Ingólfur


Ingólfur - 12.04.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 12.04.1911, Blaðsíða 2
58 INGÖLFUR Háskólamálið, Bitt mesta sjálfrtæðismál íslendinga er háskólinn. Þeir hafa líka jafnan litið svo á sjáifir. Þegar eftir endur- reisn alþingis hófust raddir í þessa átt og frumvarp til háskólalaga var sam- þykt á alþingi, en náði ekki staðfest- ingu konungs. Síðan hafa slik lög hvað eftir annað verið samþykt, en Danir sáu sem var: að sjálfstæði íslendinga mundi vaxa „of mikið“ við stofnuu há- skóla hér á landi, að slitið væri með þvi eitt sterkasta bandið sem bindur ísland við Danmörku, svo að ekki var við það komandi að lögin yrðu staðfest, fyr en eftir að stjórnin var orðin inn- lend — um 60 árum eftir að baráttan var hafin. Lög alþingis 1909 voru stað- fest af konungi 30. júlí það ár, og há- skóli íslands var stofnaður á pappírnum. Sigurinn var unnin og nú töldu allir sjálfsagt að háskólinn tæki til starfa svo fljótt sem unt væri. Því að til hvers hfaði verið barist? Ekki til þess að fá lögin ein — heldur sjálfa stofnunina. Flestir vildu að háskólinn byrjaði starf semi sína 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. þess maans sem mest og best hafði bariat íyrir þessu eins og öðtum sjálfstæðismálum þjóðar innar. Féð sem þurfti var mjög lítið — einar 8300 kr. á ári — svo að ekki gat það verið í veginum. Neðri deild samþykti líka 17. mars að háskólinn skyidi taka til starfa þenn- an dag og veitti fé til þessa. Var þetta samþykt með 15 atkv. gegn 10 að við- höfðu nafnakalli. Síðan samþykti efri deild hið sama með 9 atkv. gegn 4. Var þetta því endanlega samþykt af þing- inu og verður sarokvæmt þingsköpunum ekki kipt burt aftur. En nú átti auð- vitað að veita einnig fé til þess að há- skólinn gæti starfað áfram fjárhagstíma- biiið 1912 og 1913. Tillaga kom fram um þetta írá Bjarna Jónssyni frá Vogi — sem manna best hefir barist fyrir þessu máli og á frumkvæði að þvi á þessn þingi. — En tillagan var féld með 14 atkv. gegn 11 að viðhöfðu nafna- kalli. Hvernig á þessu stendur veit ég ekki. En sex sjálfstœðismenn greiddu nú atkvæði beint ofan i fyrra atkvæði sitt. Dr. Jón Þorkelsson færði rök fyrir ■ínu atkvæði. Honum þótti veitt o/ lítið til skólans. Hann vildi hækka styrk til nemenda að mun og leggja nokkuð í ■jóð til húsbyggingar handa honum. Benedikt Sveinsron ritstjóri sagðist ekki geta verið með fjárveitingunni í þetta sinn af því að flutningur þingtim- an* hefði verið feldur í neðri deild, en ef efri deild kipti þessu í lag skyldi ekki standa á sínu atkvæði til háskól- an». Aðrir þeir sem suúist hafði hng- ur mæltu ekki orð frá munni. En „ísa- fold“ segir í dag, að margir sjálf- ■tæðismenn hafi hagað atkvæði »ínu þannig af sömu ástæðu og Benedikt og muni málinu borgið, ef efri deild sam- þykki færslu þingtimans í stjórnarskrár- breytingarframvarpinn. Er því rétt að bíða með fullnaðardóm sinn þangað til þetta er fram komið. Síðar mun verða skýrt nánar frá þessu máliog því semábak við liggur. Stúdentafélagið skoraði á fundi sín- um í gær með 50 atkv. gegn 3 á þing- ið að halda fast við gjörðir sínar í há- skólamálinu. J. Ágrip af ræðu Stefáns skólameistara Stefánssonar í efri deild í fyrradag. Ég vildi minnast á. breytingartillög- una á þingskjali 617, sem fer fram á að strika háskólann út af fjáraukalög- unum, og með því girða fyrir, að hann geti tekið til starfa á þessu ári. Ég ætla mér ekki að halda langa ræðu, og allra siat að ganga inn á ræðu að- alflutningamanns, háttvirts þingmanns ísfirðinga, heldnr að eins Iýsa yfir því, með örfáum orðum, fyrir mína og ég vona fyrir allra þeirra þingdeildarmanna hönd, sem fylgt hafa háskólamálinu af einlægum hug og þeirri bjargföstu sanr,- færingu, að hér sé um eitt vort dýrasta þjóðframamál að ræða ; lýsa yfir því, að við erum með öllu ófáanlegir til þess, að taka nokkurn þátt í þeim hörmu- lega skrípaleik, sem verið er að leika hér á þingi, í þessu merkilga máli, þÍDg- inu til ævarandi vanvirðu, og þjóðinni til minkunar, í augum alla hins ment- mentaða heims. Oss er, eða var, innan handar, að koma málinu fram, með því að leyfa eigi þessari tillögu að koma til umræðu, sem hér liggur fyrir frá 6 þjóðkjörnum þingmönnum sjálfstæðis- mönnum, og eigi síður með því að samþykkja fjáaukalögin óbreitt, eins og þau komu frá háttvirtri neðri deild. Feiri færar leiðir mætti benda á. En það eru alt krókaleiðir meira og minna athugaverðar frá sjánarmiði samviska- samra þingmanna. Og þessvegna erum vér ráðnir í því, að fara einu beinu leið- ina; fella tillögu þá sem fyrir liggur. Með þessari atkvæðagreiðslu mótmœlum vér allir þeirri aðferð, sem beitt hefir verið í þessu máli nú á þingi; mótmœl- um því, sem vansæmandi þingi og þjóð, að þingmenn snúist í þessu máli, sem snarkricglur, greiði atkvæði með því í dag, og á móti því á morgun, mótmæl- um því fyrir þjóðarinnar hönd, að standa eins og viðundur frammi fyrir öllnm heiminum. Blöðin sem berast til vor þessa dagana frá frændþjóðum vorum, flytja þær fregnir út um heiminn, að þingið hafi svo gott aem ákveðið, að háskólinn taki til starfa á þessu ári, ] 00 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Það hafi verið samþykt með yfirgæfandi meirihluta í neðrí deild Alþingis og ör- uggur meiri hluti sé fyrir því í efri deildinni, eins og lika sýndi sig, við 2. umræðu fjárlaganna hér í hinni hátt- virtu deild. Þau samfagna oss yfirleitt með því, að oss hafi loks auðnast, að stíga þetta mikla framfara- spor, til þjóðlegs sjálfstæðis og hvers- konar þjóðmenningar. Ekki er ólíklegt, að mönnum erlendis, sem veitt hafa þessu máli eftirtekt, og þeir eru marg- ir meðal Norðurlandaþjóðanna, verði bylt við, þegar þær fregnir berast út yfir hafið, að háskólinn sé fallinn fyrir at- kvæði meiri hluta sjálfstœðismanna á þingi; fallinn fyrir atkvæði þeirra raanna, sem fyrir fám dögum beittu sér fyrir þvt. að hann kæmist upp á þessu ári, og greiddu því atkvæði. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? — munu þeir spyrja. Þeirri spurningu ætla eg mér ekki að reyna að svara að þessu sinni, og eg vorkenni þeim sanuarlega, að avara, veslings mönnunum, sem snúist hafa í þessu máli, því þeim er skylt að svara; svara því hvað valdi þessum sinnaskift- um þeirra. Þjóðin getur krafið þá svars. Heimurinn getur krafið þá svars. Um þá sem altaf hafa verið því mót- fallnir, að málið næði nú fram að ganga er öðru máli að gegna, þeir eru því eigi beinlínis ámælisverðir, nema hvað þeir hefðu getað og hefðu átt að leiða flokksbræðrum sínnm það fyrir sjónir hvílíka heimsku þeir gerði þingi og þjóð með framkomu sinni. Vér sem nú greið- um atkvæði móti þessari tillögu, gerum það sem i okkar valdi stendur til þess að firra þingið og þjóðina þessari óvirð- ingu. Ekki er óhugsandi, að menn sjái sig um hönd er frv. kemur aftur til háttvirtrar neðri deildar. Mun svo eigi frekar mælt í máli þessu af vorri hálfu háskólanum í þetta sinn. Styrkurinn til Goodtemplarafélagsins. Þess var getið í síðasta blaði Ingólfs að neðri deild alþingis hefði samþykt að veita Goodremplarafélaginu 2000 kr. styrk á ári þrátt fyrir það þótt bind- indisstarfsemi félagsins verði lokið þeg- ar aðflutningsbannið komst á. Víttum vér þessa samþykt þar sem hún blýtur að verða skoðuð sem styrkur til póli- tískrar starfsemi, þótt ekki værí til þess ætlast Eftir að þessi atkvæðagreiðsla fór fram byrjaði félagið þegar þessa starfsemi með þvi að segja öllum þeim þingmönn- um, sem yrðu með frestun bannlagauna, strið á hendur. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar sendi hverjum þingmanni beinlínis bréf um þetta, og er bréfið birt i síðasta blaði Ingólfs. Nú var því alveg Ijóst til hvers styrk- urinn mundi verða notaður: til undir- róðurs gegn sumum þingmanna og til stuðnings sumum, þ. e. til pólitisks æsingaundirróðurs, en alls ekki til bindindisstarfsemi. Á hinn bóginn höfðu fylgismenn styrksins við fyrri atkvæða- groiðslu varið atkvæði sitt með því að eingin sönnun væri fyrir því, að styrk- num yrði illa varið. Vildu þvi nokkr- ir þingmanna sjá hvort hér hefði verið talað af sannfæringu eða út í loftið og báru því við 3. umr. fjárlaganna upp tillögu um að fella styrkinn burt. Sú tillaga var feld með 16 atkvæðum gegn 9. Fyrsta sporið er stigið. — Verðaþaðnú „Sjálfstæðisfélagið“ og „Landvörn“ eða „Fram“, sem fær kosningakostnað ainn endurgoldinn úr landsjóði á næsta þingi? Það er ekki hætt við að stansað verði á brautinni þegar skrið er komið á. J. Dýrasögur Þorgils. t 6. tbl. Norðurlands þ. á. hefir herra Adam Þorgrímsson skrifað ritdóm um 1. hefti af Dýrasögum Þorgils gjallanda. Ritdómur þessi er þannig úr garði gerð- ur, að ég get ekki stilt mig um að andmæla honum, þótt seint sé orðið. Mig tekur sárt til þessarar litlu bók- ar. Langalengi hefir varla komið út kostameiri bók í óbundnu máli eftir ís lenzkan höfund. Þessa skoðun vona ég að fá tækifæri til að rökstyðja þeg- ar útgáfu hennar er lokið. Sumum rit- dómurum hefir orðið starsýnagt á nyt- semi bókarinnar. Adam verður það á greinarmerkin. En sögurnar eru lista- verk og þær verða hvorki mældar á sama mælikvarða og dýraverndunarhug- vekjur né íslenzkar stílakompur. Þetta er fyrsta aðfinnsla mín að rit- dómnum. Hann athugar að eins eina hlið bókarinnar. Önnur er sú, að dóm- ur hans nm málið er ranglátur. Hann segir: „Hér er ýmist, að máls- greinar eru höfuðsetning, sem vantar bæði geranda og sögn, eða aukasetning, sem ekki styðst við neina höfuðsetn- ingu. Málið er eins og sundurlausar upphrópanir. Höf. brýtur öll málslög og truflar um leið skýra hugsun." Ég verð nú fyrst að neita því. að í þeim setningum, sem Adam tilfærir, séu brotin málslög. Bitmálsvenja er þar brotin. En ritmálið eitt skapar j engin málslög. Talmálið er undirstað- f an í því sem öðru. Spuruingin verður því: Á þessi ritháttur Þorgils rót sína í eðlilegu talmáli og er nokkur ástæða til þess að breyta hér út af ritmáls- venjunni ? Það mun nú þykja lítil réttlæting þótt ég geti þess, að líkur ritháttur kemur fyrir hjá ýmsum öndvegishöfund- um nútímans t. d. Knut Hamsun. Enda mundi Þorgils ekki hafa tekið hann upp nema hann fyndi hann vera sér eðlilegan. Á hverju byggist þá réttur svona máls? í sálarlífi mannsins eru skynsemi og tilfinning nátvinnaðar, en þó svo að ýms- ar verða ofan á í það og það skiftið. Eu við sköpun málsins hefir tilfinning- in orðið út undan. Skynsemin hefir lagt það undir sig og mótað það eftir sínum lögum. Þessvegna er tilfinning- unni svo erfitt um mál, hættir svo við að verða annaðhvort of glamrandi eða væmin, einkum í óbundnu máli þar sem vald skynseminnar er aterkara en í rími. En hvernig talar þá tilfinningin? Henni er stirt um mál. Hún stamar. Og hún gætir ekki sömu venju og rit- málið. Sorgin man ekki eftir að setja kommur og punkta eftir reglum. Ástríð- an birðir ekki um höfuðsetningar og aukasetningar. Ástin og aðdáunin tel- ur ekki upphrópunarmerkin. Þetta mál er það sem Þorgils skrifar með pörtum og Adam ræðst á. Annar er II tamaður, hinn íslenzku kennari. 1 þvi felst missklíðin. Listamaðurinn siglir uýjar brautir, sem málfræðingur- inn fiunur ekki á sjókortinu sínn. í ritúm fiestra góðskálda er meira og minna af setningum, sem vandlátur kennari mundi strika undir í stíl hjá ■kólapilti — og eru ekki verri fyrir það. Þetta sundurlausa mál er enn þá á tilraunastiginu. Það er brú til nýs rit- háttar, fjölbreyttari og eðlilegri en nú tíðkast. Fjöldinn af þeim, sera nota þennan rithátt, misbeita honum auðvit að. En Þorgils hefir vald á honuro. Því að gegnum sögur hans streymir heit ást til efnisins, sem fyllir upp í allar eyðurnar, lætur þögnina tala. Ég ætla svo að lokum að tilfæra helzta dæmið, sem Adam hneyxlast á: „En minningarnar v»k». Þungar og sárar líða þær í hugann; daprar og þreytandi minna þær á snjóhafið djúpt og dauðalegt; þegar loku er skotið fyr- ir bjargráð og líf. Þann tíma sem Skuld geymir í skauti. Órafjarri að vísu, en þó ekki svo, að hugurin hverfi ekki þangað. Þegar jörðin er dauð. Lífinu er lokið hér. Þá er samt lífi alheims ekki lokið. Sól og sumar og líf ví» á, öðrum stað. Hærra göfugra og gróðursælla. Ódáinsakur verður aldrei ófrjór.“ Þegar ég les þessar setningar finnst mér ég sitja hjá Þorgils í rökrinu. Hann hefir verið að segja mér sögu, sem hefir fengið á hann og honum er þungt í skapi. Hann heldur áfram hugs- uninni gegum veturinn og dauðann, til nýs sumars og lifs. En vegurinn er erfiður, geðshræringin heftir tunguna, hann talar slitrótt.* En ég skil hann, ■kil meira en orðin, lika undirölduna, sem brotnar í þögninni. Og sá rithöfundur, sem vekur svona ■kilning, hann hefir náð þeim tökum á málinu, sem mestu varða. Höfn, marz. Sigurður Nordal. ' Eius og alkunnngt er þýðir púnktur í rit- máli i raun og veru ekki annað, en að þar eem bann stendur eigi að vora andartaksþögn í lesnu máli eða töluðn.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.