Ingólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ingólfur - 09.10.1911, Qupperneq 1

Ingólfur - 09.10.1911, Qupperneq 1
IX. árg. Reykjavík, mánudagiim 9. október 1911. 41. blað. juuuuuíIíJ " nnnnnnnr ingólfur kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr.t erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Guan- ap Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta i Kirkju- stræti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. Björn Jónsson. Hr. Björn Jónsson fyrverandi er nú aftur tekinn til óspiltra málanna, síðan hann kom heim frá, Danmörku. Hann er nú aftur tekinn að bölsótast undir dularnafni í dálkum ísafoldar, og stend- ur af honum mikill gustur. Vér hefðum helst kosið, að geta lát ið þennan mann afskiftalausan, því að það er öllum mönnum vitanlegt, að hann er og var alla sína ráðherratíð ■júkur maður, og ber því ekki nema að nokkru leyti ábyrgð orða ainna og gjörða, og það er ilt verk að eiga í höggi við alíka menn. En maðurinn veður sjálfur fram á vígvöllinn, og þeir sem næstir hoDum standa annaðhvort vilja ekki eða geta ekki aftrað honum frá þvi, og því verður ekki hjá því komist, að bera vopn á hann. Sér- staklega þar sem maðurinn ætlast til, og tekst það furðanlega, að koma því svo fyrir, að slaguriun standi að miklu leyti um hann sjálfan og hans persónn, Því þó að Björn Jónsson sé vissulega ekki langrækinn maður, þá er þó eitt sem hann aldrei getur gleymt, og það er sú sára synd, að honum var velt af valdastóli. Og þangað mun hugur hans nú stefna aftur, og það mun hann telja mestu máli skifta við þessar kosningar, að ekki lokiat öll suud fyr- ir þeim möguleika. Vér getum því ekki látið hann eða hina óðu baráttu hans afskiftalausa; sú ógæfa má ekki aftur henda þjóð vora, að eiga meðferð mála sinna í höndum sjúks manns. Það er þó það minsta, sem heimtað verður af ráðherra íslands, að hann háíi líkams- og sálar- krafta nokkurnveginn óikerta, svo að ekki verði því um kent, ef itjórn hans fer ekki svo vel úr hendi sem skyldi. Það munu flestir hafa talið víst, er hr. Björn Jónsson neyddist til að láta af ráðherrastörfum á síðasta þingi, að hann myndi aldrei hugsa til að kom- ast í þá tign framar. Óánægjan með hann var svo megn, jafnvel í hans eig- in flokki, að nærfelt helmingur flokks- manna hans var snúinn móti bonum og óstjórn hans. Og svo brýna nauðsyn töldu þeir á að losa landið við þá ó- stjórn, að þeir hikuðu jafnvel ekki við að sameina sig við mótstöðumenn sína um að fella hann frá völdum, og má þá geta nærri að þeir muni ekki hafa talið neitt smáræði vera í húfi. Hvað sem annars yrði um flokkinn, sem hr. B. J. hafði þannig tekist að kljúfa, þá virtist það eitt þó vera vist, að hann gæti ekki átt afturkvæmt í valdasess- inn. En hvað verður nú uppi á teningn- um ef litið er í kringum sig? Alstað- ar það sama: hvar sem er reynir hr. B. J. til að sparka í þá af flokksmönn- um sínum, sem á síðasta þingi snérust í móti honum. Þegar eftir þing valdi hann þeim þá háðung að láta kjósa sig fyrir formann flokksins; greinilegra spark er illmögulegt að hugsa sér. Og nú síðast má benda á það, að hr. B. J. hefir flæmt burt úr flokknum séra Sigurð Stefánsson, besta og nýtasta flokksmanninn sem eftir var, en hann mun hafa gengið einna ötulast fram í því að koma Birni Jónssyni frá völd- um. En um leið og B. J. neytir allr- ar orku til að bola burtu þeim þing- mönnum, sem óánægðir voru orðnir með valdameðferð hans, skorar hann á þá og báða sambræðsluflokkana til fylgis við þau þingmannaefni, er hann telur örugga fylgismenn sina, og telur þá flokksvikara, sem ekki vilja láta nota sig sem hlýðið verkfæri í þessum skpllaleik. Osb þykir óliklegt að Sparkliðar láti Björn Jónóson hafa aig að slíkum ginn- ingarfiflum, að þeir sjái ekki við þeim leik, er hann ætlar sér að leika; að þeir leyfi honum að klifra yfir búka sína aftur uppí þann valdasess, er þeír hrintu honum úr og töldu hann als ómaklegan til að skipa, og það sannar- lega mcð réttu. Oss þykir ólíklegt, að Sparkliðar vilji með fylgi sínu við stuðn- ingsmenu Björns Jónssonar, stnðla að því Iandsóláni, að hann komist aftur til valda; slíkt væri ekki einungis landinu í heild sinni, heldur einnig þeiúi Spark- liðum, hin mesta háðung og óvinafagn- aður. Bannríkið „Maine“. Lengi hafa bannmenn verið hróðugir yfir bannrikið „Maine" í Bandarikjun- um, talið það eitt hið glæsilegasta dæmi og órækustu sönnun fyrir hinum bless- unarríku áhrifum bannsins og því fyr- irmyndar þjóðlífi, sem það skapi; og þeir hafa reynt að telja mönnum trú um, að í ríki þessu væri aðflutningsbann sem þó er tilhæfulaust; þar hefir aldrei verið annað bann en vínsölubann. En nú um miðjan september í haust barst frá New-York svolátandi símskeyti: „Eftir að ríkið Maine hefir verið bannríki i 60 ár, greiddi moiri hluti kjósenda á mánudaginn var atkvæði á móti stjórnarskrárbreytingu um, að banna tilbúning og sölu áfengis innan endi- marka ríkisins. Löggjafarþing ríkisins ætlar tafarlaust að samþykkja lög, er leyfa að setja upp veitingahús gegn gjaldi í ríkissjóð. Yið síðustu atkvæðagreiðslu voru bann- menn í 23811 atkvæða meirhluta. Það hefir valdið hinum stórkostlegu umskiftum, að kjósendur hafa séð, að bannið leiddi aðeins til hræsnis; þrátt fyrir það var ætíð hægt að fá drykkj- arvörur keyptar, en þær voru reyndar af verstu tegund, vegna vantandi eftir- lits, og voru í rauninni hreint eitur. Drykkjuskapur í bannríkinu Maine hefir í mörg ár verið meiri, en í ná- grannaríkjunum, þar sem áfengissala hefir verið leyfð. Bannofstækismennirnic eru óstjórn- lega reiðir og krefjast þess, að atkvæð- in verði talin upp aftur.“ Ekki tókst bannmönnum að fá sinu áformi framgengt, þ: að fá lögunum breytt, þrátt fyrir ofsa undirróður af hálfu kvenna og barna gegn áfengiuu; skólabörn gengu með fána um göturn- ar, hringt var með kirkjuklukkunum og bænaguðsþjónustur voru haldnar í kirkj- unum, og sýnir þetta ljóslega, hve almenningur í ríkinu hefir verið orðinn sannfærður um skaðræði bannsins og illum afleiðingum þess, og ætti þetta að verða oss íslendingum til viðvörunar. H. Þrælalögin. Yflrlit og athugasemdir. 10. gr. er um skyldu lögreglustjóra til að rannsaka áfengisbirgðir .þeirra manna, sem vínsöluleyfi eða vínveitinga- leyfi hafa; þessa rannsókn á að fram- kvæma 1. jan. 1912, og síðan jafnan á 6 mánaða fresti, meðan þessir menn hafa söluheimild innanlands. Yið þessa grein er ekki annað að at- huga en það, sem segja má um allflest ákvæði þrælalaganna, að svo auðvelt er að fara i kringum þau, að þessar ströngu fyrirskipanir og viðlagðar háar sektir verða æði hlægilegar. 11. gr. er að mörgu leyti merkileg. Þar segir, að áfengisbirgðir þær, sem einstakir menn kunni að hafa í vörsl- um sinum 1. jan. 1915, sé ekki skylt að flytja burt úr landinu; en ekki má flytja þetta áfengi burt af heimili eig- anda nema hann flytji sjálfur búferlum, eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. Hver maður, sem næg efni hefir, má því samkvæmt lögum þessum birgja sig upp með svo miklu áfengi, sem hann vill — um það eru engar takmarkanir settar, hvað mikið áfengi hann megi hafa í vörslum sínum. Sennilega getur hann ekki með fullri lagaheimild selt neitt af áfengi þessu, þó ekki sé í þrælalög- unum nein ákvæði er banna það; en í skjbli laganna getur hann auðveldlega rékið leyniveitingu á áfenqi alla œfi sína, engu síður en gert hefir verið víð- asthvar hér á landi, alla tíð síðan vin- sölubannið komst á út um landið. Hver getur bannað manDÍnum að gefa öðrum áfengi? Hugsum okkur t. d. að hver sá sem kaupir 1 vindil fái í kaupbætir 1 staup af brenni- víni; þá þarf víneigandinn ekki annað en að selja vindilinn nógu dýrt, til þess að skaðast ekki á þessu. Og hver get- ur bannað það? Nei, þeir herrarbann- berserkir þurfa ekki að bregða oss and- stæðingum sínum um það, að vér vilj- um ónýting þrælalaganna vegna þess, að vér viljum ekki missa brennivínið. Ef það réði skoðunum vor andbanninga, þá mundi oss standa á sama um þræla- lögin, því vér vitum það svo ofurvel, að ekkert er auðveldara en að afla sér áfengis eftir að þrælalögin eru gengin í gildi, svo vel hafa bannberserkirnir búið um hnútana. En ein af aðalmót- bárum vorum gegn þrælalögunum er einmitt sú, að þau eru ekkert annað en kák, og geta aldrei orðið annað en kák. — Það er því ekki eingöngu höf- undum þrælaganna að kenna, hversu vitlaus þau eru; en sv<%,a vit- laus, vanhugsuð og sneydd allri skyn- semi, eins og raun er á orðin, þurftu þau þó ekki að vera. Yið komum nú að 12. gr. Eg ætla að hafa svo mikið við þessa grein að prenta hana hér upp aftur orðrétta, svo að menn geti séð hana og athugað i allri sinni viðurstygð. Hún er svona: „Nú er maður grunaður um óleyfl- legan aðflutning eða óleyfllega sölu eða veitiugu áfengis, og má þá gera hcim- ilisrannsókn hjá lionum eftir dbmsúr- sknrði, ef það er talið nauðsynlegt til þess að komast fyrir málið. Komi það í ljós við heimilisrannsókn- ina, að áfengi sé í vörslum þess manns, er rannsókn fer fram hjá, skal hann skyldur til að skýra frá hvernig standi á birgðunum. Geri hann það ekki, skal hann teljast sekur um brot gegn 1. gr.“ Leturbreytingarnar eru gerðar hér. Athugi menn nú vel, það sem í þeas- um fyrirmælum felst. Við skulum hugsa okkur, að einhver dóni sjáist fnllur úti á götu. Hann er spurður um, hvar hann hafi fengið áfengið, og hann lýg- ur því til að hann hafl íengíð það hjá mér. Nú er eg, samkv. 11. gr. akyld- ur til að gefa lögreglustjóra vottorð um hvort og hverjar birgðar af áfengi eg hafl i vörslum mínum, ef eg hefi nokkrar; en eg hefi engar slikarbirgð- ir, og hefl því ekki geflð Iögregluatjór- anum neitt vottorð. Grunur fellur því á mig, um að eg hafi gert mig sekan um óleyfilegan aðflutning áfengis, og eg má því þola það, að heimilisrannsókn sé gerð hjá mér, að farið sé niður í alla koypa og kyrnur hjá mér, hara vegna þess að einhverjum fullum dbna dettur í hug að Ijúga því til um miq, að eg hafi gefið honum áfengi. Stjórnarskráin heimilar að víau heim- iliarannsókn eftir dómsúrskúrði; en hing- að til hefir þetta aldrei verið framkvæmt nema í ytrustu neyð, við leit á glæpa- mdnnum, morðingjum eða einhverju slíku. Það er ráðstöfun, sem ekki þyk- ir hæfa að grípa til, nema alt anaað bregðist; heimilið heflr hingað til verið friðheilagt hér á landi, eins og allstað- ar annarstaðar, þar sem siðaðir menn búa og ráða lögum sínum, En þegar þrælalögin ganga hér í gildi, byrja nýjir tímar. Þá má vaða inn i hús manna og heimili fyrir gott

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.