Ingólfur


Ingólfur - 01.06.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 01.06.1911, Blaðsíða 2
86 INGOLFUR bornar ern saman lánveitingar 1909 og 1910 — en veödeildinni jhaldið fyrir ntan, því að veðdeildarlánin fara eftir því hve mörg veðdeildarbréf eru seld — þá aést að hver ein lántegund er minni nú en áður, en öll hlut/öll eru hin sömu, þ. e. lánaaðferðin er hin sama en atarfsemin minni.------- Ástand Landsbankana er sannarlega sorglegt, en það bætir ekki að þegja yfir því. Heldur von á að eitthrað l»gi*t ef að er fundið. Bftir að þetta var ritað kom nýtt blað af „ísafold“ með áframhaldi af grein Pórs. Vegna naumleika tímans verð ég að láta mér nægja að benda á að hann viðurkennir ab 970 krónur *em taldar voru tápaðar 1 árslok 1909 *éu borgaðar á árinu 1910 og að meiri upp- hæð aé dregin frá „áætluðu tapsupp- hæðinniu (þ. e. þeirri upphæð *em talið er að tapast muni af völdum gömlu bankastjórnarinnar), heldur en tapað er í raun or veru. Aftur á móti neitar Þór að þegar sé tapað 600 kr. lán veitt af nýju bankastjóruuum, en talar þó í hinu orðinu um „þennan víxilu — hvaða víxil'?! Eitthvað sýnist hann ráma í 600 króna víxil, *em talinn sé mjög tæpur, og áreiðanlegt er það að VÍxillinn var strykaður út *em tapaður; hitt get ég auðvitað ekki ábyrgst að hann sé nú talinn með í tapinu. Jónatan. Leikhúsið. Lynggaard & Co. eftir Hjalmar Berg*tröm. Þessi leikur var leikinn á Folkthe- atrinu í Kaupm.höfn fyrir nokkrum ár- um; honum var tekið þar *vo vel, að sagt er að höfundurinn hafi grætt 30,000 kr. á honum, að því slepptu, *em leikhúsið sjálft græd,di, leikinn fyr- ir fullu hú*i í nærri því heilan vetur. Leikurinn er fjörugur og fróðlegar; höf- undurinn hefir náð fö»tum tökum á hverri parsónu, alt er dregið npp með skýrum dráttum, bæði orð og atvik. Efni leiksins er í stuttu máli þetta: Ríkur verksmiðjueigandi, Lynggaard, *em tekið hefir í erfðir ölgerðahús af föður aínum, er farinn að slá nokkuð slöku við eftirlitið og rek3tur verksmiðj- unnar; hann hugsar mest um að aafna að aér liataverkum, málverkum og því um líku; hæsta ó»k hans er að fá kom- ið upp li*tasafni og *é letrað yfir dyr þe*s með gullnum stöfum: Lynggaard & Co. Sá maður sem meat hugsar um rekstur verksmiðjunnar heitir Heymann; hann er Gyðingur, viljaaterkur maður, harður í horn að taka og framúrakar- andi duglegur, og með honum stendur og fellur verkamiðjan. Lynggaard á á *on, sem Jakob heitir; hann hefir fram eftir öllum aldri verið dugleysingi og iðjuleyaingi, »vo faðir han* treyatir honum ekki til að taka við verksmiðj- unnni eftir »inn dag, og hefir *ent hann erlendi*, í rauninni helst til þes* að hafa ekki þá skapraun að horfa nppá iðjuleyai hans. Þeir hafa nú komið aér aaman um það, Lynggaard og Heymann, að breyta rekatri verksmiðjunnar, og gera úr henni hlutafélag. Þessu vill kona Lyaggaards afstýra; henni er illa við Heymann, vill bola honum burt frá verksmiðjunni og láta son ainn, Jakob, taka þar við stjórninni. í því ■kyni hefir hún kallað Jakob heim, án vitundar föður hans; hann hefir þá af- arólíkar skoðanir föður aínum um það, hvernig stjórna beri verkamiðjunni, vill gera hana að nokkurskonar framtíðar- innar fyrirmyndar verksmiðju, þar aem vinnumennirnir eiga ajálfir að fá að ráða og sjálfir að hafa hönd í bagga með rekatrinum. Lokains kemur nú að því að Lynggaard ainnast við Heymann, og aegir hann upp stöðu sinni. Það aama kvöld gera vinnumennirnir verkfall; Lyuggaard aegir syni aínum að hann megi taka við stjórn verksmiðjunnar, og átti þá fyrsta verk hana að vera það að aefa verkamennina og atöðva verk- fallið. Jakob hugaar aér að tala um fyrir þeim, tala við þá eins og vinur og kunningi og fer út til þeirra þar aem þeir eru aaman safnaðir. En þeg- ar hann byrjar mál sitt gera þeir avo mikinn skarkala og óhljóð að hann verð- ur að þagna og fara burt. Haun játar ófarir sínar og kannast við vanmátt sinn, segist bafa séð í augum verka- manna þann eld, aem hann treystist ekki til að berjast á móti: Það var að eina baráttan aem þeir vildu. Þegar hér er komið verða þau bæði, Jakob og móðir hans, að kannsst við, að eini maðurinn, aem nokkuð gat við ráðið og hjálpað þvi, að vandræði hlytust ekki af verkfallinu, var Heymann. Á því endar leikurinn, að Heymann kemur aftur inn úr dyrunum eins og frelsandi engill. Það var sigur kaldrar og akýrr- ar akynaeminnar yfir „ideali»manum“. Lynggaárd verksmiðjueiganda lék hr. Lakjer, og tókst það yfirleitt mjög lag- lega — fordildarfullur, ajálfbyrgings- legur og nokkuð grunnhygginn. Konu hans lék frú Boesen eina vel og frek- ast varð búist við, gerði úr hlutverk- inu það sem hún átti að gera, hálfvit- lausa, hyateríska kerlingu; hlutverkið er þannig vaxið, að áhorfendurnir fá ekki aamúð með henni. Son þeirra, Jakob, lék hr. Stöckel, ósðfinnanlega: hann var blóðlaua brjóstmylkiugur «g „mömmu- barn“ eins og ætlast er til með hlut- verkið. Systur hans lék frk. Anna Alger ekki ólaglega, en manni fanst hún vera nokkuð krakkaleg; fjörið og lifsgleðin varð hjá benni líkara krakka- kátínu. Hr. Carl Oroth lék Mikkelsen föður frú Lynggaard og gerði það á- gætlega. Höfundurinn hefir auð#jáan- lega akapað þennan karl til að láta fyrir hans munn í Ijói aínar eigin skoð- anir um parsónurnar í leiknum, alltaf góðlátlega, en hnittilega og með smá- hæðni. Mikkelsen gamli varð atrax yndi og eftirlæti allra áhorfendanna. Tvær auka-persónur, maddömu Olsen og Edvard aon hennar léku þau frk. Kjœrgaard og hr. Söderberg. Þau höfðu bæði tekið sér til fyrirmyndar þau tvö *em þetta léku á Folketeatrinu; hr. Söderberg tókst það fullvel, en frk. Kjærgaard síður, enda minniat ég al- drei hafa aéð öllu náttúrlegri og eðli- legri leik enn þá maddömu Olsen (frú Júlíu Möller). Mönnum geðjaðiat yfirleitt ágætlega að þeisum leik, og var hann leikinn tvö kvöld fyrir troðfullu húsi. Hr. Alfons eller Kommandörens Datter, eftir Dumas yngri og En Pokkers Tös eftir Erik Bögh. Heldur er lítið varið í báða þesaa leiki, en voru þó vel leiknir, sératak- lega fyrri leikurinn. Seinni Ieikurinn hefir verið leikinn hér áður (Æraladróain). Leikritið er óendanlega lítilfjörlegt — maður hlýtur að undrast það að fólk akuli hafa getað haft gaman af að horfa á þeasháttar leiki, lausa við alla fyndni, hreinaata barna-mat. Hr. Carl Oroth aöng ágæt- lega eina víau — það var það eina sem nokkuð var varið í. Oes. Hefði, hefði — Karl situr í koti aínu þungbúin og grundar yfir öllu því, sem þá hefði get- að orðið, ef *vo hefði ekki viljað til að kjörtímabil hinna konungkjörnu hefði verið útrunnið áður enn þing kom aam- an og ef Björn Jónsson hefði getað út- nefnt sína fylgirmenn bæði í bankamál- inu og öðrum stórmálum; í tveim ísa- foldar-dálkum málar hann upp þá rós- fögru drauma, sem þá hefðu ræst; þá hefði annað hljóð orðið í atrokknum í bankamálinu, þá hefði Björn Jónason líklega ekki verið feldur, þá hefði farm- gjsldsfrumvarpið orðið samþykt, og ef- laust margir aðrir draumar ræst, aem Karl vill ekki hafa yfir hátt. „Hugaið yður nú, að þingi hefði ver- ið frestað, nýjir konungkjörnir þingmenn verið skipaðir af Birni Jónsayni, að ajálfsögðu fylgismenn hana í bankamál- inu og öðrum stórmálum. Hvernig mundi þá efrideildar dómur- inn í bankamálinu hafa farið?“ Já, hugsið ykkur hvernig dómur befði fallið í bankamálinu, ef Björn Jónsson hefði sjalfur mátt tilnefna menn í dóm- inn 1 Það er ekki vandráðin gáts ! En hvaða „dóm“ hefir þá efri deild kveðið upp í bankamálinu, eina og hún nú var skipuð í ár. Hún hefir skorað á landastjórnina að setja Kristján Jónason inn i stöðuna aem gæalustjóra deildarinnsr. Það er í raun og veru sama aem að kjósa Kr. J. aem gæalustjóra deildarinnar; eða vill B. J. og Karl í Koti ef til vill bera brygður á, að deildin hafi haft rétt til þess að kjósa aér gæslustjóra. Ennfremur skor- aði deildin á landsstjórnina að hlutast til um, að Kr. J. verði greidd gæslu- stjóralaun hans frá 1. jan. 1910, eða frá þeim tíma, er nýju bankalögin gengu í gildi. Þetta er í raun og veru sama sem að deildin lýsi yfir því, að hún telji Kr. J. hafá verið gæalustjóra sinn frá 1. jan. 1910. Með þessu hefir deild- in viljað verja rétt alþingis til að kjósa gæalustjórana og gefið til kynna, að hún viðurkenni engan annan aem rétt- kjörinn gæslustjóra enn þann, sem kos- inn er af alþingi. Karl í koti getur kallað þetta „dóm“, ef hann langartil, en væntanlega lastar það enginn óhlut- drægur rnaður þótt alþingi vilji verja rétt sinn, hvort sem það er gagn- vart ráðherra eða öðrum. Ákvæðið um að gæslustjórarnir séu afsetjanlegir var felt burt úr nýju bankalögunum einmitt til þess að tryggja þinginu eftirlit mcð bankanuro, tryggja því að ekki mætti avifta það eftirlitinu af pólitíakum eða öðrum ástæðum. En hvera virði er þinginu það, að hafa gert ráðstafanir í þessa átt, ef það hefir svo engin tök á að framfylgja þeim? Nei, það var ein- mitt alþingi, en ekki hæstiréttur, sem átti að skera úr þeasu máli, og það er tilraun af hendi fyrv. ráðherra til að þrengja valdsvið þingsins er hann áfrýj- aði því til hæstaréttar. Ekki er maðurinn bliðari út í þá kon- ungkjörnu þegar hann hugsar til falls fyrverandi stjórnar, því það kennir hann þeim. En hvernig þá? Jú, — „ef B. J. hefði haft 20 jafn- trausta fylgiamenn eins og 14-menning- arnir í Sjálfstæðisflokknum voru, hefði 10-menningarnir eða Sparkliðið aldrei rent út í vantrauatsályktunar-vitleya- una.“ Hefir þésai öðlingur hugsað út í hvað hann er hér að segja. Hann heldur því fram, að Björn Jónsson mundi hafa setið við völd með stuðning 14 þjóðkjörinna þingmanna, tæpra 2/g hluta allra þjóðkjörinna þing- manna, auk hinna konungkjörnu, með öðrum orðum einmitt með jafn traust- ann stuðning og hann telur Kr. J. hafa haft (þó það sé vitanlega rangt) og sem þeir félagar hafa bygt á allan andróður sinn gegn Kr. J. sem ráðherra — ef hann (B. J.) hefði að eins getað tekið nýja konungkjörna úr flokki fylgiamanna sinna. En — „hér gægist því tilviljunin enn fram“ segir Karl í Koti, sú tilviljun, að þeir konungkjörnu voru á síðasta þingi úr andstæðingsflokki B. J., avo hann gat ekki flotið áfram i ráðherratigninni á stuðningi þeirra. Vér höfum þá orð Karls í Koti fyrir því, að tilviljun ein bafi ráðið því, að Björn Jónsson gerðist ekki það sem liann nú sjálfur allar „þing- ræðisbrjótur". Og Karl í Koti harm- ar mjög þessa tilviljun. Er þá „þing- ræðisbrot“ enginn glæpur í hans aug- um ef maðurinn som fremur það heitir Björn Jónsson? Annar maður er aá í dálkum „íaa- foldar“, er sig nefnir „Auditor“. Þar er skemst frá að segja, að í grein hans er ekki heil brú, öllu er þar anúið öf- ugt, ýmist beinlínia rangt skýrt frá, eða þagað yfir því, aem máli skiftir. Það yrði oflangt mál að fara hér að eltast við allar þessar rangfærslur. Ég verð því hér að láta mér nægja að benda á eina þeirra; en hana vel ég úr þessu safni vegna þess, að hún hefir hvað eftir annað verið borin á borð fyrir þjóðina og er auðsjáanlega ætlast til að hún festist í hugum manna með því móti, sem reynslan hefir sýnt að best gefít: að endurtaka óraunindiu nógu oft. Ég akal nú tilfæra orð mannsina sjálfs: „Og hverjir setja avo Kr. J. itm og ráða þyi að Kr. J. eru greidd gæslu- stjóralaunin? Hann sjálfur og konungkjörna sveit- in, sem áður er nefnd“. Með þessu er auðsjáanlega ætlast til að það festist i hugum almennings, og aérataklega af því, sem á undan er gengið í greininni, að innsetningarmál- inu hafi verið ráðið til lykta af hinum konungkjörnu einum og Kr. J., sem sjálfur sé málsaðili. En í greininni er vandlega þagað yfir því, að auk þess- ara manna greiddu þrír af flokksmönn- um Björns Jónssonar sjálfs atkvœði með innsetningunni. Sá hluti þingsálykt- unartillögunnar var aamþyktur með 9 atkv. gegn. 3; þessi 9 atkv. voru 5 konungkj. (Júlíus Havsteen var veikur, annars hefði atkv. orðið 10), Kr. Jóns- son, og þrír Sjálfstæðisflokkamonn. Um greiðalu gæalustjóralaunanna greiddi Kr. J. ekki athvæði. Það eru því vísvitandi ósannindi aem þeasi „Auditor" aegir að Kr. J. hafi „tildæmt sjálfum sér fé af almannafé.“ Hvernig getur nú nokkur heiðarleg- ur maður fengið af sér að halla þannig réttu máli og fara með slík ósannindi í áheyrn og augsýn alls landsina? Er það vegna þeaa, að hann búist við að nokkrir landsmanna muni aldrei sjá ósannindunum mótmælt og að hans fiokki muni þess vegna græðast nokkur at- kvæði? Ef avo er, þá eru það dýrkeypt atkvæði — þau eru keypt fyrir „and- stygð góðra manna“. Argos. Telpa óskast nú þegar til gæta barns. Laufásveg 11.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.