Ingólfur


Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 2
168 INGÖLFUR á fætur öðrum. Er yfir höfuð nokkr- um manni eða nokkrum flokki lengur í að fá slíka menn á þing, sem þannig koma fram? Argos. Þingmálaíundir, Austur-Skaftafellssýsla. í Austur-Skaftafellsiýsiu hafa verið haldnir undirbúningsfundir undir alþing- igkosningar að Hofi í Öræfum 17. sept., Kálfafellsstað í Suðursveit 19., Brunn- hól á Mýrum 20. og í fundarhúsi Nesja- manna 22. sept., en síðast að Stafa- felli í Lóni 27. sept. Skýrðu þar frá skoðunum sínum 3 þingmannaefnin: Eyjólfur hrepp3tjóri Runóifsson á Reyni- völlum, Jón prófastur Jónsson á Stafa- felli og Þorleifur hreppstjóri Jónsson á Hólum. Taldi Eyjólfur sig Heimastjórn- armann, séra Jón taldi sig milli flokka, og fundu þeir Sjálfstæðisflokknum margt til foráttu, eigi síst fjármálameðferð hans og þrasgirni við Dani; en Þorleifur taldi sig, sem vita mátti, til Sjálfstæðis- flokksins. Allir tjáðu þeir sig mót fallna því, að millilandafrumvarpið yrði af- greitt frá næsta þingi, og vildu að það roál yrði borið undir þjóðina áðnr en „ því væri til Jykta ráðið. Þeir Eyjólfur og séra Jón vildu báðir láta breyta stjórnarskrárfrumvarpi síðasta þings, og höfðu margt við það að athnga, ein- kum við almenna kosningaréttinn og skipun efri deildar, en Þorleifur varði skoðanir og gerðir Sjálfstæðisfiokksins. og var eigi fjarri því, að aðhyllast stjórn- arskrárfrumvarpið óbreytt, þótt hann teldi akipun efri deildar varhugaverða. Báðir voru þeir Eyjólfur og séra Jón mótfallnir aðflutnings-bannlöguro, en Þor- leifur meðmæltur. Fundarmaður. Barðastrandarsýsla. Bíldudal 9. okt. 1911. Fundur var haldinn hér í gær af þingmenskuframbjóðcndum kjördæmisina og þótti þar framkoma hávirðulegs fyr- verandi ráðherra og þingmanns kjör- dæmiains eigi góð. Ræða hans var af- arlaus og b*r þess Ijósan vott, að hon* um hefir hnignað mjög síðan 1908. Með- al annars réðst hann á sýslumanninn fyrir framkomu hans í trawlaramálinu alkunna, kvað hana því líkasta, aem hornsýli hefði farið að ráðast á illhveli og lét þess getið, að Euglendingum og Dönum hefði þótt hún hlægileg, en eigi var avo að sjá, sem hann hefði reynt að bera blak af landanumsem æðsti valds- maður landsins. Er það eigi ofmælt, að raiklum óhug sló á fylgiamenn Björns við að heyra þeasi ummæli, semvirtust bygð á því, að hnefarétturinn hefði al- gildi en lögin þýðingarlaus, enda er svo að heyra, nú eftir fundinn, sem hann hafi mist hér töluvert fylgi og svo mun að líkindum fara víðar hér um sýsluna, og eigi síst er þessi ummæli hans frétt- ast, því það hefir að maklegleikum auk- ið mjög á vinsældir sýslumanns, að hann hefir sýnt í verkinu, að hann vill jafn- vel Ieggja sig í hættu til þess að vernda rétt landsins og atvinnu sýslubúa, og það hefir fyrir okkur meiri þýðingu en stóru orðÍD, sem sumir menn tala, en sem reyna’st svo ekkert annað en stór orð. — Annars gekk ræða Björns út á ýmialegt annað en þingmál, t. d. að hann hefði getað koraið konginum til að hlæja og að það hefði komið fyrir i útlandinu, að verkfallsmenn hefðu geng- ið í bindindi, en það aftur leitt til þes*, að þeir hefðu tókið að rækja konur sín- ar á ný, engu síður en í tilhugalífinu. Auk þeas laa hann upp kafla úr slúður- bréfum um ummæli, er sýslumaður átti að hafa haft um hönd, en jafnóðum voru kveðin niður. Yegur hans hefir þannig yfirleitt eigi vaxið fyrir komu hans nú. Á fundinum á Patreksfirði þ. 10. þ. m. var framkoma Björns gamla jafn Iéleg og á Bíldudalsfundinum. Ræða haus var mest stóryrði í garð sýslu- manna, og kom hann þar aftur með slúðursbréfin, sem rekin voru ofan í hann á Bíldudal. Varð Pétur Ólafsson að játa að hann hefði skrifað annað þeirra. Strax þegar Björn gamli var búinn að halda ræðu sína, hljóp hann út af fundinum og hlustaði ekki á and- mæli sýslumans; eins gerði hann á Bildudal, og varð Ólafur sonur hans að hlaupa undir bagga með honum. Þótti mönnum, sem vonlegt var, framkoma gamla mannsins hin lítilfjörlegasta og aumlegasta, og er nú af flestum talið mjög hæpið að hann nái endurkosningu. LandsbankabókarÍDu. Hvers vegna birtr hr. B. Kr. ekki atkvæðagrciðsluna! Hvers vegna birtir hr. bankastjóri Björn Krisjánsson ekki atkvæðagreiðslu Landsbankastjórnarinnar um bókarasetn- inguna? Á þann hátt einan getur hann réttlætt sinn málstað. Hr. B. Kr. heldur því fram um at- kvæðagreiðsluna, að einn hafi verið hr. R. Torfasyni meðmæltur, en tveir á móti En annar gæslustjórinn neitar að hann hafi greitt atkvæði eins og hr. B. Kr. skýrir frá; hann hafi fyrst og fremst mælt með R. T., en með örðrum ef stjórnarráðið sæi sér ekki fært að setja R. T. Atkvæðagreiðslan mun vera bókuð í fundabók bankastjórnarinnar, og væri þvi miklu skynsamlegra að birta þá fundargerð í „íaafold“, heldur en hverja greinina á fætur annari með nyjum oq nýjum staðhæfingum. Sérstaklega hlýt- ur það að rýra dálítið frásögn „ísa- foldar“, að frásögnin í einu blaðinu kemur alls ekki heim við frásögnina í næsta blaði. Fyrst sagði „ísaf.“ að tveir úr bankastjórninni — auk hins fjarverandi bankastj. — hefðu verið í móti R. T.; því næst segir blaðið að annar gæslustjóri hafi mælt með öðrum manni, þ. e. þá ekki mælt á móti R. T. en ekki með honum; og i síðasta blaði (á laugardaginn) segir loks að annar gæslustjórinn vefengdi ekki rök banka- stjóranna um R. T. og geti það ekki talist meðmæli með honum!! Hér er auðsjáanlegt undanhald hjá „ísafold„, og þvi verða allir þessir vafningar algerlega þýðingarlausir gagn- vart orðum viðkomandi gæslustjóra sjálfs. Jónatan. Bannríkið Maine. Vér skýrðum frá því í síðasta blaði að bannið hefði verið felt í Maine-fylk- inu í Ameríku, og gátum þeai jafnframt að ástæðan hafði verið iú, að spilling- in, hræanin og alskonar lagabrot hafi verið farin að keyra svo fram úr hófi að ekki var leDgur víð unandi. Vér sögðum að við síðustu atkvæðagreiðilu hafi verið 23,000 atkv. meiri hluti með banninu. Þefcte mun nú ekki verarétfc heldur mun atkvæðamunurinn þá hafa verið 40,000, og hafa því bannmenn tapað meira en 40,000 atkvœðum síð- an síðast. Nú hefur „Templar“ litli sent út fregnmiða (heyr og undiaat!) og segir að það séu „ósvífin ósannindi“ úr Ing- ólfi, að bannið hafi verið felt, og ber fyrir sig skeyti frá Skotlandi þar sem sagt és, að bannið standi óhaggað með 600 atkv, meiri hluta. „Templar“ litli veit, að í öllum út- lendum blöðum var ssgt frá að bannið væri fallið; hann veit þvi, að þetta er ekki „ósaönindi úr Ingólfi“; eða ef „Templar“ veit þetta ekki, þá er hann svo vitlaus, að hann á ekki að hafa leyfi til að tala með. Það lést af útlendum blöðum, að bannberserkirnir í Maine hafa orðið hamstola af reiði er þeir fréttu úrslit- in um atkv.gr. og hafi heimtað að at- kvæðin yrði talin á ný. Er nú ekki ólíklegt, að þeir hafi getað fengið því framgengt, og hafi þeir þá með ein- hverjum brögðum getað talið sér 600 atkv. meiri hluta, og að þannig sé til- komið skeyti „Templars". Auðvitað dettur oas þó ekki í hug að trúa þessari frétt meðan enginn er ann- ar til frásagna um hana eu „Templar" og bíðum því eftir áreiðanlegri skýrsl- um. En það stendur fast, að bannmenn hafa á fám árum tapað kringum 40,000 atkvæðum í Maine fylkinu; hvort eem 600 atkv. meiri hluti hefir orðið með eða móti banninu þar, er þ«í lítil ástæða fyrir „Templar" til að vera gleiður þeg- ar, þegar þess er gætt, að greidd voru um 130,000 atkvœði. „Ekki veldur sá er varar.“ Undarlegt er það, hversu lítið hefir verið rætt og ritað um stjórnarskrár- frumvarp síðasfca þings, og hversu lítt það muni skifta flokkum við kosning- arnar í hauit. Það fer þó fram á svo stórfeldar breytingar á stjórnmálahög- um vorum, að enginn kann á að giska, i hvaða vanda þjóðin kann að rata af þeim sökum. Mtnni hlýtur að koma til hugar það, sem stóð í „Iugólfi" i vor eða sumar, að vér væmm (eða þættumst vera) forgangsþjóð heimsins, og hefð- um ekki neitt á móti því, að láta gera 4 oss allskonar tilraunir i fjármálum og stjórnarfari. Nú er það kunnugt, að dýr þau, sem höfð eru til að gera á þeim hættulegar tilraunir, verða oft- astnær að láta líf sitt, en líklegt væri að ættjarðarvinir vorir vildu eigi láta fara svo með þjóð sín*. Ein af þesium tilraunum til byltinga í þjóðlífi íslend- inga er almenni kosningarrétturinn, sem báðir stjórnmálaflokkar vorir virðast samtaka um að lögleiða hér á landi í einum rykk, og fjölga kjósendum með því um meir en helming alt í einu, eftir því sem einum af meðmælendum þessa nýmælii (E. H.) telst til. Svona stórt stig í þessari grein mun engin þjóð Norðurálfunnar hafa stígið enn sem kom- ið er, nema ef vera skyldi Finnlending- ar, sem eiga að iækja þjóðfrelsi sitt í heljargreipar Búisa, og er þar að búast við, að öfgar mœtist. Hér á landi virð- ist stjórnraálaástandið of mjög á hverf- anda hveli sem stendur, til þess að vert sé að stofna til nýrra stórræða að sinni, og önnur andvirki sýnait liggja nær garði en að fara að fjölga kjósendum meir en um helming, meðan þeir sækja harðast fram að kjötkötlunum, iem ekk- ert eiga og eDgu hafa að tapa, hvaða ■tormar sem yfir þjóðlífið kunna að dynja. Hvort eru meiri líkindi til að margir háskalegir glæframenn komist inn á stjórnmálasviðið með þeim kosn- ingarrétti, sem nú er í gildi, eða ef miklu meiri sæg nýrra kjósenda yrði enn hleypt inn á „kosningamarkaðinn"? Ætli glæframennirnir sæi sér þá ekki enn betra færi en nú að fiska í grugg- ugu vatni? Meiri hluti þings hefir að vísu kannast við, að þörf væri á íhalds- afli, sem aftraði misráðnum gönuhlaup- um á þinginu, en með kosninga-fyrir- komulagi því, *em ráðgert er til efri deildar, er lítið eða alls ekkert íhald fengið, því að þar kemur að kjörborð- unum allur hinn sami misliti kjósenda- hópur, sem kýs til neðri deildar, að fráteknum þeim, sem eru yngri en 30 ára og gerir það engan verulegan mun. Það má gera ráð fyrir að íhaldið yrði helit hjá sveitahændum, sem hafa mæt- ur á bújörðum sínum og fjárstofni, en beig af vanhugiuðum byltingum, en mjög er hætt við, að þeir og þeirra fólk gæti ekki neytt afls atkvæða við hlutfallskoaningar, heldur mundi hinn eignalauii múgur kaupstaðanna beraþá ofurliði, og kjósa fulltrúa af sínu sauða- húsi, eða einhverja glamrara eða lýð- skrumara. í kaupstöðum eru engir erf- iðleikar á því að sækja kjörfundi (sbr. Lækjartorgsfundurinn o. s. frv. í Reykja- vík í vetur er leið) í samanburði við það sem er til sveita, og i fljölmenn- inu er langtum hægra að koma sér sam- an um komingaliita en i fámenninu. Ætli sveitamönnum þyki nú ekki nóg um kaupitaðabúa á !þingi, nóg um ritstjóaa, nóg um „stofnlærða skrif- finna“. Skyldu þeir vilja fylla það með flokkiómögum, orðabelgjum og froðu- skúmum, og væri nú ekki ráðlegra að velja nú stilta menn og gætna með ein* hverri lífireynslu? Búi. Þrælalögin. Yflrlit og athugasemdir. Ég kem nú að 13. grein þrælalag- anna, og hljóðar hún *vo: „Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt 'að leiða hann fyrir dómara. Skal hann skyldur til að skýra frá, á livern hátt liann hafi ölvaður orðið, og þá hvernig og hjá hverjum hann hafi fengið áfengioA Hér er nú loksins heimskan og ósvífn- in í þessari óuinræðilegu lagasmíði kom- in á hámsrkið; lengra verður væntanlega ekki komist á löggjafarsviðinu en þetta; eftir þetta hefði engum blöskrað þó að næsta grein hefði hljóðað svo: Nú sést maður með ræpu, og skal þá heimilt að leiða hann fyrir dómara og skal hann píndur til sagna og skyldur til að sbýra frá hvar hanu hafi etið, hvað hann hafi etið og á hvern hátt hann hafi fengið ræpuna. — Þvi ekki það? Væri það nokkuð undarlegra eða óeðlilegra en hitt? Varðar, hið opinbera nokkuð meira um það, hvað maður hefir drukkið en hvað maður hefir etið ? Úr því að löggjafarvaldið er 4 annað borð farið að seilast inn á það ivið, sem því hingað til hefir verið bægt frá með slagbröndum persónulegs freliis og sem almenu siðmonning hefir hingað til stygt hverjum einstakling þjóðfélagsins, hvaða skynsemi er þá í því, að láta þarna itaðar numið? Hversvegna eru þá ekki sett lög um það, að enginn megi éta t. d. signa grásleppu, eða skyr? Hvorttveggja mun vera óholt fyrir mag- ann, og ef þetta hvorttveggja er etið daglega, þá *T>á búast við þvi, að slíkt geti orðið þjóðfélagsheildinni til hini mesta hnekkii og ógagns. Tár ekkj. unnar, grátur barnanna, sorg foreldr- anna, og allur þessi ólundarsöngur, sem Templarar þykjast sífelt heyra söngla í eyrum sínum, og sem þeir njóta með

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.