Ingólfur


Ingólfur - 01.06.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 01.06.1911, Blaðsíða 3
INGÖLFUR 87 Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Bfydes-verslnn og vita hversu ódyrt verzlunin selur þau, láta sér ekki dctta í hug aS kaupa þau annarsstaSar. YSur, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aSeins benda á aS vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í Kaupmannahöfn, sem eru konungl. hirSsalar. Geta betri meSmæli átt sér staS? GeriS því vínkaup ySar viS «T_ T. c3LOJ3“verslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. Frá Grótíu til Gvendarbrunna. Veðráttan heíir verið geysilega stirð hér undanfarna daga; hellirigning hefir verið næstum því á hverjum degi, en haglél við og við. ISina nótt um síð- ustu helgi snjóaði niður í raiðja Esjuna. Almanakið segir að vorið sé löngu kom- ið, en höfuðstaðarbúinn getur ekki trú- að öðru en að almanakinu gkjátlíst. Hér í höfuðborginni er ekkert sem bendir til vorsins nema einstaka einmana sóley sem gægjist fram þar sem beit blasir við sólu, og Jitast um hálf feimin þeg- ar hún sér hvað fáar aðrar eru komnar, hún hefir líklega komið altof snemma Jú — á einu sé*t að vorið er komið, það sést á götunum hér í borginni. Þær eru orðnar eins og þær eru vanar að verða á hverju vori: foriu nær upp fyrir ökla. Geir káupm. Zoðga varð 81 ára 26. f. m. — nema almanakið skrökvi því líka, því gætum vér best trúað. Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri lá í lungnabólgu um daginn í nærri því hálfan mánuð. Hann er nú orðinn frísk- ur aftur og farinn að vera úti á gangi. Brillouin fyrv. konsúll Frakka er vænt- anlegur heim aftur frá París með „Sterl- ing“ um miðjan þenna mánuð. Sagter að með honum muni koma 5 frakknesk- ir verkfræðingar til ýmislegra rannsókna austanfjalls. Konráð Stefánsson bóndi í Bjarnar- höfn kom hingað til bæjaríns í fyrradag kom með mótorbát frá Akranesi. Ásgeir Gunnlögsson Már stud. polyt. hef- ir dvalið hér í bænum um nokkurn tíma. Hann er að undirbúa íslands-deildina í vegvísara Kraks (bláu-bókar Kraks). Iþróttavöllurinn er nú langt kominn en tæplega verður hann þó fullger fyr- ir hvítasunnuna, einsog til var ætlast. Oddur Hermansson hefir fyrir nokkr- um dögum lokið prófi í lögum við Kaup- mannahafnarháskóla með góðri I. eink. Landstjórnin hefir veitt Guðmundi T. Hallgrímsson Siglufjarðar-læknishérað. Siggeiri Einarssyni hefir verið veitt- ur starfinn sem ullarmatsmaður. Páll H. Torfason er orðinu urasión- armaður við silfurbergsnámur Lands- gjóðs. Aðflutismgsbaimið. í RúBsneska blaðinu „Novoje Wremja“ sem Kernur út í St Pétursborg og er aðalmálgagn stjðrnarinnar stendur grein, sem vakið hefir mikla eítirtekt og þýdd heflr verið i mörgum merkum erlendum blöðum þar á meðal í danska blaðinu „Ringkðbing Avis“ sem J. C. Christ- ensen á tvö hlutabréf í, og leyfi ég mér að þýða kafla úr greininni kjósendum þessa lands til athugunar ef vera mætti að nokkrir þeirra fengju opnuð augu sín og sæu til hverra vand- rseða horfir verði aðílutningsbannið ekki hið bráðasta úr lögunum numið. „---------vér höfum ávalt sagt það og segjum það enn, að áfengisbölið sé eitt af mestu meinum Rússlands nú á tímum og að Wodlca (brennivínið) sé aðalástæðan þess í hve hörmu- legri fátækt lægri stéttirnar hér í landi búi, og hve mjög þeim sé gjarnt að virða að vettugi hin ágætu lög landsins og þess föðurlegu stjðrn Vér vitum vel að mögl þeirra er aðallega — ef ekki eingöngu — Wodka að kenna og vér vit- um enn betur að yfirvöldin — guð blessi Zar- i,Di — gjöra miklu meira en skyldan býður til að sporna gegn þessu. Því bæði senda þau á- gæta presta og kennimenn til að vanda um við þessa villuráfandi sauði og einnig senda þeir þá unnvörpumtil Siberíu svo þeim þar megi auðn- ast að sjá að sér og iðrast sinda sinna. Oss dylst ekki að mikið, mjög míkið vinst með þessu mðti, en hitt er oss líka fullljóst að en ríður Wodka rússneskri alþýðu einsog martröð og fækk- ar þeim mönnnm, sem drottinn heflr skapað í því skyni að þeir heri þunga og hita dagsins og vinni hin óæðri verk fyrir þá sem föður vor- um binum mikla og göfuga einvaldsherra allra Rússa Zarnum, af sinni miklu mildi þóknaðist að setja yfir þá. Vér vitum segjum vér, vér vitum vel að svo er ástatt nú i hverjum einasta hreppi á öllu Rússlandi að bðndi sem býr á þetta 20 hnndraða jörð og á um 2—300 kindur verður að takavið allt að 50 nlðnrsetningum til fram- færslu — án nokkurs endurgjalds. Og vér opinber- um ekkertleyndarmál ervérnú skýrt ogskorin- ort og án tillits til neins nema sannleikans segjum að 49 af þessum 50 er gjörspiltir drykkjumeun. Menn sem orðnir eriuAfærir til allrar vinnu og sem yfirvöldin af vísdóm sínum þannig ala önn fyrir. Eingöngn héðan úr St. Pjetursborg eru daglega fluttir 500 manns á hreppinn enda hafa nú orðið engir embættismenn á Rússlandi svip- að því eins mikið að starfa, og hreppstjórarnir. En nú hefir hinn fcægi prófessor í Norðurlanda- málum við háskðlann hér í bænum, Knutski, bent á veginn út úr þessum ógöngum og leyf- um vér oss að prenta nokkuð úr samræðu er vér áttum við hanu nýlega um mál það er nú höfum vér drepið á. Prófessornum fðrust þannig orð: „í síðustn ísafold, sem ég fékk nú með pðst- inum, er þess getið að frá næstu áramótum sé í lög leitt algjört aðflutningsbann á áfengi til íslands og að líflátshegning sé lögð við ef útaf er brugðið eða maður drekkur sig kendan. Hef ég þar að ankki Bannfrétt að nú þegar sé búið að hengja tvö orðlögðustu drykkjusvinin í Reykja- vík mönnum til viðvörunar og til þess þeir fái einsog nasasjón af hvernig lögnnum muní fram- fylgt seinna þegar þau öðlast gildi. Jeg er ekki í neinum vafa um það að ísland verður jafn- skjótt og árið 1911 er liðið langbezta drykkju- mannabælið í heimi og þykir mér sjálfsagt að rússneska stjðrnin — Guð blessi Zarinn — sendi þá þegar 5—6 herskipafarma af verstu drykkju- hrútunum þangað og láti íbúa eyjunnar sjá fyrir þeim, uns þeir allir eru orðnir góðir Good- templarar og nytsamir borgarar í mannfélaginu — == — Svona mæltist herra Knutski og höf- um vér vissulega engu öðru við að bæta en ðskinni um að réttir hlutaðeigendnr sem fyrst gjöri allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að þetta nái strax fram að ganga á sínum tíma og berum vér fult traust til hinnar ágætu rúss- nesku stjórnar að hún vindi að þossu bráðan bug.“ Svo segir í „Novojé Wremja.“ Og ég get einnig tekið undir með blaðinu og sagt: hér við er sannarlega engu að hæta! Nú vitum vér íslendingar á hverju vér eig- um von þegar bannlögin öðlast gildi, nú sjá- um vér enn eitt sýnishornið af ágæti þeirri, og af djúpvizkn þeirra manua er þau sömdu og gáfu þeirn atkæði sin. Sælutímarnir sem allir bannmenn spáðu að þá mundu koma. Getum vér hlakkað til þeirra? Friðurinn, róin, spektin — hvað verður úr öliu þéssu? Svari þeir sem vita! En ég sé í anda skipað upp hér í Reykja- vík farmi á eftir farmi af blindfullum rúsnesk- um dónum og drykkjusvolum og ég sé þá slaga upp í bæinn svo þúsundum skiftir: grenjandi og ragnandi: Og ég sé þá stela kartöflum úr görðum bæjar- húa og korni úr pakkhúsum þeirra, og sé þá sitja sveitta fram á nætur við að brugga „ Wod- ka“. Græðkin og áfergjan skín úr augnm þeirra og þeir hella í sig úr pottunum, brennivíuinu hálfbúnu og sjóðheitu. Og svo ramha þeir út á götu og stræti drepandi menn fyrir hálfpola og þröngvandi meydómskosti allra ungra stúlkna er á vegi þeirra verða. Og klúbha setja þessir delar á fót hvern af öðrum. í anda sé ég Bendtsen blikna í framan af vexti þeirra og viðgangi. En í Regluna d8ttur engum þeirra í hug að ganga heldur taka þeir Sigurð reglu- Reykjavik Teater. (Det dan*ke Teaterielskab). Fredag-8* \ 1 KL 8^: En SkandalC. boða þegar í fyrsta sinn sem hann þrumar yfir hausamótum þeirra, og keyra ofan í hann úr fullri brennivínsflösku. Og þetta verður til þess að Siggi „rúllar“ og eftír það er hann á stans- lausu fylliríi með þeim og er gerður — hrylli- lega tilhugsun — að magister bibmdi í kólóní- unni! — — — Var þetta tilgangur ykkar, háttvirtu bann- vinir ? Var þetta markið „göfuga og háa“, Bem þið settuð ykkur? Varla! En ef svo er ekki, vinnið þá allir að því að forða landinu undan þessum ósðma, meðan tími er til. Leggjumst alíir á eitt! Það er líka óbifanleg sannfæring mínw að þegar forystumennirnir lesa þessa grein — hún er nú símuð þeim til Seyðisfjarðar — standa þeir föðurlandsvinirnir góðu allir sem einn mað- ur upp á stórstúkufundinum og prédika móti bannlögunum með þvi málskrúði og þeim mælsku- krafti sem allir Templarar eru gæddir frá fæð- ingu. Þá eiga þeir margfaldar þakkir skilið og þá geta þeir sannarlega komið ánægðir og upp með sér heim aftur til kona sinna og barna Og þá — sem nú er fyrir mestu — bjarga þeir líka honum Sigga. Því hann er sveimér alt of fallegur til að fara í hundana! Ingimundur. Kaupendur ,Ingólfs‘, »em eigi fá blaðið með ikilum, eru vinaamlegast beðnir að gjöra afgreið*!- unni aðvart um það. Pistlar Ingölfs. H e 11 a s. Ágúst Bjarnason: Tf- irlit yfir sögu manns• andans. — Hellas. Ágú»t Bjarnaaon hefir valið þe»»u rit- verki sínu óbeppilegt nafn. Hann hefir ætlað »ér að segja frá höfuðatriðum í »ögu trúarbragðanna og heimapekinnar frá elztu tímum fram á vora daga, það er að ví»u umfang»meira verkefni, en títt er að í»lenzkir rithöfundar taki »ér fyrir heudur. En „saga mannsandan#11 er þó alt of yfirgripsmikill titill; »ú »aga nær yfir alt það #em gjörzt hefir frá því er forfeðurnir #tóðu á beit, með öðrum dýrum merkurinnar fram á þenn- an dag. Pað hefir borið margt til tíð- 17 inda frá því er fyr#ti apinn fór að að ganga uppréttur, þangað til íslenzk- ir stjórnspekingar þreyttu orðspeki á alþingi 1911. Sá kafli ritsin#, sem hér verður minzt á, ræðir um eitt hið dýrðlegasta og undraverða«ta tímabil úr #ögu mann- kynains. Pað hefir verið tilgangur höf- undarins að aemja alþýðlegt rit um sögu forngrískrar menningar, — rekja kyn hennar frá hinum fyr#tu barnalegu til- raunum til þes» að skýra tilveruna, þangað til hún hafði gagnsýrt alt and- legt líf Miðjarðarhaf#landannna. Eg hygg að hann hafi ley#t þetta mikla vandaverk vel af hendi; hann hefir sýni- lega lesið mörg hin b?ztu ví#indarit nú- tímans um þetta efni og hagnýtt sér þau vel. Frásögn hana er allt af ljó» og viðfeldin og íkipuleg. Á vesturströnd Litlu-Ásíu hefst saga gríikra bókmenta og grískrar hug#un- 18 ar. — Það var hér um bil 600 árum f. Kr. að einstöku maður. þar fór að sjá mi##míði á hinum gömlu #ögnum um goðin og uppruna heim#ins og þá byrja fyrstu tilraunirnar til þe#s að skýra tilveruna á eðlilegan hátt. Þale# frá Milet, „faðir heim»pekinnar“, hélt að vatnið væri frumefni allra hluta „af því að það kemur fyrir í öllum mynd- um, í fa#tri, fljótandi og loftkendri mynd.“ Þetta var hans akýring, og þó að os» virðist hún barnaleg, þá hafði hann þó unnið það þrekvirki, að kasta allri goðaþvögunni fyrir borð og hafði fyrstur allra gríakra manna komið fram með vísindalega #purningu, þótt hann vitanlega kynni ekki að svara henni. í kjölfar han# siglir svo heill »ægur af heim»pekingum, hver með aína skýring og sínar getgátur. Einn taldi að loftið væri upphaf alls, annar hélt fram eld- inum sem frumefni, hinn þriðji kendi, . 19 að allt væru tómar tölur og talna-hlut- föll. Svo vítt sem grískar bygðir ná á 6., 5. og 4. öld f. Kr. höfum vér all- staðar spurnir af heimspekingum og heimspekingaskýlum, fyr#t framan af gérntaklega i nýlendunum, bæði á Litlu- A#íu, Suðurítalíu og Sikiley en nokkru seinna heima á Grikklandi sjálfu, #ér* staklega eftir að Aþenuborg hafði tek- ið við andlegri forustu þjóðarinnar eftir Persastríðin. Aldrei hefir nein þjóð haft #líkan andlegan þrótt sem Grikkir á þe»#um öldum; þeir brutu heilann um alt milli himins og jarðar, reyndu að grafast fyrir hin fyrstu rök og að eygja hið yzta takmark tilverunnar og engin gáta var svo flókin, að þeir treystu sér ekki að ráða hana. Þeim tókst að ví»u ekki að ráða „heimsgátuna“, — en #am- hliða öllum þe#sum heilabrotum fór hin merkilega#ta andleg starf#emi: grund- völlurinn var lagður með náttúruvisind- 20

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.