Ingólfur


Ingólfur - 04.07.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 04.07.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 4. júlí 1911. 27. blað. kemur út einu sinni i viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgötu 14 B. (Schou's-hús). — Má finna á af- greiðslunni frá kl. 11 — 12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 hjá P. E. J. Halldórssyni, Iœkni. ................i.i.a.i.i.l.l.l.i...i.i.i.i.i Sambandsmálið og kosningarnar. Eins og lesendur Iigólfs sjá á blað- inu í dag, lý»ir miðstjórn Heimastjórn- arflokksins því yfir að hún telji það eigi rétt að Ieggja sambandsmálið til grundvallar við kosningar þær sem í bönd fara og skorar á öll þiugmanns- efni úr sínum flokki og sem við flokk- inn atyðjast að gefa alíka yfirlýsingu. Ályktun þessi mun vera gerð í samráði við marga helstu menn Heimastj.flokks- ins hér í Reykjavík og aðra flokks- menn sem náðst heflr til, og má því álíta að ályktunin sé ályktun flokksins í heild sinni. Vér verðum að telja þá ályktun mjög skynsamlega — eða réttara sagt alveg ajálfsagða. Pví fyrst er það að báðir fyrverandi og núverandi ráðherra hafa lýit því yfir að þeir sjái engan veg að koma þvi máli áfram sem stendur. Og verður sérstaklega að leggja áherslu á yfirlýsingu hr. Björas Jónssonar, sem þetta mál hlaut að vera svo mikið kapps- mál. í öðru lagi er það vafalaust að málið sjálft hefir best af því að þjóð- in fái enn tima til þess að átta sig á því og framtíðarstefnu sinni í því. í þriðja lagi er það að þref um þetta mál — sem er alveg árangurslaust sem ¦tendur — hlýtur að draga mjög úr áhuga og framkvæmdum á öðrum mál- um, sem þjóðinni liggur lífið á að séu tekin til meðferðar og leidd til farsælla lykta, og eru það innanlandsmálirj, sér- staklega fjármálin. Fleiri rök mætti telja til þess að ógjörningur sé að halda fram sambandsmálinu sem aðaldeilumál- inu við næstu kosningar. Ea þess ger- ist eigi þörf úr því Heimastjórnarflokk- urinn og vér vitum mikill hluti Sjálf- stæðismanna með fyrverandi og núver- andi ráðherra í broddi fylkingar líta á málið eins og vér, og er því „ísafold" og hennar nánustu fylgismenn (óeirðar- flokkurinn) einir um að halda því máli fram sem kosningabeitu, þar sem sá flokkur nýtur að öðru leyti sárlítils trausts. Sarabandsmálið verður því ekki og á ekki að vérða aðaldeilumálið viðíhönd- farandi koiningar. Sjálfstæðiiflokks- menn og Heimastjórnarmenn, som að þessu máli sleptu litill greinarmunur er á, eiga því að greiða atkvæði ántillits til skoðunar þeirra á sambsndsmálinu. Vegna rúmleyfn getum vér eigi í dag tekið það til ýtarlegri umræðu, hver innanlandsmál eiga að ráða mestu, en munum gera það í næstu blöðum. Steinþör. Ræða Jóns Jónssonar sagnfræðings, flutt af svölum alþingishússins. Niðurl. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- innar í drenglyndi. Hann situr ekki á svikráðum við mótstöðumenn sína, því líður við fylgis- menn sina. Hann fer enga krókavegi, engar myrkragötur, læðist ekki aftan að raönnum með grímu fyrir andliti og eiturvopn í höndum. Hann gengur beint framan að mótstöðumönnum sínum með opinn hjálm og skygðan ikjóma. Hann fer ekki með neinar ósæmilegar dylgjur undir hjákátlegum, dularnöfnum, sem enginn kann deili á, ekki með neiuar nafnlausar árásir haturs og ályga. Hann segir skoðun sína skýrt og afdráttar- laust, hallar aldrei visvitandi réttu máli, hver sem í hlut á, fer aldrei i felur með neitt, enda þarf hann engu að leyna, því í hjarta hans eru engin avik fundin. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- innar í kjark og þreki. Hann veit að lífið er látlaust stríð og barátta fyrir einn og alla, sem þjóna vilja undir sannleikans merki. Hann er jafnan reiðubúinn að ganga á hólra fyrir sannfæringu sína, þótt sýni- legt ofurefli sé annars vegar. Hann vill heldur svelta en hopa á sannleik- ans vígvelli um eitt skref. Hann skil- ur það og veit, að það er engin mink- un að fátæktinni, en hitt er óafmáan- leg smán, að kaupa auð og tign og alls- nægtir með þvi að selja sjálfan sig og sannfæringu sína. Hann skilur það og veit, að það er ekki eiDhlítt að lifa, heldur bor að lifa þannig, að menn þori að bera höfuðið hátt og horfast í augu við sjálfan sig og samvizku sína. Hann er fyrirmynd þjóðarinnar í stað- festu og þolgœði. Hann ris æðrulaust undir hita og þunga baráttunnar í fullan mannsaldur og lætur aldrei hugfallast, hversu 6- vænlega sem á horflst, lætur aldrei und- an síga, hvikar aldrei frá réttu máli, ¦ættir sig .aldrei við hálfan rétt eða hálfan sannleika. Svo kveður eitt af þjóðskáldum vorum: Þá Bór hann að hræðaBt ei hatur og völd né heilaga köllnn að svíkja, og ritaði djúpt á sinn riddaraskjöld sitt rauBnarorð: „aldrei að víkja!" En umfram alt er hann dýrlegfyrir- mynd í ösérplœgni og œttjarðarást. Hann hefir aldrei augastað á ijálfum sér eða sínum eigin hagsmunum í bar- áttunni. Hann neytir ekki hinna miklu áhrifa sinna hjá þingi og þjóð til að skara eldi að sinni cigin köku, til að auka tokjur sínar eða krækja sér i itörf og hlunnindi, þótt ærin freiiting hefði verið fyrir hvern mann annan í hani sporum og i hans peningaþröng. Hann gleymir sjálfum sér og lítur eingöngu á heill og hag ættjarðarinnar. Og fyrir það hefir hann hlotið trúrra þjóna verð- laun. Á engum manui hefir það betur sannast, að „hver sem týnir lífi sínu, mun finna það". Hann afneitaði sjálf- um sér og lífi sínu í þjónustu ættjarð- arinnar, hann fann það aftur í bless- unarríknm ávöxtum, í þeirri einlægu og fölskvalansu ást og virðingu, sem hann naut hjá þjóðinni í lifanda lífi, þeirri helgu lotningu, sem minningu hans er sýnd, þeirri geisladýrð, sem stafar af nafni hans enn í dag og mun jafnan stafa um ókomnar aldir meðan íslenzkt þjóðerni lifir. Og þá ættjarðarástin hans. Hún var ekki nein tilgerð, fleipur, mont eða sjón- hverfing, eins og því miður á sér stað oft og einatt. Hún var ekki neitt skrum og orðagjálfur um kosti og ágæti þjóð- arinnar, lamfara lítilsvirðingu og niðrun í garð annara þjóða. Nei, hún brann sem helgur fóruareldur í hjarta hans, hún var heit og viðkvæm tilfinning, sem knúði hann til sivakandi skyldu- rækni í stóru og smáu, til sifeldrar baráttu og framkvæmda i þarfir lands og þjóðar. Hann var enginn málrófi- maður eða lýðskrumari; hann var itill- ingarmaður og framkvæmdamaður. „Að vera og ekki virðast," það var einkenni bans. Svona var hann f öllum greinum, á öllura sviðum, sönn fyrirmynd þjóðarinn- ar, sðnn þjóðarprýði, lönn þjóðhetja, djarfur til vígs, öruggur til lóknar og varnar, sannur maður í orðsins fylstu merkingu, maður sem hataði og fyrir- Ieit af hjartans insta grunni alla lýgi, fals og vesalmensku, hugprúður riddari sannleikans og réttlætisins, borinn leið- togí lýðsins, „höfði hærri en alt fólkið". Sé það eitt öðru framar, sem vér vildum kjósa þessari fámennu, fátæku þjóð til handa, þá er það sameining, samlyndi. Við erum svo kraftalitlir, að við megum ekki til lengdar við þessari stöðugu sundrung, innbyrðii hatri og óeirðum. Við verðum að geta tekið höndum saman, ef á liggur. Nú er það einkum tvent, sem hefir slíkt samein- ingarafl í sér fólgið. Annað er sam- eiginleg þjóðarbgœfa, þjóðarböí, þjöðar- áföll, ofsókn af hendi erlends ofurvalds eða annað þeis háttar. Hitt er lam- eiginleg gófug og glæsileg þjóðarminn- ing. Ógæfu vil eg ekki æskja þjóð minni, böls vil eg ekki biðja henni, jafn- vel þótt það mætti leiða til hagsældar í framtíðinni. Því verði vil eg ekki að svo stöddu kaupa sameiningu kraft- anna. Bn hins vil eg biðja af heilum hug, að þessi minningarhátíð, lem vér höldum í dag, verði ois öllum, — öll- um íslendingum —, sameiningarhátíð, ekki skoðananna, heldur hjartnanna, i óiérplægnu starfi fyrir land og lýð, í bróðurlegri lamvinnu á öllum sviðum þjóðlífsini. Og að endingu er það óik min og von, — og eg býst við allra, sem hér eru samankomnir —, að það eigi fyrir þjóð vorri að liggja, að halda 200 ára minningu þeisa dags, 300 ára, mörg hundruð ára. Vér trúum því fastlega, að sú almættishönd, sem hefir leitt þjóð- ina á þessar afskektu slóðir endur fyrir Iðngu, sem hefir látið hana ná furðu- legum vexti og viðgangi, svo hún jafn- vel hefir í sumum efnum klætt öndvegii- seis meðal Norðurlandaþjóða, sem hefir varðveitt hana frá kyni til kyns á langri og örðugri og hættulegri göngu um brsutir fátæktar og vanmáttar og margi- kym þrengsla, muni einnig framvegii leiða hana og ityðja tíl þroika og far- sældar, þrifnaðar og sjálfitæðii. Ogié það eitt meðal öðru fremur, lem sú al- mættisbönd notar til uppörvunar og hvatningar og hughreystingar landsini börnum, þá held eg áreiðanlega að það sé minning Jöns Sigurðssonar, þess mætasta manns, sem ísland hefir alið, mannsins, scm í sannleika var óskabarn þjóðarinnar, sómi hennar, sverð og skjöld ur á- fyrsta framióknarskeiðinu, sem er það enn í dag öllum öðrum framar og mun verða meðan íslenzk tnnga er töl- uð og íslenzk hjörtu slá. Lengi lifi miuning Jóns Sigurðssonar! „ Stjtfrnarskrárbrot." í síðustu "ísafold" er því enn einu sinni haldið fram að alþingi hafi brotið stjórnarskrána með bankalögunum frá 1909. Það á að vera stjórnarskrárbrot að alþingi taki sér („rífi til sin", „hrifsi", „ræni" o. s. frv.) vald til þess að skipa starfsmenn aðra en þá sem stjórnar- skráin sjálf tiltaki; slíkt heyri fram- kvæmdarvaldinu til og framkvæmdar- valdið sé hjá ráðherra. — Þessi kenn- ing er ekki ný; hún kom, ef eg man rétt, fyrst fram í aðsendri grein í „Pjall- konunni" sálugu og þaðan fékk mál- flutningsmaður landsstjórnarinnar hana og hélt henni fram í bankamálunum. Síðan tók „ísafold" hana upp og sarg- aði áhenni um stund. Pað er því dá- lítið kátlegt að sjá „ísafold" 24. f. m. halda að kenningin sé spónný — búin að gleyma sinum eigin orðum, orðum Sveim frænda líns og „Fjallkonunnar" sálugu! Eg hefi áður minst á þesia fáránlegu kenningu og ikal ekki endurtaka það hér. Eg skal heldur ekki fjölyrða um það, að þeisi árás á alþingi skuli spretta fráþeim, semkalla sig sjálfstæðismenn; að það skuli vera einmitt þeir, sem vilja rýra vald alþingis en auka vald ráðherram — gera alþingi að þjóni ráð- herrani. Eg skal heldur ekki fara út i þá sálma að allir innlendir dómstólar — fógetaréttur, undirdómur og yflr- dómur — hafa dæmt um þetta atriði og aldrei efast um að gæsluitjórakoan- ing alþingis sé fullkomlega lögleg sam- kvæmt stjórnarskránni, svo að þetta sarg „ísafoldar" er lika árás á dóm- stólana. — En mig Iangaði til að benda á samræmið hjá „ísafold" í þessu, eim og mörgu öðru. Eg hefi gert dalítinn lista yfir „Stjörnarskrárbrot" alþingia

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.