Ingólfur


Ingólfur - 08.08.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 08.08.1911, Blaðsíða 2
126 INGOLFUR komnu yrði þó ekki falJgert um það hvort málsókn yrði hsfin, ef ské kynni, að alþingi, aem saman ætti að koma í febrúar n. k, kynni að ó“ka þess. (Ranna.nefnd.ikýr*l. bli. 75—76) Eins og kunnugt er mintist hr. Björn Jóns• son nú ekki á þetta máil á alþingi, og gaf því þinginu ekki tækifæri 11 að ákveða hvort málssókn yrði hafin eða ekki, enda hafði hann þá fengið álit enn fleiri merkra lögfræðinga um það, að landssjóður mundi tapa slíku máli. Björn Jónsson hafði þvi ráðið fram úr þessum vandræðum, er hann sjálfur var sök í, á þann hátt, að Tulinius fékk til fullrar eignar og umráða helming birgðanna, án skyldu til að skila lands- sjóði einum grænum eyri af andvirði þess; þessi helmingur var, samkv. því sem áður hefir verið sagt, 375 000 króna virði. En hinn helminginn fékk lands- sjóður; og samkv. hinum nýja leigu- samningi átti hr. Guðm. Jak. að selja þann helminginn, sem þá líka var 375 þúsund kr. virði, og hafa fyrir það 450/°, eða 168,750 kr., ef enn er farið eftir sama reikningi. Landssjóður, sem að réttu lagi, og samkv. samningnum við Tulinius, átti aðfá helming afandvirði all$ silfurbergsins, eða 375 þús. kr.Jékk því ekki nema 55°/0 af helmingnum, eða 206,250 króna virði, og hefir því þannig, fyrir viturlegar ráðstafanir Björns Jónssonar, tapað þessum fyr- nefndu 168,750 krónum. Tildrög og tilorðning bann- laganna. Það er ekki ófróðlegt að rifja upp og minnast á, hvernig bannlögin eru til orðin, nefnilega fyrir svik og lævísi Good-Temlara og annara fylgismanna þeirra. Eins og menn muna, settu Templar- ar á alþingi upp mesta meinleysissvip þegar þeir voru að fá koraið í gegn þjóðar-atkvæðagreiðs’unni um bannið, og lofuðu öllu fögru uin að þeim dytti ekki í hag að koma banninu á nemá mjög mikill meiri hluti greiddra at- kvæða yrði með þvi, og man eg að þeir töldu þá ekki nægja minna en a/4 hluta atkvæða og sumir jafnvel meira. Með þessu móti komu þeir atkvæða- greiðslunni í gegn, af því bannféndur á þinginu voru nógu vitlausir til þess að trúa þeim, og hefði þeim þó verið vorkunnarlaust að þekkja orðheldni og drenglyndi forsprakka þeirra. Euda kom það á daginn, að þegar blóðskuld og bölvun þessa lands höfðu komið bannfíflunum í meiri hluta 1908, þá voru þau ekki lengi að melta það með sér, að gera sig ánægð með minna en 2/8 af greiddum atkvæðum, og demdu svo lögunum þegar yfir, þvert ofan í loforðin á þinginu og öll flároæli og faguryrði „ísafoldar" og „Norðurlands". Þetta fór nú ait eins og við mátti búast, og þurfti engau að kynja, hvorki framkoma Templara né nefndra blaða í þessu máli fyr og síðar; en fram- koma sumra sérstakra þingmanná ann- ara i þessu bannmáli er harla eftir- tektarverð, og verður hér af handahófi nefnt dæmi af einum þingmanni mönn- um tíl undrunar og viðvörunar. Hálfdán prófastur Guðjónsson, þm. Húnvetninga, þykist víst ekki slakur i pólitískri dánumensku, né heldur mun vera álitinn það af öðrum guðsbörnum. Þó er það sannanlegt um hann, þann góða mann, að um kosningarnar 1908 lýsti hann því yfir í votta viðurvist, að ekki dytti sér í hug að greiða á þingi atkvæði með banninu, nema yfir- gnæfandi meiri hluti þjóðarinnar yrði með því við atkvæðagreiðsluns, alls ekki minna en 8/4 atkvæða, og þó helst 4/„. — En hvað skeður? Þegar að þingi kemur gerir guðsmaðurinn sér hægt um hönd og greiðir lögunum atkvæði, mjög svo ánægður me* 8/„ greiddra at- kvæða eða því sem næst. — Hvernig líst nú rcönnum á slikt háttalag og það af klerk. Hvað segja Húnvetning- ar? Ætla þeir ennþá að trúa fögrum loforðum síra Hálfdáns. — Annars jjmá mörg fleiri dæmi nefna um framkomu síra Hálfdáns og pólitískan aumingja- skap, og verður það kannske gert síð- ar, ef hann verður svo bíræfinn, að bjóða sig fram til þings aftur. Ann- ars verður honum liklega lofað að hvíla í friði. En svona eru bannlögin tilkomin fyr- ir pretti og lævísi Goodtemplara og orðrof og aumingjaskap pólitískra lítil- menna. — Ekki er furða þó banniflenn séu upp með sér af króanum. S?ei attan. Árni Árnason. Jemplar og borgarafundurinn. „Templar“ er hræddur við Halldór Daníelsson, og vex í augum Jþað fylgi, sem hann hefir hér í bænum, ekki ein- ungis hjá andbanningum, heldur einnig hjá fjöldamörgum kjósendum, er láta það mál afskiftalaust. Þessvegna er nú blaðræfillinn að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að borgarafund- urinn um minnisvarða Jóns Sigurðsson- ar, sem haldin var í Bárubúð um dag- inn, hafi verið haldin í þeim tilgangi, að „sjá hvernig afstaða /borgaranna væri gagnvart Haldóri'" og þykist nú heldur en ekki yfir árangrinum. Yér neyðumst til að svifta aumingja „Templar“ þessu hálmstrái; borgara- fundurinn átti vitanlega ekkert slcylt við þingmenskuframboð Halldórs Dmíels- sonar. Af fundarboðendum voru 2 bann- menn og annar þeirra, Einar Hjörleifs- ron, jafnvel Stórstúkumeðlimur; en þeir tveir, sem mest mæltu móti, voru báð ir andbanningar (Kr. Ó. Þorgrimsson koneúll og Tr. Gunnarsson bankastjóri), og annar þeirra styrktarmaður Haldórs Daníelssonar. Eu það var tilviljun ein sem réði því, að Haldór Daníelsson hafði orð fyrir fundarboðendum. „Templar" sæll, ekki var þetta feit- ur biti í þiun svanga maga! Sókn og vörn. Þorgnýr karl hefir flutt sig búferl- um frá „ísafold" og er nú kominn í „Ríki“ sjálfstæðisskrifstofunnar. Oss þykir líklegt að „ísafold" hafi úthýst honum, og getum vér engum manni láð það. Á hinn bóginn sómdi maður- inn sér vel við hliðina á Karli í koti, Auditor o. s. frv.; en ef til vill hefir „Ríki“ hugsað sér að láta^honum ekki leiðast hjá sér af stallbræðraleysi, þar er t. d. A. J. J. fyrir. Vitanlega dettur oss ekki i hug, að fara að eltast við alla útúrsnúninga Þorgnýs og rangfærslur, enda gerum vér ráð fyrir að það væri tilgangslítið, því að maðurinn muudi þá einungis spinna úr sér nýja flækju af útúrsnún ingum og rangfærslum, svo að tímanum yrði sennilega varið til einkis. Þó skal hér bent á nokkur dæmi. ÞorgDýr fárast yflr því, að vér höf- um talið yfirlýsingu Heimastjórnarflokks- ins loforð um að ráða ekki sambands- málinu til lykta á næsta þingi. Vér skulHm fræða hsnn á því, að vér sjá- um engan mun á því, er Heimastjórn- arflokkurinn lýsir því yfir að hann „ætl- ist ekki til þess að því máli verði ráð- ið til lykta án þess að það verði sér staklega borið undir kjósendur“, og því, að hann hefði lofad að ráða því máli ekki til lykta nema það verði sérstak- lega borið undir kjósendur Yfirlýsing- in er vitanlega gefin í þeim tilgangi, að kjósendur skuli vita, að flokkurinn ætlar sér að bera málið sérstaklega undir þjóðina, og það er í augun vor, og allra ærlegra manna, sama sem lof- orð; og það þorum vér að fullyrða, að Þorgnýr og hans húsbændur mundu telja það loforð, ef Heimastjórnarflokkuriun efndi það ekki. Vér skulum í þessu sambandi benda á, að í grein Argos stendur: ef Sjálf- stæðisflokkurinn gctur/nú knúð það fram, að barist verði um sambandsmálið við kosningarnar, þá stofnar hann málinu í þá hættu að frumvarpsmenn verði ofaná, og þá væri það ærleg sök af þeim að ráða sambandsmálinu til lykta á næsta þingi; Sjálfstæðismenn hefði þá neitað að taka á móti þeasu loforði, og þar með væri það auðvitað fallið úr sögunni. í þessu felst því engin mótsögn; en til þess að reyna að telja mönnnm trú um, að hér sé um mótsögn að ræða, hefir Þorgnýr talið nauðsynlegfc að fella þau orð úr, sem einmitt voru aðalatriðið. Vér getum ekki skilið, hvað Þorgnýr telur sig vinna við að nota jafn lúa- leg meðöl og þetta; en eitt er víst — sínum málstað vinnur hann ekkert gagn með því. — ■ Vér getum fullvissað Þorgný um, að hann gerir Ingólfi enga þægð með því, að breyta skoðun sinni um hvert sé pólitískt ætlunarverk blaðsins, oss er svo hjartanlega sama um hvaða skoð- un hann og hans likar hafa um það. Annars ætti honum og öllum öðrum að vera vorkunnarlaust að vita, að ætl- unarverk Iugólfs er enn hið s»ma, sem það hefir jafnau verið: að berjast á móti þeirri siðferðislegn og fjárbagslegu nið- urlægingu, sem framkvæmd bannlaganna mun hafa í för með sér. Að öðru leyti stendur blaðið nú sem áður utanvert við báða flokka og leyfir sér að átelja það, sem rniður þykir fara í hvorum flokknum sem er. Af þeirri ástæðu hefir blaðið vitanlega oft haft tækifæri til að átelja gjörðir Björns Jónssonar og sjálfstæðisflokksins, og að svo miklu leyti sem þær misgjörðir hafa komið fram á Kr. Jónssyni ráðherra, getur Þorgnýr auðvitað talið það stuðning við núverandi stjórn, ef hann langar mikið til; en sú hlið málsins er þó að- eins aukaatriði, eins og áður hefir vorið bent á hér í blaðinu. Sannarlega skammast Ingólfur sín ekki fyrir þannig lagaðan „stuðniug" við núverandi ráðherra og dettur ekki í hug að bera hann af sér, né telja slíkan „stuðning" óheiðarlegann. En Þorgnýr og önnur andleg skyldmenni hans hafa verið að bera fram fyrir þjóð- ina þau ósannindi, að Ingólfur þæði fjárhagslegan styrk af ráðherra; með þessu hafa þeir viljað gefa í skyn, að blaðið sé fjárhagslega háð ráðherra, og að það ráði stefnu blaðsins í þeim mál- uro, sem rædd eru þar. Þetta höfum vér borið af-oss, og þetta mundum vér hafa skammast oss fyrir, og talið óheið- arlegt, ef satt hefði verið. En það er Þorgnýr, sem sjálfur hefir fyrstur hrundið af stað þessum ósannindum, til þess að reyna „að gerakjósendum greinfyrirhinni undarlegu afstöðu hans (c: Ingólfs) til þeirra mála, sem hann fjallar um“, eftir þvi sem honum segist sjálfum frá. Undar- lega má þessi maður vera innrættur; getur hann ekki hugsað sér, að neinum manni gangi annað til um fylgi sitt við menn og málefni, en peningalegur hagnaður, eða aðrar eigingjarnar hvat- ir? Eða þekkir maðurinn ekki aðrar hvat- it en þessar? Svo mikið þykjumst vér að minsta ko*ti hafa séð af innræti hans, að mismun á heiðarlegum og ó- heiðarlegum meðölum þekkir hann ekki. Vér höfum nú eytt helsti mörgum orðum að þessum Þorgný, ekki merki- legri persónu en hann hefir sýnt sig, mann, sem er orðinn ber að því að hafa logið upp frá rótum sögunni um að ráðherra Btyrkti eða héldi úti Ingólfi — sögu sem „ísafold“ hefir nú fundið ástæðu til að mótmæla. Oss hefir þó þótt réttara að benda mönnum á inn- ræti þessa manns, ef ske kynni að hann skammaðist sín og þegði. „Justice.H 111 útreið. Þessi Ísafoldar-Justice, óþokkinn, sem uppnefnir sig eftir réttlætinu, til að vera viss um, að engin þekki sig, eða detti í hug hver hann sé, hefir enn ekki látið upp hið sanna nafn sitt. Hann sýnir með þessu að hann er ragmenni, jafnframt því að vera óþokki — og kom það oss reyndar síst á óvart. Nú hefir mannskepnan orlið fyrir þeirri háðung, að jafnvel „ísafold" spark- ar í hann og þykir ógeðslegt að hafa samneyti við hann. Vér skulurn hér prenta upp yfirlýsingu, sem birt er í síðasta tölubl. ,',lsafoldar“: Ingólfur og ráðherrann. Út af grein í síðustu Isafold „Ingólfur afneitar ráðherranum" skal þess getið, að þar sem sagt er, að blaðinu sem haldið út af ráðherra, þá er það eigi rétt, að því er oss er persónulega kunnugt um, og er greinin þessi í blaðið komin af því að riDtjórinn var fjarverandi (ekki í bænum), án hans vilja og vitundar, en þeim, er um blaðið sá, ekki kunnugt um þær upplýsingar, er ritstjórinn hafði fengið um þetta efni. „ísafold" hefir þó vorið svo miskunn- söm við manninD, að hún prentar þessa yfirlýsingu með því smæsta letri sem hún á til, og á þeim stað í blaðinu, sem minst ber á — eflaust gerir blaðið það reyndar nokkuð vegna sjálfs sín, en Justice ræfillinn nýtur þó góðs af, Vér vonum að „ísafold láti sér nú þetta að kenningu verða, og verði vand- ari að því að treysta þessum moldvörp- um sínum — þær eiga líka flestar fleiri en ein göng út úr holunni sinni. A. J. J. 1 blaðinu „Heimskringlu", 22. júní þ. á. er grein, cftir hr. A. J. Johnson, sem skolaðist hingað heim til aumingja Fróns frá Vesturheimi í fyrra. Þaðer þessi sami maður sem skríður í skjól bak við sum af þeim leyninöfnum, sem mesta andstygð hafa vakið hjá góð- um mönnum, bæði í þeim blöðum sem skjóta skjólshúsi yfir slík aðskotadýr, og á þeim flokki, sem telur það virð- ingu sinni samboðið að ala þau. Þessi grein A. J. J., sem fyr er nefnd, á að vera svar til hr. Sig. Júl. Jóhann- essonar, og er vitanlega nauða ómerki- leg og ófróðleg að öllu leyti — nem* einu. í greininni eru sem sé nokkur ummæli um bankamálið, og skulu þau nú prentuð hér upp orðrétt: „Um þetta bankamál ég annars að vera stuttorður í þetta siun. Ég get að eins sagt það, að ég hefi nú af eig- in sjón og reynd átt kost á að kynnast

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.