Ingólfur


Ingólfur - 12.04.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 12.04.1911, Blaðsíða 1
INGOLPUR IX. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 12. apríl 1911. 15. blað. T*^4WWtM*H»MMMMM*MMMMMM3iM kemur út einu sinni i viku að minsta $ kosti; venjulega S fimtudögum. 5 Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- I is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- $ in við áramót, og komin til útgef- * f anda fyrir 1. október, annars ógild. $ P Eigandi: h/f „Sjalfstjórn". * r Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- * £ ar Egilsson Vesturgötu 14 B. ^ C (Schou's-húa). — Heima kl. 4—5. 5 C Afgreiðsla og innheimla í Kirkju- X í strœti 12 kl. 11—12 hjá fröken $ P Thoru Friðriksson. * fc**M#H^***MMMM'MMMMMM+fMMM«M»- Silfurbergsbyrgðirnar. Stórkaupmaður Þórarinn Tulinius hef- ir beðið oss fyrir grein þá, sem hér fer á eftir: „Ingólfur" fiytur 9. þ. m. grein með fyrirsögninni: „Ráðherra og silfurbergs- málið", er eg vil leyfa mér að fara um nokkrum orðum, þar eð hún ella gæti hæglega valdið misskilningi, enda játar höfundurinn sjálfur, að hann sé málinu ókunnugur. í samningi þeim, sem árum iaman heftr verið milli mín og stjórnarinnar um silfurbergsnámuna, er þ«ð ákveðið, að eg skuli vinna námuna á eiginn kostnað, en landsajóöur skuli fá helm- inginn af söluverði silfurbergsius, er úr námunni vinst. Ennfremur mælir samn- ingurinn »vo fyrir, að eg skuli annaat um sölu á öllu silfurberginu og íá fyrir það þrjá af hundraði í sölulaun. Þá er náman, frá 1. júlí 1910, var fengin öðrum i hendur, með þeim skil- málum, að því er mér er kunnugt, að hann skilaði landssjóði 55 af hundraði af því, sem úr námnnni yrði unnið á hans kostnað, í stað 50 af hundraði, ¦em eg greiddi, veitti ¦ainningurinn mér rétt til að anna«t áfram um sölu a birgðum þeim, sem óseldar voru — fyrir mig og stjórnina í sameiningu — og taka 3 af hundraði í umboðslaun af stjórnarínnar helming, »em að undan- fórnu. Eu þrátt fyrir það þótt samningurinn veitti mér þennan rétt, gekk eg þ6 góðfúslega að þvi, að skifta silfurbergs- birgðunum og slepti þannig tilkalli til umboðslauna þeirra, er eg átti heimt- ingu á fyrir iölu á itjórnarinnar helm- ing. Umboðilaun þesai, 3 af hundraði, runnu pví til hins nýja leyfishafa, er hann tók við iölunni. Það er þá ekki eg, sem hef fengið nokkuð að gjöf i þe»sum við«kiftum. Kaupmannahöfn, 30. marz 1911. Þórarinn Tulinius. Tveim dógum «íðar en þetta greinar- korn Þórarins Tuliníu» er skrifað, flutti íiafold grein um þetta aama mál og leitaðút við að «ýna fram á, að fyrrv. ráðherra Björn Jónsson væri með engu móti ámæliiverður fyrir aðgerðir han» í þessu máli fyrir landiijóðs hönd, og íkýrði málavöxtu alla frá sinni hlið, eins og Tulinius heíir nú gert frá sinni hlið. Og er nú að hyggja að því, hversu málið horfir við, þegar skýringar eru fengnar frá báðum þessum málsaðilum. Tuliniui heldur því fram, að aam- kvæmt samningi þeim, sem verið heflr milli hans og lands»tjórnarinnar undan- farin ár um silfurbergsnámuna, hafi hann átt að vinna námund. á eigin kostnað, en landssjbður hafi átt að fá helming af söluverði silfurbergsins, er úr nám- unni ynnist. Hann heldur ennfremur því fram, að ¦amningurinn hafi þannig veitt sér rétt til að annait áfram aölu á byrgðum þeim, sem óseldar voru og að hann bafi ekki átt að standa lands- sjóði ikil á þeim hluta söluverðsins er honum bar, fyren byrgðirnar voru seld- ar. í ísafoldargreininni er þá líka aagt frá þvi, að tveir „ágætis lögfræðingar", er stjórnin hafði ráðfært sig við í þeiiu efni, hafi látið uppi þá ikoðun »ína, að landasjóður eigi ekki heimtingu á að Tuliniu* ikili honnm þeim íilfurbergs- byrgðum, sem til voru óieldar, þegar samningur hans var útrunninn. Eini og getið er um í grein vorri um þetta mál 9. f. m. hefir þáverandi ráð- herra Björn Jón»»on þó ekki skilið samn- ing Tuliniusar á þessa leið, og í samn- ingi þeim er hann gerði fyrir hönd landsstjórnarinnar við Guðmund^Jakobs- son er það tekið fram, að silfurbargs- byrgðar þær, sem til séu óseldar á hverj- um tíma, séu eign landssjbðs og þar með taldar byrgðir þær, sem þáséu í vörslum Tuliuiusar og þar er mælt svo fyrir að G. J. ikuli taka við byrgð- um þessum af Tuliniusi og selja þær fyr- ir lanasjóðs hönd, og fá þá auðvitað af þeim þann hluta andvirðisina, sem til er ¦kilinn í samningnum. Þar sem íiafold heldur því nú fram, og Tulinius heldur því fram, og lögfræðingum þeim, sem hafa kynt sér málið, ber saman um það, að landssjóður eigi ektóheimtÍQguá því, aðTulinius skili honum byrgðum þeim, er hann átti eftir óseldar, heldur aðeins helmingi af andvirði þeirra, er hann hafi »elt þær, þá verður ekki betur séð, enn að hér sé um samningsrof að tefla af hendi lands»tjórnarinnar (Björns Jóni- sonar) gagnvart Guðmundi Jakobssyni, því það er bersýnilegi, að samkvæmt ¦amningi aínum við landsstjórnina gat Guðm. Jakobsson krafist þe»», að fá allar þær »ilfurberg»byrðir, sem til voru, til sölu. Er nú fyrv. ráðherra Björn Jónsson engi« ámælis verður fyrir slíka ráðitöfun sem þessa? Eða hvernig halda menn að farið hefði, ef Guðm. Jakoba- «on hefði höfðað íkaðabótamál gegn landsstjórninni fyrir þetta? Þvínæst var það eftir aðBjörn Jóns- son var farinn til Hafnar og hvergi nálægur, að gerður var nýr «amningur, er Guðm. Jakobiion framseldi réttsinn að siifurbergsnámunum til frakknwki banka eins Banque francaise pour le Commerce et 'I Induitrie, og í þeim •amningi reyndi landritari að ráða fram úr því óefni, aem í var komið fyrir handvömm eða gáningsleysi Björns Jóns- sonar; var þá »ett í þann samning það ákvæði, að hvernig sem færi um byrgð- ar þær, »em voru í vörslum Tuliniuaar, þá skyldi landssjóður vera ábyrgðarlaus af því. — Af þesiu ákvæði er það auð- sætt, að gert hefir verið ráð fyrir því, að dómstólarnir, ikyldu skera úr því, hvort Tuliniua ætti að skila landssjóði eða umboðsmanni hans aem þá var orð- inn, Banque francaiie, byrgðunum, enda hefði það verið réttast og ianngjarnait, úr því iem þá var komið. En eftir því ¦em ísafold skýrir frá hafa lögfræðing- ar þeir, sem Björn Jón»»on spurði ráða í Höfn, sagt honum að það mundi verða árangurslauit, og hafði hann þá ákveð- ið, að leggja það á vald alþingii, hvort málið akyldi hafið gegn Tuliniusi eða ekki. Þetta hefir Björn Jónsson þó ekki gert enn þá. Vér áttum í fyrra- dag tal við formann rannsóknarnefndar efri deildar og aagði hann oas, að fyrv. ráðherra hafi ekki með einu orðí minnst á það mál við nefndina, og alþingi veit ekki annað um þetta silfurbergsmál en það, sem Isafold flytur um það 1. apríl þ. á., eftir að vakið hefði verið máls á því hér í blaðinu. Af þeasu má ná sjá hversu mikið fyrv. ráðherra Björn Jónssou hefir gert til að ráða fram úr þeim vandræðum, er hann hafði sjálfur orðið orsök til. En þó er enn fleira athugavertlvið ráð- stafanir hans í þessu máli. ísafold get- ur þess, að 1. júlí f. á. þegar umboðs- maður Guðm. Jakobssonar og umboðs- maður landssjóðs hafi ætlað að taka við byrgðunum hjá Túliniusi (samkv. aamn- ingi Gnðm. Jakobsson) hafi hann neitað að láta þær af hendi og haii það þá orðið að Bamningnm að byrgðunum væri skift til helminga og »kyldi Guðm. Jakobsson fá annan helminginn til sölu, en Tulinius hinn helminginn í »inn hlut. Þó hafl Talinius lofað því, að selja ekk- ert af byrgðum aínum áður en ákveðið yrði um það, hvort mál íkyldi höfðað gegn honum eða ekki. — Þes» er þá fyrst að gæta, að vér bárum í áðurnefndri grein vorri nákunnugan mann fyrir því, að Tuliniu* væri þá þegar búinn að selja fimta hluta þeirra byrgða, er hann hafði fengið í íinn hlut, fyrir 75,000 krónur. Hér er þá ekki nema tvennu til að dreifa: annaðhvort hefir Tuliciug brugðið loforði aínu, eða Björn Jónsson hefir verið búinu að tjá Tuliniusi, að nú væri ekkert frekar því til fyrirstöðu að hann seldi byrgðirnar. En hvernig sem því er varið, þá er 'það eitt víst, að Björn Jónsson hafði enga heimild til að ganga að því, að Tulinius fengi helming byrgðanna til fullrar eignar. Og Tulinius átti samkvæmt samningi ¦inum enga heimting á þvi; hann átti heimting á því einu, eftir því sem hann lýsir samningnum í ¦kýringum sínum hér að ofan, að fá helming af andvirði allra þeirra silfiirbergsbyrgða, er Juxnn hafði í sínum vörslum, er hann hafði selt þœr. Á þessu er æði mikill munur. í stað þes«a gengur fyrv. ráðherra að þvi, að hann fái til fullra umráða og eignar helming byrgðanna ogþurfiekki að gjalda landsijóði af því einn eyri. Hinn helminginn fær avo hinn nýji leyfii- hafi til íölu og geldur landiijóði af andvirði hana 55°/0, aamkvæmt hinum nýja ¦amningi. Með öðrum orðum: í ¦tað þess, að Iand»sjóður átti að fá helming af andvirði allra byrgða, sem voru í vörilum Tuliniuaar óseldar, þeg- ar samningurinn var útrunninn fær hann nú aðeins 55°/0 af helmingiþeirra, þeim helmingnum, aem Tuliniu* Bleppti við landssjóð. Og það eru engir smámunir, sem hér er um að tefla fyrir landsjóð. Alls voru byrgðirnar 10000 tvípund, og hvor þeirra, Tuliniusar og landsjóðs, fekk þá 5000 tvípund í sinn blut. Ef það er rétt, sem osí var «agt, að Tuli- nius hafi selt 1000 tvípund á 75,000 kr. (Tulinius ber ekki á móti þes«u, og samsipnir því þannig með þögninni), þá hafa birgðirnar því alla verið 750,000 króna virði, en sá helmingur, iem lands- ¦jóður fékk 375,000 króna virði. Þetta var þá það sem lands«jóði bar sam- kvæmt samningnum við Tuliniua, og •em landssjóður þá hefði fengið ef Björn Jónaion hefði haldið iér við þann samn- ing og látið Tuliniua selja allar byrgð- arnar. Ea í stað þeii fær landsjóður nú, eftir viturlegum ráðstöfunum Björna Jóngsonar, ekki nema ðð°l0 af þessum 3ð0,000 kr., eða 192,500 kr. ef gengið er út frá sama verði og Tuliniua fekk. Með öðrum orðum: Bjbrn Jónsson hefir, ef þessi reikningur er réttur, bakað landssjbði 157,500 króna skaða með þesssri ráðstöfun sinni, og þó eflau»t miklu meira, því að um Ieið og hann gengur að því, að Tulinius fái þessi 5000 tvípund til fullrar eignar, »kapar hann landssjóði og umboðsmanni hans, Banque francaise, avo skæðann keppi- naut, að hætt er við að þeim reynist ómögulegt að selja eitt einasta pund af ¦ilfurbergi meðan nokkuð er eftir af þeaium iilfurbergshluta Tuliniu»ar, því hann getur altaf aelt fyrir lægra verð, þar »em hann þarf engum að greiða neitt hundrað»gjald, en umboðsmaður lands»jóða verður að greiða landssjóði 55% af öllu sem hann selur. Von er að Isafold þyki hér vel á haldið af hendi fyrv. ráðherra! Vér skulum nú geta þeas að lokum, að vér getum tæplega tekið undir með íaafold og þakkað Birni Jón»»yni það, að landisjóður hefir fengið meira fyrir silfurberg »itt nú en áður. Fyrir hon- um lágu tvö tilboð, þegar leigutími Tuli- niu»ar var útrunninn, annað boðið bauð betri kjör en hitt, og Björn Jón««on tók þá auðvitað því boðinu. Vér get- um ekki séð, að það sé neitt gífurlega þakkavert — og aðrar ráðítafanir han» í þessu máli eru »annarlega ekki þakk- arverðar. Fyrverandi ráðherra Bjórn Jón»ion er nú fluttur með bú- slóð sina úr ráðherrabústaðnum og hefir nú leigt híwnæði í Vinaminni fyrst um sinn. Hinn nýji ráðherra hefir látið menn úr •tjórnarráðinu vera við er frá- farandi ráðherra skilaði búagögnum þeim er ráðherra bústaðnum fylgja og Isndið á.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.