Ingólfur


Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 18. október 1911. 42. blaö. ^*H^***^*HH*KKKHHKHH»KK-|H í kemur út elnu sinni f viku að minsta ± kosti; venjulega á þriðjudðgum. J Árgangurinn kostar 3 kr., erlend. * is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- ± in við áramót, og komin til útgef- X anda fyrir 1. október, annars ógild. ? ? Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ± $ ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — ^ T Má finna á afgreiðslunni frá kl. x 11-12. X Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- x í strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá j P. E. J. Halldórssyni, lækni. ¦Hg+WH'HHHHHHHHKHKKHHHHHHHHK f Dr. phil. Guðm. Finnbogason. Um daginn, með „Sterling" kom dr. Guðra. Finnbogason heim frá útlöndum. Hefir hann dvalið ytra aíðan rétt eftir þinglok, er hann sigldi áleíðis til Frakk- lands, sendur af Hinu íalenaka Bók- mentafélagi til þess að vera umboða- maður þess við 1000 ára hátíð Nor- mandís. ir að verja ritgerð sína við Hafnar-há- skóla, og fá doktorstitilinn. Bókin heit- ir „Den sympathiake Forstaaelse", og er gefin út hjá Gyldendals Boghandel Nordiske Forlag í Kaupmannahöfn. Vér hófum séð tvo ritdóma um b6k- ina, annan í Nationaltidende, og hinn í Berlingake Tidende, eftir dr. phil. Ar- thurChristensen, þektann vísiodamann og rithöfund. Er á báðum stöðunum lokið hinu mesta lofsorði á bókina, hún talin frumleg að efni og skarplega athuguð. 26. f. m. varði Guðm. bók sína við háskólann, og var fullur áheyrendasal- urinn; próf. Finnur Jónsson er í ár forseti eða dekanus fyrir heimsspekis- deild háskólans, og stýrði haun því varnar- athöfuinni. Þrír hálærðir pró- fessorar gerðu atlögur að doktorsefninu og létu höggjn dynja, en Guðm. varðist eins og hetja, og þótti sumum Hafnar- blöðunum jafnvel nóg um vigfimi hans í orustulokin luku allir hinir lærðu pró- fessorar miklu lofsorði á b6kina, töldu það gleðilegt, að hér hefði loksins kom- ið fram vísindarit, sem bygt væri á eig- in athugunum höfundarins, en slíkt væri nú orðið sjaldgæft. Dr. Guðm. kvittaði fyrir lofsyrðin með því, að þakka það hinni ágætu handleiðslu| og tilsögn þess- ara lærðu manna, er hann varð aðnjötandi við nám sitt á háskólanum, að hann gat skrifað bókina. Dr. Guðmundur Finnbogason hefir unnið sér frægð og frama í utanfor sinni. Hann varð landi sínu og þjóð til hins mesta sóma við 1000 ára hátíðahöld frænda vorra, Normandí-bua; öll útlend blöð, er sögðufrá hátíðahöldunum mint- ust með hinum hlýjustu og lofsamleg- ustu orðum á þennan sendimanh ís- lensku þjóðarinnar; er það sannast að segja, að meiri vegur varð íslandi að för dr. Guðm. Finnbogasonar, eu að för alþingisforseta þess. Það má þakka dr. Guðmnndi Finnbogasyni, að ísland varð sér ekki til hinnar ömurlegustu skammar við hátíðahöldin. — Ein af ræðum hans er hann hélt í Rouen, er prentuð í tímaritinu „La Revue Scandi- nave", og er þar nefnd „TJn Foast a la Normandie" (kveðja til Normandís), góð ræða og vel samin, og andar þar óneitanlega hlýjari blæ, en frá hr. Sk. Thoroddsen, sem brixlaði þeim Rúðu- borgarbúum um, að þeir hefðu einung- ia viijað ná í peninga gesta sinna. Þessa ræðu munum vér birta í þýðingu innan skamms. Eftir hátíðahöldin fór Guðm. Finn- bogason til Hafnar, og hefir hann nú setið þar í sumar og undirbúið sig und- Eu dr. Guðmundi Finnbogasyni er þó enn ekki til setunnar boðið. Hann kemur hingað heim beintinn geystustu kosningarhríðina. Hann er eittafþing- mansefnum höfuðborgarinnar, og er ó- hætt að treysta því, að dr. Guðmundur mundi verða þjóð sinni til sóma á þing- mannabekknum engu síður enu hann hefir verið henni til sóma bæði í hinum erlendu hátíðasölum og í hinum hátíð- legu sölum vísindagyðjunnar. Reykvik- ingar þekkja líka dr. Guðmund Finn- bogason vel, og þekkja hann að öllu hinu besta; þeir vita að hann er hrein- skilinn og ærlegur drengur, og segir hispurslaust álit sitt, hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Hann er fylginn sér með alt sem hann tekst á hendur; hann er gáfaður maður vel, og leggur ávalt gott eitt til málanna. Hann eiga Reykvíkingar að kjósa, hann og Halldór Daníelsson, þá er þeirra málum vel komið og þau í góðra manna höndum. Dr. Jön og þrælalögin. Kjósendum til athugunar skulu hér prentaðir upp nokkrir kaflar úr ræðum dr. Jóns Þorkelssonar um þrælalögin á þingi 1909. „-------Eg virði verk bindindismanna stórmikils og álit það gott og þarft og hreyfingu þá holla, er þeir hafa vakið, á meðan hún gengur í þa átt að hafa áhrif á hugsunarhátt manna og sóma- tilfinning. En þegar hún tekur að seil- ast lengra, þá er það álitamál, hvernig meta skuli starfsemi þessa, og hvernig því beri að taka. Að bindindishreyf- ingin hafi haft mikil og góð áhrif í þá Þingmálafundur. Undirskrifuð þingmannaefni leyfa sér að boða til almenns þingmálafundar fyrir Reykjavíkurbæ Sunnudaginn 22, þ. m. í Barnaskólaportinu fel. iy2 e. Ii., ef veður leyfir. Reykjavík 17. okt. 1191. %aii^ct ^anícíoion. Bon j0o«.4elí>|oio-. $ón &ón$lon. £áfcwí> K. ®>iat,naion. ðw3m. ^i/H-n&oaaíon. átt, sem eg áður benti á, er augljóst. Áður þótti það höfðingsskapur að»drekka mikið og helst að láta illa. Nú þykir mönnum vanvirða að svifta sjálfa sig vitinu með áfengisnautn, svo mikil eru umskiftin orðin. Þetta er verk bínd- indishreyfingarinnar, og því neitar eng- inn, að hér er gott og mannúðarlegt verk unnið, Eu nú gefur hér á annað að líta og nú kemur annað til skjalanns, sem er það, að banna allan aðflutning áfengra drykkja til landsins. Þetta er önnur hlið málsins. Og kemur þar þá til álita, hvortþað verkið geti talistmann- úðarbragð, samboðið siðuðum og sjálf- stœðum mönnum." (Leturbreytingin hér). Og ennfreœur í sömu ræðu:------„Það munu og flestir sjá, að þessi stefna fer í alveg gagnstæða átt við bindindia- atarfsemina, sem hingað til hefir heill mikil og siðbót af staðið. í staðin fyrir mannúðar og kærleiksverk eiga nú af hendi bindindismanna að koma harðræði og ofríki með miskunnarlausum laga- strangleik og óbilgirni svo sem þetta frumvarp sér líkast sýnir og hermir. Hér er því alvara á ferðum og athug- unarefni nóg.u Um þrælalagafrumvarpið, ein3 og það fyrst lá fyrir af hendi bannmanna, segir hann í sömu ræðu þessi orð: „Frumv. er eins og það liggur fyrir handarskömm og háðung fyrir þingið að það er komið fram svona úr garði gert". í annari ræðu farast honum þannig orð um bannið: „Margan mnn hafa sett hljóðan, er þetta frumvarp kom hér inn í þingsalinn í vetur, og margan mun hafa furðað á bíræfninni um það, hvað menn þyrði að bjóða þinginu. Þetta frumvarp eins og það er úr garði gert, er að mínu áliti alveg óþolandi og ósamboðið mentaðri þjóð. Og þó er meiri hluti nefndarinnar svo langt leidd- ur í þessu máii að honum finst tíminn of langur, þangað til lög þessi öðlast gildi. Svo mál er þeim á að fá þessari háðung og harðindum dembt yfir land- ið." Og ennfremur segir doktorinn í sömu ræðu:------------„Það ætti þegar að vera öllum ljóst, að sú frelsismeiðing, er af þessu hlýtur að leiða, er ósamboð- in siðaðri þjóð. Framkvæmdir bindind- ismanna hafa hingað tii verið þolandi hverjum manni, en nú er hin qóða og gófuga bindindisstarfsemi að snúast upp í ofurkapp, ofbeldisverk og ofsalega heimtu- frekjit. Nú er hvorki krafist meira né minna, en að alt vín verði algerlega flæmt úr landi, og að mönnum verði á þann hátt fyrirmunað að gleðja sig í hófi, hversu siðsamlega sem er, og hér við lagðar hinar gífurlegustu hegning- ar og mannorðsmíssir. Dömar um slíkt atferli hljóta að verða harðir en þ'o varla of harðir." Og enn segir maðurinn: — — „Við kosningarnar 10. sept. í haust kom það í ljós, að fleiri atkvæði voru með að- fiatningsbanni en mót, en atkvæðamis- munurinn var þb langt of lítill til þess að byggja á þeirri atkvæðagreiðslu til hlítar------------". Og enn: „------------Eu niðurlagsat- riðin að breytingartillögum mínum legg eg mikla áherslu á, af því eg álít al- veg ógerning að gera frumvarp þetta að lögum, án þess að bera málið undir þjóðina aftur, eins og málið nú horfir við, og láta hana skera úr þvi, hvort hún vilji hafa það eða ekki". — Eins og menn sjá, er margt afþessu viturlega sagt og rétt athugað, og í fullu samræmi við það, sem við and- banningar höfum jafnan haldið fram móti þrælalögunum. En mörgum kann nú að þykja það kynlegt, að þrátt fyr- ir öll þessi hörðu orð sín í garð þræla- laganna, greiddi dr. Jön Þorkelsson þb atkvœði með þeim. Og það er svo langt frá þvi, að hann ætti nokkurt frum- kvæði að því, að lögin yrðu borin aft- ur undir þjððina, að hann greiddi at- kvæði á mbti frestun þeirra á síðasta þingi, og virtist frestunin þó vera ein- mitt leiðin til að fá fram nýja atkvæða- greiðalu; og er því svo að sjá, sem honum hafi þá sjálfum verið orðið „mál á að fá þessari háðung og harðindum demt yfir landið," eins og hann komst sjálfur að orði. Það er víst, að eftir þeirri reynslu sem fengin af dr. Jóni í bannmálinu, dettur engum andbanning í hug að kjósa hann, en það virðist jafnvel ósennilegt að sjálfir bannmennirnir geti borið nokk- uðtrausttil þess manns, er hefurþann- ig endaskifti á sjálfum sér, og gefur sjálfum sér hvern snoppunginn "

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.