Ingólfur


Ingólfur - 18.07.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 18.07.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 115 að undaflförnu, gert »ér alt far mn að styrkja aðalatvionuvegi landsins með lánveitingum í stærri stýl og styðja að því, að frsmleiðgla gæti aukist í landinu og að unnt væii að aelja allar íslenskar afurðir fyrir peninga út í hönd hérinn- anlands. — En það verður að telja mjög þýðingarmikið og heillavænlegt fyrir landsmenn. — Stór lán hefir bankinn veitt til eflmgar botnvörpuveiðaútgerð, og h8fa þær lánveitingar borið góðan og glæsilegan árangur. — Má ótvírætt þakka það íslandsbanka, að þassi grein sjávarútvegarins — ef til vill sú allra tryggasta og nppgripamesta um leið er þegar svo vel á veg kominn. — Lánmtingar til lengri tíma, t d. lán með faiteignarveðskjörum, til húsabygg- inga o. fl. heflr bankinn að miklu leyti orðið að leiða hjá sér og láta þau sitja á hakanum fyrir nauðsynlegri lánveiting- um (framleiðslulánum). — Þó hefir bank- inn óbeinlínis stutt slíkar lánveitingar að verlegum mun með því að kaupa bankavaxtabréf Landsbankans, sem ekki hefði verið unnt að koma í peninga á annan hátt. Með þessu móti hefir ís- laudibiuki veitt bæði Landsbankanum og lántakendum úr veðdeild þess banka liðsinni sitt. Eins og kunnugt er, varð bankinn fyrir því slysi í byrjuu ársins 1910 að verða fyrir töluverðum fjársvikum af hálfu fyrv. útbússtjóra Friðríks Krist- jánssonar. Hafði útbússtjóri þessi haft talsvert fé af ýmsum viðskiftamönnum útbúsins á sviksamlegau hátt. Úr þeim málum öllnm hefir bankinn greitt á besta hátt, svo að öllum hefir vel likað. Búi Friðriks, sem tekið hefir verið til opinberrar skiftameðferðar, er enn ekki fullskift, svo að eigi er unnt að segja með vissu, hve stórt tap bankans verð- ur, en mikið fram úr 10000 kr. fer það varla. — Öðru tapi hefir bankinn eigi orðið fyrir árið 1910, svo að uin muni. Áuægjuefni er það, að hlutafé bank- ans er meira og meir innlent, þó að enn eigi það langt í land, að bankinn sé alger eign íslendinga. — Kaup á hlutabréfum bankans inn í landið hafa verið með mesta móti 1910. — Yfirleitt má segja að fjárhagshorfur almennings séu fremur að bitna hér á landi, þrátt fyrir ýmsar skuggahliðar, er lauslega hefir verið vikið á. — Menn eru að læra það betur og betur að fara gætilega með lánsfé og fjárglæframönn- um fækkar, eða þeir geta ekki haft sig eins frammi Og áður. — Framleiðslan eykst og viðskiftamagn eflist. Vott um| þetta má meðal annars sjá á því, að seðlavelta bankans (þ. e. upphæð sú, sem bankinn heflr í veltu af seðlum sínum) eykst ár frá ári, ein- kum það sem af er þessu ári. — Um setning bankans eykst sérstaklega hér við aðalbankann, — á 5 fyrstu mánuð- um ársins 1911 hefir umsetning bank- ans t. d. verið 5 milj. krónum hærri en 5 fyrstu mánuði ársins 1910, — yið- skiftamönnum fjölgar. — íslandsbanki hefir nú eambönd viðs- vegar um heim og erlendum viðskifta- vinum fjölgar stöðugt. Leiðir það at- hygli að landinu og viðskiftum við það. Þess má geta að fyrir milligöngu ís- landsbanka hefir nýlega hepnast að selja hálfa milljón af bankavaxtabréfum Lands bankans þeim, er landssjóður átti. Öll umsetning bankans og útbúa hans var árið 1910 nálægt 59 milj. króna eða rúmar 196 þúsund krónur hvern virkan. dag að meðaltali. — Næsta ár á undan var umsetningin tæpar 63 miljónir; hefir þvi vaxið um fullar 5 miljónir á árinu. Peningainnborganir gegnum kassa bsnkans og útbúanna námu árið 1910 rúml. 28lj2 milj. kr. Innlög á dáJk og hlaupareilcning voru fuliri miJjón kröna hærri árið 1910 em næsta ár á undan. Árið 1909 voru slik innlög við bankann og útbúin tæpar 7 milj., en því nær 8 milj. árið 1910. Iunlán voru í érsbyrjun 1910íbank- anum og útbúum hans 131/, hundrað þú-und krónnr, en voru í árslok orðin því nær 1600 þúsund lcrbnur; höfðu því vaxið á árinu um því nær milj. króna. Sparisjóðs innstœðufé hjá útbúum bankans hækkaði um rúmar 90000 kr. árið 1910. Handveðslán hækkuðu á árinu um 26 þúsund krónur. Veitt voru rúm 76 þús- und krónur í slíkum lánum, en endur- borguð tæp 45 þúsund. Aftur á móti lækkuðu sjálfskuldar- ábyrqðarlán um full 17000 krónur. Veitt voru ca. 91000 krónur i slíkumlánum, en endurborguð tæp 108000 kr. Bæði handveðslána- og sjálfskuldar- ábyrgðarlánaveitingar voru nokkru meiri úr bankanum 1910, en næsta ár á und- an. í reikningslánum var veitt rúm half• fjórða miljón kröna. — Lán þessi voru þó alls ca. 17 þúsund krónum lægri i árslok, en í ársbyrjun. — Reiknings- lánaumsetningin var við bankann og útbúin fullri miljön króna hœrri árið 1910, en árið 1909. Víxla keykpti bankinn og útbúhans til samans fyrir þvi nær þrettán og hálfa miljón króna (árið 1909 rúm 127, milj. kr.) — í árslok voru óinnleystir vixlar fyrir nokkuð á fjórða milj. kr. Ávísanakaup á erlenda banka og aðra ntanbæjar viðskiftavini fara jafnt og þétt vaxandi. Slík ávísanakaup námu því nær 6 miljóna kr. árið 1910, en voru ekki fullar 4 milj. kr. árið 1909. Bankinn innheimti fyrir aðra (í vixl- um, ávísunum, hleðsluskjölum o. fl) fyrir rúm 2711 þúsund krónur. Það fer óð- um í vöxt, að útlendingar nota bank- ann til að innheimta borgun fyrir er- lendan varning, sem fluttur er hingað til lands. Af seðlum hafði bankinn mest úti j lok októbermánaðar (1886 þús. krónur rúmar) en minst í marslok (tæp 569 þúsund krónur). Það er ætíð svo, að mest er af seðlum í veltu seinni part sumars og nokkuð fram á haustið, en fer svo aftur minkandi fram á næsta vor. Það sem af er árinu 1911, heflrver- ið óevnju mikið af seðlum í umferð. Skýrslan. J6n Ólafsson alþingiamaðut hefir sett í siðustu Reykjavíkinni skýrslu, er ég gaf honum um daginn. Af því ég býst við að ýmsum þyki fróðlegt að vita hvernig skýrsla þessi er til orð- in ætla ég með fáum orðum að segja eins satt og eg get best frá því. Hvað gerðist heima hjá mér fimtu- dagsnóttina er var. — — — AUt var dauðakyrt og þögult. Sum- arnðttin breiddi rökKurslæðu sina mjúka og hlýja yfir Reykjavlkurbæ, sem mókti í faðmi hennar eins og ung btúðnr í fangi biúðgum- ans. Ekkert hljóð barst mér að eyrum þar Bem ég lá vakandi i rúmi mínu, nema lúgar hrotur frá húsbóndanum niðri og nokkrum breima köttum, er í fjarska sungu mansöngva sína þýðum rómi. Að mér streymdi hópnr angurværra endur- minninga frá dögunnm, er ég var ungur og enn lifði binu áhyggjnlausa og frjáÍBa lífi ókvongaða mannsins. Eg Bnéri bakinu að Tobbu, sem steinsvaf fyrir ofan míg og draumarnir báru mig til löngu liðinna tíma á vængjnm gleymskunnar.------- Én allt í einu heyrði eg látt þrusk úti & ganginum. Eétt eins og einbver væri þar að læðast. Ég varð straxf glaðvakandi og ógur- legur grunnr kom upp í buga mínum. Hver veit nema það sé kær&stiun hennar Tobbu — — hugsaði ég og krefti hnofann nndir sæng- inni-------Hljótt og varlesra læddist ég út úr rúminu og inn í herbergið við hliðina, því þann mann hafði mig lengi langað til að sjá. Svo beið ég átekta með hlaðna sexhleypu í hend- inni. „ Nokkrar miuútur var allt kyrt sam áð- ur og dauðaþögn. En þá opnuðust dyrnar alt í einu og inn Bteyptist maður hár mjög vexti og stórskorínn. Ég þekti hann undireins. Það var Jón. Með allmiklum erfiðismnnum komst hann á fætur og settist á rúmstokkinn hjá Tobbu, sem vaknað hafði við hávaðann. Jón kitlaði hana undir vinstri vangann og leit á hana blóðhleyptum, gírugum glyrnunum — — — „Ingimnndur ekki heima-------— To—obba — he, he----------- hva?“ „Úff--------sagði Tobba og kipraði sig frá honum lengst upp í horn----------fúrðu — — strax------vemmilegi dóni — — út með það sama-------þitt fulla svín-------!“ „Bráðum, sagði Jóu, snéri bakinu að henni og tók upp úr vasa sínum Löjtenflösku. Hún var full upp að öxlum. Jón bar hana upp að vörununum og myndaði sig til að súpa á. En þá hleypti ég úr Bkammbyssnnni. Kom skotið á milli flöskunnar og munnsins á Jóni svo hon- um varð dálítið bylt við og misti hana úr bendinni. En ég sentist inn og náði flösk- unni áður en dropi var farinn úr henni. Jón náði sér fljðtt. „Þig þarf ég að tala við — Ingimundur. En farðu nú uppí svo þér kólni ekki og súptu á fyrst“. Ég gerði eins og hann bað mig en Iét á mér skilja að ef hann léti ekki Tobbu i friði mundi ég mola i honum hvert bein. Þegar ég var kominn npp í, laut Jón niður að mér og hvislaði: Þessa Löjtenflösku af betri sortinni Bkaltu íá Ingi- mundur ef þú kjaptar i mig hvað er að gjör. aat í herbúðunum ykkar og evikur þá — brenni- vínBmennina. Eg skal engum segja frá því — — he, he-------trúðu mér, ég hefi aldrei ú icfinni skrökvað------nei, ég held nú síður — — sannleikspo3tulinn — — ba, ha, ha---------- „sannleikspostulinn góðkunni" eins og ísafold segir.---------„ha. ha, ha----------já ég held ég treysti þér. — „En hvað færðu hjá Lárusi getir þú narrað mig út i þetta?“ spurði ég og dióg annað augað í pung en deplaði hinu. „Minstu ekki á það---------einn bláann“ — hvíslaði Jón. „Ég vil fá minst tvo“ sagði ég---------því Tobba sparkaði í löppina á mér undir sænginni. Jón strauk nefið 4 sér með flöskunni og hugsaði sig um aillengi. „Ég held Lalli oftri því aldrei — — fari það béað-------nú — en reyna má það------------ veistu annars uokkuð ræfillinn þinn. Er öðr- nm eins falshundi og þér trúað fyrir nokkru-" „Getur verið, Nonni. getur verið--------“. „Koudu þá með það“ sagði Jón og stakk að mér tikallinum frá Llrusi--------“. Auðvitað varð ég að iáta hann fá oitthvað fyrir poningana og nú romsaði ég upp úr mér fleiri lygasögur en hafa staðið i öllum blöðun- um til samans í heilt ár og nóg í heilan áj- gang af Reykjavíkinni. Jeg ruddí upp úr mér og jós í hann svo ört að hann hafði ekki við að skrifa eftir mér. Og því meir sem ég skrökv- aði og því étrúlegra sem ég laug því meir skein andlitið 4 Jóni og því meir hlakkaði hann til að setja þennan ósóma í Reykjavíkina og að bæta við hann dálitlu úr sjálfs sins smiðju. Ég hefi engan mann vitað jafnánægðan af að láta skrökva í sig — það var rétt eins og þegar krakka er gefin sæt kaka. Það var regluleg unun að ljúga í hann. Ég vildi feg- inn gefa peninga til að fá að gera það ein- hvern tíma aftnr.----------- Loksins vorum við báðir orðnir svo þreytt- ir að ég hætti. „Vertu nú blessaður og sæll Ingimundur og þakka þér kærlega fyrir lesturinn, sagði Jón og tók saman blöðin öll-------„má ég svo ekki kyssa frúna að skilnaði?! „------------------Úff-hvað þér getið verið vemmi- legnr — svona gamall maður og iíka giptur ------ég get bara hreint ekki útstaðið yður ------farið þér nú strax npp á mínútuna — — ollegar verð ég bara voðavond. — — „Jæja þá rían mín,“ sagði Jón og sendi henni fingurkoss, „vertu þá sæl!“ „En sá dóni“ sagði Tobba þegar hann var farinn — og þetta á að heita dannaður mað- ur------------------!“ Ingimundur. Að gcfuu tilcfni sknlum vér geta þess, að Skúli Thoroddsen var kosinn for- maður sjálfstæðisskrifstofunnar áður en hann birti „ávarpið" fræga. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Veðrið hcfir ekki verið alt í gæsk- unni þessa vikuna, hrj^ssicgs-nepju-kuldi á hverjnm degi, alveR eins og á hsust- degi. Þdð má mikið vera ef lóurnar fara ekki að halda burtu, þvi að ekki hafa þær almanakið til að segja sér til, að þetta eigi að heita sumar. í fyrii nótt snjóaði á Grímsstöðnm og í gær sjóaði á Esjuna, svo að hún var orðin grá í kollinn eins og æruverður ölduug- ur. Margir fóru að „hala“ vetrarfrakk- ana sina fram úr klæðaskápnnm og gá að loðhúfunum sínum. Hér fara á eftir hinar sorglegu tölur: 1 12- 1 13. | 14. 15. | 16. | !7-| 18. Rvík |u |10 | 9,8 10,7| 9,8| 7 1 6 liafj. |i5,e |l0,5j 9,7 10,2| 10 | 4,2 5 Bl. . 117,1 j 11.61 9,5 11.4| 8 I 8,2| 4.4 Ak.. • |21 117 | ll,5jl0,5| 9 | 5 1 4,5 Grst. . |18,5| 16 5 7 9 1 8 I 2,5| 2,8 Sf. . |22 18,6 9,9 10.3] 8 6| 6,1 j 7,5 Fær. . |16,8|21,1 11,8 8,6] 8 2 7,9| 8 Brillouin vice-konsúll hefir fengið or- lof hjá frönsku stjórninni tilþess að geta í næði gefið sig við því, að rannsaka og gera áælanir um ýmisleg framleiðslu- fyrirtæki hér á landi fyrir franskt fé. Jafnframt hefir hann fengið konsúls- titil (í stað vice-konsúls). Svo er að sjá af þessu, sem franska stjórnin vilji styðja að því að franskir auðmenn leggji fé fram til fyrirtækja hér, og hlýtur það að vera oss gleðiefni. Mag. art, Ouðm. Finnbogason heflr fengið leyfi til að verja doktorsritgerð sína, er hann sendi Kaupmannahafcar- háskóla og hafa allir professorar lokið lofsorði á hana. —e»oo— Skipalcomur: Sterling kom álaugar- dagsmorguninn var með marga farþega: prófessor Paul Hermaun, Jón Stfáns- son málara, Pétur Jónsson söngvara, Guðm. Hlíðdal verkfræðing með konu og barni, cand. jur. Guðm. Ólafsson, stúdentarnir Júlíus Havsteen, Jón Sig- urðsson frá Kallaðarnesi, Samúel Thor- steinsson, ennfremur hinn nýja lyfsala, Christensen, o. fl. Botnía kom seinna um daginn. Far- þegar voru frá ísafirði Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, frá Khöfn læknarnir Gunnl. Claesen og Guðm. Thoroddsen, skipstjórarnir Jón Jóhannsson og Kol- beinn Þorsteinsson, o. fl. Sjómauuaverkfall í Euglaudi. Seinni hlnta júnímánaðar og fyrrihluta þessa mánaðar var stórkostlegt verkfall með sjómönnum og hafnarerfiðiðismönn- nm í ýmsum bæjum áEnglandi. Skip lágu hópum samanikviunum, full af als- konar vörum, sem lágu undir skemdum, en enginn fekst til að skipa upp vörunum vegna verkfallsins, svo að ekkert komst á land og ekkert varð flutt burt. Eitt skip kom til Hull hlaðið laxi frá Noregi, og lá í nokkra daga, en loks fór laxinn að skemmast og varð að kasta öllu fyrir borð. Matvæli voru orðin geysilega dýr, kartöflur voru seld- ar fyrir 50 aura pundið, og alt annað var eftir því. Oft var barist á götum úti og horfði til stórvandræða. Loks komust sættir á með verkamönnum og vinnuveitendum snemma í þessum mán- uði og hafði verkfallið staðið um nærri því 3 vikna tíma. Aðrar útlendar fréttir verða að bíða næsta blaðs.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.