Ingólfur


Ingólfur - 03.10.1911, Síða 1

Ingólfur - 03.10.1911, Síða 1
INGÖLFUR IX. árg. Haturspólitík. Það hefir lengi verið Ijóst að öll pólitík „ísafoldar" aíðsn á þingi i vetur hefir verið persónulegt lxatur á núver- andi ráðherra. Þetta verður með hverju tölublaði „ísafoldar“ æ ljósara og ljós- ars*. í hverju blaði eru raargir dálkar ein- tómar skamiuir um núverandi ráðherra. Honum eru bornar á brýn allar hugs- anlegar syndir. Hvort ákærurnar eru sannar eða ósannar liggur „ísafold“ í léttu rúmi. Það sem alt er undir komið, er að telja nógu margt til, og halda áfram að tönglast á því, dag eftir dag, blað eftir blað. Ekkert sem núverandi ráðherra gerir er gott. Alt er ílt. Hon- er borið á brýn að hann brjóti þingræð- ið, réttlætið margsinnis, stjórnarskrána, lögin, mannlega skynsemi o. s. frv. Hvert af þessum brotum er þess eðlis, að — ef satt væri — þá mnndi ráðherra vera óalandi og óferjandi. Þessi maðursem „lsafoldu hefir árum saman, alt til árs- loka 1909, klínt sér upp að — sem í desember 1909 var „þjóðkunnur ráð- vendnismaður“ — er nú á einu ári sokkinn svo djúft í „ísafoldar“ augum, að hún gefur í skyn að hann sé var- menni, auk msi gs annars smávægilegra. Þessi haturspólitík er ekki góð. Það er harla óskiljanlegt með hvaða rétti hatur „ísafoldar“ er gert að aðalmáli í islenskri pólitík, með hvaða rétti ís- lenskum kjósendum er otað fram til þess að greiða atkvæði um þetta: hvort þeir vilji styðja að haturs- og hefndar- ráðum nokkurra vina og vandamanna Björns Jónssonar. Því að á öðru byggist hatrið ekki en því, að núverandi ráðherra sá að B. J. var sjúkur maður, sem vegna sjúkdóms síns gat ekki aðstaðið starf sitt sem ráðherra. Því hlaut hann að fara frá völdum. Og núverandi ráðherra gerði meira: hann tókst á hendur að verða ráðherra eftir B. J., þótt honum væri það nauðugt. Hann hafði neitað að taka á móti þessari stöðu 1909 og þá stutt B. J. til valda. Á honum hvíldi því að nokkru leyti ábyrgðin á óstjórn- inni. Og því var honum skylt að koma til, þegar alt var komið í ófærur hjá B. J. Þetta er öll undirstaðan undir hat- urspólitík „ísafoldar“. Og einmitt af því væri haturspólitíkin ekki þess verð að henni sé ganmur gefinn — ef ekki stæði flokkur á bak við „ísafold“, og það jafnvel stór flokkur, serr> kallar sig „Sjálfstæðisflokk“. Að vísu er mjög fjarri því að allur „Sjálfstæðisflokkurinn" sé ánægðurmeð lieykjavík, þriðjudaginn 3. októember 1911, 40. blað. „ísafold11 og haturspólitík hennar. Mjög margir Sjálfstæðisflokksmenn fyrirlíta rit- hátt og pólitík blaðsins. Og bestu menn- irnir tínast smátt og smátt úr og mótmæla því opinberlega, að þeir eigi nokkuð sam- an við hann að sælda. Síðast hefir séra Sigurður Stefánsson i Vigur, einn af fremstu mönnum Sjálfstæðisflokksins, gert það. Margir eru komnir á undan. Og margir munu koma á eftir. Því að samneyti við „ísafold“ og haturspólitík hennar er hverjum manni, sem alvar- lega hugsar um hag þessa lands, við- urstygð. En betur má ef duga skal. Mjög margir Sjálfstæðismenn standa enn á baki „ís»foldu og viðurkenna hana sem blað flokksins. Og þá viðurkenna þeir menn um leið að haturspólitíkin gegn núverandi ráðherra sé pólitik flokksins. Þá er sjálfstæðismál landsins óvirt svo að það er gert að skjóli persónulegra ofiókna. Á þessu ber „Sjálfstæðisflokk- urinn" sem slíkur ábyrgð þangað til hann mótmælir því opinberlega. Og þangað til þau mótmæli koma fram liggur á flokknum iú þunga ásökun að persónu- legt hatur einstaks manni sé það, sem Irann berst fyrir. Ingólfsmyndin. Formaður Iugólfsnefndarinnar, hr. verkfræðingur K. Zimsen, hefir gert skýrslu um starfsefni nefndarinnar og birt hana í blöðunum. Aðalreikningur nefndarinnar um tekj- ur og gjöld er svo: Tekjur Gjafir og vextir.........kr. 9310,29 Tekjur af lotteríi o. fl. . . — 5939,00 Lán með veði i Ingólfshúsinu — 4669,73 kr. 19919,02 Ojöld * Kostnaður við húsið . . . kr, 13573,51 Borgað Einari Jónssyni . — 5000,00 Ymislegur kostnaður ... — 614,30 1 sjóði 10. sept. 1911 ... — 731,21 kr7T9919,Ö2 Samkvæmt samningnum við Einar Jónsson á enn að borga honum 1900; fyrsteypan kostar 6000 kr.; stöpull und- r myndina er áætlað að muni kosta um 3000 krónur. Enn vantar því mikið á að peningar séu fyrir hendi til þess að myndinni verði komið upp. Satt að segja er þetta málekkimjög langt frá því að vera okkur til hneysu. Nefndinni hefir verið legið á hálsi fyr- ir þetta og henni kent um. Eins og vant er leggjumst vér íslendingar á þá sem eitthvað gera og eitthvað vilja Ieggja í sölurnar. Því að það mun vera satt að nefndin heflr vel gert það sem hún hefir getað, lagt tíma og fyrirhöfn í sölurnar og engar þakkir fengið fyrir. Hverjum er það þá að kenna að ár líður eftir ár án þesi að að mál þetta sé leitt lil lykta? Til þess liggja vafa- laust margar oraakir. Hér var frá upp- hafi stofnað til mikils fyrirtækis, fyrir- tækis sem frá öndverðu var vafasamt hvort mundi tak&st. íslendingar eru fámennir og lítið utn psninga; 15— 20000 krónur eru mikið fé fyrir oas. Því verður ekki neitað að rausnarlpga var riðið úr hlaði: Iðnaðarmannafélag- ið, lem stofnaði til fyrirtækisins, gaf þegar 2000 króna til þess, bæjarstjórn Reykjavíkur 500 kr., D. Tomsen 500, Ungmennafélag Reykjavíkur 200, fé- lagið Skjaldborg á Akureyri 300 kr.; ágóði af tombólu varð rúmar 1200 kr. Margir fleiri gáfu minna, og ýmsir iðn- aðarmenn og kaupmenn gáfu stórgjafir í efni til byggingar Iugólfshússins. En þrátt fyrir þetta alt erum vér varla komnir hálfa leið. Ahuginn kólnaði, Jóna Sigurðssonar likneskið komst á dagskrá. Og almenningur? Almenn- ingur gaf ekkert — en skammaði. Þar er líklega aðalástæðan til þess að mál- ið hefir strandað. Almenningur — allur þorri manna — lýndi ekki áhuga sinn á málinu með öðru en því að ráðast á þá aem fyrir málinu etóðu, og höfðu þó komið því þetta áleiðís. Nú mun það vera tilætlun nefndarinn- ar að reyna að hrinda málinu á stað af nýju og sjá hvort ekki verði bund- inn endi á það. Yæri nú vel að menn vildu sýna sannan áhuga sinn á því að með því að leggja nokkuð til, annað- hvort beinlínis eða óbeinlínis með því að kanpa eða koma út lotteríseðlum í húsinu. Þá mun varla líða á löngu áður en Ingólfur stendur á Arnarhól og horfir á fyrstu íslensku höfnina. Þingmannaefai. Nú er liðinn framboðsfresturinn. Eftir þennan tima geta eigi fleiri þingmanna- efni bæst við í hópinn. Við skulum því hér setja lista yfir frambjóðendur — þá sem kunnugt er orðið um: 1 Reykjavík bjóða sig fram: dr. Jón Þorkelsson og Magnúa Blöndahl banka- ráðsmaður (áður þingm.), L. H. Bjarna- son prófessor og Jón Jónsson dóseut, Halldór Daníelsson yfidómari og Guðm. Finnbogason dr. phil. Þórður Thorodd- sen hefur hætt við framboð sitt. 1 Oullbr. og Kjósarsyslum: Björn Kristjánison bankastj. og Jens Pálsson preitur (áður þm.) Matthias Þórðarson útgerðarmaður og Björn Bjarnason bóndi í Grafarholti. 1 Borgarfjarðarsyslu: Kr. Jónason ráðherra (þm.), Einar Hjörleifsson skáld og Þorsteinn Jónsion bóndi á Grund á Akranesi. í Mýrasyslu: Haraldur Níelisoa pró- fessor og Magnúi Andrésson prestur. 1 Snœfellsnes og Hnappadalssýslum: Halldór Steinsen læknir og Hallur bóndi á Gríshóli. Guðm. Eggerz sýslumaður mun vera hættur við framboð sitt. I Dalasýslu: B srni Jónison viðikifta- ráðunautur (þai.) og Guðm. G. Bárðar- son bóndi á Kjörscyri. iniitiHnyyyiyuuáiiyyuuuuumiiáUBu »nn^TlT|TlTlTlTl“TfTFTFTfTrTfTfTfTrTmTmTWfT IKTGtÓLFUR kemur út einu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudðgum. Árgangurinn kostar 3 kr„ erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunil- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — ^ Má finna á afgreiðslunni frá kl. j 11-12. * Afgreiðsla og innheimta i Kirkju- v strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá ^ P. E. J. Halldórssyni, lækni. J í Barðastrandarsýslu: Björn Jóns- son fyrv. ráðherra (þm.) og Guðmund- ur Björnsson sýslumaður. í Vestur-Isafjarðarsýslu: Kristinn Daníelsson prestur (þm.) og Matthías- son Ólafsson kaupmaður. í Norður■ Isafjarðarsýslu: Skúli Thór- oddsen fyrv. sýslumaðar (þm.) og Magn- ús Torfaaon sýslumaður. Á Isafirði: Sigurður Stefánison prestur (þm.), Kr. H. Jónsson útgerðar- maður og Sigfús Bjarnason koasúll. í Strandasýslu: Ari Jónsson aðstoð- armaður (þm.) og Guðjón Guðlaugsson kaupfélagsstjóri. í Húnavatnssýslu: Hálfdán Guðjóns- sou prestur (þm.) og Björn Sigfússon umboðsmaður (þm.), Þórarinn Jónsson bóndi á Hjaltabakka og Tryggvi bóndi í Kothvammi. í Skaqafarðarsýslu: Ólafur Briem umboðsmaður (þm.) og Jósef Björnsson kennari (þm.), Árni Björnsson prestur og Rögnvaldur bóndi í Réttarholti. Enn- fremur Einar bóndi á Brimnesi. í Eyjafarðarsýslu: Hannei Hafiteiu bankastjóri (þm.) og Stefán Stefánsson bðndi í Fagraskógi (þingm.), Kristján Bonjamínsion á Tjörnum og Jóhannes Þorkelsson á Syðra-Fjalli. Á Akureyri: Sigurður Hjörleifssou læknir (þm.) og Guðmundur Guðlaugs- son bæjarfógéti. í Suður-Þingeyjarsýslu: Pétur Jóns- son bðndi á Gautlöndum (þm.) og Sig- urður Jónsson bóndi á Arnarvatni. í Norður-Þingeyjarsýslu: Benedikt Sveimson bankaendurskoðandi (þm.) og Stgr. Jónsson sýslumaður. í Norður-Múlasýslu: Jóhannea Jó- hannesson sýilumaður (þm.) og Einar Jónsson prestur, Jóu Jónison bóndi á Hvanná (þm.) og Björn Þorláksson prestur. Á Seyðisfirði: Valtýr Guðmundsson dóient og Kristján Kriitjánsson læknir. í Suður-Múlasýslu: Jón Jónsson frá Múla (þm.) og Jón Ólafsson ritstjóri, gæslustjóri (þm.), Magnús Bl. Jónsson prestur og Sveinn Ólafsson umboðs- maður. í Austur-Skaftafellssýslu: Þorleifur Jónsson bóndi í Hólum (þm.) og Jón Jónsson prófastur. í Vestur-Skaftafellssýslu: Sigurður Eggerz lýslnmaður og Gísli Sveinssou yfirdómslögmaður.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.