Ingólfur


Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 1
IX. árg. 45. blad. INGÓIiFtJH kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega & þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr,, erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. olctóber, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ± ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — J Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta i Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. Kosningarnar. Fregnir eru nú komnar um afdrif koininganna úr flestum kjördæmum landsins. Um að eins þrjú kjördæmi er enn ófrétt, og mnn það tæplega hafa nokknr áhrif á aðalúrslitin hvernig um þau fer. Það er eannait að segja að sjálfstæði*- flokkurinn heflr haft litla ánægju af þeisum koaningum, og var þó fæst til sparað af hans hendi. Þegar snemma á sumrinu tók hann að hervæðast og láta ófriðlega. Vér tókum það fram þá þegar, að fæstum væri þá þaðljóst um hvað akyldi barist, þó allir væru hina- vegar alráðnir í því að berjast. „ísafold" var þó ekki lengi að höggva á þann hnútinn, og eggjaði lögeggjan alla sjálfstæðismenn í landinu, að leggj- ast nú á eitt og berjast nú samhuga gegn þeim fúla fjanda, Heimaatjórnar- flokknum, sem hygðiit að færa uppkastið yflr höfuð þjóðinni, ef hann komist í meiri hluta. Um þetta ætti baráttan að standa, með eða móti uppkastinu, sagði „ísafold“. Vér mótmæltum þessu kröftuglega, og bentum á, að sambands- málið lægi alls ekki fyrir nú, enda væri óhæfa að leiða það mál til lykta ájnæsta þingi á einn eða annan veg, þar sem enn væri ekki gengið í gildi ákvæð- ið um þjóðaratkvæði, sem í stjórnar- skrárbreytingunni felit. Það kom þá líka á daginn, að Heimastjórnarflokkur- inn leit sömu augum á þetta, og lýsti 4 hann því yfir> miðstjórn hans, að sam- bandsmálið myndi ekki verða leitt til lykta á næsta þingi, þótt þeir kæmust í meiri hluta. En alt um það lét sjálf- stæðisflokkurinn, eða blað hans, sér ekki segjast, og heimtaði að barist yrði um sambandsmálið. Engum duldiat hvað hér var áaeiði; þetta átti að vera kosningabeita, og hugði flokkurinn sig geta unnið sigur í þessu máli nú, eins og við aíðustu kosningar. En þetta var hættulegt Yopn og vér betnum þegar á það, að enginn Reykjavík, miðvikudaginn 8. nóvember 1911. sjálfstæðismaður, iem léti lér ant um farsælleg afdrif sambandsmálsins, mætti veifa þessu vopni; því að ef um þetta væri barist, og ef svo færi, að Heima- stjórnarflokkurinn væri í meiri hluta, þá yrðu sjálfstæðismenn að taka við afleiðingunum og una því þegjandi, að uppkastið yrði „fært yfir höfuð þjóð- inni“. Nú er þetta komið á daginD; Heima- stjórnarflokkurinn eða Frumvarpsmenn, eru komnir í meiri hluta, og gætu nú, ef þeir vildu, snúið vopnum gegn sjálf- stæðismönnum og sagt: Þið heimtuð- uð baráttu um sambandsmálið og tók- uð á ykkur þá áhættu aðtapa; gottog vel, þið hafið tapað, og megið því sætta ykkur við afleiðingarnar! — í þetta óefni væri uú komið, ef fræða- belgurinn og blað sjálfstæðisflokksins hefðu mátt ráða. En sem betur fór fengu þeir ekki að ráða. Jafn oft og sjálfstæðisblöðin hrópuðu: Við borjumst um sambandimálið — hrópuðu hin blöð- in: við berjumst ekki um iambandimálið* Og það akal sagt hér strax, að það er áreiðanlegt og víit, að um sambands- málið var ehki barist um þessar kosn- ingar. Heimastjórnarmenn hafa unnið mikinn sigur, en það er fjarri þvi, að sá aigur sé að þakka millilandafrum- varpinu frá 1908, því um það var ekki barist, enda höfum vér orð þeirra sjálfra fyrir því. Nei, það sem um var barist, og það sem réði úrslitum var, eins og vita mátti fyrirfram, ekkert annað en valda- meðferð Björna Jónsaonar. Um það var barist, hvort sú stefna, eða réttara sagt stefnuleysi í stjórnmálum ætti að ríkja framvegii hér á landi, sem Björn Jóns- son hafði gengist fyrir. Um það var barist, hvort þjóðin vildi á ný eiga æðstu yfirráð sinna mála undir þeim manni, eða hans læriiveinum. Um það var bariat, hvort þjóðin vildi heldur heilbrygða stjórn og öryggi um mál manna, eða samskonar óstjórn, og hún hafði mátt þola af Birni Jónssyni. Sú barátta fór þannig, eina og einnig var vitanlegt fyrirfram, að þjóðin hefir aagt svo að segja einum munni: Burt með Bjöm Jónsson og stjórnarstefnu hans; hana viljum við aldrei framar ijá eða líta. — Svo kröftulega hefir þjóð- in látið þetta í ljósi, að aðeins tveir af fylgismönnum Björns Jónsaonar hafa enn verið kosnir. Og það viljum við taka ikýrt fram, að þessi ósigur BjÖrns Jónssonar og hans atjórnarstefnu er ekki að þakka Heimastjórnarflokknum einum, hann er fyrit og fremst aðþakkaþeim sjálfstæðiimönnum, sem óánægðir voru orðnir og flæmst höfðu burt úr ítokkn- um vegna Bjöms Jónasonar. Vér skulum ekki draga neinar dulur á það, að vér teljum þetta gleðilegan vott um þroska þjóðarinnar; og höfðum vér tæplega húist við, að það sæist eins ljóst og nú er raun á orðÍD. Að þessu leyti teljum vér því kosn- ingarnar hafa farið vel. Að þvi skul- um vér engum getum leiða, hvað nú tekur við; verra en á stjómartíð Björns Jónssonar getur það ekki orðið, hvem- ig aem fer. Silfurbergsmálið og Björn Jónsson fyrverandi. I siðastliðnum marzmánuði, meðan á þingi stóð, vakti Ingólfur fyratur allra blaði athygli manna á hinum óheppilegu ráðitöfunum og afskiftum hr. Björns Jónssonar þáverandi ráðherra af silfur- berggbirgðum þeim, sem eftir voru ó- seldar í vörslum hr. Tuliniusar, er leigu- samningur hans við landsjóð var út- runninn. Vér bentum á það, að hr. Björn Jónsson taldi þessar birgðir vera eign landsjóðs, og setti því það ákvæði inn í isamning landstjórnarinnar við hinn nýja leyfishafa, hr. Guðm. Jakobsson, að hann skyldi taka við öHum birgðun- um og selja þær gegn því að hann, G. J., fengi 45% »f söluverðinu. Vér bent- um ennfremur á það, að hr. Tulinius taldi þennan skilning Björns Jónssonar rangan, taldi birgðirnar aameign sína og landisjóðs, og taldi sig, samkv. leigu- samningi sinum, eiga heimting á að fá að selja þessar birgðir gegn því hund- raðsgjaldi, sem til var skilið í þeim samningi, nfl. 50% af söluverðinu. Vér skulum enn minna á hvernig fór um þetta þrætumál. Hr. Tulinius bar fyrir sig álit einhvers besta lögfræðings Dana, G. M. Rée, hæstaréttarlögmanns, og var hann lömu skoðunar og Tulini- us. Hr. Björn Jónsson leitaði líka álits merkra danskra lögfræðinga, og lögðu þeir sama skilning í samninginn og hr. Tuli- nius. Eu í stað þess að fylgja þessum skoðunum, og láta hr. Tulinius selja birgðirnar fyrir sameiginlegan reikning hans og landsjóðs, hjður Björn Jónsson honum að skifta birgðunum til helminga, og fái Tulinius annan helminginn en landssjóður lúnn. Þó áskildi Björn Jónsson Stjórnarráðinu rétt til að krefj- ast með málssókn þess helmingsins, sem Tulinius fékk í sinn hlut. En með bréfi dags. 28. des. 1910 kveðst hann, eða Stjórnarráðið, fyrir sitt leyti falla frá málshöfðun, en áskilur nú alþingi, sem saman átti að koma i febrúar, rétt til að höfða málið, ef það kynni að óska þess. En þann helminginn, sem kom í landsjóðs hlut, ákvað hr. Björn Jónsson, að hinir nýju leyfishafar skyldu selja, og fá fyrir 45% af söluverðinu. Vér skulum biðja menn að taka eftir því, að Björn Jósson þóttist ætla að bera það undir þingið, hvort mál skyldi höfðuð gegn Tuliniusi eða ekki. — Þeg- ar þessi umrædda grein birtist í Ingólfi í marzmánuði hafði ekkert heyrst frá Birni Jónssyni um þetta silfurbergsmál. En eftir það, að greinin birtist, gerði ísafold einhverja tilraun til að bera blak af hr. B. J., og er það liið fyrsta og síðasta, sem uppi hefir verið látið af hendí Björns Jónssonar um þaÖ mál og ekki fékk alþingi neina skyringu frá honum um það mál aðra en þá, sem felst í þessari Isafoldargrein. Þesari grein svöruðum vér að vörmu spori, og ónýttum afsökunartilraunir ísafoldar. Siðan heflr hún þagað um það mál — þangað til nú rétt fyrir kosningarnar, og skulum vér nú atutt- lega rekja þær athugasemdir. Um það, er Björn Jómson áskilur Guðm. Jak. rétt til að selja allar Tuli- niusarbirgðirnar segir íaafold, að þar hafi B. J. farið eftir skoðun lögfræð- inganna í Stjórnarráðinu. Vér ikulum ekki vera langorðir um þessa afsökun; hún er vitanlega einskis virði, það eru ekki „lögfræðingarnir í Stjórnarráðinu" sem báru ábyrgð á embættisrekstri Björns Jónssonar, heldur hann sjálfur, þó hann væri, ef til vill ekki maður til þess. Þó getum vér ekki stilt oss um að geta þess, að jafn vesalmannlegum og lúalegum brögðum hugðum vér þó ekki, að Björn Jónsson mundi beita sér til afsökunar og þessari, að reyna til að skella skuldinni af glappaskotum sín- um yfir á saklausa og ábyrgðarlausa aðstoðarmenn sína. Þá ber ísafold brigður á það, að Iandssjóður hafi tapað stórfé fyrir hand- vöm Björns Jónssonar og ráðstöfun hans á Tuliniusarbirgðunum. Vér höfum ivo oft útskýrt það mál og hyggjum að öll- um almenníngi sé það ljóst. En þar sem ísafold dirfist að véfengja þetta, skulum vér hér endurtaka það enn á ný: Af öllum þeim birgðum, sem eftir voru óséldar í vörslum Tuliniusar, átti landssjóður að fá ðö°/0 eða helming andvirðislns, en Tulinius hinn helm• ing þess. I staðþessa skilar Björn Jóns- son Tuliniusihelmingbirgðanna sjálfra, en lœtur hinn nyja leyfishafa selja hinn helming bitgðanna fyrir landssjóðs hönd, með þeirri skyldu að skila landssjóði 550l0 af andvirði helmingsins. Land- sjóður lieíir því, í stað þess að fá 50% af andvirði allra birgðanna, einungis fengið 55% af helmingi birgðanna. Við þessa ráðstöfun Bjöt ns Jónssonar má gera ráð fyrir, að lands■ sjöður liafi tapað nálægt 150,000 kr., ef farið er eftir því verði, sem Tulini- us fékk fyrir sinn helming birgðanna. Ef herra Björn Jónsson hefir nokkur rök fram að færa gegn þessu, þáskor- um vér á hann að gera það. Hann hefir ekki gert það enn. Vér viljum ennfremur benda á það, að þar sem hr. B. J. lætur hina nýju leyfishafa hafa 45% fyrir að selja lands- sjóðshelminginn af þessum Tuliniusar- birgðum, þá er það vitanlega gjörsam• lega óhœfilega há sölulaun. Þegar gert er ráð fyrir í leigusamning þeirra, að þeir fái 4ð°/0 af andvirði silfurbergsins, þá er það gert með tilliti til þess, að þeir hafi kostnaðinn við að vinna silf- urbergið; en þar er tilskilið að þeir

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.