Ingólfur


Ingólfur - 16.06.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 16.06.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 95 Skrúðgangan 17. júní Samsæti 17. júní verða haldin á „Hótel Reykjavík", i Iðnaðarmannahóainu og Goodtemplarhúsinu kl. 9 e. h. — Aðgöngumiðar koita kr. 1,75 og fá»t meðan húsrúm leyfir í Hótel Reykjavik, hústtjórnarskólanum fyrir Iðnaðarmannahútið og á Hótel ísland fyrir Goodtemplarahúaið. — Borðhald og dan» á eftir. 1 óaðfinnánlegur. En það hlutverkið sem mest veltur á, er auðvitað Arthur, þes»i hver»dag«manneskja, hvorki betri eða verri enn aðrir menn, «em atvikin hafa gert að glæpa manni. AUur almenning- ur hefir í »ér geymda hæfileika til að drýgja glæp, lætur höfundurinn Maríu sy«tur han» segja, og það er að ein» undir atvikum komið hver verður til að drýgja glæpinn, og þe«» vegna er það ranglátt, að aá verði fyrir hegning- unni, »em atvikin og tilviljunin hefir rekið til þess, það er ranglátt að sá eini taki út hegninguna fyrir allan fjöldann, sem var svo heppinn að kom- ait hjá þeim atvikum. „En Forbryder“ gefur mönnum margt umhugsunarefni, rótar upp í öllum þeim •iðferðiskenningum, sem menn taka inn daglega í skeiðum og beinir huganum inn á við. Petta er áreiðanlega veiga- mesti leikurinn, sem hr. Boesen hefir sýnt hér. Ges. Ófriðarefni ófriðarflokksins. Björnsliðarnir — ófriðarflokkurinn — halda áfram að blása eld að ófriðarkol- um sínum, þótt ekkert vinnist á. Þeir eru að berjast fyrir lifinu; .því að sjái þjóðin mismuninn á núverandi stjórn og fyrverandí stjórn, þá hefir Björn Jónsson enga von um að verða ráð- herra aftur. Og mismunurinn verður ekki i fáum orðum einkendur betur en með þessu: fyrverandi stjórn var ófrið- arstjórn, en nú er friður. Á þeim tveimur árum, sem Björn Jónsson var ráðherra, kveykti hann ó- frið alt í kriiigum «ig. Hann byrjaði nokkrum dögum eftir að hann varð ráð- herra með bankamálinu; i sambandi við bankamálið kom áráain á alþingi og dómavaldið í landinu; þá kom árásin á rit»íma»töðina; meðferðin á silfurbergs- málinu o. s. frv. Þegar Björn Jón«son lét af stjóro, •ló í dúnalogn. Ekkert ófriðarefni kom frá atjórnarráðinu: engin ófriðaralda átti upptök sín þar. En Björnsliðið varð að fá ófriðarefni til þess að reyna að hylja breytinguna. ^ Það reyndi að kveykja ófrið með því að ráða»t á núverandi ráðherra af þvi að hann fór ekki frá völdum eftir að vantraustayfirlýiing gegn honum var feld! En tilraunin dó jafnanemma og hún fæddiat. — Það reyndi að kveykja ófrið með því að álaaa ráðherranum, sem er lögfræðingur, fyrir að hafa ekki haldið áfram máli, sem lagalega séð er ómögulegt að halda áfram! Og það reyndi að vekja ófrið með þvi skamma ráðherra fyrir, að ransaka hvernig láni einu væri komið, sem ekki varð séð af landsreikningnum, hvernig varið hefði verið! Hafði þó alþingi falið honum að ranaaka þetta. Þetta eru þá ófriðarefuin: að ráð- herra hefir ekki meiri hluta alþingis á móti, að hann vill ekki gera það sem er vitanlega meiningarlaust og að hann skýrir alþingi frá fjárhag landsins. Á hinn bóginn eru framkvæmdir í’yrver- andi ráðherra: bankamálið, silfurbergs- málið, símskeytamálið o. s. frv. Von er að Björnsliðið vinni lítið á og allir menn sjái og finni að nú er önnur stjórn við völd, en sú sem áður var. Friður í stað ófriðar! Jönatan. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Próf í heimspeki tóku þessir stúdent- ar á prestaskólanum í dag og fengu þessar einkunnir: Halldór Hansen stud. med., vel + Þorst. Þorsteinsson stud. jur. dáv. + Jón Ásbjörns»on stud. jur. dáv. + Helgi Skúla»on stud. med. dáv. + Jón Jóhannsson stud. med. dáv. + Sig. Sigurðsson stud. theol., dáv. -4- Nýlega hefir fundist sjbrekið lík í Viðey. Búist er við að það muni vera enskur sjómaður, sem einhverntíma í vetur tók út af botnvörpungi hér a Höfn- inni. Líkið er mjög skemt. S/s „Ask“, eitt af skipum Thore fé- lagsius, sem átti að leggja af stað frá Kaupmannahöfn 10. þ. m. fór ekki fyr enn í gærmorgun. S/s „Sterling“ kom á miðvikudags- morguninn var með mesta fjölda af farþegum, hóp af útlendum ferðamönn- um, Brillouin konsúll með tvo frakk- neska verkfræðinga, stúdentana Jóh. A. Jóhannes»en, Ólafur PéturasoD, Sig- tryggnr Eiríksson, o. fl. Veizla var haldin i gærkvöld í Báru- búð fyrir Emil Niélsen skipstjóra á „Sterling“, í tilefni af því að hann hafði farið 100 ferðir hingað til land»ins sem skipstjóri. Var þar mikið fjölmenni og gleði mikiJ. Aðalræðuná fyrir minni heiðursgestsins hélt Ásg. Sigurðsion konsúll, en Th. Thorsteinsson kaupm. hélt ræðn fyrir minni konu hans. Heið- ursgesturinn mælti fyrir minni íslands. — Var honum færð að gjöf Kristnitöku- myod Þór. B. Þorlákssonar en konu hans var gefið skrautlegt gullbelti. Stóð veizlan síðan með miklum fögnuði þang- að til kl. 3 í nótt. T út um baktröppurnar. Arthur biður okrarann að framlengja víxiliun, en hann neitar því, og loks brigslar hann Arthur um að hafa falsað nafm M»rins á vígsilinn. Þá stenst Arthur ekki lengur mátið, ræ»t á hann og byrkir hann í snöru, og nær víxlinum. Hann fer siðan til »ystur sinnar, örvinglaður eftir geðshræringuna, og segir henni frá bvernig komiðsé; henni verður auð- vitað hverft við, en huggar hann eins og hún getur best, ög hressiat hann við það. Daginn eftir verður uppvíst um morðið. Grunur fellur á bústýru Eng- strörn*, okrarans, að hún hafi framið morðið, en hýn hefir «éð Marin, þegar hann fór niður tröppurnar frá Eng«tröm, og er hann því hræddur um, að hann vi»si af að Arthur hafði komið til okr- arans þetta kvöld og ber upp á hann, að hann »ó morðinginn og særir hann um að láta sig ekki verða dæmdan sak- lauaan, en sýnir honnm fram á, að öll líkindi léu til að bústýran, gömnl og hrum keliing, muni ekki hafa þrek til að halda fram sakleyai sínu, enda ber- ist böndin að henni. En þegar Arthur sér, að svo getur farið að saklaua mann- eska verði dæmd fyrir glæp, rem hann hafði drýkt, þá játar hann fyrir konu ■inni og mági að hann *é sá «eki, og ákveður að fara af ajálfdáðum til lög- reglunnar og játa upp á sig glæpinn; yfir þessu verða þau óð og uppvæg kona hans mágur, að slíkur hlntur hlut- ur leggist á ættina, en systir hans sam- sinnir því, að það sé skylda hans, og á því endar leikurinn, að þau fara út saman 4 leið til lögreglunnar. Þessi leikur er erfiður viðfangs, sér- staklega hlutverk Arthurs, en hr. Stöc- kel tókst þó viða ágætlega, sýndi vel þrekleysið og veiklyndið hjá manninum og örvinglunina eftir að hann hafði framir morðið. Frú Boesen lék lika vel þessa eingingjörnu og hugsunarlausu konu, sem strax fer að hugsa ser að yfirgefa mann sinn þegar hún heyrir, að ekki »é annað fyrirsjáanlegt enn að þau komist á vonarvöl. Hr. Boesen leikur Martin, gerir hann sjáanlega ó- svífinn og ófyrirleitinn, eins og hann á að vera. Syaturina leikur frk. Carla Miiller af skynsemi og skilningi, eins og öll þau önnur hlutverk, er hún hefir leikið hér. Ilr. Lakjer leikur Eagström okrarann ágætlega, gereð var gott, lát- bragðið ágætt, og leikurinn yfirleitt Pistlar Ingólfs. Gröndal og Jón Sigurðsson. Tekið eftir óprentuðum œfi - minningum Gröndals, er hann kallar „Da'gradvöl, œfisaga mín (frá 1826—1874)“. -----------„Þegar ég kom til Hafnar, þá var Fjölnir hættur að koma út, en Félagsritin héldu áfram. Jón Sigurðs- son var höfuð Félagsritanna, og var all- taf rígur milli hans og Fjölnismanna, og ekki síst út af rithættinum. Skömmu áður enn ég kom, þá ætluðu þeir allir að sameinast og steypa báðum ritun- um saman í eitt, og var fundur hald- inn um þetta; en þegar til stafsetning* arinnar kom, þá fór alt út um þúfur; Jón Sigurðsson vildi ekki hafa joðið og grönnu stafina, sem Konráð og Brynj- ólfur héldu fram, og svo varð ekki neitt af neinu. Konráði var alltaf kalt til Jóns, bæði út af þessu, og svo áttu þeir ekki skap saman. Engu að siður var Fjölnis-flokkurinn við lýði nokkra stund, og voru það Konráðs menn, þeir 1 helstir: Gunnlaugur Þórðarson, Skúli 1 horlacius, Haldór Friðriksson og Brynj- ólfur Pétursson; en Félagsritaflokkur- inn var eiginlega ekkert nema Jón Sig- urðsson, því hinna gætti ekkert, þó að „nefnd“ setti nöfnin sin á titilblaðið og sumir rituðu í þau. Eg hneygðist þeg- ar að Fjölnis-flokkinum, líklega af því, hann var meira „æsthetiskur" en hinn, en ég fráhverfur pólitík, og átti nú að fara að gefa út seinasta (níunda) árið af Fjölni, eftir tveggja ára millibil, því fráfall Jónasar Hallgrímssonar heíir lík- lega hamlað útgáfunni, þó hann annars ekkert gæti styrkt Fjölni með pening- um“- —----------„Hvað útgáfu Fjölnis snertir, þá hafa víst engir borið kostn- aðinn aðrir en Brynjólfur og Tómas, því allir hinir voru félausir, og sama mun vera að segja um Félagsritin, að allur kostnaðurinn hefir lent á Jóni Sigurðssyni. Ég átti þá minna við hann, en samt urðum við brátt kunn- ugir, og þegar Kristján áttundi andað- ist, þá spanaði Jón mig til að kveða eftir hann sextuga stefjadrápu, og skýrði Jón hana sjálfur og kallaði „Jólnaglöð“ ; hún er prentuð í Félagsritunum (8+ 2 ári, 1848) ásamt fleiri kvæðum minum. En miklu meira átti ég við Konráð og Brynjólf, með því líka þeir sóktu meira eftir mér en ég eftir þeim, þó ég væri miklu yngri; þeir voru mér og einstak- lega góðir og mestu ágætismenn, og ólíkir flestum nú. Eg ritaði fyrir þá öll kvæði Jónasar undir prentun, og svo islenzka ritgjörð eftir Jónas um fugla, sem prentuð var i níunda ári Fjölnis — raunar lítt merkileg. Meðal allra ísendinga bar mest á Jóni Sigurðssyni og Konráði, raunar meira seinna en á þessu timahili. Eng- in vinátta var milli þeirra, eins og ég hef getið um, enda voru þeir i flestu ólikir. Jón var meira lesinn í íslensku enn Konráð, því fyrir utan það að Jón lagði sig eftir sögunum og las flestar seinni tíma bækur, þá var hann ná- kunnugur lögunum, en það var Kon- ráð ekki, og hann þekti varla neinar hinar yngri bækur vorar; Jón var og á alt öðru málfræðislegu sjónarmiði en Konráð, og spilti það milli þeirra. Hvorugur var víðlesinn i evrópæískri literatur. Jón var aldrei iðjulaus, altaf að vinna, Konráð var latur með köfl- 3 um, gerði ekkert vikum saman, en vann með rykkjum; Jón var pólítiskur og stjórnfræðingur, Konráð hafði óbeit á öllu þess konar og vildi hvergi nærri koma; enda var honum sá einn kostur nauðugur, þar sem hann gerðist dansk- ur embættismaður. Konráð kastaði fram kviðlingum og lausavísum (en rit- aði þær raunar aldrei upp); Jón hefir aldrei ort visu. Konráð var bráðlynd- ur og þoldi enga mótsögn, rauk upp með fautaskap og ójöfnuð; Jón kunni að stjórna sér, var rólegri og ritaði al- drei skammargreinir. Báðir voru svo vel viti bornir, að þeir gættu þess að þeim lenti aldrei saman; báðir voru, eða gátu verið undirförulir og pukrar- ar. Jón var stórkostlegur og mikilhæf- ur, Konráð snyrtilegur og smásmugu- legur. Konráð var mjög gefinn fyrir að láta stjana við sig og brúka menn, og borgaði illa eða ekki, án þess þó hann væri ágjarn eða sérplæginn; Jón var einnig gefinn fyrir að brúka menn, en borgaði vel. Jón var góður búhöld* ur, Konráð því fráleitur. Jón var af- haldinn af Islendingum og mjög mikið saman við þá og eftirsóktur, Konráð 4

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.