Ingólfur


Ingólfur - 11.07.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 11.07.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 11. júlí 1911. 28. blad. Kosningabeita Sjálfstæðisflokksins. Vér höfum jafnan haldið því fram hér í blaðina, að sambandamálið beri að láta afgkiftalauat nú við næ»tu kosn- ingar, og höfum vér bent a margar og mikilvægar ástæður sem til þe»» liggja. Um þetta ætti reyndar ekki að þurfa að deila, þar sem málið heíir nú legið niðri um tvö ár og þjóðin hefir á engan hátt látið í ljósi, að hún óskaði að það yrði nú þegar vakið upp af nýju. Og ai'at hefði mátt búast við því, að Sjálfstæð- isflokkurinn sækti það fa»t, að fara nu einmitt að fitja upp á því máli einmitt nú, þar aem það er »á flokkur, sem réði því, að málinu hefir ekki verið hreyft þessi undanfarin tvö ár, enda heíir for- y»tu»auður flokksins, herra Björn Jón»- son, lýst því yfir í einn af hirðisbréfum sínum í vetur, aS Danir »éu ófáanlegir til að gefa »ambandsmálinu nokkurn gaum að svo komnu. Það er því örð- ugt að ajá hvert gagn Sjálfítæðisflokk- urinn hyg»t geta unnið með því máli, þó hann kæmiit í meiri hluta. Pví er heldur ekki að leyna, að æði mikill æs- ingur var hlaupihn í málið, og hljfip »trax, og á báðar hliðar, e? frumvarp millilandanefndarinnar kom fram fyrir almennings sjónir; því fer því mjög fjarri, að frumvarpið væri athugað með þeirri stillingu og þeirri gætni »em »kyldi, þegar um svo mikilsvarðandi mál var að tefla. Af þessum ástæðum, auk margra ann- ara, sem vér höfum áður »kýrt frá, er það, að vér teljum ekki einungi* rétt, heldur einnig *jálf«agt, að sambands- málið verði látið afskiftalaust við kosn- ingar þær er í hönd fara. Það hlaut því að gleðja o»s og alla þá menn, sem telja «amband»málið alvarlegra mál enn svo, að það megi hafa að politiíkum leiksopp í þeim tilgangi einum að halda við og ala á pólitískum æsingum í flokksþarfir, er það kom í ljós, að Heima»tjórnarflokkurinn leit ein» á og Vér, og birti yfirlý»ingu þá, sem getið er am í síðasta blaði, þar «em mælst er til þe»» af öllum þingmönnum Heima- •tórnarmanna, að þeir lý« þyí yfir, að að þeir vilji ekki ráða samband»málinu til lykta á næ»ta þingi. Við því hefði einnig mátt búait, að öllum Sjálf- stæði»mönnum væri þetta gleðiefni, ef þeir bera sambandsmálið ein« mjög fyrir brjósi og þeir Iáta, því hér var fengið loforð andatæðinganna um að þött Heimastjórnarflokkurinn yrði ofaná við kosningarnar, þá mundi hann þó ekki „demba á okkur" millil&ndafrum- varpinu. Og það sér hver heilvita mað- ur »em vill sjá, að á þessu loforði Heima- stjórnarfiokk«in» má byggja, því að ef flokkurinn riftir þvi, þá verður þsð hengingaról um hála hans. En «vo undarlega hefir nú tekist til, að aðalblað sjálfstæðiíflokksins, „íaafold", hefir brugðist æfarreið við, og hefir lýst því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki leyft að svona fari, heldur verði kosningarnar að anúaat um sambanda- málið. Ef þetta er talað í nafni flokks- ina, þá verðum vér að telja það undar- lega ráðstöfun. Ef flokknum er um það hugað, að frumvarpið verði ekki lögleitt á næ«ta þingi, hversvegna tek- ur hann þá ekki fegina hendi við þesa- ari miðlunartilraun andstæðinganna? Með því að hafna henni er málinu atofnað í tví»ýnu, þar »em annar* var fengin trygg- ing fyrir að engin hætta væri á ferðum. Það verðar ekki betur séð enn að flokkurinn láti hér það, sem hann tel- ur velferð þjóðarinnar, lúta fyrir flokka- hsgsmununum. Hann veit það ofurvel, að sigur sinn við »íðu9tu ko»ningar átti hann að þakka eingöngu sambandamál- inu, en alls ekki maunvali sínu eða neinu öðru. Plokkurinn veit það líka vel, að frá þeim tíma, er hann tók við völdum í þessu landi hefir álit hans farið sí minkandi, og að það eina, sem enn kynni að geta bjargað honum frá aumlegum ó»igri, er aamband»málið. Þesavegna telur hann sjálfsagt að leggja það til grundvallar við næatu kosningar, neyða kjósendur landsina út í nýja aam- bandsbaráttu og »tofna málinu þannig í tviaýnu að óþörfa, einungia til þe»» að reyna að ná völdunum. Þetta köll- um vér að nota »jálf»tæði»máJið fyrirpóli- tískan leiksopp í flokksþarflr. En Sjálfstæðiaflokknum á ekki að halda*t það uppi að draga nú fram sam- bandsmálið einungi» til að nota það »em kosningabeitu. Kjósendur landsin* eiga heimtingu á að fá nú að »ýna það með koaningunum hvort þeir vilja framvegia búa við óstjórn Björna Jónssonar tíma- bilains; og Sjálfstæðisflokknum, sem er þar fyllilega meðsekur, eiga þeir ekki að leyfa að skríða f skjól við sam- bandsmálið, eða láta hræða sig með því, eins og einhverri grýlu, til að kjósa á þing menn, sem löngu hafa gert sig þess ómaklega með fylgiapekt »inni við óstjórn Björns Jónssonar. En til þes» eru refarnir »kornir» hjá „íaafold". Af þe»sum rótum var það, að ég beiddi ritstjóra breaka »tórblað»ins „Eve- ning Newa", sem geflð er út í Edin- borg, að birta í blaði »ínu greinina »em hér fer á eftir. En um það fór, sem segir í bréfun- um, «em birt eru hér neðanmál*,* og' hafði ég þá engan tíma til þe»s, að koma henni í annað blað, þar »em ég var þá alferðbúinn til ísland». Rúðuborgarferð Skúla Thoroddsens. Herra Skúli Thoroddsen, ritatj. „Þjóð- viljan»" og forseti sameinað* þings, birti í síðasta tölublaði „Þjóðviljans" ávarp „til frakkne»kn þjóðarinnar" er hann heflr ritað eftir hátíðahöldin við Rouen, og tildrögin til þess. Vér leyfum o»s hérmeð að taka þetta orðrétt upp eftir blaðinn: Úr Frakklandsför minni. Þegar ég kom úr Frakkland»för minni — hafandi verið við Göngu Hrólfs hátíða- höldin í Rouen —, þótti mér vel fara á því, að ávarpa frakkneaku þjóðina nokkrum orðum. Menn þekkja fagurmælin og mark- leysnhjalið, »em vanalega er tjaldað með við þesskonar tækifæri. En mér fan»t fara betur á því, að alvöruorðin kæmust og einnig að, og þess aiat vanþörf, eins og áatatt er nú hjá frakknesku þjóðinni, sem og hjá öðrum þjóðam jarðarinnar yfir höfuð. * The Edinburg Evening Newa Limited (Kvöld-tíðindi Edinborgar). Skrásett skrifstofa: 18 M=irket Street. (Markaðs-stræti). Skúli Thorodd8en Esq., Commercial Hotel, Leith. Kæri herra! Mér hefir nú rétt i þessu ge&Bt tími, til að fara yfir grein yðar, og* þykir mér leitt, að geta eigi tekið hana í blaðið, með því að lesendur blaðs vors myndu eigi hafa neinn sérstakan á- huga eða ánægju af malefnunum, sem þar eru gerð að umtalsefni, sem og vegna hins, að mjög er, krýningarinnar vegna, lítið um rúm í blaði voru**. Samkvæmt umtali endursendi eg þvi greiniua hér með. Yðar einlægur Bóbert Wilson blaðstjóri. Bréf þetta þótti mér lýsa svo lágum hugsun- arhætti, sem og bera vott um slíkt kjarkleysi rit- stjórans, og lítilsvirðingu á smáþjðð, að eg taldi rétt, bæði mannsins sjálfs, malefnisins, og almenn- ings vegna, að svara því, sem hér segir: p. t. Leith 18. júni 1911. Kæri herra! Bréf yðar, dags. 17. þ. m. hefi eg mðttekið, og þykir mér leitt að heyra, að þér hafið það álit á lesendum blaðs yðar, að þeim þykir engu skifta um allra þýðingarmestu málefni mann- kynsins, or vaiða eigi lítils hvern einstakan þeirra sérstaklega. Hvað þykir þeim þá máli skifta? Eg hélt eigi, að þér telduð lesendur blaðs yð- ar sauði. Þér teljið þeim meira áríðandi, að fd að vita alt er að krýningunni lýtur, og sýnir það huga- unarhátt yðar mjög prýðilega, og skoðun á ves- lings lesendum blaðs yðar. w Annars gat hvorttveggja mjög vel farið sam- an í eigi minna blaði, en „Evening Newa", er kemui út sex sinnum k viku. En aðal-atriðið er — og þykir mér leitt að segja —, að þér hafið eigi viljað segja mér sannleikann. Yður var eigi ókunnugt um það, að sumir leBendur yðar mundu hafa fundið sig ónotalega snortna, vitandi sig eigi hafa gegnt skyldu sinni. En því skyldara var yður að láta þá heyra sannleikann, enda þeim því nauðsynlegra. Til þessa brast yður þrék! Slæmt fyrir blaðamann, Hem vissnlega aldrei má gleyma því, að a honum hvílir enn meiri siðferðisleg Sbyrgð, en á öðrum, og ríkari skylda, til að átelja það sem rangt er. Ef til vill hafið þér og talið yður óvandfarn- ara, þar sem beðið var hljððs í nafni smáþjðð- ar, og ern þær sliku eigi óvanar. En einmitt þess vegna var nú skylda yðar ríkari, sem og vegna hins, er útlendingur atti i hlut. Mér þykir leitt, að hafa hitt á ritstjðra, sem eigi átti göfugri hugsunarhátt, en svar yðar bendir á. Stðra-Bretlandi get eg eigi ðskað marga yð- ar líka. „ ... Með virðmgn. Skúli Thoroddsen. (Einnig blaðstjóri.) ** Kétt a eftir birti ritstjóri þessi síðan — auk annars ómerkilegs frétta-tinings um undir- búning krýninga-hátíðahaldsins í Lundúnum — nær tveggja dálka langan lista i blaði BÍnu yfir nafnbætur, er veittar höfðu verið, í tilefni af krýningar-athöfninni (utnefningu nýrra lávárða, baróna m. m.)!l Þetta var það, sem Bretanum reið mest á að fræðost umi Greinin — sem frakkneski konsúlinn er nú beðinn að gera frakkneiku þjóð- inni knnna, þótt hún birtiat og ef til vill »íðar í útlendu blaði, eða blöðum — er svo hljóðandi: Til frakknesku þjóðarinnar. Sem foraeti Alþingis íalendinga, leyfi ég mér hér með, að tjá hátíðanefndinni í Rouen, sem og frakkne»ku þjóðinni yfirleitt, þakkir fyrir það, að hafa gefið mér, »em forseta þingsins, kost á því, að heimsækja yður við ný nefnt tæki- færi. Þyki«t ég mega fullyrða, að íslensku þjóðinni hafi verið þetta kært, eigi að eins vegna skyldleikans — þar sem Hrollaugur, bróðir Göngu-Hrólfs, nam land á íslandi, og af honum er þar mikil ætt komin* — heldur og engu síður vegna hins, að ísland hefir, ein« og fjölda margar þjóðir á jörðinni not- ið góðs af því, að meðal frakknesku þjóðarinnar hafa lifað karlar og konur, sem fandið hafa ríkt til þess, að hið illa, og djöfullcga á eigi að þolast, hvort sem framið er í skjóli laga, yfir- valdsskipana, eða á annan hátt, — fund- ið, að gegn öllu slíku er öllum skylt að hefjast handa, og að svífast jafnvel alls einski», er mestu varðar. Eg á hér við biltingarnar þrjár, er einnig leiddu vekjandi strauma til ýmsra annara landa jarðarinnar. En það er því miður enn afar-margt, er viðgengst hér og hvar á jörðu vorri, sem cnginn á að þola, og það því sið- ur, sem lengur hefir gengið, og get ég þvi — við þúsund ára tímamótin í sögu Normandísins — eigi óskað frakknesku þjóðinni, og þá um leið íbúum jarðar- innar í heild sinni, annara betra 'og nauðsynlegra, en þes», að henni auðni»t, að eiga jafnan sem allra flesta, karla og konur, sem að því leyti feta i fót- apor frakkneakn biltingamannanna, að þola eigi hið aiðfræðilega ranga, hvar eða við hvern, sem beitt er, né undir hvaða yfirskyni sem er. Án þess að fara i þessu efni um of út í einstakleg atriði, vil eg í þessu leyfa mér að benda á: I. Að öllum íbúum jarðarinnar, hverir og hvar sem eru, er í sameiningu skylt að sjá um, að hvergi séu önn- ur lög látin þolast, en þau «em sið- fræðilega rétt eru, t. d.: acf hvergi séu leyfðar hegníngar í kvölum, hve skamma hríð, aem um ræðir, og það þðtt að eins væri um augnablikið að ræða. að hvergi sé látið viðgangast, að nokkrum manni sé þröngvað til þess, eða leyft að fara í stríð, nema um al-óhjákvæmilega sjálfs- vörn sé að ræða, sem reyndar á aldrei að geta komið til, þar sem öllum er skylt, hverrar þjóðar ¦em eru, að hefta slíka árás, að hvergi sé leyffc, að sjálfstæði nokk- urs þjóðernis sé traðkað, eða ad traðkað sé jafnrétti kvenna og karla í þjóðmálum, eða á annan hátt, eður * Ættfrðður maður á íslandi (dr. Jón Þor- kelsson) sagði mér, að eg væri i þritugasta lið kominn af Hrollaugi.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.