Ingólfur


Ingólfur - 22.08.1911, Side 2

Ingólfur - 22.08.1911, Side 2
134 INGÖLFUR Þess hefir áður verið getið hér i blaðinu, að hr. yfirdómari Halldór DaníelssoD mundi gefi kost- á aér til þingmensku fyrir Reykjavíkurbæ, en ekki hefir það verið fullráðið fyr en nú. Hefir herra Halldór Daníelsson gefið oss fult umbocf til að skýra frá því, að hann bjóði sig fram til þingmanns fyrir Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil. Oss er það gleðiefni að geta fært lesendum iDgólfs þessa fregn og ekki síst fyrir það, að vér vitum að þorri bæjarbúa ber að maklegleikum besta traust til þessa þingmannsefnis, eDda mun hér tæpast val á hæfari og heppilegri manni, þegar á alt er litið. Kjörfylgi á hann fremur öðrum frambjóðendum víst úr öllum stjórn- málKflokkum. ekki að taka það besta, sem hægt var að fá hér í þes*a nefnd? — eða, ef alt um þrotnaði: að vinsa úr öllum dóm- nefndunum, sem voru riðnar við sýn- ingardómana og sem sjálf sýningar- nefndin hafði sér við hönd; þar varán efa auðvelt að fá í þeim hóp þá bestu dómkrafta, gem annars er völ á hér í Reykjavík, að fráskildum kenslukröft- unnm við sjálfan Landakotaskóla. Hér gat aðeins verið að ræða um lieildar- döm fyrir skólann, en ekki neinn per- sónudóm. Því miður fyrir sjálfa sýningarnefnd- ina, -- sem annars á sanDar þakkir og heiöur skiiinn af hverjum sönnum í«- lendingi fyrir frammistöðu sína við sýr- iug þessa, þá virðist óneitanlega ekki all-lítið grisja hér í óþarfa og alveg ástæðulausa hlutdrægni (impartialité) gagnvart skóla þessum. Eu guð láti gott af leiða! Það liggur alveg i augum nppi, að hvert það land, sem margs þarfnast og sem hefir lítinn eða því nær engan sannþarfan og eftirspnrðan framleiðslu- iðnað, hiýtur æfinlega að meira eða minna leyti, að standa málþola og hálf- bjargþrota. Hinar alþektu máttarstoðir landanna, jarðrækt og fiakiveiðar, eru í sjálfu sér engu landi fullnægjandi, sé engin til- svarandi og hliðstæð iðnaðarframleiðsla fyrir hendi, því alveg verkfæralaus mað- ur getur hvorki yrt landið eða jörðina svo vel sé, né heldur stundað fiski að verulegum mun; en sé góður og þarfur iðnaður í landi, þá er hann ekki að eins efiingaráhald fyrir nefudar atvinnugrein- ar, heldur og óendanlegur stuðDÍngur fyrir listir, vísindi og allar sannar and- legar og líkamlegar framfarir á menn- ingarbraut mannsandans, eða með fám orðum sagt: sönn framför í Eokkru landi án verulegs og víðtæks iðnaðar gengur ómögulegleika næst. Eitt meðal annara virðist sýaing þesri hafa að minsta kosti bent iðnaðar- og verkamönnum á, að eins að velja þá eina til alþingis, sem menn vita upp á víst að eru hagsýnir, einbeittir og hreir- skiftuir í pólitík og auk þess sannhlið- holíir öllum verkiegum framförum í landinu. Páll Þorkelsson. Málgagn ófriðarflokksins. Málgagn ófriðarflokksins — „ísafoId“ — vinnurenn ósleitilega aðþvíaðþyrla upp ryki og egna til ófriðar. Hún vill ekki skilja það að þjóðinni er þörf á öðru fremur nú en ílldeilum og per- sónulegum skömmum. Ófriðarflokkur- inn lifir á ófnðnum. Linni ófriðnum og æsingunum, þá er flokkurinn á för- um; enda eru nú rnjög roargir Siálf- stæðismenn farnir að sjá, hvilík hand- leiðsla forusta „ísafoldar“ er. Mér varð litið yfir síðustu „ísafold11 — laugardaginn 19. ágúst — og sá ekkert annað en skammir. Þegar ég gáði nánar að þá reyndist svo að af 20 dálkum blaðsins voru 6 auglýsingar, 9 skammir og 5 srnátíningur (Rvíkurfrétt- ir, ritfregn, samsöngur o. s. frv.) 15 dálkar skammir og auglýsingar — 3/4 hiutar eins stærsta blaðsins alveg gagns- laus hégómi; það má heita dýrkeypt blað Og ekki eitt orð um framfara- mál landsins — ekki eitt stillingarorð um laudsmál. Skammirnar eru auðvitað aldroi svara- verðar. 0g Ingólfur mun ekki frekar nú en áður fara að eltast við skamm- irnar, sem ausið er á hina og þessa stjórnmálamenn alsaklausa. Einna ein- kenm’Iegast er hatrið á núverandi ráð- herra Kr. J. „ísafold“ má ekki minn- ast á hann án þess að ausa yfir bann skömmum; hún leggur honum orð í munn, sern hann aldrei hefir talað og skammar hann fyrir þau; hún þegir »*mviskusamlega um alt það, sem nú- verandi ráðherra hefir vel framkvæmt í utanför sinni, eða hún skýrir misjafn- lega frá því og leggur út á verra veg. Og ekki er þetta gert af því að „tsa- fold“ sé — eða þykist vera — ósam- mála Kr. J. um landsmál. „ísafold" þykist ekki hafa breytt skoðun sinni á aðalmálum ísland, og um núverandi ráðherra er það vitanlegt. Um það at- riði að láta sambandsmálið liggja fyrst um sinn var fyrv. ráðherra Björn Jóns- son algerlega sammála núverandi ráð- herra. Eini munurinn er sá að B. J. gerði ekkert í því máli, en núv. ráðh. Kr. J. hefir komið því til Ieiðar, að Dan- ir taka það til yfirvegunar hvort ekki skuli leggja sambandslagafrumvarp al- þingis 1909 fyrir ríkisþingið; þar er á- vinningur, þótt lítill aé. Nei, ástœður „Isafoldaru eru ekki skoðanamunur. Á- stæðurnar eru persónulegt hatur, afþví að núverandi ráðhorra varð eftirmaður B. J., þrátt fyrir það, þótt B. J. hefði kornið fram gagnvart Kr. J. eins og hann gerði. —- Iugólfur mun sem sagt ekki frekar nú en endranær skifta sér verulega af skömmum Cato's, Karls í koti, * * o. s. frv. Eu við og við verður maður að benda á þessar skammir til þess að menn lesi þær — af því lærist mest og best. Eu þá veitir ekki af að benda um leið á stærstu og sakleysislegustu ósannindin til þess að þau verði ekki tekin sem góð vara af þeira, sem ekki eru kuunugir málavöxtum. Fyrsta greinin í þessari „ísaf.“-grein byrjar á þeim vísvitandi ósannindum, að Kr. J. hafi samið eða verið í ráðum um samning símskeytis hr. R. Þorsteinssonar forseta í vetur! Það mega vera ein- kennilega innrættir menn, sem skrifa undir dnlnefnum í „lsafold“» í næstu línu er sagt að Kr. J. hafi „krafsað“ í ráðherrasessinn, þrátt fyrir það þótt all- ir sem nokkuð þekkja til, viti að honum var sárnauðugt að taka við ráðherra- stöðunni, þótt hann þættist ekki mega skorast undan því, af því að hann bar að að miklu leyti ábyrgðina á því að Björn Jónsson varð á sínum tíma ráðherra; Kr. J. var þar að kenna að B. J. varð ráðherra, 'því að Kr. J. skoraðist þá alveg eindregið undan að verða það •jálfur og lagði með B. J.; því bar hann ábyrgðina og því mátti hann ekki skor- ast undan aftur. Seinna í greininni segir Cato, að spurningin um lögmæti frávikningar gæslustjóranna sé „ský- laust dómsmál“; til samanburðar er fróðlegt að minnast, að B. J., „Isafold" og málafiutningsmaður B. J. héldu því fram 4. janúar 1910, að málið heyrði ekki undir domstólana; þá kröfðust þeir þess að dómarinn neitaði að setja Kr. J. inn í bankanD, af þvi dómstóllinn hefði ekki vald til þess! — Cato gefur í skyn að innsetningin — „dómurinn“ í efri deild um bakamálið — hsfi verið samþyktur af konungkjörnu þingmönn- unum einum og Kr. J. Beint ofan í þingtíðindin! Því að innsetningin var samþykt með 9 atkv. gegn 3 og einn konungkjörinn þingmann vantaði. Af þjóðkjömum þingmönnum var inmetn- ingin því samþykt með 4:3; þar voru sjálfstæðismennirnir Kr. J., Sig. Stefáus- son, Gunnar Ólafsson og Jóief Björns- son. Eru þessi ósannindi ekki óvana- lega bíræfin? Ég sé að þetta er að verða of Iangt mál — og mætti þó mörg ósannindi fleiri telja, bæði í þessari grein og hin- um, en ég læt hér staðar numið að sinni. Bókagjöf. Með „Sterling“ barst stjórnarráðinu bréf frá itærsta bókaútgáfufélagi Norð- manna, Aschehoug & Co. í Krisjaníu. í bréfinu býður bókaútgáfufélagið lands- stjórr iuni að gefa Landsbókasafninu eitt eintak af öllum bókum, sem það hefir gefið út og Landsbókasafuið vill eiga. Tilefnið til þessarar gjafar er stofnun háskóla íslands. Nýtt í botnvörpungsmálinu. Sakamálshöfðun gegn skipstjóranarn. Eins og menn mun reka minni til, gerðist það á Breiðafirði 7. október fyrra ár, að botnvörpungur einD enskur, „Chief- tain“ frá Hull, tók sýslumann Barð- strendinga, Guðmund Björnsson, og Snæ- björn hreppstjóra Kristjánsson frá Her- gilsey, og sigldi með þá beint til Hull. Botnvörpungurinn var að ólöglegnm veiðum, en sýslumaður og hreppstjóri fóru út i hann í embættisnafni til þess að koma lögum yfir bann. Þetta tiltæki botnvörpungsins mæltist sem von var mjög illa fyrir og vonuðu menn að skipstjórinn fengi makleg mála- gjöld. En sú von mánna brást algjör- lega. Ekkert var gert við skipstjóranD, hann gekk laus og frjáls og hélt áfram lagabrotum — á öðru skipi og á öðr- nm stöðvum, til þess að islensk yfirvöld gætu ekki náð í hann. Útgerðin mun hafá greitt lítilsháttar skaðabætur fyrir fiskiveiðabrotið, en annars ekkert. Fyr- verandi ráðherra, Björn Jónsson, lét sig málið yfir höfuð litlu skifta. Nú er aftur á móti komin ný hreyf- ing á málið. Utanríkisráðuneytið danska hefir jafnan viljað gera alt sem hægt hefir verið til þess að koma lögum yfir sökudólginD, og nú má telja víst að höfdað verði, eítisr kröfu núvorandi ráð- herra sakamál gegn skipstjóranum. Meg- um vér íslendingar vona að mál þetta verði rekið með alvöru og leiði til þess að skipstjóri verði dæmdur í þá hegn- ingu, sem verði öðrum sldpstjórum við- vörun gegn samskonar tiltæki. J. Sabotage. Spellvirki frakkneskra starfsmanna. Þetta orð — Sabotage — reka menn sig mjög alment á í útlendum blöðum nú um stundir. Það stendur sem yfir- skrift með feitu letri yfir 2 — 3 dálka löngum greinum og í flestum blöðum, einkanlega frakkneskum, er daglega á það minst. En hvað er Sabotage? Orð- ið er frakkneskt og kemur af orðinu „«aboter“ = að ganga á tréskóm, og merkir upprunalega „tréskóagjörð“, en var síðan haft um illa unna vinnu, um skemdir, sem lélegir verkamenn ollu á efni því, sem þeim var fengið að vinna úr, en er nú í Frakklandi haft um skemdir og spellvirki, sem unnin eru af símþjónum, jámbrautarmönnum og póstþjónum í hefndarskyni; og svo kveð- ur mjög að þesium skemdum um þess- ar mundir í Frakklandi, að farið er að ilá felratri á menn og þeir eru farnir að spyrja hver annan, hvar þetta lendi og hver ráð séu að stöðva þessi hermd- arverk. Svo sem flestum er kunnugt, gjörðu þessir menn, sem nú vóru taldir, verk- fall í fyrra, en þeir urða undir í við- skiftunum og gjöra þeir nú í hefndar- skyni og til þess að láta félagið kenna á, hvað þeir mega sín, þossi spellvirki, sem eru innifaiin í því að spilla síma- þráðunum, tefja fyrir póstsendingum, eða jafnvel senda þær i alt aðra átt, heldur en þær eiga að fara, brjóta upp járnbrautarteina, hlaða grjóti á járnveg- nnum svo lestirnar teppist, og hefir oft- ar en einusinni legið við stórslysum á frakkneskum járnbrautum, og þeim með naumindum afstýrt orðið. Þetta hefir meðal annars haft þau áhrif á peninga- markaðinn, að bankamenn og auðmenn hafa sent gull sitt, svo tugum þúsunda skiftir, til Englands, til þess því væri óhætt, því þeír eru orðnir hræddir um almennar óeirðir og jafnvel byltingu. í Parísarborg eru menn farnir að ótt- ast spellvirki á vatnsleiðslunni eða jafn- vel það sem verra er. Þetta er það sem frakkar kalla „Sabotage" og verð- ur eigi þýtt með einu orði. Hér skulu svo nefnd nokkur dæmi þessara spellvirkja, tekin úr síðustu dönsku blöðunum: „Le Journal“, frakkneskt blað, skrif- ar 27. júlí, með yfirskriftinDÍ: Sabotage í gær.“ „Nálægt St. Cloud fanst á brautar- teinunum 100 pd. þungur steinn; aðeins fyrir snarræði lestarstjórans varð stýrt hjá stórslysi, sem mundi bafa valdið dauða margra manna. Símskeyti frá Marseille skýrir frá, að i fyrri nótt hafi 14 simþræðir verið kubbaðir milli Arles og Tarascon. Símskeyti frá Lorient seg- ir frá tilræði við járnbrautarlest á leið- inni milli Guemené og Merlan. Þar var hrúgað saman stórum steinum á brautina. Lestin skemdist að nokkru, en komist varð hjá meiriháttar slysi.: - Nálægt Nimes voru kubbaðir 30 sím- þræðir og 5 eyðilagðir á annan hátt. Á öðrum stað var gjört tilræði við póstinn og fjöldi bréfa eyðilagður. — Frakknesk blöð telja ástandið óþol- andi. Þar sé eigi meira um annað tal- að, én Sabotage og hver ráð séu við henni. Stjórnint hefir raðað hermönnum

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.