Ingólfur


Ingólfur - 28.10.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 28.10.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg= Reykjavík, laugardaginn 28. október 1911, 43. blað a. •H«WmMM#M*MMMHWM*MMMMMMMM*»M> i3sro-cf>ijii^"cr^t kemur út einu sinni i viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. $ Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- * is 4; kr. Uppsögn skrifleg og bund- í in við áramót, og komin til útgef- * anda fyrir 1. október, annars ógild. tRitstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — * Má finna a afgreiðslunni frá kl. 1.11-12. X Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. i I I I UmMM#M*M*M^MMMMMM-MM*M#M-|m- Bannmálið og fjárhagsmálið. landssjóður að halda uppteknum hætti og gefa út 200000 kr. vixil á ári hverju til þess að landsmenn drekki ekki áfengi — nema í laumií Á landið að taka til fyrirmyndar þá bind- indispostula, sem drekka ekki brenni- vín en ríða víxlum gandreið beint í gjaldþrot? Þingmannaefni andbann- inga hafa hreinan skjöld. Þeir vilja ekki taka 200000 kr. álógur á ári af herðum útlendinga og þeirra, sem efni hafa á að kaupa munaðarvöru, og demba þeim á bak alþýðu inanna sem hefir verið lans við þær áður. Þeir Vilja afnema þrælalögin á næsta þingi. Þeir vilja ekki að landssjóður kasti 200000 kr. á ári í ajóinn til þess eins að landsmenn geti drukkið ótollað áfengi — í laumi. Fögur eru loforð sjálfstæðismanna og heimastjórnarmanna nm meðferð fjármálanna. „Sjálfstæðismenn viljaleit- ast við af öllu megni að halda fjárhag landsins og peningamálum í sem beztu horfi". Heimastjórnarmenn vilja „að farið sé vel og ráðvendnislega með al- almanna fé". En hvernig kemur þetta heim 7Íð stefnu þingmannaefna þe»s- ara fiokka í bannmálinu? Báðir eru með bannlögunum. Þeir vilja ekki við þeim hreyfa, að minsta kosti ekki fyr en þau einföldu mannréttindi, sem með þeim eru brotin, hafa verið borin und- ir þjóðaratkvæði á ný. Heimastjórnar- menn vilja fara ráðvendnialega með almannafé. En féð verður að vera til. Hvaðan ætla báðir fiokkar að taka þær 200000 kr. á ári, sem landssjóður miss- ir við bannlögin? Því svara þeir ekki. Eu einhversstaðar verður ad taka þær. Og vér yitum vel hvaðan þessar 200000 kr. verða teknar. Næsta þing verð- ur, »vo framarlega sem bannlögin standa, að leggja álögur sem þeim svar- ar á bak alþyðunnar. Annað hvort verður enn á ný að hækka kaffi- og sykurtollinn eða leggja nýja tolla á aðrar jafnnauðsynlegar eða enn nauð- synlegri vörur, og það mega Reykvik- ingar vita, að þeir fá að borga góðan bróðurpart af þeim álögum. 200000 kr. á ári. verða ekki gripnar upp án stórvægilegrar breytingar á tolllöggjöf- inni og þeim dembt einmitt áþá gjald- endur sem minst hafa goldið af áfeng- istollinum. Sé það hins vegar tilgang- urinn að reyna að bana bannlögunum með þjóðaratkvæði á næstu árum, hvernig verður það jþá réttlætt að fara að hringla í tolllöggjöfinni aðeins til að bíða eftir þjóðaratkvæði um mál, sem engin siðuð þjóð á að láta vera komið undir þjóðaratkvæði ? Ekkert hefir víðtækari áhrif á alla framleiðslu og öll viðskifti i landinu en einmitt tolllöggjöfin. Áhrif hennar greinast út í yztu æsar þjóðlífsins. Og engin þroikuð þjóð hringlar með slíkt mál í blindni. Segi því sjálfstæðismenn og heimastjórnarmenn til: Hvaðan eiga þessar 200000. kr. á ári að koma? Á Sjálfstæðismenn! Dr. Jón Þorkelsson er avo bsvifinn, að hann býður sig fram til þings aftur, og mæliit til að fá atkvæði okkar eftir að Mrumbil 500 af hans eigin kjósend- um hafa lýst -vantrausti á honum sem fnngmanni. Athugið vel hvað það er »emmaður- inn fer fram á. Hann ætlast til að þið étið ofaní ykkur aftur, það sem þið sögðuð hon- um í fyrra vetur. Hann er svo biræf- inn, að hann mælist til, að þið kyisið í dag-þann stað, sem þið apörkuðuð í í fyrravetur. Hann heldur að þið sé- uð svo miklir hringlaudar og dulur, að þið kjósið hann í dag, þó þið vild- uð ekkert hafa með hann að gera í fyrravetur. Þessa ósvífni þolið þið honum ekki. Burt með hann, og burt með félaga hans, herra Emm Téhá Ess Blönda/il með hái — hann hefir víst nóg að gera að hugsa um silfurbergið sitt 1 Það er ekki vert að trufia hann. Sjálfstœðismaðar. Þesii mótbára „ísafoldarliðsins" er því ekkert annað enn sandur, iem reynt er að strá í augu kjósenda, ogþarmeð er burtu fallin aú einasta ástæða, sem gat verið með því að kjóia fyrv. þing- menn höfuðstaðarins aftur. Þann eina kost sem M. Th. S. BL og dr. J. Þork. hafa, hafa lika Haldór Daníelsson og dr. Guðm. Finnbogason, og auk þess ótal marga aðra kosti. Kjbsendur! Aður enn þið farið inn í klefann til að kjósa Emm Téhá Ess Blöndáhl, spyrjið hann þá hvernig sé um forkaupsréttinn á silfurbergsréttind- um hans, sem hann lofaði Páh J. Hal- dórssyni frá Flateyri, og sem getið er um í síðasta blaði. Spyrjið hann hvort hánn hafí munað eftir honum, þegar hann bauð Zeiss í Jena þessi sömu réttindi. Spyrjið hann hvort þe»si forkaupsrétt ur Pál» hafi »amt ekki verið jþingles- ur. Ef hann getur ekki gefið greinileg Bvör við þessu, kjósið hann þá ékki. Hvaða tryggingu hafið þið fyrir því að hann muni frekar eftir loforðunum til ykkar, kjósenda, þegar á þing kem- ur, heldur enn loforðum sínum og þing- lesum skuldbindingum til Páls J. Hal- dórssonar ? Gætið yðar fyrir þeim er segja að flokkifylgið eitt eigi að ráða, hversu „meingölluð" sem þingmannaefnin eru, því þeir hugsa meir um flokkshag en um þjóðarhag Gætið yðar fyrir þeim er vilja soramarka hvern hættulegan keppinaut undlr fiokksmark er þeir telja óvinsælt, því þeir tala gegn betri vitund. Gætið yðar fyrir þeim er»egjaað fáir fylgi andbanningum, því kosning- arnar munu sýna hið gagnstæða. Gætið yðar fyrir þeim er telja hvert atkvæði ónýtt er ekki á sér sig- ur vísan fyrirfram, því ekkert at- kvæði er ónýtt, sem fylgir réttu máli. Sveinbjðrn skáldi. ísafoldarliðið segir að það sé „lýgi", að „Sveinbjörn þjóðskáld Björnsson" hafi ætlað sér að vinna með „brenni- vínsmönnum". Það er margsannanlegt, að hann bauðst til að vinna að kosningu Haldbrs Daníelssonar. Hann sagðist þó ekki vilja gera það fyrir minna en 200 krónur. Þessu vildu fylgismenn Haldórs Daníelssonar ekki »inna, þeir vildu ekki kaupa kjósendur. Nokkrum dögum seinna brá svo við, að „Sveinbjörn þjóðskáld" fór aðvinna af alefli með dr. Jóni og Emm Téhá Ess BlöndaM. Ekki vitum vér hvort hann hefir gefið þeim „afslátt". Skjaldborgin. Sjálfstæðismenn tala um aðsláskjald- borg um sjálfstæði»mál íslands , með því að kjóía M. Th. S. BlöndaM og dr. Jón!!! Þeir þykjast vera hræddir um, að uppkastinu verði dembt yfir þjóðina, ef Magnus Th. S. Blöndahl og dr. Jón Þorkelsson verði ekki kosnir!! Trúið þeim ekki kjósendur, þeir eru ekkert hræddir um það, en þeir eru orðnir hræddir um endann á »ér og ætla að reyna að bregða uppkastinu fyrir hann. Sjálfstœðismenn! Dr. Guðm. Finn- bogason er ykkur þó óhætt að kjósa; hann er frumvarpsandstæðingur þó hann vilji ekki soramarka sig flokknum. Og Halldór Daníelsson er ykkur óhætt að kjósa, hann hefir lýst því yfir, að hann mundi af alefli berjast móti því, að sam- bandsmálið yrði leytt til lykta á næsta kjörtímabili. Kjðsendur! Gætið yðar fyrir falskennendum, er aegja að kjósendum komi það ekk- ert við, þó einföldustu mannréttindi séu brotin og landssjóður sviftur með því miklum og hagkvæmum tekjum. Gætið yðar fyrir póltískum hall- inkjömmum. Gætið yðar fyrir þeim, erhrækja út úr sér nafnbótarvínum með fyrirlitn- ingu, en eru þó til altaris hjá bann- mönnum. Gætið yðar fyrir þeim sem dorga atkvæði með því að þykjast fylgja þvi máli er þeir vilja feigt og fyrirlita, því þeir eru hræsnarar. ,Meingölluð þ'mgmannaefni'. Á fundi Sjálfstæðiamanna um daginn skoraði Björn Jðnsson fyrverandi á flokk sinn, að kjósa þingmannaefni flokksins, Emm Téhá Eís Blöndahl og dr. Jón — „þó meingallaðir séu", bættihann við. Eru Sjálfstæðismenn þær dulur og druslur, að þeir láti hða sér til að kjósa menn á þing, sem þeir sjálfir, og jafnvel formaður flokksins, kannast við að séu — meingallaðir? Reykvíkingar! MudíÖ eftir framkomu fyrverandi þingmannaefna kjördæmisins á siðasta þingi! Magnús Blöndahl var með í því að undirbúa vantraustsyfir- lýsinguna til Björns gamla Jóns»onar en greiddi svo atkvæði á móti þeirri sömu vantraustsyfirlýsingu. Dr. Jón þorði ekki að greiða atkvæði um vantraustsyfirlýsinguna. Dr. Jón greiddi einn daginn atkvœði með háskólanum, en annan daginn á móti. Magnús og dr. Jón greiddu atkvæðf á móti stjórnarskrárbreytingunni á síð- asta þingi en sögðu á þingmálafundin* um að þeir vœru snúnir með henni nú. Magnús Blöndahl greiddi atkvæði með farmgjaldi á síðasta þingi, en sagð- iit á þingmálafundinum vera snúinn á móti því. Sannarlega lagði Björn Jónsson ekki ósatt, Magnús Blöndahl og dr. Jón eru „meingölluð þingmannaefni". Burt með þá! Kosningafylgið, Það er sagt, að á Framfundi í gær hafi verið samþykt að dreifa því útum bæinn, að Haldór Daníelsson og Guð- mnndur Finnbogason ætli að draga sig til baka. Það er sagt, að Hcimastjórnarmenn telji

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.