlögin* Vér berum það trauit til þingsini, að það felli frumvarp þetta og kviki í engu frá gerðum sínum á síðasta þingi í þessu efni. Reykjavik 3. apríl 1911. Virðingarfylit Haildór Jónsson stórkanslari. Þ. J. Thoroddsen stórteœplar. Jón Arnason stórg. ungtemplara Sveinn Jónsson stórgjaldkeri. Anna Thoroddsen stór-varatemplar. Pótur Zóphóníasson stórg. kosninga. Haraldur Níelsson stór-kapellái). Jón Pálsson stórritari. Indridi Einarsson fyrv. stórtemplar. Það fyrsta sem fyrir mörgum verð- ur er þeir lesa bréf þetta eru staðhæf- ingarnar, rangfærslurnar og útúrsnúning- arnir. í 1. málsgrein legir bréfið, að frestun laganna, í hvaða formi sem er sé á mðti eindregnum yfirlýstum vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar* einsog meðal annars* síðustu þingmálafundir bera ljósan vott um. Þetta er sum- part ranghermi og sumpart rang- færsla. Um þetta mál, frestun bann- laganna, liggur yfirhöfuð ekki fyrir neinn yfirlýstur yilji þjóðarinnar annar en sá sem fram kom á síðustn þingmálafund- um, og það er sannarlega ranghermi, að „mikill meiri hluti þjóðarinnar" hafi þar tjáð sig á móti frestun bannlaganna; *f h. u. b. 60 fundum alls voru rétt rúmlega 30 mótfallnir frestnn. Þetta ætti framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar að vita, Ingólfur flutti skýrilu um það ekki alls íyrir löngu. 2. máligrein í bréfinu er órökstudd staðhœfing, sem eflaust samir sér vel á fundum Goodtemplara og líkum itöðum, en það er heimikulegt að bera slíkt á borð fyrir fólk flest. Vér höldum því fram að á síðaita þingi hafi verið stig- * Auðkent af oss. ið ðhappaspor, og stendur þar þá stað- hæfing móti staðhæfing, og Goodtempl- arar eiga enga heimtiugu á og geta ekki ætlast til að meira tillit sé tekið til þeirra itaðhæfingar en vorrar. 3. málsgreinin er staðhæfing, útúr- snúningur og rangfærsla, öllu hrúgað saman í eina litla málsgrein. Pað er staðhæfing, iem ekki er nokkur fótur fyrir, að frestunin mundi verða þjóð og þingi til minkunar erlendii. Og það er útúrsnúningur og rangfærsla, er því er haldið fram í bréfinn, að það lé Iítt skiljanlegt að sömu mennirnir, sem á síðaeta þingi greiddu bannlögunum at- kvæði sitt skoli nú verða með frestun á framkvæmd þeirra. Þeir herrar í stórstúkunni ættu þó að vita það, að nú stendur öðruvísi á, enn á síðasta þingi. Þá var búiit við að fyrir þeiiu þingi mundi liggja fullnægjandi frum- vörp um tekjuauka fyrir landnjóð í stað áíengiitollsini; nú vita allir að ivo er ekki — og frestun bannlaganna verður því ekki „lítt ikiljanleg" heldur sjálfsögð. Um 4. máligrein sagði iéra Sigurður Stefánsson í ræðu iinni í gær, að ef það væri satt og rétt, sem þar stendur, að tekjur landsjóðs mundu ekki aukast að nokkrum mun þótt innflutningur á- fengis væri gefinn Iaus í 3 ár til, þá væri bannið ónauðsynlegt, þegar svo mikið væri orðið dregið úr drykkjuskap landsmanna. AUir sjá nú hversu mikils virði eru þessar mótbárur æðstu manna Good- templarafélagsins og bannliðiins hér á landi hversu þær eru veigamiklar og haldgóðar. Þar er svosem ekki verið að bera fyrir brjósti heill og hag lands- ins. Nei, þetta bréf er sprottið af ein- hverri óumræðilegri hræðslu fyrir því, að frestunin muni geta orðið til að steypa af italli ikurðgoði þeirra, bann- guðinum, þvingunarguðinum, 'sem þeir hafa fallið fram og tilbeðið, og offrað honum dómgreind iinni og skyniemi. En það er líka annað, aem fyrir mannurn verður við lestur bréfi þesia. Það er sá hroki, sú ósvífni, sem þessir æðstuprestar skurðgoðsins leyfa sér gagn- vart löggjafarþingi þjóðarinnar, sá tónn, sem þeir tala i, eins og þeir, sem valdið er gefið. Eða verður lengra jafnað hroka og ósvífni, en að nafngreindir menn, stjórnendur félagsskapar, sem angana hefir út um allt land, skuli ger- ast svo djarfir að rita Alþingi hótunar og ögrunarbréf, setja því kosti, ef það fari ekki að vilja þessara hau herra. Það er jafnvel mjög vafasamt hvort slíkt athæfi fellur ékki undir sektarákvæði 96. gr. og 229.. gr. álmennra hegningarlaga. Vér getum þess á öðrum stað hér í blaðinu, að við 2. umr. íjárlaganna í neðri deild var saroþ. styrkurinn til Stóntúku íslands; en styrkurinn er nú bundinn því skilyrði, að Stjórnarráðinu sé gefin sundurliðuð skýrsla um hvern- ig fénu sé varið. Það skyldi ekki undra oss, þó að á þeirri sundurliðuðu skýrslu Stórstúkunnar til Stjórnarráðsins væri einn Iiðurinn sá, er gerði grein fyrir kostnaði við prentun og útsendingu a hótunarbréfi til löggjafarþings Islendinga. pykir mönnum þá ekki fénu vel varið ? Og þykir möanum ekki bindindisstarf- semin í góðra manna höndum? Óhyggileg pólitík. Pegar við lítum rðlega á siðustu at- burði í íslenskri pðlitík, undrumst við mjög hyernig sjálfstæðismenn hafa komið fram gagnvart Kr. Jóussyni sem ráð- herra. Við ikiljum að vísu vel að hr. Skúla Thóroddsen hafi gramist að hann varð eigi útnefndur ráðherra af konungi. Skúla fylgdu nokkuð margir ijálfitæðis- menn og aðrir vildu ekki fella hann á þessu þingi, og hafði hann því ef til vill áitæðu til að álíta, að hann hafi staðið mjög nærri, og ef til vill að konungur hafi gengið fram hjá houum. Petta gerir skiljanlegt að honum gramd- ist í bráðinni og gremja ham beindist að Kr. J. Við skiljum einnig vel að Birni Jóns- lyni gramdiit að sleppa völdunum og itórreiddist er þau féllu í hendur þeim manni, iem hann hafði gert avo mjög á hluta. Því að það var hin meita vantrauitiyfirlýsing á framkomu ham sem hugiast gat. Við skiljum ennfremur að þetta gat brætt saman aftur formann Björnsliðins og formann Sparkliðsins. „A 'þeim degi urðu þeir Heródei og Pílatus vinir." En við skiljum eigi framkomu sjálf- stæðisfiokksins í heild sinni. Fyrir hon- um áttu að vaka málin en ekki menn- irnir, heill landsins en eigi lérhagsmunir einstakra manna. Nú er það ljóst að Kr. J. og ijálfitæðiimenn eru sömu ¦koðunar um flest mál, sérstaklega aðal- málið sambandsmálið. Fhkknum átti þvi að vera innan handar að vinna með ráðherra Kr. J. og halda með því áhrif- um sínum á stjórn landsins. Flokks- menn áttu að sjá hve meðferð þesiara mála biði mikið tjón ef þeir rýrðu öokkinn og blýtur þetta að ijást i meðferð á stjórnarikrármálinu og fjárlög- unum, þar sem engir fundir hafa getað átt sér stað með ráðherra og flokknum i heild sinni. En auk þessara stórmála, er að líta á ýms önnur mál, sem ekki eru pólitisk. Um öll þau mál átti ijálfstæðisflokkur- inn að sjálfsögðu að geta itaðið sem einn maður. Skulum við sem dæmi nefna kosningu gæslustjórans í efri deild. Þar hefði ráðherra og flokkur- inn átt að geta unnið saman og komið sinum manni að. En hvað hefir sjálfstæðisflokkurinn gert? Fyrst reka þeir Kr. J. úr flokknum, að vísu einungis með 16 atkv. (af 25 flokksmönnum og 34 þjóðkjörnum þing- möanum). Með þessu gefa þessir menn skýrt til vitundar að þeir vilja enga samvinnu við mannínn Kr. J. og meina honum því að styðja flokkinn í ópóli- tískum málum, þótt þeir anðvitað fylg- ist að í atkvæðagreiðslu um pólitíik mál. Þessu næst bera þeir fram vantrausts- yfirlýsingu, sem að vísu ekkináðifram að ganga, þar sem aðeins urðu 12 atkv. með henni en 13 á móti auk forseta. En með þessu herða þeir menn enn meir á sundurlyndinu innan flokksini. Afleiðingin af öllu þesm framferði meiri hluta sjálfitæðiiflokksim hlýtur hverjum manni að liggja í augum uppi. Hún apillir fyrir flokknum á þingi, rýrir álit hans hjá almenningi, gerir hann hálf hlægilegan í augum anditæðinganna og sýnir betur en nokkuð annað hve •undurlaui flokkurinn er og veikir með því ityrkleika hani í kosningarbarátt- unni. Og hvað er unnið við þetta? Ekkert fyrir flokkinn, og lítið fyrir frumkvöðla mótsp'ymunnar gegn Kr. J. Og því er þetta mjög öhyggUeg og óvarkár pólitík. Steinþór. Botnvðrpungarnir veiða enn ágætlega vel. A laugar- daginn var komu inn bæði „Mars" full- hlaðinn eftir fárra daga útiviit, og „Vale of Lennox", ikipstj. Jón Jóhannuon sömuleiðii fullhlaðinn með 37,000 eftir 10 daga útiviit. A mánudaginn kom „Snorri goði", lömuleiðis hlaðinn.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.