Ingólfur


Ingólfur - 26.09.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 26.09.1911, Blaðsíða 2
154 INGOLFUR kl.tíms, lengst lifðu þeir 3 kl.stundir, og í hvítöli lifðu þeir aðeins 2 kl.t'ma. Vín hafði ennþá íljótari verkun. Piek skýrði 1893 í „Archiv fxir Hygieine" frá hinni mjög eftirtektaverðu niðurstöðu af tilraunum sínum. Hann fann að öl algjörlega eyðilagði mjög magnaða Kól- erngerla á 5—10 mínútum, en Typhus- gerilinn á nokkuð lengri tima. Á allra síðustu tímum hefir Seiler með mjög ná- kvæmum og ítarlegum rannsóknum um gerildrepandi áhrif víns og áfengis- drykkja á ný sannað þessar tilraunir. (Journal Svisse de Chimie et Pharma- cie 1909.) Hann fann að þá er drykkj- arvatn var blandað jöfnum pörtum af ýmsum víntegundum, minkaði tala sótt- kveikjugerla að raiklum mun. Hin svo- nefndu hvítu vín reyndust í þessu efni áhrifameiri en hin rauðu. Blanda af jöfnum pörtum víns og vatns reyndist áhrifamest. Þá er hvítu víni var blandað í vatn, minkuðu sótt- kveikjuefnin (gerlarnir) um 80°/0, en blandað með rauðu víni um 74°/0. Eft- ir tvo kl.tíma jókst þessi verkun blönd- unnar upp í 96% og oft jafnvel upp í 100%, þ. e. a. s. vatn, sem mengað var sóttkveikjuefnum, varð algjörlega sóttkveikju- og geril-Iaust. Þar eð önn- ur efni, sem reynd voru, eigi höfðu þessi áhrif á drykkjarvatnið og eigi gátu dregið úr sóttnæmi vatnsins, þá hlýtur öl og vin að innihalda alveg sérstök efni, sem hafa þessi sóttverjandi áhrif. í þessu tilliti ber, samkvæmt vísinda- legum rannsóknum, sérstaklega að taka til greina sýruinnihald, áfengisinnihald og jastverkanir, sem mynda ýms varn- arefni. Samverkuu þessara efua, sem hvert um sig aðeins er til í öli og víni í tiltölulega litlum mæli, er undir öll- um kringumstæðum það, sem hefir þessi sóttdrepandi áhrif, þvi t. d. sýran eða áfengið eitt út af fyrir sig myndi að- eins í stórum skomtum og eftir langan ti'ma geta eyðilagt Typhus- og Kóleru- gerla. Ef til vill eru þau efni og efnasam- bönd, sem í litlum mæli myndast í víni og öli við jöstunina, áhrifameiri en sjálft sýru- og áfengis-innihald þeirra. Yið það að í öli er meiri eða minni fjöldi lifandi jastsella, fær ölið ef til vill enn- þá meiri sóttverjandí áhrif. Áreiðan- lega (faktiskt) lifðuKóIerubasillurskemst í hinu alkunna „Berliner Weissbier". Alt öðru máli er að gegna um alla þá drykki, sem eigi eru jastaðir, og (þó alept sé mjólkinni) þá fyrst og fremst um áfengislausa drykki, ávaxtasafa, sódavatn, Limmonade o. s. frv., sem eigi geta innihaldið þessi varnarefnijog því eigi haft nein sóttverjandi áhrif; þvert á móti eru þe»sir *ykruðu drykk- ir ágæt næringarefni ýmsra sóttkveikju- efna og gerla, og það því fremur sem þeir eru tilbúnir með ósoðnu vatni. Af þesaum hugleiðingum leiðir að menn geta að nokkru varist Kóloru- og Typhus-sóttkveikjuuni, að svo miklu leyti sem hún berst manni í drykkjum. í heitu veðri ber að forðast að drekka ósoðið vatn, jafnvel frá uppsprettulind- um, sem oft og tíðum bera Typhu»gerla með sér; en þurfi menn nauðsynlega að drekka vatn, ber að blanda það jöfnum pörtuin af vini, er Koleru- cðaTyphus- sóttir ganga. Þetta, sem hér er sagt, er niðurstaða nýjustu rannsókna, sem, eíns og höfnnd- urinn segir, enn á ný sannar eldri rann- sókuir og skoðanir um þetta efni, og er hún á annan veg, en bannvinum segist um eiturverkanir áfengis á mann- legan likaraa. Hér er auðvitað átt við hóflega nautn þessara drykkja, því ois öllum kemur saman um skaðræði of- nautnarinnar; en það er ekkert sérstakt um ofnautu áfengi«drykkja, því ofnautn og vanbrúkun hvers, »em er, er skað- leg; ofnautn matar er ekki »íður skað- leg, og sé ofneyslan dagleg, er hún, ef til vill, meir og fljótar heilsuspillandi, en vanbrúkun víns. Markmið hverrar siðmenningarþjóðar á að vera hæfileg notkun hvers, sem er, með fullum skilningi á gagnsemi og skaðræði þess. Maðurinn væri auðvirði- legri og lægra settur, en hinar svo- nefndu skynlausu skepnur, ef öll nautn- armeðöl væru frá honum tekin. Þjóð- félagið á að láta hvern fullveðja og fullvita einstakling sem frjálsastan að unt er í einkalífi sínu, svo frjálsan sem lögtrygð réttindi annara manna leyfa; en þessi lögtrygðu réttindi heimta hvergi, að þjóðfélagið gefi nákvæmar og ítar- legar reglur um lífsháttu einstaklings- ins; þvert á móti, of mikil afskifti í þessu tilliti vekur mótspyrnu, ýmigust og fyrirlitningu fyrir lögunum og þar- afleiðandi ólöghlýðni og er þvi yfirhöfuð siðspillandi. Þetta er aðalatriði í and- róðrinum gegn bannlögunum, sem er fyrsta sporið, sem íslenskt Iöggjafarvald hefir stigið á þessari iiðspillingarbraut. J. H. Spurningar sem kjósendur í Eeykjavík þurfa að leggja fyrir Dr. Jón Þorkelsson áður en þeir kjósa haun til þings. Hvar var dr. Jón Þorkelsson *tadd- ur, þegar greidd voru atkvæði um Tore- málið“ svonefnda á þingi 1909? Vis»i hann ekki að þetta mikilsverða mál var til umræðu og atkvæða? Eða hví greiddi hann ekki atkvæði? Aðhyltist dr. Jón Þorkelssou stjórn- málsstefnu Bjöms Jónssonar ráðherra? Eða var hann henni andhverfur? Hvort- tveggja hefir heyrst. Hversvegna greiddi haun ekki atkvæði um vantraustsyfm lýsinguua til Björns Jónssonar oghafði þó marglýst yflr að hann væri með henni? Hversvegna greiddi dr. J. Þ. atkvæði með fjárveitingu til háskólans í fjár- aukalögum, en nokkrum dögum eftir á móti fjárveitingu til sömu stofnunar á fjárlögum ? Þegar dr. J. Þ. hefir svarað þessum spurningum og gefið fullnægjandi skýr- ingu á því, hverivegna hann er sinnar akoðunar hvern daginn, þá er enn margt sem kjósendur þurfa að spyrja hann að En þetta mun verða honum nóg við- fangsefni að sinni. Bækur. Uull, saga eftir Einar Hjörleifsson, hefir Iugólfi verið send til umsagnar. Útgefandi er bókaverslun ísafoldar, og er frágangurínn allur góður. Síðar verð- ur nánar minst á sögu þessa. Ljóðmæli eftir Kristján Jónsson hefir Jóh. Jóhannesson gefið út og sent Ingólfi til umsagnar. J"ón Ólafsson hef- ir búið Ijóðmælin undir prentun. Bók- inni fylgir mynd af Kristjáni og er út- búnaður allur með því prýðilegasta, sem hér hefir sést. Ný lögfræðisleg formálabók er einnig ný komin út á forlag Jóh. Jó- hannessonar og hefir hann sent Ingólfi hana til umsagnar. Formálabókin er eftir Einar Arnórsson prófessor. — Beggja þessara bóka verður siðar minst rækilegar. Samræmi hr. Sk. Th. yið sjálfan sig. í vörnum sínum útaf Rúðuhneikslinu hefir hr. Sk. Tb. hvað eftir annað vilj- að breiða yflr hneykslið og skömm þá, sem hann hefir gert landinu, með því að ráðast á stjórnarráðið fyrir að það hafi höfðað rannsókn sina í málinu áð- ur en það snéri^sér til hr. Sk. Th. sjálfs Útúr þessari ásökun Rúðufarans er fróð- legt að líta á bréf hans til stjórnarráðs- ins 6. september. Ingólfur hefir ekki áður birt bréfin sem fóru milli forset- ans og stjórnarráðssins og skulum vér því gera það nú. Mánudaginn 4. þ. m. skrifaði Stjórn- arráðið alþingisforseta Skúla Thórodd- sen á þessa leið: „Stjórnarráðið hefir látið greiða yður, herra alþingisforseti, 1200 kr. úr land- sjóði samkv. fjáraukalögam fyrir árÍD 1910—1911 sem ferðastyrk til þess „fyrir landsins hönd að sækja þúsund ára þjóðhátíð Normandís“. Þar esm þess nú hvergi er getið í skýrslum þeim um hátíðina, er stjórnarráðið hefir séð, að þér hafið mætt við hátíðahöldiu fyr- ir landsins hönd, og þar sem það jafn- vel hefir komið opinberlega fram (í blöð- unum), að þér eigi hafið verið í Rouen eða í París, meðan á bátíðinni stóð, vill stjórnarráðið beiðast þess, að þér látið því í té skýrsln um ferð yðar til há- tíðahaldsins, og um það, á hvern hátt þér hafið rækt erindi það, er alþingi fól yður, sem sé að sækja hátíðina fyr- ir landsins hönd, og væntir Stjórnarráð- ið að fá þessa skýrslu þegar um hæl“. Eins og sjá má af bréfi þessu, æskti Stjórnarráðið þess, að alþÍDgisforsetinn svaraði um hæl. Það var þó ekki fyr en seinni hluta dags, hinn 6. þ. m., rétt áður en SkúII Thóroddsen sté á skips- fjöl, að hann sendi Stjórnarráðinu svar sitt, óg er það á þessa leið: „Á bréfi hæstvirts ráðherra til mín, dags. 4. þ. m., en meðteknu i gær, hefir mig furðað stórlega, þar sem ráðherr- anum getur eigi verið ókunnugt um það, að mér var það einum í sjálfsvald sett, og mitt að ákvarða, hvernig mér þðknaðist að baga móti mínu við há- tíðahöldin í Rouen, og kannast eg ekki við, að ráðherraDum beri jafn vel hinn allra minsti réttur til þess að krefja mig nokkurs reikningsskapar i því efni, eða blanda sér í það, som mér einum bar að taka ákvörðun um. Ekki 8Íður hefir mig furðað á þeirri ókurteisi í minn garð, er mér virðist lýsa sér í þvf, er ráðherrann fer að hlaupa eftir þvaðri lítt merkra, og ráð- herranum — að eg hygg — vitanlega mér afar-óvinveittra blaða, ekki sist þar sem eg þykist mega ætla, að ráðherr- ann hafi séð það, sem eg hefi sjálfur ritað um för mína til Rouen, sbr. 30. —31. nr. „Þjóðv.“ þ. á.; en vilji hann engu að síður vefengja, að eg hafi far- ið til Rouen — og annað kemur hon- um alls ekki við, né heldur öðrum frem- ur, en mér þóknast —, getur hann leit- að upplýsinga í gistihúsinu „Hotel de la Poste“ í Rouen, þar sem eg bjó, með- an er eg dvaldi þar, — eður og int forstöðumann hátíðahaldanna eftir því hvort honum hafi eigi verið kunnugt um þangaðkomu mína. Að öðru leyti finn eg eigi ástæðu til, né tel hina allra minstu skyldu á mér hvíla, að svara bréfl ráðherrans frekar, — þessu bréfi, sem mér reyndar virðist líkara því, að nota ætti í pólitískri agi- tation, eða hefnileik — þótt eigi sé þess vænt — en að það væri frá ráð- herra íslaads“. — — Hr Sk. Th. ræðst á Stjórnarráðið fyr, ir að fara eftir blaðaþvættingi — og spyr hversvegna það hafi, ekki símað til Hotél de la Poste. Meðan hr. Sk. Th, veit ekki að stjórnarráðið hefir ann- að fyrir sér en orðróminn og blöðin- þá skammar hann það fyrir að fara eft- ir lausafregnum, slær sér á brjóst og VÍsar því til gistihússins. En þegar hann veit að stjórnarráðið hefir einmitt gert þetta þá snýr hann við blaðinu og skammar það fyrir að snúa sér ekki fyrst til sín!! Embættismenn sem þingmannaefni ,Sjálfstæðisflokksins.‘ Það er leiðinlegt að eiga í orðakasti við „ísafold". Orðbragðið er svo ljótt, stóryrðin svo gífurleg, að manni finst maður allur verða skítugur af snerting- unni einni. Það fer líka að verða þarf- laust að gefa „ísafold" mikinn gaum. Veldi hennar hnignar óðum; eftir þvi sem fréttist um landið hvílíkir labba- kútar standa nú að blaðinu og skrifa í það, eftir því sem stóryrðin verða meiri og snúningarnir stærri, eftir því opnast augu almennings fyrir því hvilikur leið- togi „ísafold“ er orðin eftir að Björn Jónsson veiktist svo að hann misti eft- irlitið með sjálfum sér og öðrum. í síðustu „ísafold" eru allir labba- kútarnir á ferðinni og kollsigla sig eins og vant er í stóryrðum og takmarka- lausum skömmum, og svo opinberum ósannindum að allir óblindir menn hljóta að sjá hvers virði þeir eru. Ein greinin heitir „klíkuþing embœtt• mannau og labbakúturinn heitir „Kári.u Kári ræðst á embættismennina, segir að hættulegt sé fyrir réttarástand þjóð- arinnar að dómarar sitji á þingi og að flessir embættismenn sem bjóði sig fram til þings í haust séu Heimastjórnarmenn eða studdir af Heimastjórnarmönnum. Nú ræðst „ísafoId“ á embættismennina, talar um „samábyrgðina" o. s. frv. Það þarf þó ekki að vera garnall maður, sem man annað hljóð í þeim strokk. Fyrir þrem árum (1908) studdi „ísafold“ sjálf háyfirdómara landsins til þings og nokkrum árum þar áður alla yfirdóm- endurna. Þá kom í Isafold grein eftir grein nm að dómararnir væru þörfustu mennirnir á þingi. Hvernig stendur nú á því að bara ef „ísafold“ er sam- mála dómendunum, þá eru þeir þörfustu mennirnir, — en þegar „ísafold" hefir snúist í móti þeim, þá eru þeir til ein- skis nýtir? Sjá ekki allir menn hve mikils virði orð slíks blaðs eru, blaðs sem í ár skammar það sem það í fyrra hrósaði? Sjá líka ekki allir hversu hættulegt það er fyrir þrif þjóðarinnar, að æsa eina stétt landsins upp á móti annari? Það sem ísafold hefir til síns máls i þessu efni er að fyrir mörgum árum — fram eftir síðastliðinni öld, — voru em- bættismenn íslands flestir danskir eða dansklundaðir. Þá var hægt að tala um embættismanna vald í landínu; þá varð þjóðin að verja sig gegn embættismönn- unum. En nú? Nú eru vist allir em- bættismenn íslands íslendingar, flestir bændasynir eða aldir upp við nákvæm- lega sömu kjör sem almenningur í land- inu. þá voru lífskjör embættismanua mun betri en flestra annara landsmanna; nú eru kjðr embættismannna lakari en fjöldamargra annara, t. d. lakari en kjör duglegs fiskiskipstjóra. Þetta sá ísa- fold fyrir nokkrum árum. Um 1890 — 1906 var „lsafold“ það sem hún nú kallar „embættismannablað“; hún reyndi

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.