Ingólfur


Ingólfur - 19.09.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 19.09.1911, Blaðsíða 2
150 INGOLFUR Þessi utanáskrift reyndist röng; alþing- isforsetinn bjó alls ekki þar, sem hann hafði tilvitnað, og komst því bréf það, sem Gaðm. Finnb. samkvæmt Ioforði síau skrifaði honum, ekki fyrr til akila enn nm miðjan fyrri mánað, og þá auð- vitað hingað heim, eftir því sem alþiag- isforsetinn segir frá um daginn í blaði sinu. Alþingisforsetinn fer þó frá Leith suður til Eúðuborgar; tekur sér þar gistingu á Hotel de la Poste, og skýr- ir þar frá stöðu sinni, svo og tilgangi farar iinnar, eftir því sem honum seg- ist frá í símskeyti sínu til danska blaðs- ins „Politiken"; síðan sest hann þar í helgan stein á hótellinu, að því er séð verður af því fáa, sem tekist hefir að toga nppúr honum um þessa frægðar- för, og biður átekta. Eq nu mátti mað- urinn vita það, að hann, sem sendur var með landsjóðstyrk til þess eins að „repræsentera" landið og láta á einhvern hátt til sin taka við hátiðahöldin gat, alls ékki réttlætt það að sitja aðgerðar- laus og bíða átekta; hann mátti vita, að það var ekki nægilagt að segja þjón- unum á Hotel de la Poste frá „stöðu sinni svo og tilgangi farar sinnar," hann var jafn nærri hátíðahöldunum fyrir það. Maðurinn mátti vita, að til þess var hann sendur, að vera við hátíðahöldin; hann var einn af verndurum hátíðarinn- ar, og mátti því vita, að honum myndi vera þar ætlað sæti. Ef hann nú ekki hafði mannrænu í sér til þess, að gera ¦ hátíðanefndinni sjálfri vart við sig og gera sér á þann hátt unt að rækja starf sitt, þá mátti hann vita það, að danski konsúllinn var skyldur að láta honum aðstoð sína í té, ef hann æskti þes?. Það er engin afsökun er alþingisforset- inn heldur þvi fram, að sér hafi verið ókunnugt um danska konsúlinn i Rúðn. Svo mikið á að mega heimta af forseta þingsins, að hann sé ekki sá aulabárð- ur að hann viti ekki til hverra hann getur snúið sér um aðstoð í ókunnugu landi, eða að hann grenslist ekki eftir því ef hann veit það ekki. í heila viku sat þá alþingisforsetinn þarna og beið átekta. Að þeirri viku liðinni hvarf hann heimleiðis aftur; er- indi sitt hafði hann rækt á þann hátt, að hann hafði hvergi gert vart víð sig nema á Hotel de la Poste, að því er séð verður; og fyrir þetta þiggur hann 1200 krónur af landsfé. Þó er svo að sjá, sem houum h&ft jafnvel sjálfum þótt þetta nokkuð snubbótt, og þá sest hann niður er hann kemur til Leith „á heim- leið frá hátíðahöldunum í Kouen" eg skrifar alheims ávarpið fræga — lík- legá til þess að Rúðuborgarmenn og hin frakkneska þjóð yrði þó á einhvern hátt vör við að alþingisforseti íslendinga, verndari hátíðarinnar, hefði munað eft- ir þeim. Með þetta ávarp tókst þó svo slysalega, að blað það í Edinborg, sem hann bað um að birta það, vildi ekkert með það haf». Alþingisíorsetinn varð því að láta gér nægja að birta þetta sálar-fóstur sitt í sínu eigin blaði, og þar sem telja má víst, að Þjóðviljinn sé ekki haldinn í Rúðuborg, hefir ávarp- ið því ekki náð tilgangi sínum. Rúðu- borgarmenn eru því enn svo aumlega staddir, að albingisforsetinn hefir ekki vitrast þeim, hvorki í eigin persónu né gegnum ávarp sitt, og er nú hluttaka hans í hátiðinni úr sögunni. En þegar alþingisforsetinn svo kem- ur hingað heim, þá er hann svo bíræf- inn, að hreyta úr sér ónbturo til mag. Guðmunffar Finnbogasonar fyrir að hann skyldi ekki hafa leiðbeint sér með því að skrifa sér til Leith — og þó máttí hr. alþingisforsetinn vita, að hann hafði gefið hr. G. F. ranga utanáskrift einsog fyr er, sagt. Væntanlega hefir það eitt- hvað óljóslega vakað fyrir alþingisfor- setanum, að það mundi verða sér til af- sökunar, að Guðm Finnb. skyldí ekki hjálpa honum; svo beisinn var þessi út- sendingur landsins, að bonum féll allur ketill í eld þegar honum brást það lið- sinni, er hann hafði vænt bjá Guðm. Fimb., og mátti hann þó kenna það líka rataskap sínum einum. Bréfkafli úr Eyjafjarðarsýslu. Vér birtum hér eftirfarandi kafla úr bréfi, er oss hefir borist frá merkum bónda einum í Eyjafjarðarsýslu. Bréf- ritarinn minnist fyrst á hversu sjálfsagt það er, að ný atkvæðagreiðsla fari fram nm bannmálið, og mætti þá slik at- kvæðagreiðsla verða samfara kosning- unum í haust; um þetta farast honum svo orð: „ . . . Og tillaga vor er sjálf þess eðlis, að menu geta varla verið á móti henni, hvort heldur þeir eru bannmenn eða audbanningar, geta það ekki sóma síns og málstaðarins vegna. Hér yrði einungis farið fram á það, að fá ský- lausan dóm þjóðarinuar á það, hvort banninu hefir aukist fylgi, eða hið gagn- stæða. Og ætlaði annarhvor málsaðili, t. d. bannmenn yfirleitt að vinna á méti þeesu, þá væri það óbein yfirlýsing frá þeirra hálfu, um að vér andstæðingar þeirra hefðum alveg rétt fyrir oss! Gæti það að vísu orðið oss til skemtunar, en sú skemtun getur verið oss svo dýr- keypt, að eigi sé eftir henni óskandi. Bannmenn segja nu kannské, og hafa sagt, að þjóðin eé búin að láta uppi hvað bón vilji; það þurfi þvi eigi að vera að spyrja hana um þetta oftar o. s. frv. En þetta er bamaskapur. Þjóð- in hefir enn ekki fengið að segja um það sem hún hefir fengið. Ef mönnum er gefið tækifæri á að biðja um eitthvað, annaðhvort hluti eða hugmyndir, sem má steypa í margskonar mótum, en als eigi gefinn kostur á því um leið að skýra frá hvernig þeir vilji hafa þetta, þá eiga menn að fá að segja um síðar, hvort þeir vilji það eina sem þá er i boði. Ef ég fer til smiðs og bið hann að smíða fyrir mig hlut, og tek um leið fram hvernig ég vilji hann, að svo miklu leyti sem ég vil á það minnast, þá er ég skyldugur að taka við honum, ef hann er eins og ég bað um og að öðru leyti ógallaður. Hafi ég ekki átt kost á að segja um þetta fyrir fram, þá verð ég að fá að segja um hvort mér líkar baun eða ekki. Bannmenn hafa við atkvæðagreiðsl. 1908 beðið um bannlaga igersemisgrip- inn fyrir hönd ísl. þjóðarinnar. Þjóðin átti engan kost á að segja neitt frekar um það. Nú er smíðinu lokið (— og er stórgallað), þess vegna hlýtur þjóðin að eigja eftir að sega sitt álit. Hvað svo sem segja má frekar um þetta, og hveuær sem þjóðinni gefst kostor á að gefa sitt álit, þá er það víst að dómurinn verður uppkveðinn. Báðir málsaðilar hefðu gott af að það yrði sem fyrst. Ég fyrir mitt leyti hræðist ekki vopnin hinu megin: rök bann templara og Stórstúkustyrkinn (Gott sýnishorn af réttarmeðvitund. Vér erum látnir borga andstæðingum vorum stórfé, til þess að þeir geti borið vopn gegn oss sjálfum I) Ég er vissrar vonar um það, að t. d. hér í kjördæminu þar sem meiri hlati kjósenda voru óskandi eftir bannl. 1908, þá yrði það hér á eftir minnihluti. Styð ég það við þá „stemningu" sem komið heíir fram á opinberum fundum, og af viðræðum við einstaka menn. Margir hafa hreinskiln- islega játað að þeir hafi hlaupið á sig við fyrn. atkv.greiðslu, hafi alls ekki verið farnir að hugea málið, en fandist það gott. Sama er ura mig gjálfan að segja. Um 1908 aðhyltist ég heldur að aðflutningsbann kæmist á. En það gerði gæfumuninn að þá átti ég engan kost á að greiða um þaðatkvæði. Því það verður maður að segja bannhug- myndarskömminni til hróss, að hún í fljótu bragði virðist nokkuð fögur, mann- úðleg. En þegar menn fara að brjóta hana til mergjar, verður hún æ dekkri og dekkri, og að síðnstu: alveg ómann- úðleg." markaðinn, og vætum vér góðrar eftir- spurnar eftir því, fyrir verð, sem vou- andi fer fram úr 110 aurum fríttum- boð. Alt bendir til þess, að á næstu vikum muni markaðarnir enn verða góðir og verðið hátt, og viljum vérþví ráða smjörbúunum til að senda svo mik- sem unt er, og njóta þannig góðs af hinu óvenjulega háa verði. Ný trjátegund. Samtal við hr. skógfræðlng Kofoed-Hansen Vér hófum nýlega átt tal við hr. skógfræðing, Kofoed-Hansen, sem ekki als fyrir löngu er kominn úr ferðalagi um vestur- og norðurland. Hann sagði oss meðal annars, að ný trjátegund hafi fundist í Fnjóskadalnum. Stefán Kristjánsson skógarvörður hafi bent sér á, að þar uppi í dalnuin yxi planta, sem hann taldi vera bastarð milli birkiviðar og fjalladrapa; hafði hann sýot plöntuna Stefáni Stefánssyni skóla- meistara á Akureyri, og hafi hann líka talið þetta bastarð. Eu Kofoed-Hsnsen kvaðst þó hafa séð, að planta þessi var ösp (populus tremula); telur hann það áreiðanlegt, að öspin eigi heima hér á íslandi, því húu breiðigt fljótt yfir mel- inu sem hún vex á, á þann hátt, að ræturnar vaxa fram gegnum sandinn, og nýjar spírur spretta upp langt burtu frá upphafs plöntunni. Kvaðst hann haf mælt rótina milli tveggja slíkra spíra, og hafi hún verið 8 álnir á lengd. Taldi hr. Kofoed-Hansen því vafirlaust að plantan gæti fengið mikla þýðíngu fyrir sandgræðslnna. Taldi hann æski- legt að girða blett þann, sem plantan vex á, og reyna næsta vor sð planta henni á melunum bérna við Reykjavík og á söndunum í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Hr. Kofoed-Hansen sagði oss, að í græðireitunum við Riuðavatn og í Vagla- skógi séu uú komnar upp íslenskar birki- og reyuiviðarplöntur svo hund- ruðam þúsunda skiftir. — Markaðsskýrsla frá J. V. Faber & Co., Newcastle on Tyne 22. ágúst 1911. Bankarannsóknarnefndin m. m. (Aðsent). Síðan vér fengum smjör frá íslandi síðast, hefir verðið hækkað alveg óvenju- lega mikið, svo, að verðið hefir verið hærra en nokkru sinni áður í sama mánuði í 30 ár. Orsökin til þessa er aðsllega þurkar í þeim löndum, er smjör flytst frá. Sérstaklega hefir regnskort- urinn veríð svo tilfinnanlegur í Þýska- landi, að smjörframleiðslan þar heima fyrir hefur farið langt niður fyrir það, sem alment gerist, og hefir þessvegna orðið að flytja þar inu mikið af sméri, og hefir það orðið til þess að draga enn meira úr smjörbirgðum þeim, sem annars muudu hafa flutst til Stórbreta- lands. Það sem af er mánuðinum hefir ekk- ert komið af smjöri frá íslandi, að und- autekinni lítilsháttar smjörsendingu frá norðurlandinu, og sem að nokkru leyti naut góðs af verðhækkuninni; en á mánndaginn kemur búumst vér við 2 skipum, og vonum vér að smjör það er þau flytja, komist nógu snemma á ' Það mun mörgum gleðiefni bæði inn- an og utan Sjálfstæðisflokksius fregnir þær, er borist hafa hingað af móttöku núverandi ráðherra hjá Borgfirðingum, því augu manna munu altaf vera meir og meir að opnast fyrir því, hvílíkum voða núverandi ráðherra hefir bægt frá landinu með því fyrst og fremst að taka hyggilega í tanmana á óöld þeirri, er yfir landið hefir gengið nú síðustu tvö árin. Hugsum okkur framkomu Skúla af Rúðu- borgarför hans og hann sem ráðherra, settan yfir féhirslu landsdns m. m.; en milli annara en þessara tveggja manna var ekki sð velja. Og hver er svo sök- in sem núverandi ráðherra er aðallega víttur fyrir. Eftir framkomu ísafoldar, og öllu því dæmafáa moldryki, sem þyrlað er upp útaf ýmsum brotum, er ráðherra á að hafa geit sig sekan i, þá verður aðalkjarninn í öllu þessu sá, að ráðherra var meðal þsirra manna er steyptu Birni Jónssyni úr veldisstólnum, og að hann ekki leyfði honum að snopp- unga sig eftir eigin vild að ástæðulausu. Yfirlýsing landsstjórnarinnar við frá- vikninga allrar stjórnar Landsbankans, er svo harðorð, að engum manni átti að leyfast, hvort heldur hærri eða lægri, að nota fdík orðatiltæki nema bygð á góð- um og gildum rökum, og ef þetta hefði reynst satt og rétt, er borið var á brýn æðsta dómara landsins, þótt eigi væri sem slíkuro, þá neyddist hanntil, stöð- unnar vegna, að hreinsa sig, og þvo þann blett af, er óuroflyjanlega hlautað falla á hann sem justitiarius. Samhljóða álit undir og yfirréttar útaf innsetningar- málinu ætti að vqra nokkurnvegin á- byggilegt, en sé það ekki, þá er sökin sannarlega hjá dómstólunum og þyrftu þeir þá endurbótar, svo girt yrði fyrir slíkt framvegis. Ekki ætti blettur sá, sem mörgum virðist allsvartur í öllu þessu ástæða- lausa bankaþrefi, er matsbókinni sælu, er kost&ð hafði Iandið fallar 10000 kr., v&r stungið undir stól, að falla á nú- verandi ráðherra. Eða er ekki réttlæt- istilfinning „ísafoldar" á svo háu stígi, að hún finni *ð hér er um hneiksli að ræða, er slikir menn eru skipaðir í þessa rannsökn, sem eftir allri fram- komu að dæma hafa rækt starfann þannig, að þeir ekki dirfast að láta koma fyrir sjónir réttra aðila gerðir sín- ar, hvort heldur sem nú þetta stafar af því að þeir hafa verið fengnir til þess að bíia eitthvað til út í loftið, eða þá hitt að þeir af sjálfsdáðum hafl fundið hjá sér köllun til þess vísvitandi, að blekkja fyrverandi ráðherra. Vorubæk- ur þær er matið var framkvæmt í lög- giltar? Eða hvaða aðra tryggingu hafði fyrverandi ráðherra Björn Jóns- son fyrir þvi, að nefndin er hann skip- aði starfaði ðhlutdrægt að því verki, er þeim var fengið í hendur? Vóru þeir eiðfestir? Eða yfirleitt trygði fyrver- andi stjórn sér þetta af þeirra hendi? Finst ekki „Isafold" að hér sé tim al- varlegt mál að ræða, mál sem öll þjóð- in á heimting og kröfu á að komi fyrir dagsins ljós? Og þá ætti Sjálfstæðis- flokknum, sem slíkum, að vera þetta al-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.