Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 12.09.1911, Qupperneq 1

Ingólfur - 12.09.1911, Qupperneq 1
INGÖLFUR IX. árg. Keykjavík, þriöjudagiun 12. september 1911. 37. blað. Rúðuhneykslið. Síðasta alþingi veitti forseta sameinaðs þings Skúla Thor- oddsen ferðastyrk „til þsss fyrir landsins hönd að sækja þúsund ára þjóðhátíð Normandís“ (6. gr. Fjáraukalaganna 1910 — 1911). Samkvæmt þessari fjárveiting sigldi alþingisforsetinn seinni hluta maímán., og sagði ekki af för hans fyr en hann kom heim 28. júní. Al- þingisforsetinn gaf enga skýrslu um förina og vildi sem minst um hana tala. Það eina sem frá honum heyrðist um förina var á- varpið sæla. Mönnum þótti þetta kynlegt og það því fremur sem nafns hans var hvergi getið í greinum erlendra blaða um hátíða- höldin; aftur á móti var hins sendimannsins, Guömundar Finnboga- souar, víða getið. Af þessu gaus upp sá orðrómur, að alþingisforsetinn hefði alls ekki sótt hátíðahöldin, eins og honum var skylt samkvæmt fjárveit- ingunni. Orðrómurinn ágerðist með degi hverjum, og bar margt til þess, meðal annars bréf Guðmundar Finnbogasonar sem birt var í Ingólfi. Orðrómurinn komst í blöðin og var nú á hvers manns vörum, án þess alþingisforsetinn mótmælti honum. Stjórnarráðið þóttist því ekki mega sitja hjá lengur aðgerðalaust. Það bar ábyrgð á því, að peningarnir væru því aðeins borgaðir út, að skilyrðum fjárlaganna hefði verið fullnægt. Stjórnarráðið skrifaði því alþingisforsetanum á þá leið, að það „beiðist þess, að þér (Sk. Th.) látið því í té skýrslu um ferð yðar til hátíðarhaldsins og um það á hvern hátt þér hafið rækt erindi það, er alþingi tól yður“. Bréfi þessu svaraði alþingisforsetinn á þá leið, að stjórnar- ráðinu kæmi ekki við hvernig hann hefði rækt erindið, „en vilji hann (ráðherrann) engu að síður véfengja, að ég hafi farið til Rouen getur hann leitað upplýsinga á gistihúsinu „Hotel de la Poste“, þar sem ég bjó, meðan ég dvaldi þar, eður int for- stöðumann hátíðahaldanna eftir því hvort honum hafi ekki verið kunnugt um þangaðkomu mína“. Þetta hafði Stjórnarráðið þegar gert- Það sírnaði til Hotel de la Poste: „Hafið þér hýst í gistihúsi yðar íslending að nafni Skúli Thoroddsen meðan Nor- mandihátíðin stóð yfir?“ Svar gisthússins var á þessa leið: „Skúli Thoroddsen hefir ekki gist hór“. Þá símaði stjórnarráðið til danska konsúlsins í Rouen og bað hann um að útvega áreiðanlegar skýrslur um veru Sk. Th. þar í bsenum. Konsúllinn svaraði bæði með símskeyti og bréfi. í bréfinu segir: „ TJndir eins og ég hafði fengið skeyti frá Stjórnarráðinu, leitaði ég sjálfur upplýsinga á Hotel de la Poste, þar sem mér var tjáð, að það hefði einnig fengið símaða fyrirspurn frá Stjórnarráðinu og hefði svarað henni neitandi, og einnig á öllum stærri hótelum hér í bænum, á ráðs- stofunni og á skrifstofunni fyrir hátiðahöldin, en alstaðar með sama árangri. Meðan hátiðahöldin stóðu yfir, tók ég við boðseðlum handa atþingis- forsetanum í ýtnsar Kátíðaveislur, en þar eð þeir voru hvergi notaðir, sendi ég þá aftur á hátíðaskrifstofuna11. Almenningur hafði fengið pata af, að ný gögn væri komin fram í málinu og mun Stjórnarráðið því hafa talið rétt að veita blaða- mönnum bæjarins aðgang að þeim, til að koma í veg lyrir missagnir. Eftir að blöðin höfðu birt þau, lagði alþiúgisforsetinn fram kvittaðan reikning frá „Hotel de la Poste“ í Rouen, til sönnunar því, að hann hafi búið þar. Reikningurinn er þó nafnlaus, ekki stílaður til ákveðins manns. Af þessu sést: að alþingisforseti Skúli Thoroddsen hefir ekki „sótt þúsund ára þjóðhátíð Normandís“, en til þess eins var styrkurinn veittur, að hann hefir ekki í för sinni komið fram sem forseti sameinaðs þings, eða „fyrir landsins hönd“, en í því einu skyni var styrkurinn veittur, og að hann hefir þvi ekki fullnægt þeim skilyrðum, er þingið setti fyrir fjárveitingunni, þ. e. brúkað fé landsins á óleyfilegan hátt. Hneykslið. Það mun flestum mönnum hér á landi hafa verið gleðiefni, er alþingi íslend- inga baret kveðja frá Frakklandi og þarmeð það vingjarnlega boð, að þingið aendi fulltráa ginn, forseta sameinaða þings, til að sækja þúsund ára hátíð Normandís. Mönnum var þetta gleðiefni vegna þess, að með þessu boði sýndi ein af fremstu þjóðum heimsins þjóð- erni íslendinga og þjóðernisrétti þá virð- ingu, sem vér að vísu þykjumst eiga heimtingu á, en eigum þó tæplega að venjast, jafnvel úr þeirri átt, sem helst mætti vænta. Menn sáu í þessu vina- boði einnar af öndvegisþjóðum heimsins samúð og virðingn o?s til handa, og menn þóttust mega búast við, að aðrar þjóðir mundu fara að hennar dæmi, ef rétt væri á haldið af vorri hendi að þessu sinni. En sá hængur var á þessu boði, að það var bundið við forseta sameinaðs þings. Yér segium hœngur,\egn& þess, að meirihlutsflokkurinn á þingi hafði vslið í þann sess mann, sem tæplega varð talinn heppilegá kjörinn til þess- arar farar, herra SJcúla Thoroddsen. Um þetta má segja, að flestir væru sammála, jafnt andstæðingar hans sem vinir, og teljnm vér þvi óþarft að rekja hér ástæðurnar. Flestir töldu því heiðri landsins betur borgið með því, að þakka nú boðið, en láta alþingisforsetann hvergi fara, og láta herra Ouðmund Finnboga- son einan nm að koma fram af hendi íslendÍDga við þessi hátíðahöld, en hon- nm var ætlað fara til hátiðarinnar í nafni Bókmentafélagsins. En alt um þetta, og þrátt fyrir það, að það var á allra manna vitorði að flokksmenn hr. Skúla Thoroddsen töldu hann óhæfan til fararinnar, var þó knúð fram á þing- inu fjárveiting handa honnm „til þess fyrir landsins hönd að sækja þúsnnd ára hátið Normandís“, fyrir þrásækni hans sjálfs og ákaft fylgi flokksbræðra hans. Þetta töldn aliir mjög misráðið, og bætti það ekki um, áð fjárveitingin hafðist fram með broti á þingsköpun- um, er hr. Skúli Thoroddsen, sjálfur styrkþeginn, framdi. Öllum var það þá þegar ljóst, að hér var flokkuriuu að ráðstafa einu af þeim „beinnm“ úr lands- sjóði, er hann þóttist eiga tilkall tii, og gerði það þó gegn betri vituud og nauðugnr. Það er því sannast að segja, að þeg- ar hr. Skúli Thoroddsen lét í haf áieiðis til hátiðahaldsins, þá fylgdu honum ekki miklar vonir nm, að hann héldi merki íslands hátt frammi fyrir þeim þjóðnm, er sendu fulltrúa sína á þetta mót. Úr því sem komið var mnnu flestir hafa óskað þess hér heima, að hann léti sem minst bera á sér, og bárn helst þá von til hins sendimannsins, Guðmundar Finn- bogasonar, að hann héldi á einhvern hátt uppi heiðri lands vors, enda varð líka sú raunin á. En við hinu munu fæstir h*fa búist, að hr. Sk. Th. virti svo að vettugi tilætlun þingsins og hið kurteisa og vingjarnlega boð hinnar frakknesku þjóðar, að hann kæmi þar hvergi nálægt, er hátíðahöldin voru. En þegar hr. Sk. Th. kom beim aft- nr úr þessum leiðangri sínum, fór menn þó að gruna sitt af hvérju. Hann var furðulega fáorður um hátíðahöldin, hans var hvergi getið þar sem minst var á hátíðina — allt varð til að vekja hjá mönnum þann grun, að hér væri ekki alt með feldu. Fáum mun því hafa komið það alls- endis á óvart, er það barst út um bæ- inn á miðvikudaginn var, að það væri oröið sannnanlegt, að alþingisforseti Skúli Thoroddsen hefði hvergi komið nálægt hátíðahöldum þeim, er þingið hafði veitt honum styrk til áð sækja, Gögnin, sem þetta sönnuðu voru svo greinileg og avo ótvíræð, að þeim varð ekki móti mælt. Eitt blaðið hér í bæn- nm taldi gögniu jafnvel þess eðlis, að af þeim sæist, að hr. Sk. Thór. hafi aldrei komið til B,uðuborgar. Sú til- gáta var þó ótrúlegri en svo, að hnn gæti verðið sönn, eins og vér tókum fram í síðasta blaði, enda getur varla leikið nokknr vafí á því, að slíkt at- ferli hefði haft í för með sér þnnga refsingn, og hefði því varla verið bæt- andi ofaná alt hitt. , Öll þessi sendiför alþingisforsetans, það sem á undan henni var gengið og förin sjálf, er nú orðin hin hörmulegasta. Fyrst er það, að alþingisforsetinn beitti fyrir sig hroti á þingsköpunum til að

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.