Ingólfur


Ingólfur - 18.07.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 18.07.1911, Blaðsíða 2
114 INGOLFUR Hvernig er það: eru engar gullverð• laun í förum? — Læt ég hér svo ataðar numið að sinni. Páll Þorhelsson. Sókn og vörn. Þorgnýr heitir ein skrípamyndin í myndasafni „íaafoldar". Aðalhiutverk hana virðiat vera, að berjaat fyrir því með oddi og egg, að sambandsmálið sé tekið á dagskrá við kosningarnar og koma í veg fyrir það, að Heimastjórn- arflokkurinn leiði hjá sér að samþykkja frumvarpið til fullnustu, ef hann kemst í meiri hluta við kosmingar. Hugsana- gangur mannsins er auðsær: ef við komumst í meiri hluta, þá er það gott; ef Heimastjórnarmenn komast í meiri hluta, þá er um að gera að storka þeim til að „demba uppkastinu yfir höfuð þjóðarinnar", því þá erum við vissir með að geta felt þá við næstu kosning- ar þar á eftir. — Hvort vel eða illa fer um sambandsmálið, það virðist liggja þessum herrum í léttu rúmi, en fyrir þeim virðist aðalatriðið vera það, að þeir geti notað það sem kosningabeitu fyrir sig ef illa fer um það. — Það er við- bjóðslegt að sjá þessa kumpána vera að tala um „matfrið embættissamábyrgðar- innar“; það varð ekki séð á neinu að þeim herrum yrði bumbult af góðmet- inu meðan þeir voru gestir Björns Jóns- sonar við kjötkatla landsins, og það er víst ekki af matarlystarleysi, að nú gaular svo ámátlega í görnunum á þeim. — Þorgnýr segir að Ingólfur hafi, síðan siðustu eigenda-skifti urðu, ekki haft annað hlutverk enn að verja framkomu Kristjáns Jónssonar. Þetta er nú ekki alveg rétt hjá manninum; Iogólfur heiir að vísu talið það skyldu sina, að mót- mæla og leiðrétta ósannindi og rang- færslur „ísafoldar" hvar sem er, og við hvern sem þær hafa komið fram; marg- ar af þeim hafa vitanlega komið fram við Kr. Jónsson, eins og „ísafold" mun hljóta að kannnast við, og þá hefir Ing- ólfur auðvitað átalið það eins og annað- ÞorgDýr gerir því þarna að aðalatriði það, sem er aukaatriði. — Ennfremur segir Þorgnýr að Ingólfi sé haldið úti af Kr. Jónssyni. Þetta veit „ísafold" að er ósannindi og er furðulegt að blað- ið skuli leyfa þessum manni að bera slíkt ;fram í dálkum sínum. Eða er „ísafold hætt að kippa sér upp við það, þótt það sér sannanlegt að hún fari vis- vitandi með ósatt mál. En tilgangur Þorgnýs er auðsjáanlega sá, að draga úr því, sem Ingólfur leggur til málanna, er hann segir að blaðinu sé haldið úti að „skylduliði“ Kr. Jónssonar. Er þá „ísafold“ loksins komin að þeirri niður- stöðn, að ekkert hafi verið að marka það sem hún lagði til málanna um stjórn- far hr. Björns Jónssonar ? Það er gott ef bún sér það.— Þorgnýr kennir skiln- ingsleysi Ingólfs um það, að hann telur ekki nauðsynlegt að hafa sambandsmál- ið á dagskrá við næstu kosningar þó hann telji það ekki hafa verið nógu rækilega athugað við síðustu kosningar Ætli maðurinn skilji sjálfur hvað hann fer ? Fyrst og fremst er það tvent ólíkt að „athuga málið>ækilega“, að „hafa það á dagskrá" á þann hátt, sem hann og „ísafoid“ vill, nfl. með því einu, að öskra og grenja um „innlimun“ o. s.frv. án þess að „athuga“ eða rökstyðja það frekar. Ennfremur er engin nauðsyn á að athuga málið einmitt við næstu kosningar, þó það hafi ekki verið nægi- lega athugað við þær síðustu. Og loks er það einmitt verst tilfallið að taka þetta mál á dagskrá við næstu kosn- ingar vegna þess, að það er ósæmilegt, „unfair“, að ráða sainbandsmálinu til lykta á einn eða annan hátt, áður enn stjórnarskrárákvæðið um þjóðaratkvæða- greiðslu er komið í gildi. Þá, og þá fyrst, er það er orðið, er rétt að taka þetta mál á dagskrá. Er til of mikils ætlast af Þorgný, að hann skilji þetta ? í síðasta blaði „Reyhjavíhuru skrifar J. Ó). allmikla hugvekju til flokksbræðra sinna, og segir þeim langa og lærdóms- ríka dæmisögu um hvernig farið h*fi fyrir kjósendunum í Hvalvíkurhreppi; af þessaii sögu má sjá það, hversu óg- urlegar afleiðingarnar geta orðið, ef menn fara eftir sannfæringu sinni; það sýnist vera hættulegur hlutur — að minsta kosti í Hvalvíkurhreppi. — Ef þessi dæmisaga er nú heimfærð uppá Rt'ykja- víkurkjördæmi, þá á „mórallinn“ að vera sá, að andbanningar í Heimastjórnar- flokknum megi ekki kjósa Halldór Dan* íelsson, heldur eigi þeir að kjósa bann- mennina, sem flokksstjórnin býður þeim upp á; sjálfstæðismennina læturhann vit- anlega afskiftalausa. Við þetta höfum vér það að athuga, að ef Heimastjórn- arflokkurinn ætlast til að fá atkvæði þeirra flokksbræðra sinna í sambands- málinu, sem eru andbanningar, þá er ekkerfc eðlilegra enn að flokkurinn til- nefni þau þingmannaefni, sem fullnægja báðum þessum skilyrðum. Ef flokkur- inn gerir það ekki, heldur tekur ein- göngu tiliit til þess, sem flokksmenn- irnir úr bannvinahópnum óska, þáhlýt- ur það að skiljast sem vísbending um, að þeir óski ekki eftir atkvæði and- banninga. Sama er að segja um Sjálf- stæðMokkinn. Hvort flokkstjórn Heimastjórnarmanna skiftist effcir bannmálinu eða ekki, það er oss óknnnugt um; en hitt vitumvér að flokksstjórnin hefir Jýst því yfir, að hún ætli sér ekki að taka sambands- málið á dagskrá við næsfcu kosningar, eins og líka er rétt og sanDgjarnt; en einmitt af þeirri ástæðu teljum vér það minDa máli skifta, hvort þeir menD, sem vér kjósum á þing, eru frumvarpsmenn eða frumvarpsandstæðingar, en teljum það mest um vert, að það séu menn, sem vér berum fult traust til í innanlands- málum, svo sem bannmálinu o. ft.- J. ÓI. segir að „auðvitað“ verði hvorugur þeirra Halldórs Daníelssonar eða Guðm. Finnbogasonar kosinn. Um það veit J. ÓI. líklega jafnmikið og um það, hvort hr. Lárus H. Bjarnason og Jón sagnfr. verði kosnir, nfl. ehhgrt. En vér getum huggað hann með því, að þeir eru ekki svo lítlu fleiri en 36, sem mundu vilja vera frambjóðendur þeirra H. D. og G. F., ef til kæmi, að þeir byðu sig fram, enda býst J. Ól. líklega við því sjálfur, annars hefði hann tæp- Iega farið að leggja á sig öll þau heila brot, sem dæmisagan hefír bakað hon- um. — Loks getum vér ekki stilt oss um að benda herra landsbanka-gæslustjóranum á, hvort það sé ekki misbeiting á þagn- arskyldunni er hann ljóstar upp veð- setningartilrauninni á vini vorum Ingi- mundi, fyrir 13 kr. 38 aura láninu. Ea vér þykjumst nú skilja hversvegna herra gæslustjórinn hafí neitað oss um þann greiða — honum mun hafa þótt árennilegra, að stela honum frá Ingólfi, heldur enn úr vörslum Landsbankans. Eu næst þegar herra gæslustjórinn þarf að tegja úr fingrunum, viljum vér skjóta því að honum hvort hann vilji þá ekki heldur reyna að hnupla einhverjum öðr- um t. d. Þbr, eem skrifar í „ísafold“ — þó hann sé kannské í vörslum Lands- bankans, veðsettur eða óveðsettur. Almennur borgarafundur m var haldinn hér í bænum þriðjudaginn 11. þ. m. fyrir tilstilli nokkurra bæjar- búa. Ástæðan til þessa fundsrhalds var sú, að fjöldamargir bæjarbúar höfðu tjáð sig mjög óánægða með stað þann, sem nú hefir loksins verið valinn undir standmynd Jóns Sigurðssonar, blettinn fyrir framan stjórnarráðið; eDnfremur og aðallega var þó ástæðan sú, að mönn- um gramdist að bæjarstjórnin skyldi neita minnisvarðanefndinni um þann stað, sem beðið var um, sem sé Lækj- arfcorg. Fundurinn var mjog fjölmennur og var kosinn fnndarstjóri Einar skáld Hjörleifsson, en hann var einn af fund- arboðendum. Af fundarboðenda hálfu töluðu þeir Halldór Daníelsson yfirdómari, prófessor Jón Helgaaon, Guðm. Hannesion hér- aðslæknir, Þorsteinn Eringsion skáld og Knútur Zimsen verkfræðingur; en móti þeim mæltu Kristján Þorgrímsson konsúll, Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri, og Magnús Tb. S. Blöndahl al- þingismaður. Fyrir fundarboðendum vakti það, að fundurinn gæti skorað á minnisvarða- nefndina að fara þess aftur á leit við bæjarstjórnina að fá Lækjartorgið handa varðanum, því að það er auðsætt að bænum er það ekki vansalaust að neita um stað fyrir Jón Sigurðsson þegar beð- ið er um, gefandi það sem ástæðu, að bærinn megi ekki missa af þessum stað, hann sé ætlaður fyrir fiskitorg! En þegar snemma á fundinum stóð upp hr. bankastj. Tryggvi Ounnarsson formaður minnisvarðanefndarinnar. Að vísu kvaðst hann tclja það réttmætt að borgarar bæjarins feDgju að segja álifc sitt um það, hvar Jón Sigurðsson eigi að standa, en þ'o að eins þeir, sem eitt• livað fé hetðu lagt að mörhum, t. d. 5 kr. eða meira. Ennfremur sagði hann, að sér væri öldungis sama um hvað þessi fundur samþykti og hvort bæjar- stjórnin tæki nokkuð eða ekkert tillit til þesi, sem fundurinn samþykti, því hann væri nú staðráðinn í því, að láta reisa standmyndina á Stjórnarráðsblett- inum, hvað sem hver segði, og kvaðst vera orðinn svo þreyttur og mæddur á þeisu stappi (dynjandi lófaklapp frammi í salnum, „andsk... er kallinn góður“, „h..... ætlar hann að kúska okkur“, „þetta er eftir af gamla manninum enn þá, o. s. frv.). Það sér nú auðvitað hver heilvita maður, að þetta er beinlínis gjörræði af hendi formanns nefnarinnar og eftir þessi ummæli hans var fundurinn að vísu tilgangslaus og að því leyti til mátti standa á sama um hyað hann samþykti. En við því hefði mátt búast að ein- hverjnm hefði runnið í skap við þá megnu fyrirlitningu, sem nefndarformaðurinn sýndi öllum fundarmönnuum með þessu, og ekki einungis þeim, heldur og öllum bæjarbúum, og öllum þeim, sem telja sig varða það, að minningu Jóns Sigurðs- sonar sé nægilegur sómi sýndur — alla þessa menn slær nefndarformaðurinn í andlitið með þessari yflrlýsingu: mig varðar ekkert um hvað þið óskið eða segið, ég, kallinn, vil hafa myndina þarna, og þar verður hún. — En nefnd- arformaðurinn (sem reyndar hafði sagt sagt af sér formannsstarfinu, eftir því sem Knútur Zimsen sagði, og síðan hefir ekki verið beðinn um að taka það að sér aftur) mun hafa vitað hvað hann mátti bjóða meirihluta fundarmanna, og fékk hann að lokum samþykta eftirfar andi fundarályktun: „Fundurinn lætur þá skoðun í ljósi, að best fari að mynda- Btytta Jóns Sigurðssonar standi á Stjórn- arráðsblettinum, þar sem nú er búið að grafa fyrir henni.“ Nokkrir af fundarboðendum báru fram svolátandi tillögu: „Fundurinn skorar á minnisvarðanefndina að fara þess á leit á ný við bæjarsfcjórnina, að stand- mynd Jóm Signrðssonar megi standa á Lækjartorgi.“ En þessi tillaga var feld. Alt þetta minnisvarðamál er annars orðið eitt stórt heyksli. Fyrst og fremst tilorðning nefndarinnar, stórbokkaskapur þeirra manna, sem fyrst sátu í henni og sneru sér síðan til allra félaga í bænum nema stúdentafélagsins, sem þó hafði átt upptökin að þvi, að nokkuð var aðhafst nú, og sem allra hluta vegna var sjálfkjörið til að eiga fulltrúa í nefndinni; því næst alt ósamlyndið í nefndinni; synjun bæjarstjórnarinnar um þá tvo staði, sem nefndin bað um, og svo loks gjörræði og einræði formanns nefndarinnar; nefndin var sem sé búin að fella að hafa minnisvarðan á þessum stað á Stjórnarráðsblettinum; ef Lækj- artorgið fengist ekki hjá bæjarstjórninni, þá var búið að samþykkja annan stað á blettinum, eftir því sem Ku. Zimsen skýrði frá á fundinum. Það er því í fullhomnti heimildarleysi állra, að for- maður nefndarinnar heflr sett minnis- varða Jóns Sigurðssonar þar, sem nú er byrjað að hlaða stallinn, og í óþökk við alla, — þangað til borgarfundurinn í Bárubúð kysti á vöndinn. Eu mesta skömm á þó bæjarstjórnin skilið. Hún hefir verið beðin um tvo sfcaði fyrir minnisvarðan, en hefir neitað um háða. Hún, sem í þessu málihafði auðvitað ekki annað hlutverk enn að bjóða Jón Sigurðsson vélkominn á hvern þann stað, er nefndinni kæmi saman um, hefir nú gert hann útlægan úr landi bæjarins, og orðið þess valdandi, að hon- um hefir verið holað niður á prívat-blett, svo að hver, sem framhjá fer og sér myndina, hlýtur að halda, að hann eé hafður þarna til geymslu — líklega vegná þess að enginn hafi viljað Ijá pakhú* undir hann. Starfsemi tslandsbanka. Ræða landritara. Árið sem leið var að mörgu leyti hagstætt ár. Framleiðsla á vörum inn- lendum með meira móti, einkum fiski, og sala góð í útlöndum. — Bankinn hefir þó átt við ýmsa örðugleika að stríða. — Eftirspurn eftir lánum og pen- ingum annarsvegar mjög mikil og þörf stór á meiru fé t. d- eflingar sjáfarút- vegi, en tregða hinsvegar mjög mikil erlendis á fjárframlagi'í hvaða mynd *em er, til íslenskra fyrirtækja. — í nálægari löndum hefir að vísu greiðst mikið úr fjárþröng þeirri og peninga- kreppu, sem alment gekk yfir löndin tyrir nokkrum árum, eins og kunnugt er, og vextir yfirleitt lækkað nokkuð. — En þetta er ekki einhlýtt til þess að gera aðganginn greiðari fyrir okkur íslendinga að erlendum peningalindum, því að bæði er það, að yfirleitt gætir nú miklu meiri varúðar en áður, og jafnvel einskonar tortryggni, og svo er þess eigi að dyljast, að ísland hefir ekki seinustu árin afiað sér neins auk- ins trausts í augum erlendra þjóða, sér- staklega ekki hjá þeim mönnum, sem við fjármál eða peningamál eru riðnir. — Þetta kemur æ Ijósar og Ijósar fram þeg- ar spurning er annaðhvort um sölu á ís- lenskum verðbréfum (t. d. bankavaxta- bréfum) eður um lántökur í stærri stýl. Þá er eins og öll sund séu lokuð. Bankinn hefir árið sem leið eins og

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.