Ingólfur


Ingólfur - 08.06.1911, Síða 1

Ingólfur - 08.06.1911, Síða 1
X IX. árg. Reykjavík, flmtudaginn 8. júuí 1911. IN’O-ÓIjJb'U -R kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á fimtudðgUm. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og úbyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgötu 14 B. (Schou’s-hús). — Má finna ó af- greiðslunni frá kl. 11 — 12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. Kosning Stórtemplars, Þær fregnir, er hingað berast af þingi Good-Templara, sem nú er háð áSayð- isflrði, eru næ»ta eftirtektaverðar. Þær ■ýna það ljósar en nokkuð annað, sem fyrir hefir borið í seinni tið innan þe*»a félagaskapar — og er þó margt mis- jafnt — hversu foringjarnir hafa mis»t •jónir á því, er »æmilegt má kallast, mis»t sjónir á því tilliti, er þeim ber að taka til þings og þióðar. Stóratúkuþingið á Seyðisfirði hefir kosið fyrir æð»ta mann Reglunnar hér á landi þann mann, »em »í»t mátti bú- a»t við, höfund Pukur»bréf»in» alræmda, hr. Jön Pálsson fyrverandi Stórritara. Vér höfum »vo oft minst á þetta bréf hér i blaðinu, að vér teljum það óþarft að rífja það upp fyrir mönnum enn á ný. En vér viljum minna á það, að framkvæmdarnefnd Stóratúkunnar gerði alt »em í hennar valdi »tóð, um það leyti er bréf þetta varð kunnugt, til þe»s að þurka af «ér ábyrgðina af efni þess og innhaldi, með því að láta Stór- ritarann lýaa því yfir (í blaðinu Reykja- vík í vetur) að henni hafi verið all» ó- kunnugt um bréfið, er það var sent út. Vér bentum á það þá þegar, hvílíkur kiauþvottur þetta væri, sýndum fram á, að Framkvæmdarnefndin færi þar eins og köttur í kringum heitan graut og minntist ekki á það, »em hér var merg- urinn málsins, hvort hún væri samþykk þe»«um aðgerðum Stórritara síns. Vér bentum henni á það margsinnia hér í blaðinu, að það væri skylda hennar gagn- vart þingi og þjóð að láta þetta uppi; stjórnendur Templarafélagsins verða að vera þes» minnugir, að meðan félag- ið nýtur opinber* styrk» af landsfé verð- ur það að vera vant að virðingu »inni, og verður að geta gert grein fyrir því, að það noti þetta fé á þann hátt. lem til er ætlaat, en ekki til annara hluta, koaninga-undirróðura, eða annars því lík». Ennfremur bentum vér á, að ef Stór»túkunni væri þe»»i þvottur alvöru- mál, og ef hún vildi gefa það til kynna með þesaari fyrnefndu yfirlýiingu Stór- ritarans, að hún væri óaamþykk gjörð- um hans, þá væri auðvitað óhjákvæmi- legt, að svifta hann þeirri stöðu, er hann hefði haft á hendi, og mi»brúkað á þennau hátt. Eu þetta atoðaði ekkert. Stór»túkan fékkat ekki til að akýra frá afítöðu »inni til aðgerða Stórritaran* í þe»su efni, frekar enn hún halði gert með kattarþvottar-yfirlýaingunni — þangað til nú. Þesai koining, »em nú hefir fram farið á Seyðisfirði, er hið greini- legasta svar, hin ótviræðasta yfirlýaing um það, að Stóratúkunni var engin al- vara, er hún lét Stórritarann takait einan á hendur ábyrgðina af Pukura- bréfiuu, heldur hefir það einungi* verið gert til þesa, að atrá »andi í augn al- menningi, reyna að fela »ig b»k við þann mann, «em af tilviljun varð til að kveða uppúr, og láta hann siðan taka við skellunum. Þetta er hreyatileg fram- koma og göfugmannleg. 0*s grunaði að ví»u þegar i vetur að svona væri, en vildum þó ekki gera framkvæmda- nefnd Stóratúkunnar þe»»ar getsakir. En nú hefir Stóratúkuþingið tekið af o»s ómakið og sýnt það ein» greinilega og freka»t verður á kosið, að þetta yfir- klór Stóratúkunnar í vetur var að eins vandræðaleg og vesældarleg tilraun til að velta yfir á einn mann þeim skell- um og þeim ámælum, sem að réttu lagi áttu að lenda á henni ajálfri. En hr. Jón Pál»*on stendur sannar- lega mað pálmann í höndunum. Stór- stúkan hefir, með því að gera hann Stórtemplar, tekið á sínar herðar hina »iðferði»legu ábyrgð af hinum pólitisku æaingum pukurbréfains, þvegið af hon- um þann blett, er hún reyndi að klína á hann i vetur — og veitt hoaum að launum þær mestu virðingar, er hún áttir yfir að ráða. Kosningarréttur og kjörgengi kvenna. Það er undarlegt að ekki skuli sjást í blöðunum meira ritað um þetta mál en raun ber vitni um, því óneitanlega er „kvenfrelaia" -hreyfingin hér á ís- landi komin það á veg, að tími er til fyrir þann hluta þjóðarinnar að fara að rumaka, sem ekki er samþykkur þeirri hreyfingu, eins og hún nú er orðin. Sérataklega eru aðgerðir síðasta þings á þann veg í þe»»u máli, að menn mega ekki leiða það hjá aér þegjandi og hljóðalauit, því miklir hafa þing- bre»tirnir verið, en þetta er einn af stærri dynkjunum. Blöðin, að undan»kildum Ingólfi, virð- aat i þetta akifti vera nokkurn veginn ■ammála, og er þó ekki hægt að bregða þeim um, að þeim komi of vel saman. Aunaðhvort er, að þe»*i avonefnda kvenfrelaia hreyfing hefir mjög mikið fylgi, sem er næita ótrúlegt, eða þá hitt, að menn þora ekki að segja neitt á móti henni til að «tyggja ekki vi»aan hluta kvenþjóðarinnar. Aunara virðist þetta mál bera dálít- inn agitation»-blæ. Yiss atjórnmálaflokkur hefir gert mík- ið að því að þyrla upp ýmgum frelsis- hugejónum, og þyki«t einn verja »jálf- »tæði landa og þjóðar móti ýmsu meira og minna ímynduðu ófrelai. í þeasu máli hafa hinir flokkarnir ■mittaat. Það verður aldrei heillavæn- leg pólitík, hjá hvaða fiokki sem er, að beita þeim meðölum, »em kitla fjöld- ann í bili, en reyniat svo til »kaða þeg- ar frá liður. Svo þykir mér líklegt að verði um þetta mál. Mér dettur í hug maður, sem bauð sig fram til alþingis — það var i kjördæmi Björna Jón»s.— hann fór upp á garðbrot og kallaði: Meira frelai! Meira frelai! Svo var ræðan ekki lengri; en karlarnir voru ■vo vitlausir þá, að þeir kuau ekki manninn. Hanu hefði líklega náð ko*n- ingu núna! Kosningarréttur kvenna. Samkvæmt lögum síðaita alþingia eiga allar giftar konur og lauaamenn, sem eru 25 ára, að fá koaningarrétt. Þegar konan hefir öðlast þennan rétt, er hún um leið skyld til að nota sér hann, ekki lagalega heldur siðferði»lega akyld til þe»». Réttinum fyl'/ir skyldan. Konan verður að setja »ig inn í öll þau mál, er þjóðina varða, til þess að geta greitt atkvæði »itt réttilega. Eg skal fúslega játa það, að konan er eða getur verið eins vel gáfum gædd og karlmenn, svo frá þeirri hliðinni skoð- að er ekkert við þetta að athuga. En hins ber að gæta: Er þetta nokk- ur hagur fyrir konuna sjálfa eða fyrir þjóðfélagið í heild sinni? Fyrir konuna álít eg þetta óheilla- spor. Hún er með þe»su knúð til að gefa sig við opinberum málum, sem hún hingað til hefir látið afakiftalaus. Hún verður að taka „aktivan" þátt í póli- tíkinni. En »vo mikið má segja, án þe«s að vera atórorður, að pólitíkin hjá o*» í«- lendingum er ekki »vo á þessum tím- un# að hún göfgi hugsunarháttinn eða geri menn að betri mönnum. Bakmælgi, illyrði og rógburður eru algeng vopn pólitískra mót»töðumanna. Inn í þennan eld á nú að kasta kon- unni. Má»ke einhverjum detti í hug að konan geti mildað þetta »trið. En það er vafalaust ekki rétt hugsað. Konan er oftaat örlyndari og ákafari en karl- maðurinn, »vo ófriðurinn mundi frekar aukast en minka. Heimilið hlýtur að líða við þetta. Ef konan gefur »ig mikið við opinber- um málum, vanrækir hún heimili sitt. Hún getur ekki bæði gætt heimili*- ins og tekið öflugan þátt í opinberum málum. Afleiðingin hlýtur því að vera ■ú, að hún vanrækir annaðhvort. Nú kemur það fyrir að maðurinn og 23. blaö. kona hans eru ekki aammála um póli- tík. Mundi það ekki eitra heimilislífið? Það er eg hræddur uro. Menn, »em hafa verið vinir árum saman, mega-nú ekki ajást vegna ólíkra ■koðana í landamálum. Þetta mundi fara ein» með hjónÍD, það mundi spilla hjúskapnum og eitra heimilislifið. Fyrir þjóðfélagið í heild »inni hefir þetta ýmist lítil áhrif eða þá ill áhrif. Séu hjónin saromála, tvöfaldast að ein» atkvæði mannsins. Séu þau »itt á hvorri skoðun, getur það spilt heimilinu og þar af loiðandi þjóðfélaginu, því börnin, hin koraandi kynilóð, bera merki heimiliiins. Hér hefir aðallega verið átt við gift kvenfólk. Um ógiftar konur er dálítið öðru máli að gegna. Þær mættu ef til vill fást við pólitík, þó það sé í sjálfu sér óeðlilegt, en þær yrðu helst um leið að undirgangast það, að gífta sig aldrei. En — akyldu þær vilja það? Þá er að athuga þá hlið málsina, sem mestu varðar. Það er að kvenfólkið sjálft hefir ekki beðið um þessi réttindi, og eg efast mikið um, að meiri hluti íalenakra kvenna sé mjög áfram um að öðlaat þetta hnoas. Eg hefi átt tal við margar konur um þetta mál, og mikill meiri hluti þeirra er þvi mótfallinn. Konur yfir- leitt finna ekki til þeaaa ófrelsia og þvingunar, *em ein»töku kvenfreliia- garpar eru að prédika. Þetta er heilbrigð hugsun. Því í veruDni hefir konan jafnrétti við manninn. Maðurinn hugaar um hag heimiliiina út á við en konan inn á við. Þetta er jafnræði. Vegna hvers er alþingi að veita kven- fólkinu kosnÍDgarrétt, án þe»a að vita fyrat, hvort þær óska eftir því? Kjörgcngið. Eftirleiðia eiga konur að hafa jafnan rétt til allra opinberra sýalana, embætta o. s. frv. eina og karlar. Illur er kosningarrétturinn, én verra er þetta, ef kvenþjóðin notar sér þenn- an rétt alment. Það er ekki af þvi að kvenmaðurinn hafi ekki jafna hæfilegleiba og karlm., ég tek það fram aftur, heldur af því að þetta er aljjjörlega á móti lögmáli náttúrunnar, ein» og það hingað til hef- ir verið skilið. Ég hefi ekki á móti því að konan fái alla þá mentun, »em hún vill og þarfnast fyrir. * Eu að hún gangi mentaveginn til þesa að verða embættismaður á eftir, því er ég algjörlega mótfallinn, því með því er konan komin út fyrir sitt eðli- lega ætlunarverk. Með þesiu móti er hún komin inn á verksviS karlmann»ins. Ætlunarverk konunnar, er að verða eiginkona og móðir, ala upp börn »ín og vera húsmóðir i þes»a orð» beztu merkingingu. Þetta hefir ætíð verið ætlunárverk konunnar, þetta gætum við karlmenn- irnir ómögulega losað hana við, hvað fegnir sem við vildum.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.