Ingólfur


Ingólfur - 27.06.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 27.06.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 101 önnur en hún er, — en hann með engu móti. Pað íýnir bezt hver maður hann var. Það sýnir bezt þýðicgu hans fyrir islenzku þjóðina. Hann hefir mótað og skapað hið unga ísland, endurleyst þjóðina í einu og öllu, að svo miklu leyti sem hægt er að viðhafa slíkt orð um ménskan mann. Hann er sannkallað mikilmenni í orðs- ins fylsta skilningi, mikilmennið, sem allir líta upp til, ein hin dýrlegasta guðs gjöf, sem þessari þjóð hefir í skaut fallið, — lifandi uppspretta ljóss og yls, sem hefir lýst tveim kynslóðum og tendrað eld í þúsundum hjartna um land alt. Hann var og er enn leiðtogi lýðsins í öllum greinum. Flestar fram- kvæmdir á þessu landi, flest og mest, sem áunnist hefir í striti og stríði tveggja kynslóða, er ekki annað en holdgan og ímynd hugsjóna hans, upp- skera og ávextir baráttu hans. En að baki þessu öllu liggur hið lang þýðingarmesta starf hans, grund- vallarstarfið, þjóðarafrekið: Hann vek- ur þjóðina til lífsins, kennir henni að þekkja sjálfa sig, þjóðréttindi sín, kröf- ur sínar, krafta sína og köllun sína, eins og skáldið hefir svo heppilega að orði komist í þessum erindum: En fyrst er hann sveif yflr sviplogan mar rann sölin & möðurlands tindnm, og næturþoka vors þjöðernis var að þynnast af árdegis-vindum. Því oftar til Pröns sem hið akrautbúna skip með skörunginn hugprúða rendi, því betur það þekti sig tjálft í hans svip, og sœmdir og tign sina kendi. Þér, ísland var sendur sá flugandinn frjáls, með fornaldar atgjörvi Bína, að kynna þér verðleik og kosti þín sjálft, og kenna þér ákvörðun þína. Það er þetta: að þekkja sjálfan sig og trúa á sjálfan sig, krafta sína og köllun, sem er fyrsta og sjálfsagðasta skilyrði alls þrifnaðar hjá þjóð og hjá einstaklingi. í Jóni Sigarðssyni lærir íslenzka þjóð- in að þekkja sjálfa sig og skilja sjálfa sig og trúa á sjálfa sig. Hann er hvorttveggja í senn imynd þjóðarinnar og fyrirmynd þjóðarinnar. Eg fæ eigi betur einkent hann í stuttu máli. Hann er sjálfur holdgan og ímynd þeina eiginlegleika, sem beztir hafa með þjóðinni búið frá alda öðli. Hann er í sannleika hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. Þjóðin „þekkir sig sjálfa í hans svip“, eins og skáldið kemst að orði. Það er þetta sem er undirrótin að Pistlar Ingólfs. Frakklandsíerð. Niðurl. Nú er ég í París. Ég kom hingað 20. þ. m. Ég hef verið að heilsa upp á kunningjana og búa mig undir hátíða- höldin. Nokkurt rugl í reikninginn gerir hið hörmulega slys, sem banaði Berteaux, hermálaráðgjafanum franska. Vegua þess getur ekki forseti Frakk- Iands sótt hátíðahöldin í Rúðu fyr en 23. júní, svo aðalhátíðin verður hálfum mánuði síðar en til var ætlast. En vísindafundurinn byrjar bráðum. Hátíðahöldin byrjuðu reyndar sunnu- daginn 28. þ. m. Nefnd sú sem stend- ur fyrir þeim í París og valin hefir verið af 19 félögum Normandíubúa í París hafði gengist fyrir því, að þenn- an dag yrði sett marmaraplata á þeim stað, sem sáttmálinn var gerður milli hinum djúpu og sterku áhrifum hans á þjóðins, — sem tvöfaldar þsu, þrefald ar þau, margfaldar þau —, að hann er fyrst og fremst sannur íslendingur, að hjá honum koma þjóðareinkennin, íslendingseinkennin, skýrar fram í heild sinni en hjá nokkrum öðrum einstökum manni, og í svo fagurri mynd, að allir stara uudrandi og sjá það og skilja, að það er ekki minkun og vansi, heldur sœmd og tign, að vera Islendingur, — sannur íslendingur. Fyrir sakir þessara kosta og þessara eiginlegleika er það, að hann gerist leiðtogi þjóðarinnar, verður eidstólpinn, sem lýsir henni á framsóknargöngunni til fyrirheitna landsins. Fyrir sakir þessara kosta er það, að hann gerist fyrirmynd þjóðarinnar, sem allir vildu helzt kjósa sér að líkjast, sem allir vitandi eða óvitandi stæla og vitna til í stóru og smáu. Og þótt engum hafi enn tekist að ná honum, þá hefir bann samt örvað menn til atorku, starfa og dugnaðar i þarfir þjóðarinnar. Hann er orðinn nokkurskonar hugsjón- armynd, sem allir hafa angun á. Eg veit að vísu þá tilhneiging margra manna, að gera lítið úr hugsjónunum og kenna þær við skýjareið og draum- óra. En varlega skulu menn gera það. Það er svipað um hugsjónirnar og stjörnurnar. Það gerir sér enginn von um að ná í þær eða festa hendur á þeim. En því að eins halda menn í horfinu og ná heilu í höfn, að þeir hafi þær til hliðsjónar og leiðbeiningar í ferðavolki lífsins. Það er þetta sem eg á við er eg sagði, að Jón Sigurðsson hefði verið og væri fyrirmynd þjóðarinnar, fyrirmynd hennar í öllum þeim kostum, er góðan íslending og góðan mann mega prýða, eigi sízt í opinberu lífi. Hann hefir örfað hana og kvatt í ræðu og riti hverjum manni betur, en líf hans og eftirdæmi er þó margfalt áhrifameira. Það er þúsund sinnum áhrifameira en hin ágætasta stólræða. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- innar í einurð og hreinskilni. Hann fer ekki í felur með skoðanir ■ínar eða heldur því einu fram, sem mestan byr hefir í svipinn. Hann beyg- ir ekki kné fyrir tískunni og tíðarand- annm, auðnum og völdunum. Hann segir það svart, sem hann álítur svart, þótt allir aðrir segi það hvítt. Hann rís upp á móti því, sem honum finst rangt og skaðlegt, þótt allur þorri manna sé á annari skoðun, þótt lýð- Tlllí r) ^ fier^ergja íbúð óskast til J Ieigu frá 1. október næstk. Menn sendi skrifÞg tilboð eða snúi sér á afgr. Ingólfs. hylli hans sé í veði. Það er ekki hund- rað í hættunni þótt lýðhyllinnar missi við, en hitt er honum óbærileg tilhugs- un, að glata virðingunni fyrir sjálfum sér. Þessvegna er hann sjálfum sór og sannfæringu sinni trúr og tryggur í öllum greinum. Hann stendur fastur fyrir og gengur rakleiðis sannfæringar- brautina hvert sem hún liggur og hverj- ar sem afleiðingarnar verða fyrir sjálfan hann. Einurð og hreinskilni eru grund- vallareinkenni allra mikilmenna, styrk- ur þeirra og leyndardómur. Með falsi og fláttskap hefir aldrei nokkur maður undir sólunni unnið nokkurt þarft verk, því síður nokkurt stórvirki. Alt gott, alt göfugt, háleitt og mikilfenglegt á rót sína að rekja tii hreinskilninnar og sannleikans. Framh. Frá Gróitu til Gvendarbrunna. Veðrið var yndislegt sumarveður fyrri part vikunnar — brakandi sólskin og hiti. En í gærmorgun var himininn orðinn alskýjaður og í nótt var land- synningsrok og rigning. í dag land- synningsrosi. Hitinn heflr verið sem hér segir á þeim stöðum, sera veður- skeyti eru send frá: 1 21. | 22. | 23. 24. 25. 26. | 27. Rvík . |I3 | 13,2| 12,8 14 11,5 11,8 8,8 Isafj. . | 7,6 8,6 8 7 10 9,3 10 Bl. . . |10,1| 6,7| 7,4 4,1 6,1 8,9j 7,6 Ak. . | 7,5| 6 I L1 5,6 6,1 11»4| 8,5 Grst. • 1 4,2| 3 | 6 5 2 2 5 10,5| 7 Sf. . . | 5,5| 5,1 j 3,4 4 3,7 5,4| 5,4 Fær. . |10,1 9,2| 9,8 8 3 9,2 7,41 6,2 Þessir tóku embœttispröf í guðfræðí við prestaskólann í vor: Magnús Jóns- son með ágætiseinkunD, Jakob Lárus- son með I. einkunn og Sigurður Jó- hannesson með II. eink. — Einungis einn guðfræðingur hefir fengið ágætis- einkunn við prestaskólann á undan Magnúsi, en það er séra Stefán Kristins- son á Völlum. Dönsku leikendurnir fóru héðan 21. þ. m. Létu þeir vel yfir ferðinni og árángri hennar. er fyrir 1. júlí og eru kaupendur hans vin- samlega beðnir aö at- huga það. Athygli karlmanna viljum vér vekja á þvi að vér sendum hverjum, sem óskar þess m. af 135 sm. breiðn svörtu, dökkbláu eða gráu nýtýsku ullarefni í falleg og sterk föt fyrir einar 14. kr. 50 aura. — Efnið sendum vér farfrítt gegn eftirkröfu, og tökum það aftur ef það er ekki að óskum. Thybo Molles Klædefabrik, Köbenliavn. Pröf í lögfræði við háskólann í Kaup- mannahöfn hefir tekið Guðmundur Ól- afsson með II. einknnn. Samsöng ætlar söngkonan ungfrú Ellen Schults að halda hér í bænum á laugardaginn kemur. Á Iaugardaginn var voru gefin ssm- an ungfrú Hlif Sívertsen og Hansen að- stoðarmaður á skrifstofu steinolíufélags- ins. íþróttamennirnir og forstöðunefnd íþróttamótsins höfðu skilnaðarsamsæti sunnudagskvöldið eftír að mótinu var sagt upp. Skerotu menn sér hið bezta fram á nótt. Mælt er að Jóns Sigurðssonar-nefnd- in hafi nú ráðið að láta líkneskið standa undir grjótgarðinum milli Bankastrætis og stjórnarráðshússins. Ekki vitum vér hvort þetta er satt — eða viljum ekki trúa því; en þess erum vér fullvissir að þar stendur líkneskið ekki lengur en nefndin er við völd. Hr. Aage Meyer Benediktsen heldur fyrirlestur í kvöld og anuaðkvöld um frelsisbaráttu íra. Hrólfs Og Karls einfalda Frakkakon- ungs, er fékk Hrólfi Normandíið að iéni. Sá staður heitir Saint-Clair-sur-Epte og er smáþorp með tæpum 600 ibúnm. Þorpið er í fögrum dal við ána -Eyte, sem fellur í Signu. Þar eru leyfar af rammbygðri höli frá 12. öld. Alt var þorpið skreytt fánum og veifum, frönsk- um, dönskum, norskum, sænskum og blómsveigum og böDdum, og var tekið með lúðrahljómi á móti Normandíbúum og Norðurlandabúum, sem um hádegis- bilið komu hundruðum saman með auka- lest frá París. Var þar fyrirbúin veizla og sátu hana 600 manns. Yfirvöld og þingmenn þessara héraða, fulltrúi borgarstjórans í Rúðu og aðalmenn Parísarnefndarinnar héidn þarræðurog lofuðu hástöfum ætt og eðli víkinganna. Að miðdegisveizlunni lokinni gekk mann- fjöldinn með lúðrahljómi út að hrúnDÍ á Epte, þar sem marmaraplatan var af- hjúpuð með ræðu, sem Salles, formað- nr Parísarnefndarinnar, hélt. Á plönt- nna var letrað: 911 I Saint-Clair-sur-Epte var gerður sátt- mali sa, er veitti Hrolfi og Horðmönnum bólfestu í Frakklandi. Forfeðrumm þakklátir Normandíbúar 1911. Þá talaði Paul Verrier, prófeisor við Sorbonne (Parísarháskólann) í Norður- landamálum. Hann gat þess að á í«- landi væri enn talað það mál, sem Hrólf- nr talaði, og hefði hann frá íslenzku skáldi Guðm. Guðmundssyni fengið kvæði: „ísland til Frakklands. Kveðja á þúsundára liátíð Normandís,u og skyldi hann Iesa npp þýðingu þá, er hann hafði gert af kvæðinu. En nú væri hér kominn niðji Hrólfs í 32. lið, sendur af þjóð sinni til þess að vera við hátíðahöldin, og mundi hann lesa kvæðið sjálft. Kvæði Guðm. Guðmunds- sonar var svons: Stefja-hreimur stiltur tengir •traumi hljómsina vina þrá: Þegar daga ijósa lengir, lengst í höfum norður frá, frændur Hrólfs á Fróni senda Frökkum kveðjuorðin hlý, — fornar minjar bjartar benda bróðurhug í Normandí. Þar sem hátt í hvelfðum kórum harmatölur fyltu vé: „A furore Normannorum libera nos, o domine!" — Þúsund ára teDgdar trygðir tveggja þjóða eiga frið, — nú er glatt nm blómgar bygðir, bjarta strengi kveður við. Vel er það, að vikingslundin varð þar göfgrar orku rót, grimdin trylta, tamin, bundin tók þar ást og blíðu mót; frjáls og göfug því varð þjóSin þar sem Normenn tóku ból. Enn þá hljóma hetjuljóðin Hrólfs um fornan veldisstól. Og í Hólmi hlustar fögur háraprúð in nnga drós

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.