Ingólfur


Ingólfur - 09.10.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 09.10.1911, Blaðsíða 2
162 INGOLFUR Skrifstoía óháðra kjósenda í Reykjavík Kirkjustrœti 10 er opin frá kl. 11—2 f. m. og '4—6 e- m. fyrst um sinn. orð, ef einhver þylcist hafa ástæðu til að gruna annan nm óleyfilegan aðflutn- ing á áfengi; og það mnn ekki verða fátítt ef dæma má af áfergju og umbyggju bannofstækismannanna iyrir þeim lög- um, er vér nú búum undir. Og tæp- lega má gera ráð fyrir, að aú umhyggju- semi verði minni þegar þrælalögin eru gengin í gildi, og Goodtemplarar og aðrir þrælalagavinir hafa ebki annað við áhuga sinn að gera og geta ekki öðru- vísi beitt kröftum sinum en með því, að snuðra ofan í ílátum náunga sinna og þefa út úr hverjum kjafti sem þeir hitta á förnum vegi. Þá byrja nýjir tímar á gamla Fróni, segi ég. Þá verður ekki amalegt að lifa hér, þegar Templarar komast í almætti sitt og ekki þ^jf annað að segja enn: „Þú hefir gefið mér brennivín“, til þess að leyfilegt sé að senda snuðrara og spor- hunda inn á heimila manni og þeir séu látnir rannsaka þar hvern krók og kima eins og maður væri morðiugi eða landráðamaður. Hversu ámátlega hjá- róma verða ekki þeir menn, aem í sömu andránni syngja fagra söngva um „frjálsa þjóð í frjábu landi“. E'u þeir að gera gabb að okkur? Er það ekki hlægi legt að bjóðast til að leysa okkur úr tjóðrinu, en reyra okkur um leið á hönd- um og fótum, svo að við geturn hvergi farið, og leyfa síðan hvaða snuðrara sem er að fara niður í hvern vasa hjá okkur hvenær sem honum list, syDgj- andi „og aldrei, aldrei bindi þig bönd“ ! Það væri hlægilegt ef ekki fylgdi því svo átskanlega mikið af alvöru. Er virkilega hægt að blinda þjóðinni svo sjónir að hún sjái ekki, að tjóðrið getur líka verið annarsstaðar frá en suunan frá Eyrasundi, og að það tjóðrið er lítið betra en hitt. — — Þetta vil ég biðja menn að athuga vel, að þegar hinn nýji tími er geng- inn i garð með þrælalögunum þá eru hús manna og hcimili ekki lengur friðheilög, þá er horfið það öryggi, horfið það athvarf sem menn áttu áður hjá sínum eigin arni, og sem lögin gerðu sér jafnan alt far um að vernda. “Heim- ili mitt er vígi mitt“, segir Englend- ingurinn. Vicf getum þá ekki lengur -tekið undir þann tón með honum; okk- ar er hús ekki lengur vígi, okkar hús er þá orðinn opinn og varnarlaus hjallur, opínn fyrir hverjum þeirn gluggagægir, sem dettur í hug að reka þar inn kruml- una. Þetta er það evangelíum, sem poatular þrælalaganna boða! Þetta er friðar- boðskapurinn sem á að hringja innn hinn nýja sið! Manni liggur við að i*pyrja: Er þá hver einasti ærlegnr blóðdropi þornaður úr æðum íslensku þjóðarinnar? Er þá fallið á hann avo djúft mók og and- varaleysi, að hún hafi ekki rænu í sér til þesa að rí«a öndverð upp á móti þess- ari svívirðilegu árás á alt það, sem^henni hefir hingað til verið heilagast? Ætl- ar hún að sita aðgerðarlaus og horfa á það, að sparkað sé og hrækt á almenn borgaraleg réttindi cinstaklinga sinna, og síðan hundsuð og smánuð heimili þeirra. Sannnarlega, það er ekki Iítill heiður, öryggi, og hagræði að því hér eftir að heita íslendingur, »vo er þræla- lögunum og æðstu prestum þeirra fyrir að þakka. Afreksverk Björns Jónssonar fyrverandi. Vér höfum oft og mörgum «innum hér í blaðinu bent á og rakið hinn af- glöpum og óheillum drifna feril hr. Björns Jónisonar í ráðherratíð haDS. Vér höfum talið fjöldamörg og áþreif- anleg dæmi þeirrar óstjórnar, er þá gekk yfir land vort og vann því hið mesta ógagn og skaða, bæði innanlands og utan. Þeirri óstjórn er nú létt af, og hvarf úr sögunni um leið og Björn Jódssou lét íf völdum. En afleiðing- unum og eftirköstunum búum vér enn að, »vo sera ljó»Iega má sýna og einna átakanlegast sést af því, að lánstraust vort og tiltrú góðra manna til þjóðar vorrar er áð miklu leyti hoTfið. Ólán»- skugginn frá valdatíð Björns Jón»»onar vofir enn yfir þe*»u landi, og dregur úr þroska þess og framförum, enda mátti varla við þvi búast, að önnur eins óöld riði yfir landið án þess að skilja eftir nein merki sín. Þrátt fyrir öll þesai afglöp og alla þessa óstjórn, vildi þó meiri hluti þess þinefiokks, er hr. B. J. studdist við, ekki hrinda honum frá völdum. Sá flokkur gerðist því forystusauðnum með- sekur. Og nú er ekki annað sýnilegra, en að flokkurinn rói að þvi öllum ár- um, að færa þessa óöld á ný yfir land- ið. Ef flokkurinn kemat í meiri hluta við kosningarnar, er ekki annað sýni- legra, en að Birni Jónssyni verði aftur böglað upp í ráðherrasætið — enda hefir flokkurinn sennilega fáum öðrum á að skipa, því flesta af sínum bestu mönnum hefir hann þegar flæmt frá sér, og Björn Jónsson gerir sýnilega sitt til, að flæma burt þá fáu þeirra, sem eftir eru. ö*s þykir því rétt að gefa hér nokk- urskonar yfirlit yfir ýms af afreksverk- um Björns Jónsionar, á því niðurlæg- ingartímabili, er hann var ráðherra þeasa lands. Mega menn og af því ráða að nokkru leyti, hvers þeir mega vænta ef Sjálfstæðisflokkurinn, eða með öðrum orðum liðsmenn og stuðningsmenn Björns Jómsonar, koma»t í meiri hluta við kosningarnar, og þarafleiðandi til valda. Eitthvert hið fyrsta mál er Björn Jónsson beitti sér fyrir eftir að hann varð ráðherra var það, er hann vildi hafa landið til þess, að kaupa skipastól Thórefélagsins, mestalt gömul og lítt nyt skip, fyrir geypihátt verð. Á þetta mál lagði Björn Jónsson hið mesta ofurkapp og hefði sennilega tekist að fá flesta flokksmenn sína til að ausa út úr land- sjóði nálœgt hálfri miljón króna til þes*- arar óheyrilegu fásinnu, ef hr. Skúli Thóroddsen hefði þá ekki tekið í taum- ana, og sameinað »ig við mótstöðumenn sina og flokksins til að afstýra þessari óumræðilegu heimsku og stóihættulega flani. Það tap verður ekki með tölum talið, sem landið hefði orðið fyrir, bæði fyr og seinna, ef Birni Jónssyni hefði tekist að koma þarna vilja sínum fram. Mörgum getum hefir verið leitt að því, hvaða hvatir hsfi rekið Björn Jóns- »on til hins blinda ofurkapps við þetta mál; sumir hafa mint á hina poraónu- legu vináttu B. J. við aðalmann Thore- félagsins, sumir hafa bent á þann ó- venjulega stóra peningalega hagnað, sem aagt var að einum nákomnum manni Birni Jónssyni hafi verið ætlaður, ef þetta mál næði fram að ganga. Um þessar getur skulum vér ekkert dæma, þær geta eina vel verið rangar eins og réttsr. En þvi viljum vér halda fram, að þetta eina mál væri nægilegt til að sýna hveran gersamlega óhæfur maður Björn Jónsiou var til að hafa á hendi fjármálastjórn land»in», og að engum manni ferst síður enn honum að ámæla öðrum fyrir ógætni eða, bruðlun á fé land'dns. En er hr. Birni Jónsayni tókst ekki að gera Thorefélaginu þann greiða, að loia þá við dalla aína með þvi að láta landssjóð kaupa þá ærnu verði, þá varð að taka annað til bragðs. Hann fær þá þingið til að fela sér að gera samning um gufuskipaferðir hér við land, og gerir siðan samning við Thore- félagið til tíu ára. Það er hætt við, og vonandi, að þarfir landsmanna og kröfur þeirra til flutningstækja og flutn- inga verði orðnar aðrar og meiri að þessnm tíu árum liðnum, og ber það ekki mikinn vott um fyrirhyggju stjó n- málamannsins Björn Jónssonar, að gera aamninginn til svona langs tíma, auk ýmislegra annara stórvægilegra ann- marka, sem á þeim samningi voru, eins og oft hefir verið bent á áður bæði i ræðum og riti. Mönnum fer nú ef til vill að skiljast, að það var ékki alveg ófyrirayjnju er forstöðumaður Thorefélagsin*, hr. Thor. E. Tuliníus, skrifaði hið mesta lof um Björn Jónason í dönsk blöð þegar eftir að hann varð ráðherra. Það er eins og einhver spásagnarandi hafði trúað honum fyrir því, að þaðan mundi félag hans mega vænta sér ekki lítillar hjálp- ar, enda hefir sá spádómsandi ekki sagt ósatt. Vér sknlum i þessu sambandi benda á, að i blaðagreinum hr. Túlníusar var mikil áhersla lögð á, að hnekkja þeim orðrómi, er lék á um Björn Jóds- son í Danmörku, að hann væri mikill Danahatari. Þetta kvað hr. Túliníu* vera hina mestu fjarstæðu, og mun það líklega vera rétt og satt. Björn Jóns son lét sér og jafnan sjálfur mjög ant um að kyrkja þennan orðróm er hann dvaldi í Danmörku og talaði mikíð um vináttuþel sitt og vináttubönd við Dani. En svo kvað við nokkuð annan tón, er hann kom hÍDgað til íslauds aftur; þá sneri út það andlitið, sem menn munu kannast við úr „ísafold", og var það ekki eins vingjarnlegt í garð Dana, og Kaupmannahafnar andlitið hans. „ísa- fold“ hefir oft verið að flagga með því, að Dönum etæði stuggur af Birni Jóns- syni, og átti það að vera merki þess hversu harðfylginn og kröfuharður hann hafi verið í garð Dana. Þessi skýring „ísafoldar" er fjærri öllum sanni; sá»t það best á ummælum danskra blaða um persónuna Björn Jónsson eft- ir að hann valt úr sessi. Öll ummæli blaðanna fóru þá í þá átt, að hann hefði haft „tungur tvær, og talað sitt með hvorri“, og af þeirri ástœðu töldu þau það öll undantekningarlaust vel farið, að hann skyidi vera látinn af völdum. Seinna munum vér minn- ast betur á þessa óumræðilegu tvöfeldni Björns Jónasonar, annars vegar hið væmna og viðbjóðslega Danadekur hans meðan hann var í kóngsins Kaupmanna- höfn, og hin» vpgar fúkyrðin og háðs- yrðin 1 garð Dana óðar en hann var stiginn á land í Reykjavík og sestur á skrifstofu „ísafoldar". Enn skulum vér minna hér á eitt mál, sem oft hefir verið minnst á hér í blaðinu, en það er silurbergsmálið Vér skulum endurtaka hér með fám orð- um það .sem bent var á 32. tbl., að til voru í vörslum Túliniusar þegar samning- ur hans við landssjóð var útrunninn, silf- urbergsbirgðir, aem telja má 750,000 kr. virði, eftir því verði, er Túliníus hefir fengið síðan fyrir silfurberg. Helmings virði af þeasu átti samkv. samningi hr. Túliníusar, að falla til landsajóðs, en helmingurínn til Túliní- usar. Björn Jóns‘on ráðstafaði þessu nú svo, að Túliníus fékk að víau helm- ing birgðanna, en landssjóður fær ekki meira enn 55 °/0 af andvirði þess helm - ings, cr í landsins hiut kom, hitt rann til hins nýja leigjanda námunuar. Vér sýndum fram á, að landssjóður hefir fyrir þessa ráðstöfun hr. Björns Jónssonar tapað beiniínis h. u. b. 168,750 krónum, auk margvislegs ó- bein* skaða, sem af þessum ráðstöfun- um hefir leitt. Það er nú orðið langtsíðan vér vökt- um máls hér í blaðinu á þessu ailfur- bergamáli, og enn hefir engin afaökun verið færð fram af hendi Björns Jóns- ■onar; í ísafold 1. marz þ. á. kom að vísu nauðaómorkileg tiiraun til að klóra yfir þetta, en það var óðar rekið alt ofan í hana aftur hér í blaðinu, og hefir hún þagað um það síðan. Væri Birni Jónssyni nú fult eins þarflegt að gera einhverja grein fyrir hinni ófor- svaranlega meðferð ainni á þeasaii lands- eign, eins og að kveina og kvarta yflr hinu ímyndaða píalarvætti sínu. [Frh.] Málshöfðun gegn ,lngólfi4. Bankastjóri Björn Kristjánsson hefir aent tvo lögregluþjóna með eftirfarandi bréf til Iugólfs: „Hér með auglýsist að ég hefi gert ráðstöfun til málshöfðunar gegn rit- stjóra „Ingólfs“ út af aðdróttunum um æruleysissakir m. m. af minní hendi, er ritstjórinn heflr gert sig sekan í, i grein í „Iugólfi“ 38. tölublaði þessa árs, er kom út 19. f. m. með fyrir- sögninni: „Bankarannsóknarnefndin m. m.“ og undirrituð „Sjálfstæðismaður". Leaendum „Iugóifs“ mun og á sín- um tíma gefinn koatur á að fræðast um málsúrslitin af sjálfu blaðinu. Tilkynning þesai krefst ég að verði samkvæmt prentfrelsislögunum tekin upp í fyrsta eða annað blað, er út kemur af „Ingólfi". Reykjavík 2. október 1911. Björn Kristjánsson". Vér höfum skýrt frá þesaari máls- höfðun í aíðaata blaði, og bar því eng- in skylda til að birta þetta bréf. Samt sem áður gjörum vér bankastjóranum það til geða að prenta hér bréfið, en skulum um leið gera við það þesiar athugasemdir. Bankastjórinu segir það ósatt, að hér í blaðinu hafi verið beint aðdróttunum um æruleyaissakir að honum. Ingólf• ur hefir einungis vakið athygli á því, að œruleysissökum hafi, verið dróttað að bankastjóranum, og að hann hafi enga tilraun gert til að hreinsa sig af þeim opinberlega. Ennfremur er það rangt, er banka- stjórinn gefur í skyn, að ritatjóri blaðs- ins sé höfundur að greininni „Banka- rannsóknarnefndin m. m.“, aem undir-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.