Ingólfur


Ingólfur - 16.06.1911, Page 4

Ingólfur - 16.06.1911, Page 4
96 INGOLFUR D. D. P. A. Verð á olíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard White“. 8 — 10 — — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. 8—10— — 19 — — — „Pennsylvansk Water White“. 1 eyri ódýrari pottarinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir sliiftavinixm óls.eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum só vörumerki vort bæöi á hliðunum og tappanum. Ef þíö viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydcs-verslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki dctta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Pantið sjálflr vefnaðarvöru yðar beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4 mtT. af 180 OtlH. l31T©1^5Ul. svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vel lituðu klæöi úr fallegri ull í prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- fot fyrlr eínar io ls.r. — i mtr. á 2,50. Eða 0‘/4 mtr. af 135 ctm. breiöu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr elnar 14 lx.r 50 au Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í Kaupmannahöfn, sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við J. P. ‘1*. □3ry'd©JS“Vcrslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. 5 * * * M\ firfijólfsson j yfirréttarmálaflutningsmaður ^ Austurstræti 3. ^ Heima kl. 11—12 og 4—5. J Talsími 140. | Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður Póstliústsræti 17. Venjalega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. F élagsprentsmið jan. einangraði sig og forðaðist þá, og komu mjög fáir til hans. Jón sleikti aldrei upp danska flokkinn, Konráð var co- rollarium háskólans“.--------— „Við Jón Sigurðsson kyntist ég brátt betur en áður; þeir vildu báðir hafa mig, Jón og Konráð, en nokkur vandi var á því, þar sem þeir voru engir vinir, eins og ég áður hef drepið á. Hvorugur mintist á annan. Lítið var ég með hinum yngri Islending- um og ekki hændist ég að þeim, en töluvert drukku þeir altaf, og höfðu gert það að vana, að fara hópum sam- an á hverju laugardagskveldi út til Jóns Sigurðssonar til að éta, og sátu þar að púnsdrykkju langt fram á nótl, en í þeirn samsætum var ég aldrei. Eft- ir að ég hafði lokið við „CIavis“ hafði ég altaf prófarkalestur og ýmislegt ann- að fyrir fornfræðafélagið, ritaði og stundum í annálana, sem það gaf út. Fyrir bókmentafélagið fékk ég aldrei að gera neitt, því Jón Sigurðsson hafði aðra, sem hann lét vinna fyrir það, og voru ekki síður en ég féþurfar. Hinir yngri Islendingar kölluðu Jón aldrei annað en „forseta" (af þvi hann var forseti bókmentafélagsins, en ekki af því hann var alþingisforseti) og þetta nafn hans þektist ekki meðal eldri landa. Um haustið 1859 var veisla haldin lyrir Jón Sigurðsson þegar hann kom frá alþingi, og eg var beðinn að yrkja kvæði til Jóns“. — —• — — „Veislur voru haldnar í hvert sinn sem hann kom af þingi, og ég orti kvæði til hans þvínær i hvert sinn, og þóttu ætíð fall- eg, enda áleit Jón mig sem sitt skóld, eða eins konar hirðskáld sitt, og fann ég vel hvað ánægður hann var, þó hann aldrei segði það berum orðum. Jóni þótti vænt um þessar veislur og hylli Islendinga í Höfn, sem von var, því einhverja hvöt eða uppörfan og vinahót þarf maður ætíð til að halda fjöri og geta verkað, en hér á Islandi var Jóni aldrei gert neitt til virðingar (nema einu sinni held ég, og mjög seint). Þessar veislur voru oftastnær haldnar á „Skydebanen“ og voru fjörugar og skemtilegar. I einni af veislunum urð- um við allir svo fullir, að enginn mundi eftir að fylgja Jóni heim, svo hann fór einn, og þá meiddi hann sig á höfðinu, svo hann hleypti engum inn til sín í hálfan mánuð: en annars varekki vant að nokkuð yrði að Jóni, þó liann drykki töluvert“. — — — — „Égvarábóka- söfnunum venjulega allau tímann sem þau voru opin, frá 11—3, og var Jón Sigurðsson þar þvinær ætíð, þegar hann var ekki á þingi; við urðum ætíð sam- ferða út og gengum þá oftast út á Laungulínu eða eitthvað út fyrir bæinn og töluðum um ýmislegt; ég held Jón hafi þá (1859) ekki verið eins mikið með neinum eins og mér. Jón var ekki laus við að vera barnalegur í aðra röndina, eins og ég, og var þetta hin mesta skemtan“. — — — „Gísli (Brynjólfsson) hafði aðrar skoð- anir en Jón, hann vildi fara einhvern miðlunarveg, en íslendingar höfðu enga hugmynd um aðra pólitík en að Jón væri Jón. Ég var í rauninni ekkert betri sjálfur. En svo bættist það við, að Gísli hataði Jón; orsök þess veit ég ekki, því Gísli vildi aldrei segja mér það; ég held honum hafi sárnað að Jón hefir verið tekinn fram yfir hann í einhverju, og víst er um það, að sumir öfunduðu Jón fyrir það fylgi sem hann hafði af íslenskum stúdent- um, en það kom ekki til af því að Jón sæktist eftir því „eða agitéraði“ hið minsta; hann var einmitt þannig að menn leiddust til að hænast að honum, hann var eins og segulstál, en það eðli var ekki til hvorki í Gísla eða Konráði“. — — — ..— — — „Jón Sigurðsson bjó á horn- inu á Stokhúsgötu og Austurvegg; hús- eigandinn var Vilhjálmur Skram ríkur tóbaksverslunarmaður ogí ætt við Skram- ana fyrir norðan. Þar hafði Jón all- mikil húsakynni (leigan var 600 krón- ur um árið) en illa fyrirkomið, að mér þótti, því fyrst var langur gangur eða rangali, og lágu dyr þar út í; var fyrst komið inn í „státs-stofuna“ og þaðan inn í herbergi Jóns eða daglegu stof- una, þar sem Jón sat og kona hans. Herbergið var skakt, og stóð skrifborð Jóns fyrir horninu, og bækur hafði hann þar i tveimur skápum, en sjálft bókasafn hans var hinum megin við státs-stofuna. Innar af daglegu stof- unni var svefnherbergi þeirra hjóna, en annars var mér ókunnugt um herbergja- skipan“. —---------

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.