Ingólfur


Ingólfur - 24.05.1911, Page 1

Ingólfur - 24.05.1911, Page 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 24 maí 1911. 21. blað. Ingólfur. Eigendaskifti. Með því að hlutafélagið „Sjálfstjórn“ hefir ákveðið að halda ekki sjálft úti blaði fyrst um sinn, hefir það afhent herra ritstjóra Gnnnari Egilsson blaðið „Iogólf“ til fullrar eignar og eru við- skiftavinir blaðsins beðnir að snúa sér til hans um alt sem blaðinu viðvíkur. Stefna Ingólfs í bannmálinu verður hin sama framvegis og verið heflr, og auðvitað heldur félagið áfram baráttu sinni, i samvinnu við blaðið. Keykjavík 18 mai 1911 Fyrir stjórn b/f „Sjálfstjórn„ Magnús Einarsson pt. formaður. Hlutafélagið „Sjálfstjórn" hefir afsal- að mér Ingölfi, til fullrar eignar. Eg mun halda blaðinu áfram í sömu stefnu og hingað til, bæði í bannmálinu og öðrum landsmálum. Stjórnmál lætur blaðið sig auðvitað skifta, engu síður en önnur mál, er almenning varða. Blaðið mun framvegis njóta aðatoðar þeirra sömu manna, sem hingað til og lesendum þess munu vera orðnir kunn- ir, svo sem þeirra Jónatans, Steinþórs, Ingimundar cand. phil., Oes og Argos og fleiri góðra manna. Leyfi ég mér því að vona að blaðið megi vænta sömu vinsælda og hingað til, þótt eigendaskifti séu orðin. Ounnar Egilsson. Pólitík. Nú er eins og k'yrð sé fallinn á hugi manna eftir þingið og afrek þess, og allan æsinginn, sem því fylgdi. Það er eins og lognið og mókið hafi færst yfir landið og að eins heyrist í fjarska bergmálið af þórdununum sem af þing inn stóðu. Þetta er lífsins lögmál; líf- ið heimtar alstaöar jafnvægi; það er skin eftir skúr, svefn eftir vöku. En þó skyldi enginn láta þetta vflla sér sýn eða trúa því, að þessar stillur verði langvarandi. Stormurinu er enn ekki liðinn hjá; hann er bara að sækja í sig kraftana áður enn hann tekur til af nýju að steðja yfir landið með engu minni hamagangi enn áður. Framund- an standa þéttir skýabólstrarnir, ógn- andi og ægilegir, og mun líblega ekki líða á löngu áður enn gustur fer að standa af þeim. Það eru kosningarnar. Báðir flokkar hyggjast nú til aðher- væðast, bíta í skjaldarrendurnar og láta ófriðlega; og naumast verður Iangt lið- ið á sumarið þegar baráttan byrjar, grimm og vægðarlaus. En um hvað? Það er öllum mönnum ljóst í þessu landi, af hvorum flokkinum sem er, að nú á að berjast. En svo er að sjá, sem öllum sé það ekki jafn ljóst til hvers verið er að berjast, og hvaða á- rangurs þeir vænta sér aí sigrinum. Þegar þeir tveir flokkar voru myndaðir, sem nú eru hér í landi, þá vissu allir um hvað barist var; þá var barist með og móti frumvarpi millilandanefndarinn- ar og um ekkert annað. Þeirri baráttu lauk svo, að frumvarpið var lagt að velli á þingi 1909, og var þar með úr sögunni. En sumum. kann nú að þykja það kynlegt, að jtókkaskiftingin var samt sem áður ekki úr sögunni, þótt það eina mál, grundvsllar- eða princip- atriðið, sem flokkunura skifti, væri burt numið, og ekki kom neinn annar princip- ágreiningur í staðinn, sem gat rétt- lætt flokkaskiftinguna. Flokkarnir héldu samt sem áður áfram að bítast og berj- ast og reyndu til að hamra því inn í landsmenn, að flokkarnir séu tveir, þó ekki væri auðið að aýna fram á í hverju ágreiningurinn lægi. Þegsu fór nú fram á síðasta þingi. Engum datt í hug að fitja upp á sam- bandslagafrumvarpinu, sem eitt hafði skift flokkunum, enda var ekki til þess ætlast, og aunað varð fátt að ágreiningi milli flokkanna sem slikra. Það var helst hvort reisa skyldi vita á Rifstanga, eða hvort byggja skyldi bvennaskóla- hús á Blöndósi, og svo vitanlega ráð- stöfun þeirra „beina“, sem alþingi ræð- ur yfir. En nú standa kosningarnar fyrir dyr- um. Um pessi ágreiningsmál flokkanna verður þá tæplega barist, og það er þá augljóst, að ef þessi flokkaskifting á að haldast, þá verður að finna ný ágrein- ingsefni. Sambandsmálið getur tæplega komið til greina við þessar kosningar, því það liggur alls ekki fyrir, og eng- in ástæða virðist til að ætla, að þjóðin vilji nú á ný kasta sér út í sambands- lagabaráttu, og það því fremur, sem ekkert nýtt er komið á daginn síðan síðast var kosið; málið hefir legið niðri síðan, og þvi nær ekkert verið rætt. Enda sýnist tæplega mega gera ráð fyrir því, að flokkarnir noti jafn alvar- legt mál og það er til þess eins, að halda við óeðlilegri flokkaskiftingu, grafa það upp úr pokahorni sínu undireins og líður að kosuingum, veifa því framan í þjóðina meðjfjálgleik miklum, en stinga því svo niður í pokahornið sitt aftur þegar það er búið að gera sitt gagn, líkt og „Sjálfstæðisflokkurinn" gerði nú á siðasta þingi. Það væri illa farið, ef nú ætti að fara að leika sama leikinn aftur og neyða þjóðina aftur inn í sam- bandslagabaráttuna, sem hún hefir alls ekki æskt eftir, og sem henni er lík- lega þvert um geð. Enda eru nú mörg önnur nauðsynja- mál á döfinni, sem oss tjáir ekki lengur að ganga fram hjá, mál sem vér verdum að leiða til lykta hið allrabráð&sts, og er þar fyrst að telja fjármál vor og skattamál. Fjármálnm vorum er nú svo komið fyrir þráa og blint ofstæki nokkurra bannmanna á þÍDgi, að til stórvandræða horfir. Og svo er fyr- verandi ráðherra fyrir að þakka, að engu skipulagi varð komið á skatta- löggjöf landsins á síðasta þingi. Hér er þá ærið verkefni fyrir næstu þing: að brúa þær ófærur, sem af bann- lögunum hafa hlotist, og bannhöfðingj- arnir sjálfir hafa vanrækt. Um það ættu kosningarnar að snúast. Steingrímur Thorsteinsson áttræður. 19. maí síðastl. varð Stgr. skáld Thor- steinsson áttræður. Nemendur mentaskólans genguískrúð- göngu heim að húsi hans á hádegi og fluttu honum kvæði eftir Rögnvald Guð- mundssnn stud. art. og er það prentað á öðrum stað í blaðinu. Auk þess færðu nemendur Stgr. líkneski af Venusi, en Stefán Eiríksson hafði skorið stall und- ir hana. Um kvöldið var Stgr. haldið mikið samsæti í Iðnó. Gekst Stúdentafélagið fyrir því. Þar hélt H. Hafstein banka- stjóri ræðu fyrir minni heiðursgestsins, en Ágúst Bjarnason fyrir minni konu hans. Andrés Björnsson formaður Stúdentafélagsins talaði fyrir hönd þess, en Bríet Bjarnhéðinsdóttir af kvenna hálfu. Síðast talaði ólafur Björnsson ritstjóri um æskuna og Stgr. Dansað var fram á nótt og var heiðursgestur- inn þar fyrstur til. Silfurbergsmálið. Yfirlýsing frá Þórarni Tuliníus. Skýrsla rannsóknarnefndarlnnar. I. Enn höfum vér fengið pistil frá hr. Þórarni Tuliníusi í Kaupmannahöfn, og skulum ?ér fúslega verða við tilmælum hans um að birta hann hér í blaðinu: Silfurbergsbirgðirnar. 1 tilefni af athugasemdum „Ingólfs“ við grein mína 30. mars, skal ég láta mér nægja eftirfarandi yfirlýsingu: 1. Þegar ég seldi lítinn hluta af silfur- bergsbirgðum mínum var ég engum loforðum bundinn um að selja ekki. 2. Frásögn „Ingólfs" um verðið á silf- urberginu og nm það, hve mikið ég hafi selt af því, er algerlega gripin úr lausu lofti. Enn verð ég að geta þess, að það hlýtur að vera misskilningur hjá „Ing- ólfi“ að landssjóður hafi að eins fengið 55% af helmingi silfurbergsbirgðanna. Hann hefir hlotið að fá 97°/0 Þar sem Guðm. Jakobsson átti auðvitað að eins heimtingu á 3°/0 í sölulaun eins og ég fékk áður, en eigi 45°/0. Kaupmannahöfn 2. maí 1911. Þórarinn Tuliníus. Við fyrsta lið í yfirlýsingu þessari skulum vér láta oss nægja að geta þess, að vér höfum um þetta efni farið eftir frásögn „ísafoldaj“ 1. mars þ. á., en þar segir að Tnlinius háfi gengið að því, að selja ekkert af silfurbergi því, er hann fékk i sinn hlut, áður enn ákvörð- un væri tekin um það hvort mál skyldi höfðað gegn honum eða ekki. Oss er ókunnugt um hvor rétt skýrir frá í þessu efni, „ísafold“ eða Tuliníus, en um það verða þau að bítast. Við 2. lið yfirlýsingarinnar er það að segja, að um það efni bérum vér fyrir oss sögusögn nákunnugs manns. Og vér þykjumst hafa ástæðu til að ætla að hvorttveggja sé nærri sanni, upphæðin og tvípundatalaD, sem vér nefndum, enda ber Tuliníus ekki á móti þvi, en segir að eins að frásögn- in sé „gripin úr lausu lofti“. Nú vill svo vel til að síðan síðast var minst á þetta mál hér í blaðinu, hefir birst skýrsla ransóknarnefndar efri deildar og má þar leaa ummæli hr. Tuliniusar sjálfs einmitt um þessi atriði. — í bréfi til Brillouins konsúls, dtgs 13. jan 1911, farast Tulinísi þannig orð: ............ De baserer Deres Kritikpaa Hr. Jobins Vurdering, som igaar var Kr. 15000 og höjst nu er bleven Kr. 25,000 — d. v. s. irclusive Clientel etc. Jeg gentager, at Hr. Jobins Vurdering, der udelukkede er qua Optiker, er ganske fejlagtig, og til Bevis herpaa tjener, at jeg strax har solgt Partiet exclusive de 4000 Kilo, (sic!) og 500 Kilo A., for en Pris der er henved det tredob- belte af Hr. Jobins Vurdering og det uden nogensomhelst Forpligtelse af nogen Art . . . . “ (Ranns.n.skýrsl. bls. 75). Tulinius segir hér sjálfur, að hann hafi selt silfurberg fyrir nálægt þriðj- ungi meira verð en mat hr. Jobins, en það mat hafi verið 25,000 kr., með öðr- nm orðum fyrir 75,000 kr. Hitt atrið- ið, hversu mikið silfurberg Tulinius hef- ir selt fyrir þessa upphæð, er óljóst eft- ir þessu bréfi; en þar sem hann, eftir því sem séð verður af skýrslunni, hef- ir fengið h. u. b. 6000 tvípund alls í sinn hlut, og þar sem hann í bréfinn segist hafa selt birgðarnar, „að undan- skildum 4000 tvípundum og 500 kilo A“, og þar sem hann ennfremur í sím- skeyti til rannsóknarnefndarinnar, dags. 5. apríl 1911, segir að mest af birgð- unum sé óselt (Ranns.nefnd.skýrsla bls. 90), þá virðist það ekki ósennilegt, að sögumaður vor hafi einnig farið með rétt fnál, er hann sagði að það, sem Tulinius hafi selt, muni hafa verið um 1000 tvípund. Um siðasta atriðið í þessari yfirlýs- ingu Tnliniusar er það að segja, að þar er um engan misskilning að tefla af vorri hálfu. Vér skulum láta oss nægja að benda hr. Tuliniusi á framburð hr. Guðm. Jakobssenar á fundi rannsóknar- nefndarinnar 2. maí 1911. Um þetta er svo bókað í gerðabók nefndarinn- ar: „. . . Hann tjáir þá félaga hafa reiknað sér 45 °/0 einnig af þeim birgð- um, er þeir tóku við af Tuliniusi í í Kbh. og á Eskifirði.“ (Ranns.n.skýrsla bls. 25) Enda virðast þeir eftir samn- ingi þeim, er landstjórnin (hr. Björn Jónsson) gerði við þá, eiga fulla heimt- ingu á þessu. Það virðist því vera hr. Tulinius en ekki Ingólfur, sem hefir misskilið þetta. Vér skulum að lokum geta þess, að vér teljum auðvit&ð hr. Tulinius enga

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.