Ingólfur


Ingólfur - 12.09.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 12.09.1911, Blaðsíða 2
146 INOOLFUR » «>»«»« ** n ‘i n ^UULl lllililaUUIili itnn “ n n n Mff ”"“rr““fT““““Pf W?r ± IKTGÓXiFUH kemur út einu sinni i viku að minsta ± kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend. ± is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- J in við áramót, og komin til útgef- X anda fyrir 1. október, annars ógild. ± Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ± ar Egilsson Vesturgötu 14 B. J (Schou’s-hús). — Má finna á af- ▼ greiðslunni frá kl. 11 — 12. ± Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- ^ strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá ^ P. E. J. Halldórssyni, lœkni. j J U llllHtlLiUUHUUtin J 1 ^ fá henni framgengt. Annað er það, að hann amánar boð hinnar frakknesku þjóðar, sem sprottið var af vinarþeli til vor og virði'igu fyrir þjóð vorri, smán- ar það með þvi, að sækja ekki þær hátíðir, er honum var boðið til, og aitja þó í aömu borg, verða þess valdandi að boðseðlar þeir að hátíðahöldunum, sem honum voru ætlaðir, voru endursendir hátíðanefndinni; þetta er hin megnasta ókurteisi gagnvart þeim, sem honum buðu. Hið þriðja er það, að hann tek- ur við fjárstyrk þingsins, án þess að hafa uppfylt þau skilyrði, er sett voru fyrir fjárveitingunni. Svo gæti sýcst, sem bikarinn hljóti nú að vera fullur; og þó er svo ekki; enn er eftir hið fjórða, aem ekki er best, „ávarpið", sem áður hefir verið gert að umtalsefni hér í blaðinu, ávarpið, sem hann gaf út sem „alþingiafo’seti í*Iendinga“, þetta „á- varp“, aem nýlega hefir bakað oss háðu- leg og smánandi ummæli danskra blaða. Sú háðung lendir þar ekki á þeim, sem til hennar hefir unnið, alþingisforsota Skúla Thoroddsen, heldur á landinu og þjóðinni, einsog vér sögðum fyrir þegar í stað. Þetta mál alt er nú orðið það þjóð- arhneyksli, að við slikt er ekki unandi, og ekki undir því eigandi, að neitt þessu líkt geti komið fyrir aftur. Skell- urinn af þessari óheillaför mun lenda og hefir þegar lent á þjóð vom þó hún sé þar alsaklaus; en sökin liggur hjá þeim flokki, sem með ofstopa og mala fide eða mót betri vitund knúði fram fjárveitinguna til þessarar Rúðuborgar- farar alþingisforaetans. t»að er sá flokk- ur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber alla ábyrgð á þessu þjófarhneyksli, og það er hann, sem hefir skyldu til að friðþægja fyrir afglspið. En fyrst og fremst er það vitanlega herra Skúli Thoroddsen sjálfur, sem á að sjá svo sóma sinn, að hann dragi sig af frjálsum vilja út úr íslenskri pólitík, svo að þarmeð sé slegið íastri þeirri reglu, að forsetastóll alþingis íslendinga sé veglegri en svo, að þeim, sem þar situr haldist uppi að ósekju að gera landinu og þinginu skömm til. Kjarni málsins. Hr. Sk. Th. virðist halda að aðalat- riði Rúðuhneykslisins sé, hvort hann hafi komið til Rouen eða ekki. Þetta er dæmalaus misskilningur. Það atriði, hvort hr. Sk. Th. hefir komið til Rouen eða ekki, er mjög lítilsvarðandi í mál- inu. Aðalatriðið er hitt: hvað gerði hr. Sk. Th. í Rouen? „Sótti“ hann „þúsund ára þjóðhátíð Normandís“, eins og fjáraukalögin aegja fyrir, eðasóttihann ekki hátíðina? Iugólfur hefir líka frá npphafi lagt alla áhersluna á þetta at- riði, en aldrei hitt. Tökum dæmi til skýringar. Maður ræður málflotningsmann til þess að flytja fyrir sig mál. Málflutn- ingsmaðurinn tekst á hendur að flytja málið, og er honum borgað fyrir það fyrirfram. Þegar málið á að koma fyr- ir fer málflutningsmaðurinn að vísu upp í réttinn, en situr hjá og þegir, og mál- ið tapast. Málflutningsmaðurinn mætir í réttinum, en hann mætir ekki í mál- inu. Það er Ijóst að hann hefir algjör- lega vanrækt skyldu sína; honum er engin málsbót í þvi, þótt hann kæmi í réttinn, úr því hann gerði ekki það, sem hann átti að gera: að mæta í málinu. Aunað dæmi: Kjördæmi kýs þing- mann. Þingmaðurinn fer til þings og er í þinghúsinu meðan umræður og at- kvæðagreiðslur fara fram. En hann tekur ekki þátt í umrœðum eða at- kvœðagreiðslum, hann er t. d. staddur uppi á lofti meðan atkvæði eru greidd um Thoremálið. Er sá þingmaður betri en sá sem hreinlega situr heima? Enn eitt dæmi: Maður er sendur til þess að rannsaka ullarmarkað í út- löndum. Hann fer til allra þeirra staða, sem helst eru markaðsstaðir fyrir ull. En hann situr þar kyr í sínu gistihúsí og rannsakar ekkert. Það þætti lík- lega ekki góð frammistaða. Nei, alþingisforsetinn, málflutnings- maðurinn, þingmaðurinn og ullarmats- maðurinn eru engu bættari þótt þeir komi á staðinn, þeir verða að rœkja erindi sitt. Það er kjarni máÞins. Rúðuhneyxlið og Stjórnarráðið. Hr. Sk. Th. og fylgismenn hans bera stjórninni á brýn, að hún hafi „blaup- ið eftir blaðaþvættingi“, ósönnnm lausa- fregnum o. s. frv., er hún tók að rann- saka Rúðuför alþingisforsetans. Það er því ástæða til að rifja upp fyrir sér gang málains frá sjónarmiði stjórnarinnar. Þegar eftir heimkomu hr. Sk. Tb. úr Rúðuförinni fóru að ganga sögur um að hann mundi hvergi hafa komið nærri hátíðahöldunum þar. Hans eða forseta alþingis »ást ekki getið í frásögnum neins blaðs af hátíðunum; t.,ftur á móti var Guðm. Finnbogasonar víða getið. Og þess var jafnvel getið, að þar sem íslandi var ætlað sæti við hliðina á hinum Norðurlandaþjóðunum var það sæti látiS ónotað. Hr. Sk. Th. gaf enga skýrslu um för sína; í „Þjóðviljanum", sem annara ávalt garnagaular af efnis- leysi, stóð ekki eitt orð um hátíðarnar, annað en það að ritstjórinn kærði aig ekki um að segja frá þeim. Bréf Guð- mundar Finnbogaaonar sem birt var í Ingólfi, benti einnig til þesa að hr. Sk. Th. mundi ekki hafa haft aig frammi í Rouen. Af öllu þessu varð mjög mikið umtal manna í milli um frammiatöðu hr. Sk. Th. sem umboðsmanns alþingis. Sög- urnar gengu fjöllunum hærra. Og flest- ir voru farnir að álykta að hr. Sk. Th. hefði alls ekki komið til Rouen. Þetta vita menn nú að var ranglega ályktað. En alt um það var þetta orðið almenn- ingsálit, ekki einungis í Reykjavík, held- ur víða um land. Stjórninni var kunn- ugt um þennan orðróm, þvi að henni mun hvað eftir annað hafa verið bent á hann; en hún sinti honum ekki, taldi hann ekki ábyggilegan. En svo tóku blöðin að tala um hneyxlið; orðrómur- inn komst í blöðin. Og jafnframt tóku menn að tala um að atjórnin hefði borg- að út fé landsins, án þesa að hafa næg- ar sannanir í höndum fyrir því að skil- yrðum fjárveitingarinnar hefði verið full- nægt („að sækja þúsund ára þjóðhátið Normandía“). Hinn 15. ágúst talaði Ingólfur sérstaklega berlega um þennan orðróm. Þá þóttiat atjórnarráðið ekki mega þegja lengur. Það mátti ekki þegjandi hlusta á að því væri borið á brýn að borga út landsfé í heimildarleysi. Það var brýn skylda þess, bæði sín vegua og hr. Sk. Th. að leiða sannleikann í Ijós. Það trúði þó ekki orðrómnum — og vildi því ekki snúa aér beint til hr. Sk. Th., heldur símaði 16. ágúst til „Hotel de la Poste“. Ef hótelið svar- aði að hr. Sk. Th. hefði verið þar, þá gat vegur hr. Sk. Th. ekkí rýrnað við það. Ef svarið varð neitandi, þá gat hneyxlið ekki aukist við það að koma í Ijós. Svarið varð eins og kunnugt er neitandi. Stjórnarráðið vildi þó enn ekki trúa, og símaði þvi til danska konsúlsins, og bað um áreiðanlegar upplýsingar um veru hr. Sk. Th. í Rouen. Svarið varð að ekkert hefði orðið vart við hann þar meðan hátíðahöldin stóðu, og að bréf fylgdi. Stjórnarráðið var enn í vafa um hverju trúa skyldi, og beið því eftir bréfiuu, án þess að gera meira í mál- inu. Og á meðan gengu sögurnar í bænum. Svo kom bréfið og staðfesti símskeyt- ið. í Rouen hafði ekkert orðið vart við hr. Sk. Th. Nú þótti stjórnarráðinu sjálfsagt að gefa hr. Sk. Th. tækifæri til þess að segja sína meiningu, og skrifaði honum því bréfið 4. september. Var aíðan beðið eftir svari Sk Th. þrátt fyrir það þótt blöðin væru með sífeldar spurningar um málið og væru mjög áfram um að fá umsögn stjórnar- innar um almenningsálitið. Svar hr. Sk. Th. kom loks þ. 6. sept. og hérutnbil samtímis gaf stjórnarráðið blöðunum aðgang að gögnum þeim, sem fram voru komin. Eftir það kom hr. Sk. Th. loks fram með nokkrar líkur til þess að hann hefði þó komið til Rouen (hótelsreikn- ing), þótt hann mótmælti ekki að hann hefði ekki sótt bátíðahöldin. Þó að það atriði, hvort hr. Sk. Th. hefir kom- ið til Rouen eða ekki, sé í sjálfu sér mjög lítílsvirði, aða einskisvirði — brá þó stjórnarráðið við og símaði enn til konsúlsins og fekk það svar, að eftir peraóDulega eftirleit hefði komið í Ijós að hr. Sk. Th. hefði búið á „Hotel de la Poste“. Skeyti þetta sendi stjórnar- ráðið samstundis til blaðanna hér í Reykjavík. Af öllu þessu má sjá að stjórnarráð- ið hefir ekki gert annað en það sem var brýn skylda þess: að leyta upplýs- inga um það hvort fé landsins h»fi ver- ið varið á löglegan hátt. Og til þess hefir það þá aðferð sem hr. Sk. Th. sjálfur stingur upp á í bréfi sínu 6. sept.: að síma til „Hotel de la Poste“. Jónatan. Kristianiu-skeytið. Eins og kunnugt er sigldi próf. Björn Ólsen til Noregs í síðasta mánuði til þess að vera viðstaddur á aldarafmæli háskóla Norðmanna í Kristjaníu, þ. 5. og 6. aept. Hann fór sem erindreki Bókmentafélagsins, en var jafnframt fal* ið að færa norska háskólanum ávarp og kveðju frá háskóla vorum. Um þessa för hans hofir ekkert fréttst, þang- að til blaðið „Ríki“ birti siðastl. föstu- dag símskeyti er því hafði borist frá Kristianiu þ. 5. sept., þess efnis að for- maður danska háskólans, Kr. Erslev, hafi flutt norska háskólanum kveðju frá há- akólanum í Höfn og „Reykjavik Höj- skole“ og B. Olsen hafi þagað við því. Blaðið ritar langa grein um þetta og fer mjög hörðum orðum uin þögn próf. Óls8ns. Það er þó augljóst að hvorki er rétt né sanngjarnt að kveða upp dauðadóm yfir honum út af framkomu hans í þessu máli, meðan ekki h*fa komið nánari og áreiðanlegri upplýsing- ar um það. Skeytið er hvergí nærri nægilega skýrt né ítarlegt. Það er þó ekki sennilegt að próf. Ólsen hafi falið Erslev að flytja kveðju frá háskóla vor- um; til þess hafði hann enga heimild. Hitt er sennilegra að Erslev hafi tekið sér bessaleyfi til þess, þó svo frámuna- leg ókurteisi sé æði ótrúleg. Eu vér vitum hversu afarreiðir margir Danir eru okkur út af stofnun háskólans, og hugsast gæti, að þeir vildu reyna að láta líta svo út fyrir öðrum þjóðum, sem hann sé aðeins útibú frá danska há- skólanum og honum háður. Orðið „Höj- skole“ hlýtur líka að vera notað i ó- virðandi tilgangi, því að það merkir lýðskóli en ekki háskóli. Eu sé svo að Erslev hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér, þá er það skiljanlegt að ekki var hægt að mótmæla þessari ókurteisi þá samstundis; próf. Ólsen varð að bíða þangað til að honum var komið að flytja sitt erindi. En eins og þegar hefir verið tekið fram er ekki rétt að leggja neinn dóm á málið fyr en nán- ari skýrslur koma um það; en þeirra mun vera von innan skamms. Háskóla- ráðið hefir símað til próf. Ólsen fyrir- spurn um það hvort símskeyti „Ríkis“ hermi rétt frá atburðinum, og fengið það svar að fráaögnin sé „afbökuð“, en rétt skýrsla sé þegar komin á stað hingað. X. Ósannindi „ í safoldar “ - „ Uí kis“. Á fimtudaginn var sendi Ingólfur fregnmiða út um bæinn, þar sem skýrt og greinilega er bent á það, sem er og alt af hefir verið aðalatriðið í þessu Rúðuhneykslismáli, þetta: að alþingis- forseti Skúli Thóroddsen hefir ekki „fyr- ir landsins hönd sótt þúsund ára hátíð Normandís“, en til þess eins var hon- um veittur styrkur af landsins fé. Að- göngumiðar þeir að hátíðahöldunum, sem honum voru ætlaðir, voru hvergi notaðir, af þeirri einföldu áatæðu, að al- þingisforaetinn gerði ekki vart við sig, og voru þeir því endursendir hátíðanefnd- inni. Það ajá allir af þessu, að alþing- isforsetinn getur eliki hafa sótt hátíðina. Fregnmiðinn bar það greinilega með eér, að þetta var aðal ákæran á hendur alþingisforsetanum. Þesai fregnmiði Ing- ólfs var festur upp um allan bæinn; en um nóttina var gengið svo vel fram í því að rífa hann niður, að svo má beita, að ekki sæist nema annarhvor þeirra um morguninn, og sýnir það jafn vel framtakssemi mótstöðumanna vorra og trú þeirra á málstað hr. Skúla Thór- oddsen. Daginn eftir, föstudag 8. þ. ia. sendu blððin „ísafold og „Ríki“ út annan fregnmiða. Þar er þess vandlega gœtt að sneiða hjá aðalatriðinu, þvi sem bent er á hér að ofan. En þar eru þau freklegu ósannindi borin fram, að stjórn- arráðið hafi „látið“ blöðin „bera út þann ósanna orðróm, að Sk. Th. hefði aldrei til Rúðu komið.“ Þeim herrum, sem sendu út þennan fregnmiða, var það þó fullkunnugt, að Stjórnarráðið hefir ekki gert annað en að gefa blöðunum — öllum blöðunum, sem þess óskuðu, þó fregn- miði „ísafoIdar“-„Rikis“ gefl annað í skyn - aðgang að skeytum konsúlsins og hótelsins í Rúðu, sem prentuð eru á öðrum stað hér í blaðinu. Þær á- lyktanir, sem blöðin síðan draga af

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.