Ingólfur


Ingólfur - 08.08.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 08.08.1911, Blaðsíða 1
NGOLFUR IX. árg. Reyfejavík, þriðjudaginn 8. ágúst 1911. 32. blað. -H$«HH**H*#H4MfHH*H*HH-H-RH*H|* $ kemur út einu sinni í viku að minsta ± 5 kosti; venjulega á þriðjudögum. $ $ Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- 1 Bankafarganið. is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og abyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgötu 14 B. (Schou's-hús). — Má finua á af- greiðslunni frá kl. 11^12. Afgreiðsla og innheimta' í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 t>g 4—5 hja P. E. J. Halldórssyni, lækni. ± í $ T bffHfl^-HfHfHfl^fHH-H-H-H-H'H-H-H-H'RH-HH-eH- Utanför ráðherra. Ráðherra kom heim úr utanför sinni á sunnudaginn. Vér höfum áður getið þess, að öll lög alþingis voru staðfest af konungi 11. f. m., nema Iög um viðbót við laga- skólalögin (af því að þau lög verða nú þýðingarlaus eftir að háskólinn tekur til starfa) og stjórnarskrárfrumvarpið. Stjbrnarskrárfrumvarpið var ekki samþykt til fulls af alþingi; til fulln- aðarsamþyktar þarf samþykki á tveim þingum. Þessvegna var engin ástæða til þe»s að leggja það frumvarp form- lega fyrir konung nú, og gerði ráðherra það ekki. Hinsvegar mnn ráðherra, eins og sjálfsagt var, hafa skirt konungi frá innihaldi þess. Um sambandsmálið átti ráðherra, sam- kvæmt ályktun þingsins, ítarlegt tal við forsætisráðherrann, Klaus Berntsen, og reyndi að fá hann til þess að leggja sambandalagaframvarp meiri hlutans 1909 fyrir ríkisþingið. For»ætÍ3ráðherr- ann vildi þó engu lofa um þettafyren hann hefði ráðgast við helstu menn þingJlokkanna, og var því ekki Iokið þegar ráðherra fór heim. TJm lán handa landssjóði, sem alþingi samþykti að taka, hefir ráðherra eftir talsvert stapp fengið loforð hjá þrem- ur bönkum í Kaupmannahöfn, Handels- banken, Privatbanken og Landmands- banken. Landið á að greiða 41/, «/0 vexti af láninu og fær það útborgað án afdráttar (pari). Skömmu áður en ráðherra fór heim, kom Forberg landsímastjóii til Kaup- mannabafnar að undirlagi landntjórnar- innar, til þess að aðstoða ráðherra í til- efni af því, að um næstu áramót eru liðin þau 5 ár, sem núgildandi síma- taxtar milli landa voru ákveðnir. Ráð- herra mun haía góðar vonir um að þeim takist að fá taxtana lækkaða til muna, en enn sem komið er er ekki fullráðið um það. í siðaata tölublaði „Lögréítuer grein eftir „Norðlending" um þetta mál, mjög svo eftirtektarverð. í fyrri hlutagrein- arinnar er minst á „mat" bankarann- sóknarnefndarinnar á tapi bankans, og sýnt fram á, hver hégómi og markleysa þetta „mat" Tar, og bent á að nefndin þorði ekki einu sjnni að gera tilraun til að sanna ákærur sínar, og neitað var um að sýna matsbókina, sém átti að sýns, hvað þeir hefðu lagt til grundvall- ar við matið og þá vitanlega um leið réttmæti þess. Síðári kafli greinarinnar er aðallega um rannsóknarnefndarskýrslu neðri deildar, og skulum vér leyfa oss að taka þennan kafla orðrétt: „En það er annað í þessu bankafarg- ani, sem mér og vafalauit mörgum fleir- um þykir voðalegt. Og það er þetta, sem stendur í skýrslu rannsóknarnefnd- ar neðri deildar, undirskrifað af for- manni nefndarinnar, einum af dómend- um þessa landi, og öðrum núverandi gæiluitjóra bankans — á bls. 67 í stýrslunni: „Vér getum ekki várist þess, að láta í Ijósi furðu vora á þvi, að bankastj'ornin (nl. B. Kr. og B. Sig.) skuli hafa látið frá sér í sínu nafni skýrslur eins og þeisar, sem lýnilega hlntu að veikja traustið á hag b<»nkans, ef sannar væro, og auk þess innihalda á ýmsum stöðum bláber ranghermi og ósannindi, og í fjölda mörgum atriðum hvíla á þekkingarleysi á því, hvað áhrif hefir á löglegt gildi skjala". Og í öðru lagi þetta: Tr. Gunnars- son fyrv. bankaatjóri ber þær sakir á núverandi bankaitjórn (B. Kr. og ,B. Sig.) í bréíi til rannsóknarnefndarinnar dags. 3. maí, prentuðu í skýrslunni á bls. 65—66, að „skrá" frá núverandi bankastjðrn L%ndsbankans „yfir 17 menn, sem mest skulda bankanum", sé „fölsk" að ýmsu leyti. Hann tekur fram aíl- mörg dæmi til sönnunar þeasari ákæru og segir svo: „Þegar litið er á þessi dæmi og fleiri, sem of langt yrði upp að telja, held eg, að ekki sé ofmælt, að þeir menn, sem þena skýrslu rita, geri sig seka í því, að birta alþingi og »1- þýðu falska skýrslu". Er ekki sómatilfinningin og siðferðis- meðvitundin farin að sljófgast ískyggi- lega í landi voru? Segist ekkertáþví, ef embættismenn í ábyrgðarmiklum em- bættum reynast sannir að sök um að gefa skýrslur, sem opinberlega eru Iýst- ar „á ýmsum stöðum bláber ranghermi og ósannindi", eða sem lýstar eru „fálsk- aru að einhverju leyti? Þolir landsstjórnin það þeqjandi og aðgerðálaust, að bornar séu slíkar sakir á háttstandandi embættismenn, með til- teknum, prentuðum rökum? Gerir landsstjórnin sig ekki samseka slíku athæfi, ef hún skellir við því skoll- eyrunum? Veikir hún þá ekki óhæfi- Iega traustið á embætismönnum Iands- ins, á réttlæti og sannleiksást, sómatil- finningu og borgaralegum dygðum yfir- leitt? Þetta er stbrvægikgt mál, ekki að eins fyrir embættismannastétt landsins, heldur og alla alþýðu manna. Landastjórnin má ekki þola það að- gerðalaust, ef embættismenn gefa skýrsl- ur, sem „reynait bláber ranghermi og ósannindi" og „falskar". Silfurbergsmálið. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar. III. Niðurl. Þegar að því leið að binn nýji leyf- ishafi landssjóðs tæki við námuréttind- uuum, skrifaði stiórnarráðið fyrverandi leyfiahafa, hr. Tulinius 18. júlí 1910, svohljóðandi bréf: „Með því að atjr. hefir leigt Guðmundi tréamíðameistara Jakobiayni, hér í bæn- um, silfurbergsnámurnar í Helgustaða- fjalli fra 1. n. m., þar sem hann bauð landssjóði betri kjör enn þér, herra stór- kaupmaður, eruð hér hérmeð beðinn að afnenda honum eða umboðimanni hans silfurbergsbirgðir þær, sem landnjóð- ur á í vörslum yðar, og lenda hing- að samrit af afhendingargerðinni, sem óskast undiriituð bæði af yður og hin- um nýja leigjanda eða umboðamanni bans. Bnn fremur væntir stjr., að þér sendið hingað skilagrein um það, sem þér kunnið að hafa selt af silfuTbergi á þessu ári." (Rtnmókn.nefnd.skýrsla bls. 77). Svo er að sjá, sem Taliniua hafi sím- að stjórnarráðinu 28. júuí, er hannhafði meðtekið þetta bréf, og hafi hann mót- mælt þessum skilningi á samningnum og neitað að láta af hendi silfurbergs- birgðirnar, er bjá honum voru. En dag- inn eftir, 29. júní 1910, sendir Björn Jónsson, eða stjórnarráðið, ísl. stjórnar- ráðsskrifstofunni í 'Höfn, svolátandi sím- skeyti: „I Anledning Tuliniuss Gaars- telegram paastaar Ministeriet tilstæde- værende Spathbehöldning per förste Juli Landskassens Ejendom ifölge Tuliniuss Kontrakt. Henvend Dem til Tuliniuss. — Ministeriet." (Á íslensku: í tilefni af símskeyti Tuliniuiar í gær, heldur stjórnarráðið því fram, að silfurbergi- birgðir þær, sem fyrir liggja 1. júlí, séu eign landnjóðs samkvæmt samningi Tuliniusar. Snúið yður til Tuliniusar. — Stjórnarráðið). Eins og sjá má af þéssu símikeyti er þá enginn bilbugur á hr. Birni Jóns- syni; hann heldur því enn fast fram, að landssjóður eigi allar þær silfurbergs- birgðir, sem þá voru í vörslum Tuli- niuiar, og krefat þeai, að Tuliniui láti þær að höndum til hins nýja leyfiahafa, hr. Guðm. Jak., er svo skyldi selja þær fyrir hönd landssjóðs. og hafa fyíir það 45°/0 af söluverðinn, samkv. samningi sínum. Aftur á móti hélt Tuliniui því fram, að þessar birgðir væri sameign sín og landnjððs, og væri hann því ekki skyld- ur til að ikila hinum nýja leyfiihafa einu tvípundi af þeim. Til frekari full- vissu snýr hann sér svo til hæitarétt-, armálaflutningimanni G. M. Rée, og spyrst fyrir um skoðun hans á þessu máli. Hr. Rée tjáir sig, í bréfi til hans, dags, 1. júlí 1910, algerlega samdóma Tulinius um skilninginn á samningum. í þessu brefi segir: ,L----------Tilböje- ligst er jeg til at mene, at De er be- rettiget til at realisere denne Beholdning, som Kontrakten foreikriver, beregne Dem den kontraktlige Provision, hvor efter Reitudbyttet, efter Frsdrag af de i Kontrakten ommeldte Udgifter, tilfalder Denf og Landskaasen hver med Halv- delen. Muligt er det ogsaa, at Lands- kasaen kau forlange Oplöaning af Sam- ejet strax saaledes, at den kan kræve Beholdningen realiaeret ved Auction; tbi om nogen Deling in natura kan der jo efter Deres Udtalelser ikke væreTale." (Á íslensku: Næst skapi er mér að álíta, að þér eigið rétt á aðselja birgðir þessar, eins og samningurinn segir fyr- ir, reikna yður sölulaun samkv. samn- ingnum, en síðan skuli andvirðið, eftir að frá er dreginn sá kostnaður, sem gert er ráð fyrir í samningnum skiftast til helminga milli yðar og landssjóðs. Hugsanlegt væri það lika, að landssjóð- ur gæti heimtað að sameignin væri upp- hafin þegar i stað á þann hatt, að hann gæti krafiit að birgðirnar væri seldar á nppboði. Því að eftir því sem yður segist frá, getur ekki komið til nokkurra mála að skifta sjálfum birgðunum milli ykkar). Ranns.nefnd. skýrsla bls 67. Petta er líka vitanlega einaiti rétti skilningurinn á ákvæðum samningsins, er mæla svo fyrir, að heltning söluverðs silfurbergsiris skuli árlega greiða i lands- sjóð. Þetta álitsskjal hr. Rées hefir Tulinius avo sent íflenskn stjórnarskrif- stofunni í Höfn sama dag(l. júlí 1910). Það hcfði því verið eðlilegait, og reyndar það eina, sem Björn Jónsson hafði heimild til samkvæmt samningnum við TuJinius, að fela honum að selja þessar birgðir, og hefði þá landasjóður fengið helœing af andvirði þeirra, eða 375,000 krónur, ef enn er lagt til grundvallar það verð, sem Tulinius hefir fengið fyrir sitt silfurberg. Ea nú kom þetta' í bága við þann samning, er Björn Jónsson hafði gert við Guðm. Jakobsion, þar sem honum er heimilað að selja allar birgðirnar. Hér var því komið í hið versta óefni; Bjórn Jónsson hafði komið því svo fyr- ir, að annarhvor samningurinn hlaut að vera rofinn, Tuliniusar eða Guðm. Jak- obissonar, en hvorttveggja virtist hljóta að hafa í för með sér alvarlegt skaða- bótamál á hendur lands9jóði, En þá tekur Björn Jónsson það ráð, til að gera báðum úrlausn, að hann sim- ar til íslenaku stjórnarskrifstofunnar í Höfn, 4. júlí 1910, og leggur fyrir hana að bjbða Tuliniusi að skila lands- sjbði iielming birgðanna, en áskilja þó landssjóði rétt til að krefjast hins helm- ingsins með málsókn. Þetta ákvæði um málssókn útaf Tuliniusar helmingn- um, var vitanlega ekki annað enn láta- læti, því að samkvæmt samningnum gat landssjóður ekki talist eigandi byrgð- anna, enda hafði líka hr. Rée staðfest þessa skoðun. Seinna, með bréfi dags. 28. des. 1910, tilkynnir Björn Jónsson þá líka hr. Tuliniusi, að landssjóður falli frá málaókn að sinu lcyti, en að svo

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.