Ingólfur


Ingólfur - 25.07.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 25.07.1911, Blaðsíða 1
INGÓLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 25. júlí 1911. 30. blad. Ávarp Skúla Thoroddsens. Hr. Skúli Thoroddion er ekki af baki dottinn enn með „áyarpið“ aitt. Það hefði vafalauit verið í hans þágu, að gem minat væri um það talað, og að alt þetta mál hefði dottið niður sem fyrst. Eu því er dú ekki að heilsa, hr. Sk. Th. gerir ávarpið að umtalsefDÍ í siðaata tölubl. „Þjóðviljana“ og verður þar ekki betur séð, en að honum aé þetta mikið alvörumál og trúi faatlega á aína guðdómlegu köllun til að „vekja“ frönsku þjóðina, „avo og alla íbúa jarð- arinnar“, og beina þeim inn á áður ó- farnar brautir. . Vér höfum áður tekið það fram, að hvað aem annars líður þeim umbóta og maunúðarhugmyndum, aem hr. Skúli Thoroddaen þykist hafa köllun til beita sér fyrir, hvott sem þær eru heillavæn- legar eða ekki, hvort.sem þær eru vit- urlegar eða vitlausar, þá hljótum vér að mótmæla því kröftuglega, að hann þjóni þessum tilhneygingum sínum sem „alþingisforseti íslendinga“ eða hefji þessa „baráttu“ sína í nafni þjóðar vorr- ar. Alþingi befir ekki gefið bonum um- boð til neins sliks, og íslendingar munu ,ekki hafa hugsað sér að svo komnu að gerast forgangsmenn að neinum mann- kyns eða stjórnarfarsbyltingum, og óska þess ekki, að neinn maður takist slíkt á hendur í nafni þjóðarinnar. Þetta er vitanlega aðalkjarni þe3sa máls, enda hafa b’öð allra ílokkanna flýtt sér að lýsa því yfir, að hr. Skúli Thoroddsen bafi ekki haft heimild þÍDgdns eða flokk- anna til að flytja frakknesku þjóðinni þetta „ávarp“. Þessar yfirlýsingar voru nauðsynlegar, til þess að ekki yrði um það vilst, að allir flokkar í landinu ætl- ast til að hr. Sk. Th. beri sjálfur ábyrgð á þessum gerðum sinum. Og ef það kynni að koma fyrir, að hr. Sk. Th. fyndi hjá tér einhverja aðra köllun, er knýji hann til einhvers samskonar „á- warps“ eða þvi líks, þá er þetta honum bending um, að hann skuli þá tala og skrifa í sínu eigin nafni, en ekki sem fulltrúi alþingis eða íslendinga. Hitt er svo annað mál, að sjálft á- varpið, og öll þau atvib, er að því liggja er vitanlega ekki til annars en að hlægja að því. Haggi menn sér hr. Skúla Thoroddsen, „alþingisforseta!slendinga“, sitja uppi á Commercial Hotel, óþverra- legu gistihúsi í Leith, skrifa þar Diður gamlar og margþvældar loftkastala- hugsjónir, auk ýmislegs nýs þvættings sem ber merki hr. Sk. Thoroddsens sjálfs (t d. að engri þjóð skuli þolast að fara í stíð — með hverju á að varna því? með stríði? eða hverju?), senda svo þetta „evangelium11 til blaðs í Edin- borg, (sem vitaulega vill ekki taka það, en er svo kurteist að segja hr. Sk. Th. ekki frá því, að það sé vegna þess hvi- líkur þvættingur ávarpið er, og auðvitað skilur hr. Sk. Th. heldur ekki það, sem allir aðrir lesa milli línanna í bréfi rit- stjórans) í þeim tilgangi að vekja frakk- nesku þjóðina! Um þetta ávarp sitt farast hr. Sk. Th. svo þannig orð, að það sé hið — stóra, einarðlega og frjáls- mannlega“, og stendur í þeirri makalausu meiningu að hann hafi með þessu nnnið eitthvað þrekvirki, þetta só svo djarf- mannlegt að allir hljóti að dást að því! Þetta er svo grátlega hlægilegt, að það tekur engu tali. Hann telur það lítil- menskuhugsunarhátt, að telja oss íslend- inga of lítilfjörlega til að segja stórþjóð- nnum til um það, sem miður kann að fara Það er sannast að segja að hr. Sk. Th. hefir ekki haft neinn lítilmensku hugsun- arhátt um sjálfan sig. Enn sannleikur- inn er þó sá, að hr. Sk. Th. er oflítilfjör- legur til að ráðast í slík stórræði — af þe'rri einföldu ástæðu að hann getur ekki með neinum rétti krafist þess að að nokkurt tillit sé tekið til þess pem sem hann segir, vegna þess að það er hvorki nýtt né vel sagt. En svo föst- um tökum hefir atórmenskan náð á hr. Sk. Tb. að hann heldur að öll ummæli blaðanna og annara um þetta Messias- arstarf hans, sprottið af öfund! Nema þetta sé einungis yfirklór hjá honum - þvi viljum vér helst trúa, vegna hr. Sk Thóroddsens sjálf*. Einasta „þrekvirkið sem hann heíir unnið með þessum ávarpsleiðangri sin- um er þá það, að bonum hefir nú loks tekist að sannfæra þá, sem ekki vissu það áður, um það, a4 bæði hann og aðrir mega vera þakklátir fyrír, að hann náði ekki hinu langþráða takmarki sínu í vor: ráðherraiessinum. Alataðar annars staðar í heiminum mundi það vera talið sjálfsagt, að hr. Sk. Thoroddsen legði niður stöðu sína sem alþÍDgisforseti íslendinga eftir þetta, enda væri það í fylsta mátaréttmætt — því hver veit upp á hverju hann kann að finna næst sem „alþingisforseti ís- lendinga“. En hér er alt látið viðgang- ast. Þrælalögin. Eins og kunnugt er hafa þrælalögin eða bannlögin aldrei legið fyrir þjóð- inni, hvorki við atkvæðagreiðsluna sælu, né síðar. Nú á komandi hausti er það fyrst að kosningar fara fram eftir sam- þykt laga þessara og þykir oss því rétt, að þeir landsmanna, sem ekki hafa áð- ur haft tækifæri til að kynna sér þetta löggjafarverk, megi nú sjá í heild sinni lögin, sem eiga að setja Skrælingja- markið á þjóð vora, og opna jafnvel heimili vor fyrir ósvífnum Goodtempl- ara-snuðrurum og þefurnm. Má vera að einhverjum ofbjóði. Lögin prentum vér hér upp orðrétt, og munum svo víkja nokkrum orðum að þeim á eftir: 1. gr. Engan áfengan drykk má flytja til íslands til annara nota en þeirra, sem getið er um í 2. grein, og farið sé með eftir reglum þeim, sem settar eru í lög- um þessum. En það er áfengur drykk- ur eftir lögum þessum, sem í er meira en 27/Vo af vínanda (alkóhóli) að rúm- máli. Duft, kökur eða annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva, og i sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal fara mað sem áfengan drykk. 2. gr. Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðnaðarfyrirtækis, efnarannsóknarstofu, náttúrugripasafna eða annara þvílikra stofnana að flytja frá útlöndum vínanda eða annað áfengi til iðnþarfa og verk- legra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt að flytja til landsins Tínanda, sem ætlaður er til eldsneytis. Lyfsöl- um og héraðslæknum skal og heimilt að flytja til landsins vínanda þann og ann- að áfengi, sem þeim er skylt að hafa til læknisdóma samkvæmt hinni almennu lyfjaskrá. Enn skal smáskamtalæknum heimilt að flytja frá útlöndum smá- skamtalyf með vinanda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlutaðeigandi lög- reglustjóra eða sóknarprests. Að lokum skal próföstum þjóðkirkjunnar og for- stöðumönnum annara kirkfudeilda heim- ilt að láta fiytja frá útlöndum messu- vín, er nauðsynlegt sé til altarisgöngu, þó í þvi sé meira af vínanda en 2'I^Iq. 3. gr. Alt áfengi, sem flutt er til landsins frá útlöndum samkvæmt lögum þessum, skal fyrst flytja á land í Reykjavík. Þar skal landsstjórnin skipa sérstakan umsjónarmann áfengisbaupa, og hefir hann á höndum nmsjón og eftirlit með áfengiskaupum, svo sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Umsjónarmaður hefir að íaunum 600 kr. á ári, er greiðist úr landssjóði. Svo fær hann og borgun fyrir húsrúm undir áfengisbirgðir, vinnulaun handa verka- mönnum til aðstoðar og burðargjald bréfa. Ennfremur fær hann endurgjald fyrir efni þau, er méð þarf til að gera áfengi óhæft til drykkjar. 4. gr- Nú hefir maður heimild til áfengis- flutnings frá útlöndum eftir lögum þess- um, og vill hann neyta þeirrar hemild- ar sinnar, og sbal hann þá í tæka tíð segja umsjónarmanni áfengiskaupa til um það, hverskonar áfengi og hve mik- ið hann vill fáogfrá hverju verslunar- húsi, svo og með hverri ferð frá útlönd- um. Hann skal og skýra honnm frá um leið, til hvers hann ætli að nota áfengið. Svo skal og fylgja beiðninni borgun fyrir flutning til Reykjavíkur og uppskipun þar. Umsjónarmaður send- ir þá pöntunina því verslunarhúsi eða þeim vínsölumanni, sem hún er stíluð til, og beiðist þess, að áfengið sé sent til sin. Skal umsjónarmaður, þegar er áfengið kemur til hans frá útlöndum, tryggja aér með rannsókn, að áfengis- sendingin sé eigi önnur eða meiri en um var beðið. Nú reynist áfengið ann- að eða.meira en um var beðið og skal umsjónarmaður þá endursenda sendanda það tafarlaust, ef annað er en um var beðið, eða þaS sem umfram reynist, enda er skipstjóra, sem flutti, eða út- gerðarmanni skips, skylt að taka við því án borgunar á farmgjaldi. Að því búnu skal hann, eftir fyrirsögD efna- fræðings landsins, sem skyldur er að Iáta aðstoð sína í té, blanda það áfengi, er til iðnaðarfyrirtækja eða eldsneytis er ætlað, þeim efnum, er gera það óhæft til drykkjar, án þess það þó missi nota- gildi sitt til þe*s, sem það er ætlað. Því næst skal umsjónarmaður merkja áfengið með embættisinnsigli sínu og segja eiganda til. Eiganda skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda skal hann um leið kostnað þann, er af blönd- uninni hefir leitt. Nú líða svo 12 mánuðir fráHilkynn- ingu umsjónarmanns áfengiskaupa um aðflutning áfengis, að sá hirðir ekki áfengið, er pantað hefir, né lýsir held- ur yfir þeirri ósk, að áfengið sé á hans kostnað endursent seljanda, og er þá áfengið með umbúðum eign laDdssjóðs. AUan ógreiddan kostnað, er leitt hefir af aðflutningnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfengið hefir pantað, sam- kvæmt lögum 16. desember 1885. Umsjónarmaðurinn ber enga ábyrgð á greiðalu andvirðis fyrir það áfengi, sem aðflutt er. 5. gr. Skylt er hverjum skipatjóra, er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglu- stjóra um leið og hann sýnir skipsskjöl- in, hvort hann hafi nokkurt áfengi til flutnings fyrir aðra menD, og þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafimeðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honurn meðan hann er í höfnum inni eða í landhelgi við ísland, að veita eðaselja eða á annan hátt láta af hendi eða leyfa öðrum skipverjum að láta af hendi nokk- uð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til annarra mauna en þeirra, sem eru lögskráðir skipverjar. Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef hann brýtnr það, er nú var mælt. Nú hefir skipstjóri meðferðis áfengi frá útlöndum, sem ekki er ætlað til ákipsforða og ekki á að fara til umsjón- armannss áfengiskaupa, og skal lögreglu- stjóri þá á næstu höfn, er skipið kem- ur til, setja embættisinnsinnsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílát og ábyrgist skip- stjóri, að innsiglin séu ekki brotin eða úr ilátunum tekið fyr en skipið er al- farið burt frá landinu, enda gangi lög- reglustjóri úr skugga um það, áður en skip lætur úr síðustu höfn, að innsigli séu heil og ekkert hafi verið tekið úr ílátunum. 6. gr. Nú strandar skip hér við land og hefir meðferðis áfeDgi til umsjónarmanns áfengiskaupa eða frá honum, og skal hreppstjóri í forföllum lögreglusjóra þá þegar taka áfengisilátin til’varðveislu og gæta þess, að ekki sé í þau farið. Hann. skýrir þegar í stað lögrelustjóra frá, en lögrelustjóri setur embættisinn sigli sitt fyrir ílátin og kemur þeim til geymslu á óhultum stað. Áfengi þetta má lögreglustjóri ekki selja eða á ann- an hátt láta af hendi til annara manna en skýra skal hann með fyrstu ferð réttum eiganda frá björgun áfengisins. Kjósi hann innau 12 mánaða að það sé sent sér á sinn kostnað, skal það gert, ella sé það eigu landsjóðs.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.