Ingólfur


Ingólfur - 26.09.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 26.09.1911, Blaðsíða 1
INGOLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 26. september 1911. 39. blað. ^«^+H*^HHHHI>HHHHHHH»»»j» I ± kemur út einu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. tRitstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Vesturgðtu 14 B. F (Schou's-hús). — Ma finna á af- X greiðslunni frá kl. 11 — 12. I Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- ? strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hja í P. E. J. Halldórssyni, lœkni. *$h- ± ± t. ± |-HH-H-HHHHHHHMMH-M4»»M-MWmM-M-|M- Rúðuhneykslið og franska þjóðin. Hr. Sk. Thóroddsen hefir ekki þótt hneyksli það, sem Ráðufór hans var, nóg. Hann lætur sér ekki nægja að sitja þar innan fjögra veggja í stað þesi að rækja erindi þsð, sem alþingi fól honum. Hr. Sk. Th. kórónar Rúðu- hneykslið með nýju hneyksli: þeim al- gerlega ástæðulausa og hsimskulega áburði á forstöðnnofnd Rúðubátíðanna, að henmi hafi ekki gengið annað til heimboðsins en fégirni — húa hafi ætl- að það eitt með heimboðinu til forseta alþingis ísrðndinga og annara boðsgoata, að Rúðumenn gætu auðgast á því, sem gestirnir eyddu í peningum, meðan þeir dveldu i hátíðastaðnum. Þessi áburður, sem borinn er á for- stöðunefnd Rúðuhátíðanna, fellur auð- vitað á fröDsku þjóðina í heild sinni. Hér er um franska þjóðhátið að ræSa; hér stendur ekki Pétur og Páll fyrir hátíðum, heldur franska þjbðin. Hér er því um alvarlegt mál að ræða. Ekki síst af því að hér vill svo illa til að hr. Sk. Th. er í stöðu þeirri — sem alþingisforseti og umboðsmaður íslend- inga við hátíðahöldin — sem gefur hon- um tækifæri og rétt til þess að tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar, alls lands- ins. Áburð hr. Sk. Th. á forstöðunefnd Ruðuhátíðanna má því skilja sem áburð Islendinga á frönsku þjbðina. Og þannig hljóta Frakkar að skilja málið ef íslendingar láta ekkert til sín heyra. Ingólfur mintist á þetta málísíðasta blaði. Síðan hafa öll Reykjavíkurblöð- in komið út. „ísafold" og „Pjóðólfur" þegja — steinþegja um þessa móðgun b*. Sk. Th., „Lögrétta" hendir gys að hcnni. Af þessum ástæðum minnist íngólfur nú aftur á málið. Hann lítur svo á að hér verðum vér að mótmæla af afii. Orð hr. Sk. Th. eru elcki töluð fyrir hönd íslendinga. Enginn íslend- ingur annar mundi bafa leyft sér að viðhafa þau orð. Frakkar sýna íslendingum heiður, sem þeim er sjaldan sýndur, og þeir virðast varla vera menn til að þyggia: þeim er boðið sem sérstakri þjóð að taka þátt í hátíðum einnar mestu menning- arþjóðar jarðarinnar. Sendimanni þeirra er boðið að sitja veislur, honum er ætl- að jjæti við aðalhátíðahöldin í París, hann er gerður að verndara hátíðanna. Sendimaðurinn kemur til Rouen, en þyggur ekkert boð og kemur hvergi fram, hann kemur alls ekki til Parísar, verndarinn sést hvergi. Og ofan áalt þetta þakkar bann Frökkum sóma þann, sem þeir sýnda honum og íslendingum, með áburði þeim, sem áður er nefndnr og Ingólfur vill ekki taka upp aftur. Það verður að segjast svo tekið verði eftir því: þetta er ekki gert í nafni ís- lendinga, þetta var ekki það sem ís- lendingar ætluðust til þá er þeir fólu hr. Sk. Th. umboð sitt. Frakkar eiga þakkir einar skilið fyrir sína framkomu; hún hefir verið göfugmannleg og kurteis. íslendingar skulda Frökkum afsökun fyrir það að boð þeirra var ekki þegið, að sendimaður þeirra kom ekki til aðal- hátíðastaðarins, Parisar. Og fyrst og aðallega eiga þeir afsökun skilið fyrir þetta síðasta hneyksli. Þá afsökun flyt- ur Ingólfur fyrir sitt leyti hérmeð. (jufuskipaferðir milli Svíþjóðar og Islands, í sænska blaðinu „Karlskrona tidning- enu stendur 28 ágúst þ. á. grein um beinar gufuskipaferðir milli Svíþjóðar og íslands, sem mikið hefir verið talað um síðustuárin. Segir blaðið að sænska stjórnin hafi látið konsúl sinn i Kaup- mannahöfn safna upplýsingum hjá sænsk- um konsúlum á íslandi um það, hvort tiltækilegt væri að koma upp þessum beinu ferðum. Svör kosúlanna virðast ekki hafa ver- ið mjög veigamikil. Konsúllinn á ísa- íirðí fieldur fram að skipið þyrfti mik- inn ríkisstyrk til þess að geta borið sig og auk þess þyrfti að senda umferða- sala (agenta) til þess að rannsaka markaðinn áður en ferðirnar byrja. Kon- súllinn í Reykjavík heldur því fram að ferðirnar geti þVi að eins borgað sig að skipið fari eftir áætlun og geti flutt farþega. Karlskronatidningen segir svo að það hafi fengið áreiðanlegar upplýsingar nm að í ráði sé að stofa útgerðarfélag til þess að hefja þessar ferðir. Telur blaðið góðar líkur til þess að félagið verði stofnað og minnir á að alþing í vetur veitti 4000 krÓDa árlegan styrk til þessara ferða. Blaðið lýkur máli síuu með þvi að nauðsynlegt sé luður Bísla iúrssonar. Byrði sorga lyfti' í ljóði — lifandi blóði orti Gísli; nú má ég bera harm í hljóði, hjartað friða á prjónasýsli. Bar ég Gísla byrði hálfa — ég ber mig naumast lengur sjálfa. Áður fanst mér að hann reyna um of á krafta mína flesta. Göllunum mátti Gisli' ei leyna; hann gaf mér alt — sitt versta og besta. Eg átti hverja hans sorg og syndir, hvern sæludraum og andans myndir. — Einatt skalf ég, eins og hrísla, en æðrulaus, þótt hinir svæfu, því ekki taldi ég eftir Gísla æfi minnar draumagæfu. Þeirri, er átti' hann einu sinni, aldrei Gísli hvarf úr minni. Einatt beið ég. Öllu kveið ég. Ein við sauma, sporin taldi. Að morgni leið, en þögul þreyð' eg þá sá stundum dreyra' á faldi. Þann hefði' eg yngri þvegið tárum; en þau voru öll í Gísla sárum. Glæstur jafnan gekk til viga Gísli — sem að leikamótum ; því var sárt að sjá 'ann hníga svona, fyrir þrælaspjótum! Vissi ég ei af verðum neinum að vega' hann — nema honum einum. Harminn einn að arfi hlaut ég eftir Gisla, skógarmanninn. Ættarfjötra alla braut ég; aldrei þráði' eg föðurranninn. — Þá væri fylgdin, Gísh', goldin, geymdi mig hjá þér saga og moldin. Si.aw.s3wi Sia/u*9a»ou. að Svíar sendi konsul (consul missus) til íslands eins og Frakkar og Norð- menn. Um áhrif öls og víns á ýinsar sóttkveikjur. Bannvinir stagast í sífellu á, hvílíkt eitur áfengi sé, og mikla mjög skað- semi þess; það hlýtur því að vera fróð- legt fyrir þá, að fá að sjá eftirfarandi álit vísindamanna um eina hlið af verk- unum þe9s, sem Goodtemplurum aðlík- indum mun ókunnugt um, því þeir, sem koma svo gætilega fram og rökstyðja skoðanir sínar svo vel!! í þessu bann- máli, myndu einnig hafa getið þessara verkana, ef þeir hefðu þekkt þær. Hið þýska blað Frakf. Zeitungflytur í ágúst mánuði þ. á. grein um áhrif á- fengis, einkanlega öls og víns, á sótt- kveikjur í tilefni af því að Kólera og Typhus (Taugaveiki) hafði stnngið sér niður allvíða um það leyti. Pað er, segir höfundurinn, engin bá- bilja eða blind hjátrú, að óhreint og ó- holt vatu missir hinar skaðlegu verk- anir sínar, þá er það er blandað víni. Þessi raunvísindi, bygð á reynslu, hafa hvað eftir annað verið sönnuð ogskýrð með visindalegum rannsóknum og til- raunum. Þ>að er eftirtektaverð og mjög ein- kennileg reynsla, að þá er hin mikla kólerusótt geisaði í Hamborg 1893, veikt- ist ekki einn eisasti maður af þeim, sem unnu að ölgerð. Að þetta var ekki hending ein, ráðum vér af þeim skýrslum, sem hin keisaralega heilbrigð- isskrifstofa lét birta til skýringar því, hvort Kólera og Typhus gætu borist með matvælum og drykkjum. Pessar skýrslur hafa hina mestu þýð- ingu að því leyti, að þær verða að leggjast til grundvallar í þessu máli, þar sem þær ómótmælanlega sanna, að Kólera- og Typhus- gerlar drepast á mjög stuttum tíma í vini og öli, og að þessir drykkir verka því beinlínis sðtt- drepandi. Með vísindalegum tilraunum reyndist það, að Kóleragerlar, sem látn- ir voru í öl, drápust vanalega eftir 1

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.