Ingólfur


Ingólfur - 01.11.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 01.11.1911, Blaðsíða 4
178 INGOLFUU Verð á olíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard Whiteu. 8 — 10 — — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. 8 — 10— — 19 — __ „Pennsylvansk Water White“. 1 cyrl ódýrarl pottarlnn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir sliiftavinixm ók,eypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum só vörumerki vort bæði á hliðunum og tappanum. Ef þið viljið fá góða oliu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. Pantið sjálflr vefnaðarvöru yðar beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4 Tnt~r. af 130 Ctm. 'brolðU svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vei iituðu kiæði úr fallegri ull í prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- föt fyrlr elnar ío Xx_r. — 1 mtr. á 2,50. Eða 37* mtr. af 183 otm. brelðu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr elnar 14 K.r 50 au Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Fo x-ritvélin er einbver hin besta, fnllkomnasta og sterkasta ritvéi, sem til er. AUarnýtýsku nmbætnr. — Leitið upplýsinga bjá ritstjóra þessa bl*.ðe. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður Pdsthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydes-verslun og vita hversu ódýrt verzlunin selur þau, láta sér ekki detta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt í KaupmannahÖfn, sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við *T. ]P. T. JtS;r*ycl©J51—verslun því vínin þar eru holl — góð — ódýr — og ósvikin. Félagsprentsmiðjan. | Sveinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsmaöur Hafnarstræti 16. rvv w wvvvu Og nú kem eg að bannmálinu. Hvaða ástand er það sem ætlast er til að banniögin leiði yfirlandið? Gætum fyrst að hvernig nú er. Islendingar þurfa eins og hver önnur þjóð matar og drykkjar. og síðan lögin um hrossa- kjötsát, sem lögtekin voru á alþingi ár- ið 1000, gengu úr gildi, hefir hverjum Islending verið það frjálst, að eta þann mat og drekka þann drykk, er hann sjáifur vildi, og vel var fenginn. Þenn- an rétt hefir mannkynið, að ég hygg, á öllum öldum haft óskertan, nema þar sem trúarbrögðin hafa skorist i leik. Eg skal að eins minna á ákvæðin í lögmáli Gyginga um það, hvaða dýr mætti éta og hver ekki, eða forboð Múhameðstrúarmanna gegn víndrykkju, og svo fornlög vor um hrossakjötsát. Matar og drykkjarfrelsi manna hefir því stundum verið skert í nafni trúarbragð- anna og mun ei fjarri sanni, að upp- runi bannlaganna sé enn hinn sami. Ekki geta þó kristnir menn sagt að þeir taki þar drottinn sjálfan til fyrirmyndar, því hann fór öðruvísi að: „Af öllum trjám f aldingarðinum skaltu étaK, sagði hann. Og það er ein grein í „kverinu“ rnínu, sem mér hefir altaf fundist djúp- viturleg. Hún er svona: „Guð vildi ekki hindra fall mannsins með því svifta hann frjálsræðinu; því að með því hefði hann gjört manninn, mynd sína, að skynlausri skepnu“. Þetta skilur hvert barnið og lofar visku skaparans, af því insti strengur manssálarinnar er frelsisástin. í frjáls- ræðinu er tign og helgi mannsins fólg- in. Það að velja sjálfur og taka á sig ábyrgðina af gjörðum sínum er æðsti réttur mannsins. En nú hefir verið boðuð hér á landi ný Tyrkja-trú. Lðggjafarvaldið hefir látið ginnast sem þurs til að taka þessa trú á sínar herðar og lögbjóða hana. Harðar refsingar liggja við, ef breytt er á móti. Það er verið að neyða upp á okkur nýrri trú, og fyrsta boðorð þessarar trú- ar er: „Þú skalt ekki bragða vín“. Það er útlagt: Þú mátt ekki bragða virkilegt" kampavin, portvín,sherry,Rínar vín, né heldur nokkurt annað „virkilegt“ vin, enn síður sterkari drykki, svo sem whisky eða brennivin. En þér heimilt að drekka lítt áfenga eður óáfenga drykki, sem eru kampavin, portvín, sherry, Rín- vín, brennivín eða hvað sem vill — að nafnból! Þvi svo var vilji 4900 kjós- enda eða tæpra s/s þeirra er atkvæði greiddu árið 1908. Afleiðingin er auðsæ. Svo framar- arlega sem bannlögin verða annað eu dauður og marklaus bókstafur, þá er smekk þeirra manna er að eins vilja drekka nafnbótar vin gefin einkaréttur i landinu og smekkur hinna, sem drekka vilja virkileg vín, smánaður og fótum troðinn. Og nú er mér spurn: Hvers vegna á smekkur þessara manna er að eins vilja drekka nafnhótar vín að vera rétt- hærri en hinna sem drekka vilja virki- leg vín ? Ef þeir svara mér því að nafnbótar vínin fséu óskaðleg, hin séu skaðleg, þá má vel vera, að það sé satt fyrir sjálfa þá. En það sannar ekki, að allir aðrir séu eins og þeir. Um sjálfan mig t. d. get eg sagt, að nafnbótar vín þykja mér vond og mér verður bimbult af þeim, en ekki af hinum, ef ég drekk þau skaplega. Og svo munu fleiri segja. En þó nú svo væri, að virkileg vín væru öllum skað- leg, hefir þá einn maður rétt til að banna öðrum manni eða einn ílokkur rétt til að banna öðrum flokki að skaða sjálfan sig, þó hann láti alla aðra óá- reitta? Eg veit ekki til þess, og ég hygg að mönnum sé ekki einu sinni nokkurstaðar með lögum bannað að gera sjálfsmorðstilraun eða refsað fyrir slíkt. Hvaðan kemur þá þessum mönnum, sem drekka nafnbótar vin, réttur til þess að banna öðrum að drekka virkileg vín ? Hvaðan kemur þeim réttur til þess að ráða fyrir munn og maga annara manna eins og væru þeir skynlausar skepnur. Eg sé það ekki. En bannmenn munu svara, eins og einn af aðalformælendum þeirra á þingi: „Við lítum svo á, að hér í þessu máli, sem og í öðrum, eigi vilji þjóð- arinnar hiklaust að ráða. En vilji þjóðarinnar telja þeir að komi fram í meirihluta þeirra atkvæða er greidd eru uin málið. Og þeir halda, að persónulegu frelsi landsbúa sé ekki misboðið með lögum sem hafa að baki sér slíkan meirihluta. Frh.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.