Ingólfur - 04.05.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR
IX. árg.
Reykjavík, fimtudaginn 4 maí 1911.
18. blað.
$ kemur út etnu sinni i viku að minsta J
kosti; venjulega á fimtudögum.
Árgangurinn kostar 3 kr., erlend
is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund-
in við áramót, og komin til útgef-
anda fyrir 1. október, annars ógild.
Eigandi: h/f „Sjálfstjórn".
Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn-
ar Egilsson Vesturgötu 14 B.
(Schou's hús). — Heima kl. 4—5.
Afgreiðsla og innheimta i Kirkju-
stræti 12 kl. 11—12 hjá fröken
Thoru Friðriksson.
Eftir að frestun bannlaganna
var feld.
Ný lán.
Skuld á skuld ofan.
Hinir æstuntu bannmenn — þeir, lem
feldu frestun banDlaganna — hafa séð
að með því tókust þeir á bendur á-
byrgðina af þeim fjárhsgavandræðum —
svo að ekki »é ssgt fjárbagsvoða —
sem. landið er statt í vegna bannlag-
anna.
Þeir hafa séð að þeir eiga að ajá
fyrir hinom Dýju tekjum, tekjunumtil
að fylla skarðið, aern bannlögin höggva
í landssjóðstekjurnar, og sem fyrv. ráð-
herra vanrækti að koma íram með ráð
við.
Til þess að gera við þessn hafa þeir
að vísu fundið upp á að tolla nauðsynja
vörur, og kalla það „farmgjald" til þess
að það líti betur út og gangi betur í
fólkið. En þeir hafa séð að nauðsynja-
vörutollurinn nægir ekki; það vantar
mikið á. Ný ráð verður að flnna.
Þeir hafa því enn lagt höfuð sitt í
bleyti. Og ráðið þykjast þeir hafa
fundið. Það felit í frumvarpi sem ný-
lega var lagt fyrir þingið — og kemur
að forminu til frá peningamálanefnd
þingsins -. Frumvarpið hljóðar þannig:
Landsstjórninni veitist heimild til að
taka lán fyrir hönd landssjóðs alt að
500,000 krónum.
Auk þess heimilast stjórninni að taka,
þegar nauðsyn krefur, bráðabirgðalán
alt að 200,000 krónum, gegn landssjóðs-
víxlum, er gefnir séu út til alt að tólf
mánaða.
Svo mörg eru þá þessi orð. Ráðið,
¦em bannmönnum hefir hugsast er að
taka lán. En hefir þeim sömu mönn-
um hugsast hve lengi slíkar lántökur
geti gengið? Hvenær er lánstraust
landsins þrotið?
Landssjóður skuldar nú tvö lán. Ann^
«ð er 500,000 kr., en hitter 1,500,000
kr. Auk þess skuldar hann víst ríkis-
sjóði DanaTj riðskiftaskuld að upphæð
kringum 500,000 kr. Þetta eru sam-
tals tvær milVjónir og flmm hundruð
þúsund krónur. Ef nú bætast við 700000
kr. og sem næst því sama upphæð á
næstu fjárhagstímabilum, þá er hætt við
að skuldheimtumenn landsins fari að
taka orðið. Það mun jreynast fullerf-
itt að fá lán þau, sem þetta frumvarp
gerir ráð fyrir, hvað þá heldur hin
síðari.
Hlægilegast og sorglegast er þó að
sjá þingið leggja til að nokkuð af lán-
inu sé tekið gegn vixlum. Landið á
að fara að ríða víxlum! Eins og ráð-
þrota maður, sem grípur hvert úrræði
til þess að forða sér frá gjaldþrotinu.
Ingólfur getur ekki séð að hinu sorg-
iega ástandi landsins sé bjargað með
iögum þessum. Þvert á móti virðist
frumvarpið einungis undirstryka enn
ráðþrot bannmanna, kasta nýju og enn
skærara Ijósi yfir ástand það, sem þeir
hafa leitt landið í með blindu ofstæki
sínu.
Ný og ný lán. Skuld á skuld ofan.
Það eru engin ráð. Það eru ráð-
þrot.
Jónatan.
Reikningur
Landsbankans 1910.
Reikningur Landsbankans fyrir árið
1910 er nú kominn, og hefir verið birt-
ur í flestum blöðum. Ingólfur gerir því
ráð fyrir að lesendurnir hafi þegar séð
og athugað reikninginn og orðið varir
við það sem sérstaklega einkennir hann:
afturför bankans. íngólfur mun ekki
leitast við að finna orsakir afturfarar-
innar,en einungis benda á nokkrar töJ-
ur, sem sýna hag þessarar hrjáðu stofn-
unar.
Starísemi bankans minkur.
Það fyrsta sem maður verður jar
við, þegar maður fer að íhuga reikn-
inginn, er að: öll itarfsemi bankans
hefir minkað að mun á hinu síðasta ári.
Innstæðufé (á hlaupareikningi, i spari-
sjóði og gegn viðtökuskírteinum) hefir
minkað frá því árinu áður um samtals
394229 kr. 57 aur.
Lánum hefir fækkað og lánsupphæðir
samtaldar eru því miklu minni. Við
þessi árslok eru 59 færri faiteignaveðs-
lán, en við árslok 1909 og 34,469 kr.
85 aurum minni peningar í þeim. Sjálf-
skuldarábyrgðarlánum hefir fækkað um
25 og minkað um 681,375 kr. 54 aura.
Haudveðslán [eru nú 15 færri en við
árslok 1909 og upphæðin samantalin
4o,504 krónum minni. Lán gegn á-
byrgð bæja- og sveitafélaga vantar 9 á
að séu jafnmörg og á tímum göml*
bankastjórnar og upphæðin hefir minkað
um 16,720 kr. 62. aur. Iloikningslán
voru 109 árið 1909 en eru nú 101 og
120,391 kr. 21 eyri minni að upphæð
samtals. Loks hefir víxlum hækkað um
148 stk. og liggur í þeim 91,726 kr.
17 aurum minna fé en 1909.
Af þessum tölum má Iíka sjá að láns-
tegundirnar og lánsaðferðin er alreg
hin sama einsoghjá gömlu bankastjórn-
inni: smá lán, mest sjálfsskuldarábyrgð-
arlán. En á öllum sviðum hnignar starf-
semi bankans — og átti það víst ekki
að vera árangurinn af rannsóknarnefnd-
inni sælu.
Kostnaðurlnn eykst.
Þrátt fyrir það þótt starfiemi bank-
ans hafi þannig minkað að stórum mun
1909, þá hefir allur kostnaður við bank-
ann aukist.
Reksturskostnaður var árið 1910 kr.
70,539,62 en árið 1909 kr. 49,996,97
heflr aukist um kr. 20,542,65. í þess-
ari aukningu er að vísu lífeyrir Tr.
Gunnarssonar fyrv. bankastjóra, 4000
kr., svo að eiginleg aukning verður
rúmar 16,500 kr. — Af þesium reksturs-
kostnaði eru laun árið 1910 kr. 43,825,52
En árið 1909 kr. 32,592,43 og hafa
því aukist um kr. 11,233,09 og er það
kostnaður við starfimenn þá, sem bætt
heflr verið við til þess að vinna minni
störf en hinir, sem færri voru, unnu áð-
ur. 6000 kr. eru laun annars hinna
nýju bankastjóra og 1000 kr. launavið-
bót hins. Kostnaður við aukastarfsmenn
sem bankastjórnin ræður er því kr.
4233,09.
Manni dettur í hug að gamla banka-
•tjórnin hljóti að hafa verið hagsýnni
eða iparsamari, úr því að hún komit
af með minna fé fyrírjmeiri vinnu.
(Jróði bankans.
Gróði bankans er eðlilega eftir því
sem að framan er sagt, miklu minni,
en áður hefir verið. Minni störf og
meiri útgjöld gefa minni hag. Gróði
bankans var
árið 1903 um 44,000 kr.
— 1904 — 54,000 —
— 1905 *- 76,000 —
— 1906 — 53,000 —
— 1907 — 50,000 —
— 1908 — 51,000 —
— 1909- — 70,000 —
— 1910 29,372 — 16aur.
í þessum upphæðum eru taldir vext-
ir af varasjóði bankans. Við þetta er
þó að athuga, að við árslok 1909 var
yflrfært til næsta árs kr. 11,490,27
en nú er yfirfært kr. 1,834,24. I þessa
ars gróða telst af því sem yfirfært var
frá síðasta ári kr. 9,656,03 og gróði
þessa árs verður einungis kr. 19,716,13.
Vextir af varasjóði bankans, sem var
rúmar 700,000 kr. við árslok 1909, eru
nú, ef reiknað er með ^I^U, eini og
gamla bankastjórnin mun hafa gert, kr.
24,500. Tap sem dregið er frágróðan-
um, nemur þetta ár um 15,000 kr.
Væri þetta tap ekki, þá væri gróði árs-
ins kr. 34 716,13. Hefði ekkert tapast,
vœri reksursgrbði þessa árs samtals tíu
þúsund tvb' hundruð og sextán krbnur
og 13 aurar.
Þetta eru sorglegar tölur.
Tapið.
Tap nýju bankastjórnarinnar er
talið saman við tap þeirrar gömlu.
„Tapað" lán er borgað.
Eins og sést á útreikningnum bér að
framan er arðleysi bankans ekki því að
kenna, að hann hafi tapað neinu að ráði,
heldur því, að störf hans eru miklu
mimn en áður og reksturskostDaðurinn
alt of mikill í samanburði við veltu-
féð.
Tap bankans er talið þetta ár sam-
tals kr. 12,703,33. Getur það ekki tal-
ist mikið tap eftir því sem árað hefir
hér a landi síðustu árin. Tapið stafar
sjáifsagt að mestu Ieyti frá árunum 1907
(vitlausa árinu) og 1908, því að ekki
þarf að gera ráð fyrir að mikið hafi
þegar- tapast af lánum veittum 1909
og 1910.
En hér er ástæða til þesi að athuga
nánar sambandið milli tapsins á reikn-
ingnum 1910 og gömlu bankastjórnar-
innar. Eins og menn muna sagði „ran-
sóknarnefndin" alræmda að Landsbank-
inn hefði þegar undir stjórn Tr. Gunn-
arssonar og gæslustjóra hans tapað
400,000 krónum. Hin nýja bankastjórn
gat auðvitað ekki skrifað undir þessa
fjarstæðu, en til þess að gcðjast ráð-
herra, sem þá var, settu þeir nýjan lið
á reikDÍnginn: fyrir áætluðu tapi á
næstu árum 400,000 kr. A árinu 1909
var nú tapið talið 15,000 krónur og
upphæðin, sem áætluð var fyrir t&pi á
næstu árum, var færð niður í 385,000
krónur. Áætlaða tapsnpphæðin stendur
því í sambsndi við skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar og ætti því jafnóðum og
tapið kemur fram að sy'na fram á að
það stafi af stjórn gömlu bankastjbrnar-
innar. Annars verður reikningurinn
ósannur.
Sé þessi skoðun mín á tapi og taps-
áætlun bankans rétt, þá er reikningur
sá, sem hér liggur fyrir í þrem atriðum
algerlega bsannur.
Tap þesia árs er, eins og áður er
sagt, talið 12703 kr. 33 aur., en í áætl-
uðu upphæðinni eru dregnar frá 15000
kr. eða 2296 krónum 67 aurum meira
en rétt er. Með öðrum orðum: almenn-
ingur hlýtur að líta svo á, eins og reikn-
ingurinn er orðaður („áætlað fyrir tapi
á næstu árum") að fyrir stjórn gömlu
bankastjórnarinnar sé nú tapað 30,000
kr., í stað þess að reikningarnir sjálfir
sýna að það er minna. Ef nú tapast
t, d. 12000 kr. næsta ár, þá má gera
ráð fyrir að enn verði dregnar frá
15000 kr. og áætlað fyrir tapi ánæstu
árum 355 000 kr. Þá lítur svo út að
tapað sé fyrir stjórn Tr. G. 45,000 kr.,
en í raun og veru er það að minsta
kosti 2296+3000 kr. minna. Núgetur
athugull lesari reikningsins (1911) að
vísu séð að 3000 krónur eru oftaldar
í tapinu, en ekki 2296 krbnurnar frá
eldri tíma (1910). Hér skýrir reikn-
ingurinn því rangt frá, frá sjónarmiði
almennings, sem les hann.
En hér er meira athugavert. Hver
lesandi, sem ekki þekkir til hlýtur að
líta svo á að alt tapið stafl frá stjórn
gömlu bankastjórnarinnar, að allar þess-