Ingólfur


Ingólfur - 27.06.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 27.06.1911, Blaðsíða 2
102 INGOLFUR glögt er gestsaugað — og Kristján var orðinn Bandsríkjamaðnr, gestur um Is- landa mál — eu ekki af því að hann telji Kristján eiginlega öðrum fremri til þeaa að dæma um málið. Og þó er dómur Kr. J. af tveimur áatæðum merkari en dómur margra annara manna. Kriatján var lœknir. En ein aðal- ástæða bannmanna er skaðaemi áfengia fyrir líkamann. Ef áfengið er evo skað- legt sem bannmenn balda fram, og ef bannið getur bjargað mönnum undan skaðræðinu — þá virðiat varla hugaan- legt að nokkur góður læknir geti verið á móti því. Og Kristján var nákunnugur í Banda- ríkjunum og hlaut því að þekkja fram- kvæmd bannlaga þar. Bandaríkjalækninum heflr ekki þótt eiturástæður bannmanna nægilegar eða bannið hagkvæmt læknismeðal eftir reynalu Bandaríkjamanna. Nei, hann spyr hvort fólkið sé að verða vitlaust. J. Iðnsýnmgin, Á Iðnsýninguna þurfa allir að koma sem vetlingi geta valdið. Inngangurinn kostar eina 50 aura og gengur til þeas að standa straum af kostnaðinum; verði nokkur afgangur er ætlast til að hann gangi til stoínunar iðnaðarsafns eða ef til vill undirbúnings undir næatu sýn- ingu, sem vonandi verður innan skamms. Sýningin er opin á hverjum degi frá 10 — 6 og er hljóðfærasláttur i veit- ingastofum, sem Hótel „íslaud“ hefir ' þar frá kl. 4‘/2 til 5‘/2. Sýningin á að sýna oss hvar vér stöndum í iðnaði og hvað vér getum. En — því miður — hafa iðnaðarmenn landsins ekki skilið til fulls þessa þýð- ingu; margir hafa setið heima og sýna ekkert — af áhugaleysi, skilningsleysi eða öðru. Eínungis ein ullarverksmiðja sýnir verk síd, en það er verksmiðjan „Iðunrí1 í Reykjavík, og eru fleiri þó til á landinu. Verður ekki betur séð en að binar hafi ekkert að sýna eða standi 'Iðunni“ svo langt að baki að verk þeirra þoli ekki^samjöfnuð. „Iðun“ muu aftur vafalaust spinna gull á sýn- ingunni; hún sannfærir menn um að hún hefir á boðstólum jafnfalleg og jafn- góð efni og mörg’ hin útlendu; sést þetta Ijósast á því að þá fáu daga sem sýningin hefir verið opin hefir þar ver- ið pantað efni í 20 alfatnaði eftir fyr- irmyndunum sem sýnd eru. Af prent- smiðjum sýna einungis Gutenberg og nótnaprentsmiðja D, Öilunds. Sýna þær báðar að þær vinna verk sín ágætlega; sumt af |því sem Gutenberg sýnir er undursamlega vel gert. En fleiri prent- smiðjur hljóta að vera til sem þora að láta verk sín sjást, þó þær séu minní og ekki eins vel byrgar af stýlstegund- um. En þótt nú sýningin sé í raun og veru als ekki fullnægjandi — sýni ekki alt sem vér getum — þá er hún furðanlega fjölbreytileg og má margt læra af henni. Barnaskóli Rvíkur, Landakotsskóli, Barnaskóli Akureyrar og kvennaskóli Rvíkur sýna verk nem- enda þeirra og er það alt þess vert að skoðað sé og sýnir vel framförina í kensluuni frá fyrstu lærdómsárum til siðustu kensluáranna. Jón Halldórsson og Co sýna Ijómandi lagleg dagstofuhús- gögn, Jónatan Þorsteinsson svefnher- bergishúsgögn og Vöfttndur ýmia hús muni úr tré. Th. Thorsteinsson, Duus, Edinborg o. fl. sýna fisk og lýsi. Magn- ús Benjamínsson sýnir klukku og Carl F. Bsrtels úr, Stefán Eiríksson hval- beinsFtóIinn fræga; Ásgrímur Jónsson og Þórarinn B. Þorlákksson sýna mál- verk, og Einar Jónsson gibssteypur af ýrasum listaverkum sínum. Lengi mætti telja, en hér verður að nema staðar að sinni. En Ingólfur mun í næstu blöð- um geta allra þeirra, sem sýna muni á sýDÍngunni og eftir mætti benda á kosti og galla. En öllum þeimkem kost eiga á því ræður hann til þess að fara sjálf- ir og sjá. J. Brúarvígsla og minningarhátíð Jóns Sigurðssonar í Borgarfirði. 24. þ. m. átti að verða og var hátið mikil við Norðurá í Mýrasýslu. Til- efnin voru tvö: vígsla nýgjörðrar brúar yfir Norðurá undan Haugum og minn- ingarhátíð Jóns Sigurðssonar. Fór ég því 23. þ. m. með „Ingólfi" í besta veðri upp á Brákarpoll, ásamt fjölda höfuðstaðarbúa, til þess að vera þar við. Á skipinu var lúðrasveit bæjarins og skemti hún mönnum á meðan sjór og veður leyfði; þegar dró upp undir Akranes fór sjór lítið eitt að ókyrrást, en skipið valt, svo fjöldi farþega fóru að verða sjóveikir, og Iágu með stun- um niðri í farrýmum og til og frá á þilfari. Þegar leið á kveldið og við komumst inn á Borgarfjörðinn batnaði þetta aftur, en þá varð skipið að leggj- a*t og bíða vegna fjörunnar ífirðinum. Til Borgarnessjkomurajvið Iaust eftir 12, og flýttu menn sér af skipi til að ná næturgistingu, og voru víst flest hús þar full af gestum þá nótt. Morguninn eftir héldu meun í býti á- fram ferðinni upp til brúarinnar, sumír gangandi eða á reiðbjólum, hópur manna fór með mótorbátnum „Hvítá“, en hrepti hvassviðri og° ágjöf, en þorr- inn fór ríðandi, fáeÍDÍr urðu að setjast aftur af því þá vantaði farkost. Sól- skin var um daginn en allhvast á norð- an, og áttu þeir því örðugt er á reið- hjólum voru. Er að brúnni var komið, var þar raikill manngrúi saman kominn úr öllu héraðinu, yfir 1500 manns alls, kallar og konur. Lúðrasveitin skemti þar allan dagiun og lék danslög seinni partinn, og var dansað eftir frá kl. 5—12 um nóttina. Voru menn þá farnir að ,tínast burtu, enda veður þá orðið kalt. Jón Sigurðsson alþingismaður setti mótið með nokkrum orðum og sagði frá hvert væri tilefnið til samkomunn- ar og gaf þvínæst Klemens landritara Jónssyni orðið og talaði hann fyrir hönd landstjórnarinnar og vígði brúna með laglegri og skipulegri ræðu vel fram borinni og lýsti hann því í lok ræðunn- ur að hérmeð afhenti hann almenningi brúna til notkunar. Þá var gengið yfir brúna og um leið kastað tölu á aðkomumenn. Því næst var gengið spölkorn ofan með ánni að vestanverðu ofan á slétta bakka, var þar danspallur, mjög laglega skreittur með blómsveigum, birkihríslum og flögg- um, íslenskum og dönskum. Þar var ræðupallur og sté séra Magnús Andrés- son þar fyrstur í stólinn og hélt ræðu fyrir minningu Jóns Sigurðssonar. Næst hélt Jón alþingismaður Sigurðs- son ræðu fyrir héraðið. Þá flutti Jó- hann bóndi Eyjólfsson ræðu fyrir ís- land og loks séra Gísli Einarsson á Stafholti fyrir landbúnaðinn. Þá var frjálst ræðuhaldið, og talaði Bjarni Ás- geirsson frá Kuarranesi laglega fyrir fánann íslenzka. Skáldið Halldór Helgason á Ásbjarn- arstöðum las þá upp snoturt kvæði eft- ir sjálfan sig, sem hann nefndi „Vor í sveit“, og munum vér birta það hér í blaðinu. Þá var farið að dansa og skemtu menn sér við það fram á nótt, sem fyr segir. Jafnframt þreyttu menn veðreið- ar og kappglímur. Daginn eftir var í því nær blíða logni og alveg sjólauiu haldið til Reykja- vikur á Ingólfi, sem var alskreyttur flöggum. Eun skemti lúðrasveitin með því að Jeika ýms fögur og fjörug lög. Heim komnm við um kl. 6 og var öll ferðin hin besta skemtun. Hátíðin fór vel fram, menn voru kátir og var gaman að ganga milli tjalda, sem þar voru víðsvegar um völlinn. J. H. Sambandsmáliö og kosningarnar. Miðstjórn Heimaitjórnarflokksins heflr í einu hljóði samþykt áð skora á öll þingmannsefni flokksins að lýsa því yfir að engin ályktun muni verða gerð i sambandsmálinu fyr en eftir aðrar kosningar, þótt Heimastjórnarmenn verði í meiri hluta eftir þessar kosningar. íþróttamótið. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að íþróttamótið var sett 17. júaí. Mótið stóð fulla viku en var slitið á sunnu- daginn 25. Þá var útbýtt verðlaunum á þessa leið: Leikíimisflokkur U. M. F. „IðunnarM fékk að heiðursverðlaunum fyrir þátttöku í móttinu silfurikjöld og verðlaunaskjal. — Fyrir leikfimi fékk íþróttafélag Rvík- ur 1. verðlaun (silfurskjöld og heiðurs- skjal), en leikfimisflokkur U. M. F. R. fékk heiðursskjal. — Fyrir knattspark fékk félagið „Fram“ 1. verðlaun (heið- ursskjal, _hver félagi fékk sinn verð- launapening). — Fyrir hástökk fékk Magnús Ármannsion 1. verðlaun, en Kristinn Péturnon 2. verðlaun. — Fyrir langstökk fékk Kristinu Pétursson 1. verðlaun en Sigurjón Pétursson 2. og Kári Arngrímsson 3. — Fyrir hnatt- kast fékk Sigurjón Pétursson 1. verð- laun, en Ágúst Markússon 2. — Fyrir kúluvarp fékk Sigurjón Pétursion 1. verðlaun, en Helgi Jónasson 2. — Byr- ir 100 metra kapphlaup fekk Kristinn Pétursson 1. verðlaun, en GeirJónison 2. og Sigurjón Péturison 3. — Fyrir 400 metra kapphlaup fékk Sigurjón Pétursson 1. verðlaun, Geir Jónsson 2. og Magnús Tómasson 3. — Fyrir stang- arstökk fékk B. G. Waage 1. verðlaun, en Kjartan Ólafsson 2. — Fyrir lyft' inqar fékk Jón Ásbjörnsion 1. verðlaun, Halldór Hansen 2. — Fyrir spjötkast fékk Carl Ryden 1. vérðlaun, Ólafur Sveinsson 2. og Magnúi Tómasson 3. — Fyrir girðingahlaup fékk Kristinn Pétursion 1. verðlaun, Magnús Ármanns- son 2. og Sigurjón Pétursson 3. — Fyr- ir kappsund fékk Erliugur Pálison tvenn 1. verðlaun. — Fyrir 804 metra kapp■ hlaup fékk Sigurjón Pétursson 1. verð- lauD, og Magnúi Tómasson 2. — Fyrir míluhlaup fékk Gnðmundur Jónsson 1. verðlaun, Einar Pétursson 2. og Jónas Snæbjörnsson 3., en Helgi Tómasson fékk heiðursskjal. — í kappgöngu fékk Sigurjón Pétursson 1. verðlaun, en Helgi Þorkelsson heiðursskjal. — í flolcka- glímu 1. fiolck fékk Sigurjón Pétursson 1. verðlaun, Hallgr. Benediktsson 2. og Kári Arngrímsson 3.; í 2. flokki fékk Halldór Hansen 1. verðlaun; í 3.fiokki Magnús Tómasson 1. og Vilh. Jakobs- son 2.; í 4. flokki Vilb. Jakobison 1. og Magnúa Tómasson 2. í fegurðar- glímu fékk Hallgr. Benediktsson 1. verð- laun (bikar), Gair Jónsson 2. ogMagn- ús Tómasson 3. Stofnendur iþróttamótsins mega yfir- leitt vera mjög ánægðir með árangur- inn af vinnu þeirra, og vonaDdi verða iþróttamót eins og þetta oftar á íþrótta- vellinum. Ræöa Jóns Jónssonar sagnfræöings, flutt af svölum alþlngishússins. Háttvirta samkoma! Þegar eitthvað óvenjulegt stendur til, einhver mann- fagnaður eða hátíðahöld úti við, mun flestum hugleikið, að veðrið sé sem bezfc. Þess hafa auðvitað allir óskað í dag. En þó liggur mér við að segja, að einu gildi hversu viðri, — svo fögur er minn- ing dagsins. Land vort er á marga lund öfganna land og andstæðanna. Það er kuldalegt og ömurlegt og eyðilegt umhorfs, þegar ekki sér til sólar, þegar þoka og dimmviðri taka fyrir útsýn alla. Eu það getur aldrei orðið svo dimt í lofti, svo napurt og kuldalegt, að ekki birti fyrir hugskots- sjónum vorum, að ekki ylji um hjarta- ræturnar, er vér rennum huganum til Jóns Sigurðssonar. Það er fagurt umhorfs hérna áheið- skírum sumardegi með dökkbláan fjalla- hrÍDginn á þrjá vegu og sólglitrandi sjóinn og skínandi jökulinn í vestri, — svo hreint og bjart og tignarlegt að fátt mundi jafnast á við það. Eitt veit eg þó, sem er enu fegnrra og bjartara og hugljúfara. Það er fögur endurminning. Það er minning dagsins í dag og mannsins, sem við höfum í huga á þess ari stundu. Jón Sigurðsson er sann-nefndur Ijósi- ins fulltrúi með þjóð vorri, Ijóssins og sannleikans, enda var bjart yfir honum, yfir svip hans og sálu, að sögn þeirra manna, er áttu því Iáni að fagna, að kynnast honum. Ásjónan var hrein og björt, tiguleg og göfugmannleg, ennið hátt og hvelft og gáfulegt, augun skær og tindrandi, og þótti öllum sem eldur brynni úr þeim er hann komst í geðs- hræringu, munnurinn fastur og einbeitt- nr. Það var eins og stæði ljómi og birta af öllum svip hans. Merki þess- ara einkenna má að nokkru sjá á mynd- um þeim, sem til eru af honum, þótt eigi gefi þær að líkindum nema ófull- komna hugmynd um hann. Innsigli ljói- ins er auðþekt á andlitinu. Um sál hans má segja með ofurlítilli orðabreytingu það sem skáldið kvað, að í honum bjó fögur sál og ætíð ung uadir silfurhærum. En þegar eg kemst svo að orði, að það sé bjart yflr minningu dagsíns, þá á eg einkum og sér í lagi við minningu þess, hvað Jón Sigurðsson heflr verið fyrir þjóð sína, hvað hann hefir afrekað fyrir land og lýð. Því verður ekki lýit til hlýtar í fljótu bra^ði, hvað Jón Sigurðsson var fyrir þjóð sína. En svo mikið er víst, að íslenzka þjóðin væri áreiðanlega ekki komin það áleiðis til sjáifstæðis og menningar, sem raun er á orðin, hefði Jón Sigurðsion aldrei verið til. Vér nútíðarmenn getum yflr höfuð að tala ekki hugsað oss íslenzku þjóðina án Jóns Sigurðssonar. Hvern einstakan mann annau/ þeirra er uppi hafa verið á síðasta aldarhelmingi, getum vér huga- að oss horfinn úr lífi þjóðarinnar, af- máðan af spjöldum sögunnar, án þess að stórum saki, án þess að þjóðin væri

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.