Ingólfur


Ingólfur - 25.10.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 25.10.1911, Blaðsíða 2
171 INGÓLFUR bandslagafrumvarpið væri búið að fella og tilboðið frá Dana hálfa,','sem i því hefði legið, fallið í burtu; þeir gætu ekki hreyft því máli nema snúa sér til Daua fyrst til að vita, hvort þeir vildu sinna því að nokkru, en eins og nú væri komið mætti telja víst, að Dinir svöruðu: Nei, þann leik leikum við ekki aftur. Okkur er of minnisstætt sparkið, sem okkur var greitt 1909 og viljum ekki eiga á hættu að fá aftur sömu góðgerðir! Þeir mundu því að minsta kosti heimta öfluga tryggingu þ. e. öflugan meiri hluta fyrir því, sem Heimastjórnarmenn færu fram á, en þar sem þeir væru búnir að lýsa því yfir, að þeir ætluðu ekki að láta þetta mál ráða neinu við þessar kosningar, gætu þeir alls ekki fullnægt þessari kiöfu. Hann sjálfur teldi það mestu fásinnu, ef nokkur flokkur vildi ráða þessu til lykta án sérstakrar atkvœðagreiðslu og að hann mundi reyna af alefli að berj- ast gegn nokkurri slikri tilraun, frá hverjum flokki, sem hún kæmi. Um stjórnarskrána sagði hann að í rauninni mætti segja að líkl. enginn þiugmaður hefði verið ánægður með hana. Þó að að eins sex hefðu greitt atkvæði á móti henni að lokum, þá hefði hjá öllum hinum það ráðið mestu um sam- þyktina, að þeir vildu fá þingrof. Mörg- um ákvæðnm í henni væri hann sam- þykkur, þar á meðal, sérstaklega því, að ákvæðið um ríkisráðssetu ráðherr- ans væri numið bnrtu, og konungkjörn- ir þingmenn afnumdir, en hinsvegar væru ýms ákæði varhugaverð og sum óhafandi. Varhugavert taldi hann t. d. það, að taka af umboðsvaldinu heimild til að víkja embættismönnum frá að fullu, og fá það í hendur dómstólunum; þar með hlyti að veikjast áhyrgð sú, sem stjórnin hefði á embættisfærslu þessara manna. Einnig væri það var- hugavert, að stytta úr 3 dögum í 1 sólar- hring frest þann, sem dómurum er ætl- aður til, að kveða upp varðhaldsúrskurð um grunaðan mann, það yrði til þess að fjölga varðhaldsúrakurðum, því í færri tilfellum mundi 1 sólarhringur nægja dómurunum til þess að prófa, hvort grunurinn væri ástæðulaus eða ekki. En óhafandi teldi hann ákvæðið um kosningarréttinn, þar sem alt í einu ætti að fjölga kjósendum um meira en helming eða alt að því 3/B, svo augljóst væri að núverandi kjósendur myndu drukna í þessu hinu nýja kjósendaflóði Hverju þetta varðaði framtíð landsins og málefni þess gæti enginn sagt; en með þessu væri þeim teflt í tvísýnu. Hann væri alls ekki á móti rýmkun kosningarréttarins, en vildi gera það smámsaman, en ekki í stórstökki eins og þessu, enda værí þess ekki dæmi í neinu landi hversu mikið lýðfrelsi sem þar væri/ Ákvæði um þjóðaratkvæði um lög frá alþingi, væri þýðingarlaus hégómi, eins og frá því væri gengið í frumvarpinn, því meiri hluti þingsins gæti ávalt af- stýrt því, að þessn ákvæði væri beitt, með því að ákveða, að lögin skyldu ganga í gildi innan fjögra mánaða frá afgreiðslu þeirra frá þingi, og þannig gera minni hluta þingsins, sem vildi fá þjóðaratkvæði um lögin, ómögulegt að fá því framgengt. Um bannmálið talaði hann stutt, því tíminn var nær á enda, en lýsti því yfir að hann væri ákveðinn andbann- ingur, og hefði svarað fyrirspurn bann- manna nm það, hvort hann vildi greiða atkvæði á móti afnámi, frestnn eða lin- un á næsta kjörtimabili á þá leið, að hann byggist ekki við að neinar tillög- ur um breytingar eða frestun bannlag- anna kæmi fram á næsta kjörtímabili, en hverju sem fram færi um það, vildi hann hafa atkvæði sitt óbundið. Hann álitt að nema bærl hannlögin úr gildi svo fljótt sem kostur væri á, en teldi litlar líknr á, að það gæti orð- ið á næsta þingi. Kvaðst hann búast við að bannmenn sennilega hefðu feng- ið loforð meiri hluta þingmannaefna við þessa kosningu, og mundi þáliklegasta úrræðið vera ný atkvæðagreiðsla eða að fara sömu leið til baka, því ekki mundi hann koma með frumvarp, að eins til að flagga með, eða til að sýna stefnu- skrána, þess þyrfti ekki, hún væri nægi- lega kunn. Hann sagðist hafa ætlað sér að minn- ast á fjármálin og nokkur fleiri mál, en til þess ynnist eigi hinn afskamtaði tími, en vildi lýsa því yfir að hann vildi við hafa sparnað í fjármálum og síðar er hann svaraði fyrirspum, gat hann þess, að farmgjaldslagafrumvarpið væri dilkur bannlaganna; hefði sennilega ekki verið borið upp ef fjárþröng landsins, sem bannlögin hafi skapað, hefðu eigi knúið það fram. Frumvarpið væri) í mörgum greinum óhafandi eins og bú- ið væri að benda á, en hann vildi bæta því við, að það væri eins og það væri skapað til þess, að kenna mönnum toll- svik. Þá talaði næstur Jón Jónsson dósent. Hann taldi aðalkosti Stjórn- skrárbreytinganna það, að slept var ríkisráðsákvæðinu, kosningarrétt kvenna og þjóðar-atkvæði í sambandsmálinu. Með göllunum taldi hann hinsvegan hinn mjög aukna kosningarrétt. Yildi gjarn- an fá þessu breytt, en kysi þó heldur að samþ. frumv. eins og það er, en að ciga á hættn að það yrði ennþá meira aflægi. Lagði mikla áherslu á þjóðar- atkvæðið, til þess að loku sé skotið fyrir að enn megi æsa upp í mönnum ofsa með þvi i pólitískri agitation, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert við þessar kosningar. Kvaðst hann vera fyllilega samþykkur yfirlýsingu Mið- stjórnar Heimastjórnarflokksins um, að samþykkja engin sambandslög til fulln- ustn á þessu þingi. Taldi sambands• lagafrumvarpið hafa gott af að liggja nú niðri um hríð, svo að allar æsingar fái að sefast. Bannið sagði hann vera tilkomið með þjóðaratkvæði, og áleit að menn gætu ekki vel hreyft málinu nema með sömu aðferð, og kvaðst ekki mundu verða með breytingum nema með atkv. kjósenda. 1 fjármálum vildi hann fylgja sparnaðarstefnu. — Næstur talaði dr. Jón Þorkelsson, og var ekki hægt að heyra neitt til hans þar sem blaðamönnum var ætlað pláss; en svo hafa sagt þeir, sem eitt- hvað heyrðu, að ræðan hafi verið ein- tóm hnífilyrði, mest í garð próf. L.H.B., og auk þess til andstæðinga hans yfir- leitt. Lögðu nú ýmsir spurningar fyrir þing- mannaefnin. Meðal annars spnrði Jakob Möller bankaritari dr. Guðm. Finnboga- son, hvort hann sæi nokkurt ráð til að tryggja með lögum, að embætti verði veitt réttlátlega. Þetta þótti sjálfstæð- ismönnum viturlega spurt! Meðan próf. Lárus H. Bjarnason var að svara fyrirspurnum, hóf maður nokkur, sem stóð rétt við ræðupalliun, óhljóð mikil og gauragang, rak upp ýlf- ur og væl, líkt og götustrákar. Var hann ámintur hvað eftir annað um að hegða sér sæmilega, en hann annað- kvort kunni það ekki eða vildi ekki; varð lögregluþjónn loksins að skerast í leikinn, og drösla manninum burt. Þessi maður var oss sagt að héti Hermann Daníelsson, sá, er skrifað hefir í síðustu „ísafold“ skýrslu um afhendingu þeirra M. Th. S. Blöndahl og Guðm. Jak. á silfurbergi. Jakob Möller spurði þingmannaefnin, hvort þau vildi stuðla að því, að kos- inn yrði annar gæslustjóri, í stað Jóns Ólafssonar, „er gengi rægjandi um Iand- ið“, eða eitthvað á þá leið. Eftir þessu var allur tónninu í ræðu hans. Frammistaða þeirra fyrv. þingmanna höfuðstaðarins var öU hin aumlegasta. Ræða M. Th. S. Blöndahls snerist ekki um annað en að reyna að sýna fram á, að hann hafi ekki gert sig sekan í ó- heiðarlegu atferli; en dr. Jón gerði ekki annað en skammast. Þótti inönnum því, sem vonlegt var. miklu meiri veigur í því, sem hin óháðu þingmannaefni, þeir Haíldór Daníelsson og Dr. Gnðm. Finn- bogason höfðu fram að bera. Þeir sögðu kjósendum skoðanir sínar afdráttarlaust og skorinort, án tillits til þess, hvort mönnum líkaði það betur eða ver, en forðuðust að „snobba“ fyrir kjósendum eða dingla rófunni fyrir þeim, eins og annars er orðið altitt hér á landi; var auðséð að kjósendum líkaði þetta vel, og sýnir það að kjósendur hér í bæ eru bæði skynsamari og betri en þeir herrar „sjáifstæðismenn1*, M. Th. S. Blöndahl og dr. Jón halda; til lengdar verða menn leiðir á þeim, sem altaf tala eins og hver vill hafa, og haga skoðunum sínum eftir því, sem þeir halda að kjósendunum liki best, en ekki eftir þvi sem þeir telja rétt eða rangt. Höfuðstaðurinn gerir sér jbað ekki til skammar í annað sinn að kjósa aðra eins menn á þing eins og Magnús Blöndahl og dr. Jón. Siðast var mönn- um vorkun, því þá þektu þeir ekki þessa herra. En nú er mönnum engin vorkun, því nú þekkja menn þá. nöfuðstaðurinn á að kjósa þá menn, sem þora að koma til dyr- anna eins og þeir eru klæddir. Höfuðstaðurinn á að kjósa liin ó- háðu þingmannaefni, Halldór Daní- eisson yflrdómara og dr. Ouðmund Finnbogason. Þorsteinn Egilsson kaupmaður í Hafnariirði. Látinn er að heimili sinu í Hafnar- firði hinn 20. þ. m. eftir langa vanheilsu Þorsteinn Egilsson, fyrverandi kaup- maður. Hann var fæddur 7. jan. 1842 á Eyvindaratöðum á Álftanesi; faðir hans var hinn frægi vísindamaður Svein- björn Egilsson skólameistari, en móður- faðir Benedikt Gröndal eldri, yfirdóm- ari og skáld; var Þoratainn albróðir Benedikts Gröndals skálds hina yDgra. Hann var stúdent frá lærðaskólanum i Reykjavík, og kanidat frá prestaskól- anum, en aldrei tók hann prestsembætti. Hann gerðist snemma verzlunarmaður, fyrst í Reykjavik, og síðar í Hafnar- firði, og þar var hann um langt ára- bil kaupmaður fyrir eigin reikning. Hafði hann um skeið mikla þilskipaút- gerð í Hafnarfirði, og var hann meðal hinna fyrstu og fremstu, er rak þann útveg hér við Faxaflóa. Síðustu ár æf- innar hafði hann látið af verslunarstörf- nm, enda var hann þá mjög farinn að heilsu. Hann var um mörg ár umboðs- maður hér á landi fyrir ýms erlend skipa-ábyrgðarfélög, og rækti hann það starf með alúð og dugnaði. — Þorsteinn Egilsson var ágætum gáf- um gæddur eins og hann átti kyn til; hann fékkst mikið við kenslu um mið- bik æfinnar, og var hann í mörg ár kennari við Flensborgarskólann; fór honum það ágætlega úr hendi; hann var vel skáldmæltur og prýðilega ritfær; ritaði hann iðulega um ýms mál í blöð bæði hérlend og útlend. Eftir hann liggja kenslubækur fyrir byrjendur bæði í ensku og dönsku; smá leikrit hefir hann samið og snúið, mun eitthvað hafa verið prentað af þeim. Annars hneigð- ist hugur hans mest að verklegum íram- kvæmdum, einkum í öllu því, er að sjáfarútvegi lýtur. Hafði hann hinn mesta áhuga á þeim atvinnuvegi, enda var honum mjög sýnt um hann, og átti hann verulegan þátt i, að koma þil- skipaútgerðinn upp við Faxaflóa á ár- unum 1880—90. En síðari árin lét hann af þessari ]starfsemi. Þ. E. var maður óframgjarn og yfirlætislaus, hrein- Iyndur og vinfastur, og vinsæll svo, að hann mun engan óvin hafa átt. Áhuga- maður var hann um almenningsmál, en hafði sig þar þó eigi mjög frammi, því að honum var eigi Ijúft, að láta mikið á sér bera, og leiddi jafuaðarlegast hjá sér þras og deilur, svo sem hann mátti. Hann sat mörg ár í hreppsDefnd Garða- hrepps, var einn af stofnendum og stjórn- endum sparisjóðs Hafnarfjarðar, og lengi var hann í stjórnarnefnd Flensborgar- skólans. — Þorst. Egilsson var þrigiftur, og eru 4 synir hans á lifi. Fyrir 30 árum kynntist ég þessum látna sæmdarmanni, og gerðist þá með okkur sú vinátta, er staðið hefir til þessa dags, og aldrei snurða á komið. Kr. J. Pólitískir vindhanar. Engir þingmenn voru eins miklir pólitískir vindhanar á síðasta þingi eins og þáverandi þingmenn höfuð- staðar landsins, Reykjavíkur, þeir dr. Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl. Þessir menn bjóða sig nú aftur fram til þings. Þeir eru svo djarfir að koma nú aftur fram fyrir þá kjósendur, sem þeir hafa svikið við hvert tækifæri. Þeir koma með sömu loforðin sem þeir komu með seinast og margsviku á þeim tveim þingum sem þeir hafa setið á. Þessu ættu kjóssndur Reykjavíkur að muna eftir. Þingmannaefndin dr. J. Þ. og M. Bl. höfðu glæsileg loforð fyrir kjósendum um fjárliaginn. Þau loforð entu þeir svo að þeir hafa verið með í óllu því bralli, sem hefir komið þvi til leiðar að nú vofir fjárhagsvoði yfir landinu. — Þegar etungið var upp á að kasta 850000 — átta hundruð og fimmtíu þús- und — krónum af landisns fé í Thore skipin, þá greiðir M. Bl atkvæði með þessu, en dr. J. Þ. var hvergi viðstadd- ur og hefði þó enga afsökun. Þingmannaefnin J. Þ. og M. Bl. höfðu 1908 margt fallegt að segja um sjálf- stæðismálið. Þeir ætluðu að frelsa land- ið úr klóm Dana(!!) o. s. frv. En með því að vera með öllum glannaskap síð- asta alþingis í því máli, eiga þeir með öðrum sök á því að sjálfstæðismálinu hefir verið stofnað í bersynilega hœttu. Þeir ætluðn að hlynna að atvinnu- vegum landsins. Eu hvað hafa þeir gert í því efni ? Ekkert. Áftur á móti hafa þeir hlynnt að alskonar bitlingum; bitl- ingar hafa aldrei verið eins jmiklir eins og nú; J. Þ. og M. BI. hafa verið með í því að veita flokksmönnum þeirra flestum einhvern bitling og sjálfir hafa þeir fengið sitt (M. Bl. bankaráðsmað- ur íslandsbanka og J- Þ. forseti Þjóð- vinafélagsins o. fl) Jafn mikill fiefl1" vindhanaskapurinn verið í öðrum málum. T. d. um ráðherraskiftin. J. Þ. og M. Bl. voru báðir með í undirbúningun- um undir vantraustsyfrlysinguna til B. J. þáverandi ráðherra. Þeir mættu báð- ir á undirbúningsfundum Sparkliðsins, og voru báðir með vantraustsyfirlýsing- unni. En þegar á hólminn kom greiddi M. Bl. atkvæði á móti vantraustyfirlýs- ingunni, sem hann hafði sjálfur verið með í að undirbúa — og dr. J. Þ. þorði ekki að greiða atkvæði með henni þótt hann sárfeginn vildi.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.